Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 1
i
56 SIÐUR B/C
168. tbl. 78. árg.____________________________________FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Efnavopn á brottfrá V-Þýskalandi
Bandaríski herinn hóf í gær að flytja á brott frá
Vestur-Þýskalandi efnavopnabirgðir sínar, alls um
400 tonn. Um er að ræða 100.000 sprengjur með
eitu'rhleðslum, m.a. taugagas, og voru birgðirnir
geymdar í smáborginni Clausen, skammt frá Lúxem-
borg. íbúarnir vissu ekki að vopnin væru á staðnum.
Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, og
Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, sömdu um
brottflutning vopnanna fyrir íjórum árum og verður
þeim eytt á kóraleyju í Kyrrahafinu. Umhverfis-
sinnar gagnrýndu harðlega áætlun yfirvalda um
flutninginn og töldu varúðarráðstafanir ekki nægar.
Þá hafa íbúar Kyrrahafseyja mótmælt því að gasið
verði eyðilagt í nágrenni við þá. Á myndinni sjást
flutningabílar leggja af stað frá Clausen.
Mynstrað í vetur
Norski tískuhönnuðurinn Per
Spook sýndi4>ennan ullarvetr-
arklæðnað á tískusýningu í
París fyrr í vikunni þar sem
komandi haust- og vetrartíska
var kynnt. Stúlkur sem klæðast
fatnaði Spooks í vetur ættu
örugglega ekki að fara framhjá
neinum.
Reuter
Bretland:
Ríkisstj óniin boðar niður-
skurð á fé til vamarmála
OPEC-fundurinn í Genf:
London. Daily Telegraph.
STJÓRN Margaret Thatcher í
Bretlandi hefur kynnt tillögur um
mikinn niðurskurð næstu árin á
sviði hefðbundinna vopna vegna
þróunar í alþjóðamálum og enda-
loka kalda stríðsins. Alls er stefht
Verð á olíufati fari
í 20 Bandaríkjadali
Genf. Reuter, dpa.
SAMKOMULAG virtist í sjónmáli á fúndi samtaka olíuútilutnings-
ríkja, OPEC, í gær. Olíuráðherrar aðildarríkjanna þrettán sögðu að
þau vildu öll stefha að því að olíuverðið yrði 20 dalir á fatið í fyrsta
sinn frá árinu 1986.
írakar höfðu krafist þess að
OPEC-ríkin drægju svo úr fram-
leiðslu sinni á olíu að verðið hækk-
aði úr 18 dölum á fatið í 25. Flest-
ir ráðherranna á fundinum töldu
hins vegar raunhæfara að stefna
að því að verðið yrði rétt rúmlega
20 dalir. Talsmenn vestrænna olíu-
fyrirtækja spáðu því að OPEC-ríkin
myndu /skuldbinda sig til að virða
þá framleiðslukvóta, sem þeim hafa
verið úthlutaðir, til að draga úr
offramleiðslunni og knýja fram
verðhækkun.
Gholanu-eza Aqazadeh, olíumála-
ráðherra írans, sagði að ráðherr-
arnir hefðu samþykkt að heildar-
hráolíuframleiðsla OPEC-ríkjanna
13 yrði ekki meiri en 22,5 milljónir
fata á dag til ársloka þótt Líbýu-
menn hefðu viljað mun minni fram-
leiðslu. Talið er að ráðherrar Kúv-
æts og Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna samþykki að virða kvót-
ana og dragþ úr framleiðslu sinni
um ijórðung. Irakar höfðu fordæmt
ríkin tvö fyrir að hafa af ásettu
ráði framleitt of mikið af olíu til
að veikja efnahag Iraks. Óttast var
um hríð að stríð brytist út á ný við
Persaflóa vegna deilunnar en nú
virðist sem allt sé að falla í ljúfa löð.
Austur-Evrópa:
Erfiðleikar vegna minni
olíusölu Sovétmanna
London. Daily Telegraph.
VACLAV Klaus, flármálaráðherra Tékkóslóvakíu, hefur varað Sov-
étmenn við því að minnka olíusölu til Austur-Evrópu. Ráðherrann
segir að verðhækkanir sem yrðu því samfara kynnu að valda sams
konar kreppu í Austur-Evrópu og olíuverðshækkun arabaríkja olli
á Vesturlöndum á síðasta áratugi.
