Morgunblaðið - 14.08.1990, Side 14

Morgunblaðið - 14.08.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Vextir og arðsemi eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Tilefni þessarar greinar eru m.a. athugasemdir Kristjáns B. Þórar- inssonar verkstjóra, í Morgunblað- inu þann 12. júlí við grein mína „Vextir og verðtrygging", sem birt- ist 15. júní í sama blaði. Mér sýn- ast flestar athugasemdir Kristjáns byggjast á þeim skilningi að vextir og arðsemi séu sama fyrirbærið. í hagfræðinni er hins vegar gerður skýr greinarmunur á þessum tveim- ur hugtökum og hefur sá munur afgerandi þýðingu fyrir skilning á starfsemi hagkerfísins. Vextir og arðsemi Hagnaður fyrirtækja eða arðsemi eru tekjur þeirra umfram kostnað mælt yfír ákveðið tímabil. Fyrirtæki reyna yfírleitt að hafa hagnað sinn sem mestan, með því að hámarka tekjumar og/eða lágmarka kostn- aðinn. En flestar mikilvægar ákvarðanir fyrirtækja varða fram- tíðina, s.s. allar ijárfestingar- ákvarðanir, og byggja því á vænt- ingum um hvað framtíðin muni bera í skauti sér, s.s. varðandi tekju- möguleika, kostnaðarþróun og ekki hvað síst almennt efnahagsum- hverfí. Slíkar væntingar geta verið vel undirbyggðar og snert flesta efna- hagsþætti af þýðingu, en aðrar geta verið illa ígrundaðar og byggð- ar á litlum skilningi og siæmu mati á efnahagsumhverfínu. Fjölmargar væntingar atvinnurekenda reynast auðvitað rangar og leiða til ófarnað- ar, aðrar eru varfærnar og enn aðrar leiða til góðs árangurs. Mikil- vægur þáttur í ákvörðunartöku at- vinnurekenda er því myndun vænt- inga, byggðar á þekkingu, reynslu og innsæi. Fyrirtækin bera síðan mjög mismunandi arðsemi. Sum gefa af sér mikinn hagnað en önn- ur mikið tap, þ.e.a.s. arðsemin spannar yfír breitt bil eftir vel- gengni fyrirtækjanna. HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. BÆJARHRAUN114,220 HAFNARFJÓRÐUR PÖNTUNARLÍNA 91*653900 Vextir em aftur á móti verð á lánsfjármagni. Vextir era þannig til komnir að flestir líta svo á fjár- magn sem hægt er að ráðstafa í nútíð og framtíð sé verðmætara en fjármagn sem einungis er hægt að ráðstafa í franitíð. Sparifjáreigandi afsalar sér því ekki þeim rétti að geta ráðstafað fjármagni sínu í nútíð nema gegn ákveðnu verði, þ.e. vöxtum. Hann greiðir því hvorki með fjármagni sínu né skiptir á jöfnu. Vaxtastigið ræðst síðan af framboði og eftirspurn eftir sparifá. Vextir af sparifé era yfírleitt á svip- uðu róli að teknu tilliti til skilyrða og áhættu spamaðarformsins. Samdráttur eða spennufall? Á áranum 1986,1987 og í byijun árs 1988 átti sér stað mikil eftir- spumaraukningí íslensku hagkerfi. Einkaneyslan jókst um 7,6% árið 1986 og um 16,4% árið 1987, og margt bendir til þess að hún hafí einnig aukist í upphafí ársins 1988. Magnbreytingin í einkaneyslunni var því hreint ótrúleg á þessum tveimur árum, eða rúmlega 25%. Þá jókst samneyslan um rúmlega 13% á sama tíma, þ.e. 6,8% árið 1986 og 6,1% árið 1987. Fjárfest- ingin tók hins vegar ekki við sér fyrr en á árinu 1987, en þá jókst hún um 18,9% að magni til. Hag- vöxturinn var því feiknamikill á þessum áram, en landsframleiðslan jókst um 7,1% árið 1986 og um 8,7% árið 1987, eða um 16,4% að magni til á þessum tveimur árum. Hvaða OECD-lönd geta státað af slíkum hagvexti? Orsakir þessarar miklu eftir- spumaraukningar era að sjálfsögðu