Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Fyrir vestan er lífið fiskur og aftur fiskur festing í íbúðarhúsnæði í Reykjavík verið nánast'^ina sparnaðarformið sem tíðkaðist. „Það er því tóm lygi og kjaft- æði, sem svo oft hefur verið haldið fram, að þéttbýlið fyrir sunnan hafi - SIÐARIGREIN - SÖGULEG hefð býr að baki búsetu við Dýrafjörð og ÖnundarQörð og útgerð þaðan. Flateyri og Þingeyri byggðust upp á 19. öldinni, við tilkomu þilskipanna, vegna hagkvæmrar staðsetningar sinnar gagnvart fiskimiðunum. Á Suðureyri voru ekki gerð út þilskip og uppbygging þar varð ekki fyrr en í byrjun 20. aldarinnar, við til- komu bátavélanna í smábátana. Að sönnu hefur stórkostleg breyting átt sér stað í öllu þjóðfélaginu, írá því að byggðakjarnar urðu til við Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð, en eitt hefur þó ekki breyst — þorri þess fólks sem þarna býr vill hvergi annars staðar búa. Þeir sem á hinn bóginn vildu gjarnan flytjast á brott, eru bundn- ir átthagafjötrum í húseignum sínum, sem þeir geta engum selt, að minnsta kosti ekki á viðunandi verði. Atvinnurekstur hefur að undanf- örnu gengið illa og sums staðar hörmulega á þessum stöðum, og þó sýnu verst á Suðureyri. Þjónusta er af skornum skammti, heil- brigðisþjónusta í lágmarki, enginn læknir situr í neinu þorpanna, verslun með takmarkaðra móti, en einangrun og ófærð nánast ótak- mörkuð yfir vetrarmánuðina. Það er því kannski ekki að undra þótt spurt sé, hvers vegna í ósköpunum fólk kjósi að búa á þessum stöðum, en ekki annars staðar. Það er auðvitað engin einhlít skýring á því, en hér á eftir verður leitað svara við þeirri spurningu og öðrum sem snúa að íbúum þessara litlu sjávarþorpa við firðina þijá. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, býr á Flateyri eins og alþjóð er kunnugt og rekur þar útgerð og fiskvinnslu — Hjálm hf. Hann segir: „Það stendur óhaggað enn þann dag í dag að forsendan fyrir því að hér gat risið byggð var sjávarútvegur- inn. Á Vestfjörðum byggist allt á sjávarútveginum og það þarf nú ekki mikla spekinga til þess að koma auga á það.“ Flateyringar, Súgfirðingar og Dýrfirðingar sem ég ræddi við sögðu að sjávarútvegurinn hefði undanfar- in 50 ár eða svo búið við mikinn tvískinnung: annars vegar viður- kenndu menn þýðingu hans til gjald- eyrisöflunar fyrir þjóðarbúið, en á hinn bóginn hefðu flestir verið sam- mála um að ekkert gerði til þótt atvinnugreinin fengi ekki að njóta arðsemi sinnar. Það væri nóg að haga því þannig til að sjávarútvegur- inn fengi rétt að skrimta. Baldur Jónsson, forstjóri Fiskiðj- unnar Freyju á Suðureyri og Bjami Einarsson, útgerðarstjóri Fáfnis hf. á Þingeyri, eru sammála Einari Oddi í því að ekkert annað en sjávarútveg- urinn geti haldið lífinu í þessum byggðum. Þeir benda á að þessi byggðarlög hafi i gegnum tíðina verið ákaflega berskjölduð gagnvart áföllum í sjávarútvegi, sem hafi bæði verið tíð og reglubundin. Litlu sveitarfélögin löngu stöðnuð Forsvarsmenn útgerðar og fisk- vinnslu og sveitarstjómarmenn á ofangreindum stöðum gera sér fulla grein fyrir því að þessi litlu sveitar- félög em löngu stöðnuð og eru á fallanda fæti, vegna þess að at- vinnufyrirtækin hafa gengið í gegn- um miskunnarlausa gjaldþrota- hrinu og eigið fé í fyrirtækjunum er sums staðar sáralítið orðið, ef ekki uppurið. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, og Ægir Hafberg, spari- sjóðsstjóri á Flateyri og fyrrum oddviti hreppsins, benda á, ásamt öðrum viðmælendum, að vegna lé- legra endursölumöguleika á hús- næði á þessum stöðum hafi orðið gífurlegt fjárstreymi frá Vestfjörð- um suður til Reykjavíkur áratugum saman. Menn kjósi að fjárfesta þar, fremur en í verðlitlu eða jafnvel verðlausu húsnæði í þorpunum. Þó telja þeir að þetta kunni eitthvað að vera að breytast með breyttu spamaðarformi, en áður hafi fjúr- Myndir/Agnes Bragadóttir Miklar framkvæmdir eru nú við brúná yfir Dýraíjörð. Uppfyllingarefni er keyrt daglangt í uppfylling- una, enda verða um 360 þúsund tonn í henni, en um 400 þúsund tonn fóru í uppfyllinguna á Borgar- fjarðarbrú. Hér er verið að fylla prammann sem siglir svo út með sandinn og tæmir í uppfyllinguna. Dýrfirðingar segja óhemju samgöngubót felast í þessari brú, sem stefiit er að að taka í notkun haustið 1991. verið að halda lífinu í okkur Vest- firðingum. Hið sanna er að Vest- firðir hafa verið blóðmjólkaðir af fjármagni og mannskap og stoðun- um þannig verið kippt undan at- vinnurekstri okkar,“ segir Einar Oddur. Einar