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- vöru sína á gjafverði meðan þeir
herra, kynnti þá ákvörðun Sovét-
manna að draga úr olíusölu á nýaf-
stöðnu flokksþingi sovéska komm-
únistaflokksins. Hann sagði að
sovéskur landbúnaður yrði að hafa
forgang. Kornuppskera hefði verið
langt undir því sem eðlilegt gæti
talist þar eð bændur hefðu ekki
fengið nóg bensín á dráttarvélar
og kornskurðai’vélar vegna of mik-
illar áherslu á olíuútflutning. Sov-
étmenn munu hafa lítinn áhuga á
að aflienda fyrrum fylgiríkjum
sínum verðmætustu útflutnings-
geta fengið gjaldeyri fyrir hana
annars staðar.
í stað þess að grípa til eldsneyt-
isskömmtunar brugðust yfirvöld í
Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi,
Búlgaríu og Rúmeníu við ákvörðun
Sovétmanna með því að stórhækka
bensínverð til þess að draga úr
eftirspurn. Er hækkunin á bilinu
20-70%. Efnahagslíf landanna
mátti ekki við áfallinu og er óttast
að hækkunin verki sem bensín á
verðbólgubál þeirra. Ungverska
stjórnin hyggst leysa bráðasta
vandann með því að taka lán til
olíukaupa á Vesturlöndum því hún
telur sig ekki geta fengið lands-
menn til að sætta sig við strangar
aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum
með öðrum hætti. í Rúmeníu er
olíuverðið orðið illviðráðanlegt fyr-
ir almenning sem óttast að geta
ekki kynt híbýli sín í vetur.
Minni olíusala Sovétmanna mun
líklega koma minnst við Pólveija.
Þeir segja að standi Sovétmenn
ekki við gerða samninga um olíu-
sölu fái þeir ekki umsamdar pól-
skar framleiðsluvörur. Verði þær
seldar á Vesturlöndum og gjald-
eyririnn notaður til olíukaupa þar.
Áhrifin verða lítil í A-Þýskalandi
vegna fyrirhugaðrar sameiningar
Þýskalands.
að því að fækka í fastaliði land-
hersins um 40.000 manns, í
120.000, auk þess sem flugher og
floti draga saman seglin. Tom
King varnarmálaráðherra sagði í
skýrslu til þingmanna að tillög-
urnar séu m.a. háðar árangri í
CFE-viðræðunum í Vín um fækk-
un í hefðbundnum herafla.
„Markmiðið er minni her, betur
búinn, vel þjálfaður og í góðum húsa-
kynnum, baráttufús liðsafli. Herafl-
inn þarf að vera sveigjanlegur og
hreyfanlegur, fær um að sinna hlut-
verki sínu í Atlantshafsbandalaginu
og annars staðar," sagði King.
Hrinda á breytingunum í fram-
kvæmd fyrir 1995 og er talið að
ráðstafanirnar geti lækkað árleg
útgjöld til varnarmála um allt að 25%
eða fimm milljarða punda (rúmlega
500 milljarða ISK). 48 freigátum og
tundurspillum flotans verður fækkað
í 40 og kafbátum úr 27 í 16; flestir
þeirra eiga að vera kjarnorkuknúnir.
Þrjár Tornado-flugsveitir verða
lagðar niður og tveim flugstöðvum
flughersins í V-Þýskalandi lokað.
Ráðherrann sagði stjórn íhalds-
flokksins ekki myndu hvika frá þeirri
stefnu að halda uppi sjálfstæðum
kjarnorkuherafla, m.a. með fjórum
Trident-kjarnorkukafbátum. Lagt
væri til að Bretar ættu áfram þijú
flugvélamóðurskip. Einnig yrði hald-
ið áfram þátttöku í smíði Euro-
fighter-þotunnar með nokkrum öðr-
um Evrópuríkjum. Enda þótt þróun
mála í Evrópu gæfi vonir væru
hættumerki annars staðar, „ekki síst
hvað snertir útbreiðslu hátækni-
vopna. Við munum því áfram þarfn-
ast sterkra varna sem tryggja okkur
gegn óvæntum viðburðum."
A-Þýskaland:
Stóri Mac
bannaður?
A-Berlín. Reuter.
FORMAÐUR umhverfísniála-
nefhdar austur-þýska þings-
ins, Ernst Dörfler, hefur lagt
til að bannað verði að selja
„Stóra Mac,“ hamborgara
bandarísku verslanakeðjunn-
ar McDonald’s, og skyndibita
af svipuðum toga í landinu.
Dörfler segir að eina leiðin
til að forðast verstu umhverfis-
slys kapítalismans sé að banna
skyndibitastaði' sem nota ein-
nota umbúðir og hnífapör.
McDonald’s hefur kynnt
áætlun um að opna 10 útibú í
A-Þýskalandi á næsta ári.
Keppinautur fyrirtækisins, Bur-
ger King, hefur þegar opnað
veitingastað á hjólum í Dresden.