Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULl 1990 tomiw Vaknaðu vinur. — Morgun- kaffið hér ... Jákvæð gagnrýni virðist hon- um ekki að skapi... Mismunun á milli lands- hluta í útvarpi og sjónvarpi svör að þar sem ekkert svæðisút- varp væri á syðri hluta landsins væri ekki hægt að útvarpa þaðan Landpóstinum. Ekki passar nú þetta því ekkert svæðisútvarp var þar í fyrrasumar, en var þá útvarpað þaðan Landpósti jafnt og úr nyrðri kjördæmunum. Og þá er það Sjónvarpið. Eins og allir vita sem á það horfa er í dagskrárlok brugðið upp lit- skyggnum af ýmiskonar lands- lagi, en þá bregður svo við að þessar litskyggnur eru næstum allar úr sama landshlutanum, þ.e. Norðurlandskjördæmi eystra, einstaka af Vestfjörðum, varla' nokkur af Suðurlandi og merkilegt nokk, ég hef enga séð af'Norðurlandi vestra. Nú kann einhverjum að þykja þetta hé- gómamál, en mér finnst það ekki, ef grannt er skoðað. Þetta er kynning á landinu, og getur haft áhrif hvað ferðaþjónustu varðar, og er því þarna á ferðinni grófleg mismunun á milli landshluta. Þó að forráðamönnum ríkisfjölmiðl- anna finnist kannski syðri hluti landsins á einhvern hátt ómerki- legri en sá nyrðri verða þeir að muna þá staðreynd, að á þeim syðri býr mikill meirihluti þjóðar- innar, og að misbjóða þessum meirihluta gæti verið hættulegt, þar sem ríkisfjölmiðlarnir eru ekki lengur einir um hituna. Gestur Sturluson Týndir kettir Þessi svarta læða er búin að vera týnd síðan 24. júní frá Barmahlíð 38. Hún heitir Blondý og er með svarta ól og rauða nafnplötu. Heima bíða hennar fjórir litlir kettlingar. Þeir sem vita um hana hringi í Maríu í síma 19695 eða 685566. Þessi svarti og hvíti köttur fór frá heimili sínu að Dunhaga sl. mánu- dag. Hann heitir Léó og er vel merktur. Þeir sem vita um hann eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við eigendur í síma 14982. Jafnframt vilja eigendurnir beina þeim tilmælum til þeirra sem eru að vinna í görðum sínum að ganga vel úr skugga um að engir kettir lokist inn í verkfærageymslum eða bílskúrum. Til Velvakanda. Ríkisútvarpið stærir sig gjarn- an af því að vera útvarp allra landsmanna, og sama gildir um Sjónvarpið, og er það rétt að því leyti að það var stofnað og er kostað af allri þjóðinni, þess- vegna ríður á því að öllum lands- hlutum sé gert sem jafnast undir höfði. En mér finnst stundum vanta nokkuð á að svo sé, og ætla ég að koma með tvö dæmi máli mínu til stuðnings. Annað úr útvarpinu en hitt úr Sjónvarp- inu. Ef dregin er lína úr Gilsfirði suður og austur um landið á Skeiðarársand finnst mér að þeir sem búa sunnan þessarar línu hafi hálfgert verið hafðir útund- an. Eins og flestir kannast við er einn af föstum þáttum út- varpsins svokallaður Landpóstur en þar er fjallað um ýmis mál- efni landsbyggðarinnar utan höf- uðborgarinnar, en svo einkenni- lega vill til að þessir þættir fjalla eingöngu um byggðirnar norðan áðurnefndrar línu, þ.e. Vestfirði, Norðurland og Austurland. En héruðin þar fyrir sunnan, þ.e. Suðurlands-, Reykjanes- og Vesturlandskjördæmi, hafa aldr- ei verið höfð með síðan í haust. Ég spurði hlustendaþjónustuna því þetta væri svo og fékk þau HÖGNI HREKKVÍSI í í Yíkveiji skrifar Yíkveiji var á sunnudagskvöld viðstaddur setningu glæsi Iegrar skátahátíðar á Úlfljótsvatni, 20. landsmóts Bandalags íslenzkra skáta. Gunnar Eyjólfsson skáta- höfðingi og leikari flutti þar kraft- mikia ræðu og talaði meðal annars um frelsið, sem íbúum hins vest- ræna heims þykir svo sjálfsagt, en er í rauninni bæði viðkvæmt og vandmeðfarið. Gunnar sagði frá því, að í A-Evr- ópu hefði skátastarf verið bannað undir stjórn kommúnista í fjóra áratugi. Þrátt fyrir boð og bönn stjórnarherranna hefðu skátar víða starfað á laun í þessum löndum. Hann nefndi sérstaklega Pólland og sagði frá því, að þar hefðu skát- ar leitað á náðir Vyshínskíjs kardin- ála og hefði hann stutt starf þeirra eins og hann gat. Pólskir skátar hefðu fundið sér samkomustað við kirkju kardinálans og þar hefðu þeir átt athvarf. í þessum löndum héfúr til skamms tíma veriðbánnað að strengja skátaheitið og starfa eftir skátalögunum svo ótrúlegt sem það er. Á þingi forystumanna skáta- hreyfingarinnar síðar í sumar verð- ur rætt um breytt viðhorf í A-Evr- ópu og þátttöku skáta þaðan í al- þjóðastarfi. XXX Tveir menn sátu að spjalli á skrifstofu í borginni einn góð- an veðurdag fyrir skömmu og um- ræðuefnið var laxveiði. Þannig var, að annar þeirra var nýkominn úr veiðiferð í Laxá í Aðaldal og hafði dregið vænan fisk úr þessari perlu íslenzkra laxveiðiáa. Hann hafði mörg orð og stór um hversu stór- kostíegt ævintýri þessir dagar í Aðaldalnum hefðu verið. Félagarnir gleymdu sér í spjallinu og veittu varla oftirtekt manni nokkrum sem greinilega átti þó erindi við þá, en var kurteisin uppmáluð og kunni ekki við að trufla samræður mann- anna. Þar kom þó, að hann gafst upp, stakk sér inn fyrir dyrnar og sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði ekki viljað trufla þá þar sem þeir hefðu virzt vera að tala um alvar- legt málefni. Þegar hann hefði heyrt að þeir væru bara að tala um laxveiði hefði hann þó ákveðið að koma erindi sínu á framfæri. Veiði- maðurinn reisti snarlega úr sér og spurði hvað þetta ætti eiginlega að þýða. Hann væri nýkominn úr sinni fyrstu ferð í Laxá í Aðaldal og þaðan kæmi enginn maður samur, Laxá væri Iífsreynsla. Ef það væri ekki alvörumál þá vissi hann ekki hvað flokkaðist undir slíkt. Eftir þennan fyrirlestur var greiðlega leyst úr erindi mannsins, sem þó var greinilega svolítið hugsi er hann yfirgaf skrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.