Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990
37
Muining:
*
Guðmunda A. Jóns
dóttirfrá Þingeyri
Fædd 19. ágúst 1901
Dáin 30. júní 1990
Þær minningar úr frumbernsku
minni sem eru hvað ljósastar eru
flestar tengdar ömmu á Þingeyri,
Guðmundu Ágústu Jónsdóttur. Þær
eru tengdar konunni með blítt bros
og útrétta arma.
Það var heilmikið ferðalag og
ævintýri fyrir okkur bræðurna að
fara frá Reykjavík til ömmu á Þing-
eyri. Annaðhvort var farið með sjó-
flugvél eða skipi og þegar á leiðar-
enda var komið var tekinn sprettur-
inn upp í fangið á ömmu. Mér eru
sérstaklega minnisstæðir morgn-
arnir við Dýrafjörð, þegar við vökn-
uðum og horfðum út á spegilsléttan
fjörðinn, fjöllin í kring, fjöruna og
fuglalífið. Þá var hlaupið niður í
eldhús til ömmu þar sem beið okkar
heitt kakó og brauð og síðan út á
vit ævintýranna.
Hún missti ung að árum manninn
sinn frá fimm börnum og vann alla
tíð hörðum höndum í frystihúsi
staðarins. Þrátt fyrir þetta hafði
hún alltaf nógan tíma fyrir okkur
barnabörnin. Því aðdráttarafli sem
amma í litla húsinu sínu fyrir vest-
an hafði er erfitt að lýsa en þegar
horft er til baka eru minningarnar
að vestan eitt af því sem við bræð-
urnir varðveitum hvað best.
Fyrir allmörgum árum flutti
amma suður til Akraness og bjó
hjá Margréti dóttur sinni og Aðal-
steini manni hennar, sem iést fyrir
rúmu ári. Á Akranesi veit ég að
ömmu leið vel og þangað lá stund-
um leiðin þar sem riijaðar voru upp
minningar að vestan og hún fræddi
okkur á því sem helst var að ger-
ast á gömlu slóðunum. Ég veit ég
mæli fyrir munn allra barnabarn-
anna þegar ég segi að amma hafi
verið mjög gefandi og góð kona.
Þegar amma bauð okkur bræðr-
unum góða nótt, sagði hún ávallt:
„Guð geymi þig.“ Þessi orð geri ég
nú að mínum, Guð geymi ömmu
mína.
Ágúst Ragnarsson
Mikil heiðurskona er farin yfir
móðuna miklu. Ekki kom það okkur
á óvart sem fylgdumst með henni
síðustu vikurnar. Aldurinn var hár
en sálin var síung og ekkert farin
að láta sig. Hún hélt andlegri reisn
sinni fram á síðustu stund, sem var
mikils virði fyrir þessa konu. Það
versta sem fyrir hana hefði komið
var að verða ósjálfbjarga.
Mig langar að segja í stórum
dráttum frá lífshlaupi þessarar al-
þýðukonu, sem kom fyrir sjónir eins
og af aðalsættum væri enda af
góðu og vönduðu fólki í báðar ætt-
ir. Þar mættust styrkir stofnar.
Hún fæddist í einum fallegasta
firði landsins, Dýrafirði, sem fóstr-
aði hana og henni fannst fallegasti
staður á jörðu og sem lengst af
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra er farinn til
London, þar sem hann mun sitja
leiðtogafund Atlantshafsbanda-
lagsins.
Með í för forsætisráðherra eru
Edda Guðmundsdóttir eiginkona
hans, Jón Sveinsson aðstoðarmaður
forsætisráðherra og Jóhann Ein-
varðsson alþingismaður og formað-
ur utanríkismálanefndar Alþingis.
Forsætisráðherra er væntanlegur
heim á laugardag.
Þá er Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra einnig farinn til
fundarins í London. Með honum eru
Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins, Tómas Á.
Tómasson, sendiherra í afvopnun-
arviðræðunum í Vínarborg, Sverrir
varð vitni að gleði hennar og sorg-
um. Hún var dóttir Guðrúnar Stein-
þórsdóttur frá Brekku í Dýrafirði
og Jóns Jóhannssonar Þingeyri.
Þau voru ógift. Guðrún bjó hjá for-
eldrum sínum á Brekku þegar
Munda, eins og hún var ávallt köll-
uð, fæddist. Hún var frá fyrstu
stundu umvafin ástríki, þar sem
voru móðurforeldrar hennar og að
auki voru á bænum eldri konur sem
sýndu henni mikið dálæti, þar sem
móðir hennar fór nokkru seinna til
Reykjavíkur til náms í fatasaumi.