Oddur setur sig í for- mannsstellingar VSÍ og segir: „Menn hafa verið ákaflega glám- skyggnir á að eyðslustefnan í þessu þjóðfélagi grefur undan verðgildi þessa gjaldmiðils okkar. Það er hún sem er að eyðileggja grann útflutn- ingsframleiðslunnar. Það sem ræð- ur úrslitum um hvort þessar byggð- ir lifa eða deyja er hvort við náum jafnvægi í atvinnulífi okkar og náum því að komast út úr eyðs- lusamfélaginu inn í samfélag sem eyðir ekki meira en það aflar og hættir að stofna sér í endalausar erlendar skuldir. Aðeins á þann hátt hafa þessi byggðariög mögu- leika á því að keppa, og dreifbýlið getur aldrei keppt, nema útflutn- ingsframleiðslan, eins og sjávarút- vegur keppi á jafnréttisgrundvelli við annan atvinnurekstur." Góðar samgöngur skipta öllu máli Á það er bent að aðalmjólkur- framleiðslusvæðið er við Önundar- fjörð, en þar ásamt Dýrafirði er aðallandbúnaðarsvæði Vestfjarða. Því hafi ömggar samgöngur við ísafjörð, þar sem mjólkurbúið er, gríðarleg áhrif fyrir framtíð land- búnaðarins á þessu svæði. Athafna- og sveitarstjómarmenn á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri segja að góðar samgöngur, hvort sem um flugsamgöngur, hafnir eða vegasamgöngur sé að ræða, hljóti til langrar framtíðar að skipta meg- inmáli, ef landið eigi að haldast í byggð. Menn bindi miklar vonir við fyrirhuguð jarðgöng og tengingu byggðanna á norðurhomi Vest- fjarðakjálkans. Þessar byggðir segja þeir að hafi frá náttúrunnar hendi einhveija bestu möguleika til þess að stunda sjávarútveg. Með göngunum segja þeir að hver byggð yrði miklu traustari félagsleg eining og íbúarnir byggju við árlangt ör- yggi. Þeir segja þó að byggðirnar muni ekki halda velli, ef sveitar- stjómirnar nýti sér það ekki, að vegakerfið hafí fært þær saman. Hvert sveitarfélag verði eftir sem áður svo lítil eining, að til stórfelldr- ar samnýtingar og samvinnu verði að koma, þannig að menn stilli sam- an krafta sína á öllum sviðum. „Menn verða, eftir að göngin eru komin, að líta á þetta svæði sem eitt byggðarlag, því annars munu þeir möguleikar sem göngin gefa ekki nýtast," segir Einar Oddur. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri segir m.a.: „Samgöngur eru það sem allt byggist á. Við fáum strax ómetanlega samgöngubót, þegar nýja brúin yfir Dýrafjörð verður tekin í notkun haustið 1991. Það verður ólíku saman að jafna við hvers konar aðstöðu við búum þegar göngin eru einnig komin, miðað við það sem er í dag. Þó að leiðin um Dýrafjörð styttist ekki nema um 16 kílómetra við tilkomu nýju brúarinnar, þá er hún það utar í firðinum, að vegurinn mun ekki lengur liggja um botninn, þar sem gríðarlega snjóþungt er, og vegur- inn lokaður vikum og mánuðum saman yfir vetrartímann. Það er staðreynd að allt mannlíf hér mun gjörbreytast við þetta, svo og ör- yggistilfinningin, sem er oft æði lítil, hér í læknisleysinu, dýralækn- isleysinu og þjónustuleysinu, þar sem það tekur okkur a.m.k. klukku- tíma að aka til ísafjarðar, þegar á annað borð er fært.“ Einar Oddur Kristjánsson, for- stjóri Hjálms hf. á Flateyri: „Það er því tóm lygi og kjaftæði, að þéttbýlið fyrir sunnan hafi verið að halda lífinu í okkur Vestfirð- ingum. Vestfirðir hafa verið blóð- mjólkaðir af fjármagni og mann- skap og stoðunum þannig verið kippt undan atvinnurekstri okk- Jónas Ólafsson, sveitarsljóri á Þingeyri: „Samgöngur eru það sem allt byggist á. Við fáum strax ómetanlega samgöngubót, þegar nýja brúin yfir Dýrafjörð verður tekin í notkun.“ „Með því að tengja allar þessar byggðir með jarðgöngunum á þetta byggðarlag framtíð fyrir sér, öðru vísi ekki,“ sagði Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Freyju á Suðureyri. Bjarni Einarsson, útgerðarstjóri Fáfnis á Þingeyri, segir: „Á því er enginn vafi að göngin breyta miklu fyrir okkur, eftir að við erum búnir að fá brúna yfir Dýrafjörð. Við höfum mikil viðskipti við ísafjörð og sækjum þangað geysilega mikla þjónustu.“ íbúar vesturljarðanna verða að fiæra fórnir íbúar í þeim þremur sveitarfélög- um, sem hér er einkum fjallað um, virðast sáttir við þá staðreynd, að til þess að fá þá miklu samgöngu- bót, sem felst í jarðgöngunum, verði þeir að vera tilbúnir til þess að færa ákveðnar fórnir. Þeir segjast vita að svona mikil ljárfestihg geti orkað tvímælis. Á hinn bóginn segj- ast þeir reiðubúnir til þess að fórna ýmsu öðru, til þess að göngin verði að veruleika. Þeir segjast reiðubún- ir til þess að endurskoða ýmsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.