ijölmargar, en mikilvægastar þeirra era framleiðsluaukning í sjávarút- vegi, erlendar lántökur og aðhalds- leysi í bankakerfinu. Fiskveiðar juk- ust allveralega á áranum 1985 til 1987, eða um rúmlega 43%. Vöxt- urinn milli áranna 1984 og 1985 varð tæplega 21%, milli áranna 1985 og 1986 13,6% og milli ár- anna 1986 og 1987 4,2%. Það seg- ir sig sjálft að þessi mikli virðisauki í þessari atvinnugrein hefur haft Jóhann Rúnar Björgvinsson „Sá skilningur að vextir og arðsemi sé sama fyr- irbærið er mjög var- hugaverður.“ gríðarleg áhrif á hagkerfið. Kaup- máttur þjóðarbúsins jókst verulega og endurspeglaðist í aukinni eftir- spurn á flestum sviðum, sem aftur ieiddi til aukinnar framleiðslu og þar með til enn meiri kaupmáttar og aukinnar eftirspurnar. Eriendar lántökur jukust mikið á þessum áram, og sem dæmi má nefna að á árinu 1987 jukust er- lendar skuldir þjóðarbúsins um ca. 23%, metið í SDR. Það segir sig sjálft að slík aukning í erlendri skuldasöfnun jók verulega kaup- getu þjóðarbúsins og því eftirspum- ina í hagkerfinu. Þá jukust útlán bankakerfísins um 45% á árinu 1987 á sama tíma og lánskjaravísit- alan hækkaði um aðeins rúmlega 22%. Hér varð því um mikla raun- aukningu að ræða. Fleira kom til sem jók á eftirspurnina, eins og nýjar greiðsluvenjur með aukinni notkun greiðslukorta og skatta- lagabreytingar, s.s. lækkun tolla á bflum, heimils- og raftækjum, svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað varð undan að láta því ekki gátum við veitt allan fiskinn úr sjónum á einu bretti eða tekið gegndarlaust erlend lán. Því kom að hinu óhjákvæmilega, því hag- vöxtur upp á ríflega 16% á tveimur árum gat engan veginn staðist til lengdar, sérstaklega þar sem hann var byggður á ofveiði og erlendri skuldasöfnun. Draga varð úr fisk- veiðum og gæta þurfti aðhalds í erlendri lántöku. Þessar aðgerðir höfðu að sjálfsögðu í för með sér lækkun í landsframleiðslu af eðli- legum ástæðum og það um 4-5% á þremur árum, þ.e. 1988-1990. Nú var auðvitað hrópað samdráttur, samdráttur. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Eitthvað stórkostlegt þarf að gera til að halda uppi spennunni. Líklegt fram- hald er frekari erlend skuldasöfnun, þótt jafnvægi og stöðugleiki sé nú með besta móti í hagkerfinu. Væntingar atvinnurekenda En það er einmitt hér sem grein- armunurinn á arðsemi og vöxtum er hvað skýrastur. í uppsveiflunni fer eftirspurnin vaxandi á flestum sviðum. Átvinnurekendur finna að tekjur þeirra vaxa veralega og þeir hafa mun meira umleikis. Hagnaður þeirra er mikill. Launaskrið á sér stað og eftirspurnin og framleiðslan vex. Vinnuaflið fullnýtist og við- skiptahallinn vex. Væntingar flestra atvinnurekenda mótast af nánasta umhverfi. Hagnaðurinn kallar á meiri umsvif. Farið er út í fjárfestingar til að mæta frekari eftirspurn. En það er ekki nóg að líta á sitt nánasta umhverfí. Skoða þarf hið almenna efnahagsumhverfi í landinu. Á hveiju byggist hin mikla eftirspurnaraukning? Er hún varanleg eða aðeins tímabundin? Er hún ef til vill tilkomin vegna ofveiði eða erlendrar skuldasöfnun- ar? Það eru m.