Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 7 Samband íslenskra sveitarfélaga: Sunnlendingar mótmæla véfengingu umboðs full- trúa þeirra í sljórninni Krefjast þess að stjórnin endurskoði túlkun á lögunum FULLTRÚAR Sunnlendinga í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sent stjórn sambandsins mót- mæli vegna þess að umboð full- trúa Suðurlands í stjórninni var véfengt á fundi hennar á föstu- daginn. Á fundinum var ljallað um ráðningu nýs framkvæmda- stjóra sambandsins. Fulltrúi Suðurlands í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ölvir Karlsson, fyrrum oddviti Ásahrepps. Hann lét af því emb- ætti eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor og samkvæmt lögum sambandsins féll umboð hans til stjórnarsetu þar með úr gildi. Varamaður Ölvis, Jón Þorgils- son, fyrrum sveitarstjóri á Hellu, hefur einnig látið af störfum. Túlk- aði formaður stjórnarinnar Sigur- geir Sigurðsson lögin þannig að af þessum sökum hefðu Sunnlend- ingar ekki löglegan fulltrúa í stjórninni. Fulltrúar Sambands sveitarfé- laga á Suðurlandi í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ragnar Óskarsson í Vestmanna- eyjum, Bryndís Brynjólfsdóttir á Selfossi og Magnús Karel Hannes- son á Eyrarbakka, hafa sent frá Vann sjö skákir í röð og tryggði sér áfanga að stórmeistaratitli HANNES Hlífar Stefánsson vann sigur á alþjóðlega skákmótinu sem lauk í Gaúsdal um helgina og tryggði sér þar sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hannes tapaði fyrstu skák sinni á mótinu, vann þær sjö næstu en tryggði sér sigur á mótinu með jafntefli á svart gegn Sovétmanninum Tsjekov í síðustu umferðinni. Hannes sagði í samtali við Morgunblaðið að síðasta skákin hefði verið sú erfiðasta. „Með því að vinna hefði Rússinn getað náð mér að vinningum og hann reyndi allt hvað hann gat. Ég fórnaði manni og hélt að fórnin stæðist en hún gerði það ekki. Rúss- inn fann hins vegar ekki réttu leið- ina og skákin endaði í steindauðu jafntefli." í næstsíðustu umferðinni hafði Hannes unnið gríska stór- meistarann Kotronias, sem fram að því hafði verið í efsta sæti á mótinu. Aðspurður um ástæður góðs gengis síns á mótinu sagði Hannes Hlífar að eftir að hafa tapað fyrstu skákinni klaufalega hefði hann tek- ið sér tak, breytt um byijanir og farið að tefla af meiri krafti. Fyrir mótið í Gausdal hafði hann tekið þátt í öðru móti í Noregi, 28. júlí-3. ágúst, þar sem tefldar voru tvær fimm tíma skákir á dag. „Eftir 5 umferðir var ég með 3 'A vinning en lenti þá í að báðar skákir í næstu umferð fóru í bið og þá varð álagið allt of mikið og ég lauk mótinu með 5 vinninga af 9 mögulegum. Þegar ég byijaði þetta mót strax á eftir illa, varð ég að gera eitthvað í þessu og það tókst. Eftir að ég var búinn að vinna nokkrar skákir í röð fór minnkaði pressan á mér en jókst hjá andstæðingunum.“ Hannes Hlífar Stefánsson sagði að næst á_ dagskrá hjá sér væri þátttaka í íslandsmótinu sem hefst á Höfn í Homafirði síðar í þessum mánuði. Sjá skákþátt á bls. 38 Hannes Hlífar sigraði á mótinu í Gausdal: sér mótmæli vegna þessarar túlk- unar á lögunum. Fara þau þess á leit við stjóm sambandsins að þetta atriði verði endurskoðað þannig að fulltrúi Sunnlendinga, Ólvir Karlsson, geti setið næsta fund stjórnarinnar, sem fyrirhug- aður er 30. ágúst. Til vara gera þau þá kröfu, að ef ekki verði fallist á að Ölvir sitji fundinn, þá taki þar sæti eitthvert þeirra þriggja. Morgunbiaðið/GKA ___________________________________ Hannes Hlífar Stefánsson á heimili sínu í Reykjavík í gærkvöldi. Einstakt^ Þeegileg gíraskipting Breið dekk ( Bjalla (fjallahióladekk^ ® Öryggisendurskin i V Ljósobúnoður Níðsterkt stell og {romgoffall meó 10 órn óbyrgð. í fallegum litum Öryggisendurskin Mjúkor hnakkur Sterkur bögglaberi Verkfærataska Aukahondbremsa- Stondari Örugg fótbremsa BRITISH EAGLE - Alvöru fjallahjól frá Bretlandi Volcanic 18 gíra áður kr. 28.380,- nú kr. 21.950,- Fireball 21gú><qC^kr. 34.540,- nú kr. 24.950,- Inferno ífö&gSur kr. 37.820,- nú kr. 26.950, MONTANA karlmannshjól 26“ 3ja gíra áður kr. 20.970,- nú kr. 13.950,- Götufjallahjól áður kr. 30.110,- nú kr. 24.410, 20“ götufjallah. áður kr. 18.110,- nú kr. 14.650,- 24“ götufjallah. áður kr. 23.840,- nú kr. 17.950,- Vestur-þýsk MONTANA kvenreiðhjól með öllu 24“ KVENREIÐHJÓL ÁN GÍRA ÁÐUR KR. 15.810,-..NÚ KR. 11.950, 24“ KVENREIÐHJÓL 3JA GÍRA ÁÐUR KR. 20.110,-.NÚ KR. 13.950, 26“ KVENREIÐHJÓL ÁN GÍRA ÁÐUR KR. 16.110,-..NÚ KR. 12.950, 26“ KVENREIÐHJÓL 3JA GÍRA ÁÐUR KR. 20.970,-.NÚ KR. 14.950, 28“ KVENREIÐHJÓL 3JA GÍRA ÁÐUR KR. 20.970,-.NÚ KR. 14.950, FJALLAHJÓL (GÖTU) 18 GÍRA ÁÐUR KR. 30.110,-.NÚ KR. 24.410, MONTANA - vestur-þýsk 10 gíra sporthjól með öllu áður kr. 21.760,- nú 15.950,-. V Ath. öll verð eru staðgreiðsluverð^ DONSK WINTHER hjól Til dæmis: 12" barnahjól áður kr. 11.960,- nú kr. 8.700,- 12“ BMX áður kr. 12.210,- nú kr. 9.960,- Lúxusgerðir fyrir fullorðna: 28“ kven. 3ja gíra áður 29.870,- nú kr.21.960, 28“ karl., 3ja gíra áður 28.720,- nú kr. 19.310,- EINNIG FRONSK 12 GÍRA SPORTHJÓL ÁÐUR KR. 49.970,- NÚ KR. 25.190, OG SPÆNSK 18“ BMX MEÐ FÓTBREMSU ÁÐUR KR. 17.310,- NÚ KR. 11.950, ~y Spítalastíg 8 við Óðinstorg símar 14661, 26888 OPIÐ LAUGARDAG SERVERSLUN 165 AR 1925-1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.