I Reykjavík kynntist Guðrún
Árna Guðmundssyni frá Ánanaust-
um, miklum sómamanni, og fluttust
þau fljótlega vestur og bjuggu á
Brekku. Árni og Guðrún áttu saman
4 börn. Árni og Munda urðu miklir
mátar og virti hún hann mikils. Á
milli þeirra ríkti einstök vinátta. Jón
faðir hennar kvæntist; Guðrúnu
Gísladóttur ættaðri úr ísaijarðar-
djúpi og áttu þau saman 12 börn,
3 af þeim dóu ung. Munda hafði
mjög gott samband við föður sinn
og systkini og var sérstaklega hrif-
in af Guðrúnu sem hún talaði ávallt
um af mikilli hlýju.
Munda var mikil gæfumanneskja
í einkalífinu þótt áföllin yrðu stór.
Hún giftist manni sínum, Ágústi
Jónssyni frá Granda í Dýrafirði, 1.
nóv. 1925. Þau þóttu óvenju glæsi-
leg hjón þannig að um var talað.
Ágúst var sjómaður og oft mikið
að heiman. I þá daga var sjómanns-
lífið ótrygg afkoma. Hann dáði
konu sína mjög enda var það gagn-
kvæmt og hefur mér verið sagt að
ólíkt sínum samtíðarmönnum hafi
hann verið ólatur við heimilisstörf
þegar hann var heima og gjarnan
þá lofað henni að njóta sín við sín
hugðarefni, en bækur og tónlist
voru hennar áhugamál. Ágúst lést
langt um aldur fram úr berklum
árið 1937. Það var henni mikið áfall
því hann var hennar eina og stóra
ást og enginn sem gat komið í hans
stað. En mér hefur verið sagt að
margir hafi litið þessa glæsilegu
konu hýru auga. Þeim varð fimm
barna auðið, sem urðu hennar eitt
og allt, fyrir þau lifði hún og dáði
mjög, enda var það gagnkvæmt frá
þeirra hálfu og báru þau mikla virð-
ingú fyrir móður sinni. Þau eru
Ragnar Jón, kvæntur Guðnýju Pét-
ursdóttur, Margrét, hennar maður
var Ársæll Jónsson sem er látinn,
Ólafía, gift Hreini Árnasyni, Ólaf-
ur, kvæntur undirritaðri, og
Ágústa, gift'Gunnari Björnssyni.
Hún varð aðeins 36 ára gömul
ekkja með 5 börn, yngsta 3ja mán-
aða og elsta 11 ára. Við getum
gert okkur í hugarlund að þetta
hefur verið erfiður tími, engar
ekknabætur, lífeyrissjóðir eða
barnabætur. Þá varð að treysta á
hjálp guðs og góðra manna. Fyrsta
árið eftir lát Agústar var hún með
börnin sín upp á Brekku nema Ól-
afíu sem hafði veikst af berklum
og var lengi á sjúkrahúsi. Eftir
Haukur Gunnlaugsson, fastafulltrúi
íslands hjá NATO, og Þórður Ægir
Óskarsson í fastanefnd íslands hjá
NATO.
Samsýning
í Listhúsi
í LISTHÚSI á Vesturgötu 17
verður opnuð samsýning í dag,
fimnitudaginn 5. júlí, klukkan 16.
Sýnd verða málverk eftir fjóra
listmálara, þá Einar Þorláksson,
Elías B. Halldórsson, Hrólf Sigurðs-
son og Pétur Má Pétursson.
Sýningin verður opin frá klukkan
14-18 alla daga fram til 31. júlf nk.
þetta ár varð hún að taka ákvörðun
um framtíðina og er það mín til-
gáta að þá hafi verið mörg andvöku-
nóttin þótt sjálfsagt hafi liún sýnt
hlæjandi andlit út á við því hún bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Hún
hafði yngstu dótturina hjá sér fyrst
eftir að hún fór frá Brekku, en
Árni varð þá ekki mönnum sinnandi
hann sá svo eftir barninu þannig
að hún lét það eftir að Árni og
Guðrún tækju hana í fóstur. Þá var
að leita sér að vinnu til að sjá fyrir
barnahópnum, um barnapössun var
ekki að ræða. Sæmdarhjónin María
Hjailar og Jón Bjai'nason á Þing-
eyri buðust til að taka Ólafíu í fóst-
ur og varð það úr. Alltaf var gott
þeirra á milli og hafði hún oft á
orði hve vel þau hefðu reynst sér
og var þeim þakklát. Á þessum
árum var móðursystir hennar
Petrína hennar mesta hjálparhella
og um leið besta vinkona. Petrína
og Munda voru einstaklega sam-
rýndar og sáu hlutina frá sama
sjónarhóli og kímnigáfan var sú
sama. Þar áttu börnin hennar ör-
uggt skjól. Petrína lést haustið
1960.