ö.o. margar spurning- ar sem raunsær atvinnurekandi verður að svara áður en hann tekur mikilvægar fjárfestingarákvarðan- ir. Fjárfestingarmistökin og gjald- þrotin hér á landi að undanförnu era talandi dæmi um óraunsæjar væntingar og ákvarðanir. Þau era líka talandi dæmi um óstjórn í efna- hagsmálúm, þar sem efnahags- stjómun á fyrst og fremst að draga úr sveiflum og stuðla að stöðugleika til að ákvarðanir atvinnulífsins verði sem markvissastar. í uppsveiflunni er arðsemin yfírleitt hærri en raun- vextirnir. En í niðursveiflunni á hið gagnstæða sér- stað. Kostnaðar- skuldbindingar reynast oft of þung- bærar miðað við tekjumöguleika fyrirtækjanna. Mörg fyrirtæki era því rekin með tapi og verðmæti þeirra minnkar þar af leiðandi. Sum þeirra verða gjaldþrota, þar sem þau standa ekki undir áformum og skuldbindingum sínum. Önnur verða að endurskipuleggja starf- semina og hagræða. Það er því mikill misskilningur hjá Kristjáni að halda að verðmæti atvinnufyrirtækis ráðist af því fy'ár- magni sem lagt er í fyrirtækið. Verðmæti þess ræðst fyrst og fremst af þeirri arðsemi sem það gefur (eða væntingum þar um). Það er aðeins í kenningum Karls Marx gamla þar sem vinnuframlagið á að mynda verðmætið. Hægt er að byggja risavaxna verksmiðju sem framleiðir vöra sem enginn vill kaupa. Verðmæti slíkrar verk- smiðju er ekkert þar sem arðsemi hennar er engin. Fjármagnið eða vinnuframlagið að baki slíkri verk- smiðju er hins vegar mikið. Afleiðingar misskilnings Sá skilningur að vextir og arð- semi sé sama fyrirbærið er mjög varhugaverður. Þetta gæti þýtt í raun að vextimir ættu að fylgja arðseminni, sem þýðir að ef at- vinnurekendur almennt ráðast í miklar íjárfestingar á grandvelli illa undirbyggðra væntinga um tekjur, kostnað og efnahagsumhverfí, sem síðan reynast rangar, þá skuli vext- irnir lækka svo slíkar fjárfestingar fái staðist. Það sjá allir til hvers slíkt mundi leiða. Lífskjörin myndu lækka. Þetta er í rauninni þau efna- hagsskilyrði sem óbeint hafa ráðið í Austur-Evrópu. Fjármagnið, þ.e. sparnaðurinn, hefur ekki gert nein- ar kröfur til atvinnurekstursins. Það er sama hvaða mistök era gerð, fjármagnið verður bara því ódýrara. í hinum fijáísu markaðshagkerf- um er annað upp á teningnum. Þar Prófessor óskar eftir ritarastarfí Hefur góða tungumálakunnáttu og kann á tölvu eftir Halldór Ármann Sigurðsson Með sama áframhaldi getur ekki liðið á löngu þar til auglýsing í þessa veru birtist á síðum Morgun- blaðsins. í öllu fárinu að undan- fömu vegna kjarasamnings BHMR hefur ríkt þrúgandi þögn um laun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Það hlýtur að vera feimnis- mál hvern sóma íslenska þjóðin sýnir lærdóms- og hugvitsmönnum sínum. En til þess að menn velkist nú ekki í vafa um þetta lengur er hér með upplýst að umsamin bytj- unarlaun lektors við Háskóla Is- Iands losa 60.000 kr. Og þetta er ekki prentvilla, það vantar ekkert núll. Álgeng dagvinnulaun prófess: ora eru í kringum 110.000 kr. í launaumslaginu era þá u.þ.b. 85.000 kr. og þá er eftir að greiða af námslánum. Þessar tölur eru lyginni líkastar en til að varpa enn skýrara ljósi á þau launakjör sem fólkið í landinu lætur sér sæma að bjóða háskóla- kennuram langar mig að segja sög- una af dr. X, hinum dæmigerða háskólakennara. Hann er náttúra- vísindamaður og færasti sérfræð- ingur íslendinga á sínu sviði. Hann stendur nú á fertugu og náði þeim merka áfanga um daginn að hækka úr stöðu dósents I í stöðu dósents II. Þetta var umbun fyrir tuttugu ára þrotlaust strit: BS-nám, meist- aranám, doktorsnám, fjögurra ára starf sem aðstoðarmaður og síðan sérfræðingur við rannsóknastofnun í Þýskalandi og sex ára reynslu sem fastráðinn háskólakennari, bæði við Háskóla Islands og erlenda háskóla. Og nú held ég að lesendur ættu að halda sér fast. Umbunin sem dr. X fékk á dögunum fólst í því að mán- aðarkaupið hans hækkaði um rúm- lega 5.000 kr., í 96.765 kr., níutíu og sex þúsund sjö hundruð sextfu og fimm íslenskar krónur. Þessar krónur eru alveg u.