Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 17 Hafliði í Skálholti Hafliði Hallgrímsson _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Um síðustu helgi (11. og 12. ágúst) var Sumartónleikunum fram haldið í Skálholti og voru fyrri tón- leikarnir byggðir upp á tónverkum eftir Hafliða Hailgrímsson. Flytj- endur voru sönghópurinn Hljóm- eyki, Helga Ingólfsdóttir, sembal- leikari, Kolbeinn Bjarnason, flautu- leikari, og höfundurinn, Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari og tón- skáld. Tónieikarnir hófust á frum- flutningi sembalverks, sem höfund- urinn nefnir Strönd og er verkið ^mpsírerað'1 af útsýni til hafsins frá Álftanesi og eins og höfundurinn segir í efnisskrá er tónlistinni „ætl- að að laða fram hljómrænan sam- runa ljósbrigða hafsins, hljóði og hinum óvenjulega klið sembalsins". Verkið er byggt á tónhugmynd sem unnið er úr sem þrástefi og ber það í sér blæbrigði sólbliks, nið hafsins, ásamt kvaksteíjum fuglanna í fjör- unni. Strönd er fallegt verk, einfalt í gerð eins og náttúrustemmning og lék Helga Ingólfsdóttir verkið af innileik. Annað verk tónleikanna var sam- leiksverk fyrir selló og flautu, sem höfundurinn og Kolbeinn Bjarnason fluttu með glæsibrag. Vers 1 er verðlaunaverk, samið 1975, ogeins og Strönd stemmningsverk frá veru Hafliða í Aldeburgh. Verk þetta er mjög vel unnið, skemmtilega leik- andi og áhrifamikið. Þriðja verkið, Flug Icarusar, er samið fyrir ein- leiksflautu sem Kolbeinn lék frá- bærlega vel en hann er sérlega góður í flutningi nútímaverka og nær þar oft að skálda mjög falleg blæbrigði á flautuna sína. Sönghópurinn Hljómeyki setti endapunktinn á þessa tónleika með því að flytja fjórar raddsetningar á íslenskum þjóðlögum og kórverkið Triptych, verk í þremur þáttum við ljóðabrot eftir Salvatore Quasimodo og tileinkað þeirri ágætu konu, Mary Miller, sem íslenskir náms- menn í London þáðu af margan greiða og húsaskjól. Þjóðlagaradd- setningarnar eru frábærlega fallega unnar og sérstaklega skemmtileg útfærslan á Veröld fláa. Nú vil ég enn í nafni þínu er ekta kórall og í Hættu að gráta hringaná er leikið skemmtilega með textann. Útfærsl- an á vögguvísunni Sof þú blíðust barnakind mín er einstaklega við- kvæmnisleg og trúlega má vænta þess að útsetningar þessar verði vinsæl viðfangsefni kóra, enda frá- bærlega fallega smíðaðar. Loka- verkið var Triptych, sem er alvar- legt verk með þungum undirtóni íhugunar um dulmyrk rök til- verunnar, þar sem sérhver einmani hjarta og jarðar, nístur af geislum syndar, lifir náttmál lífs síns og að Guð hefði ekki átt að rífa líkingu sína frá mönnunum og taka frá þeim viðmiðun fegurðarinnar. Hljómeyki flutti þessi verk undir stjórn höfundar á mjög sannfær- andi máta. í heild voru þessir tón- leikar góðir og gáfu gott sýnishorn af tónhugsun Hafliða, sem auk þess að leika sér með ýmis nútímatækni- leg atriði, svo sem lærðu tónskáldi ber, gefur af sjálfum sér og hugleið- ir opinskátt um sínar eigin tilfinn- ingar og upplifaðar stemmningar, er skáld í dýpstu merkingu orðsins, opnar af einlægni hugheim sinn þeim er á vegferð sinni eiga leið hjá. Hraölestrarnámskeið Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu lesa meira af góðum bókum? Vilt þú ná góðum árangri í skólanum í vetur? Á hraðlestrarnámskeiðum lærir þú að margfalda lestrarhraðann með bættri eftirtekt. Næsta námskeið hefst 29. ágúst. Skráning er í sfma 641091.__ 00 HRAÐLESTRARSKOLINN 10ÁRA FAXAFENI 14, símar 68 74 80 68 75 80 ék Innritun á námskeið ímj Módelsamtakanna hefst y ekki fyrr en 1 mánudaginn v 27. ágúst. 30-40% AFSLÁTTUR Opið frá kl. 9-18 og 10-14 laugardaga HÖRPUDEILDIN LEIKUR Á AL.S ODDI er im HÖRPUSKJÓL er akrýlbundin, vatnsþynnanleg málning, sérstaklega ætluð fyrir múr og steinsteypta fleti utanhúss. Hún er afar auðveld í meðförum, tryggir góöa öndun, hefur góða viðloðun, þekur mjög vel og síðast en ekki síst býður upp á skemmtilega litríkan leik. Einstakt samspil allra þátta. HARPA lífinu lit. ? I Z3 < ÞEGAR Á HEILDINA ER LITIÐ ÞARF EKKI AÐ SPYRJA AÐ LEIKSLOKUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.