Hún fór að vinna í frystihúsinu
á Þingeyri því ekki var um fjöl-
skrúðugt atvinnulíf að ræða. Þetta
varð hennar vinnustaður næstu 35
árin. Þetta var erfiður tími og vinn-
an þannig að hún sagði mér að oft
hafi sig í byijun langað mest til að
hlaupa heim og þurft að beita sig
hörku til að gera það ekki. Hún
þótti mjög góður starfskraftur og
sérstaklega vandvirk og fljótvirk.
Þarna kynntist hún „kerlingunum
sínum og körlunum“ sem áttu eftir
að verða góðir vinir. Hún var um-
deild eins og oft er um hæfileika-
fólk en hafði líka þann sérstaka
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Brokkólí, eð^ spergilkál (teg.
Brassica olerace italica), er ná-
skylt blómkálinu og oft fáanlegt
hér á landi. Því miður er það
dýrt eins og annað grænmeti,
og áreiðanlega minna keypt þess
vegna. Soðið nýtt brokkólí er
sannarlega gott grænmeti og í
þeim löndum þar sem grænmeti
er ódýrara eru gerðar úr því
heilar máltíðir. Líkast til er það
fremur haft sem meðlæti með
kjöti hér hjá okkur. Þegar sjóða
á brokkólí eru grófustu blöðin
fjarlægð áður og einnig þræðir
ef eru á stilknum, leggirnir
skornir í bita svo það sjóði jafnt
í ríflegu saltvatni í 5-6 mín.
Nýtt. soðið brokkólí
með smjöri eða sósu
Brokkólí er sett út í sjóðandi
vatnið, yfir það er siðan sett
heit sósa, t.d. tilbúin hollandaise
sósa (úr pakka) eða tilbúin ostas-
ósa (þ.e. ostasúpa úr dós) eða
að settir eru smjörbitar yfir heitt
kálið og sítróna kreist yfir allt
um leið og borið er fram.
hæfileika að fólk laðaðist að henni
og bar virðingu fyrir henni. Sem
dæmi um vinnuaðstöðuna þegar
hún byrjaði þá fór hún fljótlega að
vinna á við karlmann og voru þær
þá tvær dugnaðarkonur sem flök-
uðu fisk (í óupphituðu húsi og við
lélegar aðstæður) með karlmönnun-
um en á lægra kaupi að sjálfsögðu.
Þetta gekk svona í nokkuð mörg
ár. Munda var mikil jafnréttiskona
og þoldi þetta ekki til lengdar, þar
sem þær afköstuðu jafnvel meira
en þeir. Hún nefndi þetta við verk-
stjórann, sem þótt.i hún heldur
heimtufrek, en hún gaf sig ekki og
bar hann þetta undir kaupfélags-
stjórann sem var Eiríkur Þorsteins-
son. Hann svaraði að bragði „finnst
þér það óréttlátt eða hvað,“ og eft-
ir það fengu þær sömu laun. Þykir
mér verst að hún mundi ekki hvaða
ár þetta var því þarna hef ég grun
um að hún hafi verið frumkvöðull.
Hún átt bágt með að sætta sig
við að ekkert barna hennar væri
búsett fyrir vestan, en þá varð
hennar stoð og stytta Jóhanna
Bjarnadóttir, uppeldissystir Ágúst-
ar, sem um leið var nágranni henn-
ar. Þær höfðu mikið samband og
börn Ilönnu sýndu Mundu einstaka
hjálpsemi og urðu hennar önnur
fjölskylda. Getum við aldrei nóg-
samlega þakkað þeim. Hanna lést
í vor og var Mundu þá greinilega
brugðið þar fannst henni að síðustu
tengslin við æskuslóðirnar væru
brostnar og saknaði hún liennar
mjög.
Munda fluttist til dóttur sinnar
og tengdasonar, Margrétai' og Ár-
sæls á Akranesi, alkomin 1978 og
hafði þá dvalist hjá þeim um stund-
arsakir áður og átti hjá þeim ör-
uggt skjól og reyndist Ársæll henni
í alla staði vel. Þær mæðgur voru
einstakiega samrýndar og ekki veit
ég um dóttur sem hugsað liefur
betur um móður sína en hún gerði.