þ.b. þriðjungurinn af því kaupi sem dr. X hafði áður en þau hjónin ákváðu að snúa aftur heim til íslands, til þess að eiginkonan gæti fengið vinnu í sínu fagi og til að börnin þijú gætu gengið í skóla á íslandi og yrðu íslendingar en ekki Þjóð- veijar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, enda fullkomin óvissa um það hvort dr. X fengi starf við hæfi hér heima. Hann var þó fljót- lega svo „heppinn" að hreppa fasta háskólakennarastöðu, einn af sjö umsækjendum. Dómnefnd þriggja prófessora hafði umsóknirnar til umijöllunar í átta mánuði og komst að þeirri einróma niðurstöðu að dr. X væri hæfastur af mörgum hæfum umsækjendum, enda lagði hann yfir 30 vísindaleg ritverk fram með umsókn sinni, þar af tvær bækur og fjölda greina sem birst höfðu í erlendum fagtímaritum. Eins og gefur að skilja hefur dr. X ekki tekið sér sumarfrí í 20 ár, og sér reyndar ekki fram á að geta leyft sér þann munað næsta áratuginn. Dr. X tilheyrir nýrri öreigastétt hámenntamanna. Hann var 37 ára gamall og eignalaus þegar hann Halldór Ármann Sigurðsson „Dr. X tilheyrir nýrri öreigastétt hámennta- manna. Hann var 37 ára gamall og eignalaus þegar hann fhitti aftur heim til íslands eftir langa og kostnaðar- sama útivist.“ flutti aftur heim til Isiands eftir langa og kostnaðarsama útivist. Að öllu óbreyttu og eðlilegu er því fyrirsjáanlegt að nettó ævitekjur dr. X í fullu starfí hér heima verða í mesta lagi u.þ.b. 30 milljónir króna (30 ár x 12 mán. x 85.000 kr. að frádregnum sköttum) og þá er reyndar ekki reiknað með endur- greiðslu námslána. Þessar ævitekj- ur samsvara því að verkamaður eða sjómaður sem hefur störf þegar eftir skyldunám hefði til jafnaðar u.þ.b. 50.000 kr. brúttótekjur á mánuði (51 ár x 12 mán. x 50.000 kr., þar af engir skattar). Það væri óneitanlega forvitnilegt að frétta af svo sem eins og einu „eintaki" af sjómanni eða verka- manni, nú eða þá skrifstofumanni í VR, sem hefur lægri nettó ævitekj- ur fyrir dagvinnu sína en dr. X. Um daginn las ég það í einhveiju dagblaðinu að mismunurinn á því verði sem trillukarlar fá fyrir fjög- urra mánaða afla sé allt að 1.200.000 kr. eftir því hvar þeir landa aflanum. Þessi mismunur einn er rúmlega árskaup dr. X. Og um svipað leyti voru fréttamenn Ríkisútvarpsins víst að rifna af stolti yfir togaraskipstjóra sem var um hálfan mánuð að vinna fyrir árskaupi doktorsins. En dr. X varð- ar auðvitað ekkert um það. Sjó- mennirnir okkar blessaðir eru hetj- ur norðursins, okkar kúrekar, og mennirnir sem finna upp forritin í allar tölvusjárnar þeirra og kenna þeim að ráða fram úr ensku leið- beiningunum og reikna hnattstöð- una eiga náttúrlega engan þátt í neinni verðmætasköpun, hvað þá mennirnir sem kenna forrituranum og kennuranum, sem sagt dr. X og hans líkar. Auk þess hefur dr. X meiri áhyggjur af smiðnum, sem var rúma viku að laga þakið á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.