Nú var líkaminn illa farinn af mik-
illi vinnu þannig að hún fór ekki
mikið úr húsi, en eins og áður sagði
var sálin síung og skapið og léttleik-
inn þannig að við sem yngri vorum
öfunduðum hana oft. Hún fylgdist
vél með öllu, hlustaði mikið á út-
vai-p og las mikið. Þegar talað er
um bækur og tónlist er erfitt að
segja hvort veitti henni meiri
ánægju, en síðari ár var bókin henn-
ar besti vinur og stytti henni stund-
ir þegar hún var orðin rúmliggjandi
að mestu. En tónlistin var henni í
blóð borin og var einkennilegt livað
þessi kona var meðvituð um hana
þar sem hún bjó í tiltölulega ein-
angruðu litlu samfélagi og hafði
engin tök á að mennta sig á sínum
yngri árum. Það var skemmtilegt
Bush og brokkólí
í Bandaríkjunum hefur brok-
kólí dálítið verið í fréttum nú
nýlega, það var opinberlega haft
eftir Barböru Bush að henni
tækist ekki að koma því góða
káli ofan í forsetann. Þegar sam-
tök brokkólíræktenda í Kali-
forníu heyrðu ávæning af mat-
vendni forsetans brugðust þeir
skjótt við og sendu 10 tonn af
brokkólí til birgðastöðvar ríkisins
í Washington. Af sendingunni
voru þó tveir kassar merktir
Bush forseta og sendir til Hvíta
hússins.
Við það tækifæri sagði forset-
inn: „Móðir mín neyddi ofan í
mig brokkólí, nú er ég forseti
Bandaríkjanna og ætla aldrei
framar að setja það inn fyrir
mínar varir“.
Þar höfum við það og smekk-
Forsætisráðherra til London
BROKKÓLÍ
að sjá hvernig hún fylgdist með
barnabörnum og barnabarnabörn-
ivm og þótti þeim einstaklega vænt
um ömmu því hún var einfaldlega
svo skemmtileg, þau gátu rætt allt
milli himins og jarðar við hana og
hún gat sett sig í þeirra spor og
meira að segja vinir barnabarnanna
heimsóttu hana oft. Og litlu barna-
barnabörnin skriðu upp í til „ömmu
langó“ og öllurn tók húm með sama
léttleikanum og hló að fyndnum
orðatiltækum þeirra. Já, hún gat
velkst um af hlátri eins og ung
stúlka af litlu tilefni. Greindin var
slík að allt sem hún lærði í æsku,
svo sem kverið o.fl,. mundi hún og
gat þulið upp úr sér.
Ekki undi hún sér á Akranesi
fyrstu árin en það var eins og ann-
að að hún sætti sig við það og
undi sér vel þegar frá leið og alls
staðar kom hún sér vel. Vinkonur
Margrétar komu og heimsóttu hana
og voru tilbúnar að sitja hjá henni
ef með þurfti. Oft dvaldi hún hjá
fjölskyldu minni þegar Margrét og
Ársæll brugðu sér frá og var alltaf
gaman að fá hana til sín. Ég er
hreykin af að hún sýndi mér mikið
traust og ræddi við mig liluti sem
hún vildi ekki að allir heyrðu. Síðari
ár þegar þröngt var orðið hjá okkur
dvaldi hún lijá Ólafíu dóttur sinni
og Hreini manni hennar. Ólafía
sýndi móður sinni mikla umhyggju
og væntumþykju sem og öll hennar
fjölskylda og var sem hún hefði
aldrei farið frá henni svo vel samdi
þeim. Munda veiktist árið 1978 og
lá þá í sjúkrahúsinu á Akranesi.
Ilenni var þá ekki hugað líf en hún
taldi Guðjón yfirlæknir þá hafa
bjargað lífi sínu og mat hann mik-
ils. Einnig var hún hrifin af starfs-
fólkinu sem annaðist hana. Þegar
hún lagðist aftur á sjúkrahúsið fyr-
ir nokkrum vikum þá fannst henni
hún hitta góða vini enda voru allir
einstaklega góðir við hana og eru
læknum og starfsfólki spítalans
fæt'ðar alúðarþakkir fyrir frábæra
umönnun.
Að endingu þökkum við henni
allt sem hún vat' okkur, og biðjum
góðan guð að geyma hana. Þar sem
hún verður jarðsett á Akranesi ætla
ég að leyfa mér að senda Dýrafirð-
inum hinstu kveðju frá henni með
þessu erindi:
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga,
engið, fjöllin, áin þín
yndislega sveitin mín,
heillar mig og heim til þín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín
sumar, vetur, ár og daga.
Helga Guðmundsdóttir
Brokkólí — Þessi mynd birtist
í Time-tímaritinu þegar sagt
var frá því að Bush forseti af-
þakkaði brokkólí.
ur manna er misjafn hvort held-
ur er grænmeti eða annað eins
og svo oft kemur í ljós.