Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 dóu eftir að við höfðum gef- ið þeim þetta nýja duft, en þær virtust glaðbeittar ... Það skiptir ekki máli, en þú gjörir svo vel að galdra mömmu hingað heim aftur — á stundinni. Stúlkurnar eiga minn- ingar um lítið ævintýri t Til Velvakanda. Eg get nú ekki orða bundist yfir því hneykslunarfári sem varð þegar ítalska skipið San Giorgio lagði hér við Reykjavíkurhöfn. Eg skil ekkert í þessu fólki sem hneykslast á ungum íslenskum stúlkum sem heillast af ítölskum myndarlegum dátum, eins og mað- ur hefur heyrt í útvarpinu og séð í sjónvarpinu síðustu daga. Svo var verið að tala um að íslensku piltarnir væru sármóðgaðir. Hvað myndu þeir nú gera ef hingað til lands kæmi „húsmæðraskólaskip“ fullt af fallegum útlenskum stúlk- um. Ætli þeir myndu ekki skvera sig upp, fara í sparifötin og niður í bæ. Hver myndi þá hneykslast, fussa og sveija og minnast á laus- læti. Jafnréttið er bara ekki komið lengra en þetta. Mér þykir það ekkert undrunar- efni þó stúlkurnar heillist af þess- Þessir hringdu . . Hvetja fólk til að Iæsa útidyrum Björg hringdi: „Mér finnst rétt að hvetja fólk á höfuðborgarsvæðinu til að læsa útidyrum á heimilum sínum. Hér áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að skilja útidyrnar eftir opnar en með breyttum lífsháttum borg- arbúa og aukinni glæpatíðni virð- ist sem þurfi að brýna fyrir fólki að læsa dyrum sínum. Þetta sann- ast á atburðum sem átt hafa sér stað að undanförnu.“ Fann sundtösku Hvít og blá sundtaska fannst í Húsafelli í lok júlí. Eigandi getur hringt í síma 71196. um ungu mönnum, þeir koma vel fyrir og eru hinir huggulegustu að sjá. Islensku piltarnir ættu að taka þessa ungu ítölsku pilta sér til fyrirmyndar, og eins og kom fram í viðtali við tvo þeirra í sjón- varpinu eitt kvöldið ráðlögðu þeir íslenskum piltum að veita stúlkun- um meiri athygli og vera betri við þær. En í þessari umfjöllun þar sem rætt var við tvo ítalska pilta, lögreglumann og vaktmann, allt karlmenn, var ekki haft fyrir því að ræða við stúlkurnar. Hvar var álit þeirra, af hveiju var ekki rætt við þær? Þetta kallast ekki hlut- laus umfjöllun, stúlkurnar svertar en enginn til að svara fyrir það. Og þegar hugsað er til ástands- áranna hér á árum áður held ég að engan undri þó íslensku mey- jarnar hafi þá heillast af fallegu búningunum og kurteislegri fram- komu þegar „bærinn var fullur af Köttur í óskilum Ógeltur fressköttur er í óskilum neðst í Teigahverfinu. Hann er bröndóttur á bakinu, hvítur að neðan og upp á háls og með hvítan þríhyrning í framan. Þeir sem kannast við köttinn eru beðnir að hringja í síma 37671. Jósefína týnd Sjö ára gömul síamslæða sem heitir Jósefína týndist frá heimili sínu á Grettisgötu. Þetta er heim- ilisköttur sem aldrei hefur farið út fyrir hússins dyr, er mannfæl- inn og stygg við fólk. Læðan er drapplituð með brún eyru, nef, skott og fætur. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru beðnir að hringja í Hrafnhildi í síma 29156 eða 636410. Vantar heimili fyrir kött Heimili vantar fyrir hvítan 9 mánaða fresskött. Upplýsingar í síma 72247 eða 676958. útlendum her“. Einnig þá urðu hérlendir sármóðgaðir yfir því að útlendingarnir fengu meiri athygli en þeir sjálfir. íslenskir karlmenn hafa nú aldrei haft á sér það orð- spor að þeir séu „séntilmenn“ en slíkt heillar allar stúlkur, hvort sem þær eru á unga aldri eða komnar á efri ár. Smá kossar og leiðast hönd í hönd getur varla talist alvarlegt. Þegar svo skipið siglir úr höfn eiga stúlkurnar minningar um lítið ævintýri þegar þær kynntust myndarlegum dáta í stuttan tíma. Guðrún J. Þakkir fyrir vinsamlegt viðmót Til Velvakanda. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti og kveðjum til fólks- ins sem starfar hjá skrifstofum Reykjavíkurborgar fyrir frábæra hjálp og vinsamlegt viðmót. Ég átti erindi þangað en ég er eldri kona sem sé lítið og var fólkið mjög vinsamlegt og hjálplegt. Guðný Jónsdóttir Bieltvedt. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Fyrir nokkru var að því vikið hér í Víkveija, að viðmót þjón ustuaðila á landsbyggðinni við ferðamenn væri afar mismunandi. Sums staðar er þjónusta frábær, annars staðar afleit. Víkveiji var á ferð um verzlunarmannahelgi í Þjórsárdal og kom að benzín- og sælgætissölu á þeirri leið um kl. 21.00. Þá brá svo við, að búið var að loka þessari þjónustumiðstöð svo snemma kvölds um mestu ferða- heigi ársins! Afgreiðslumaðurinn var að vísu enn á staðnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir starfs- stúlkna á nærliggjandi veitingastað var hann ófáanlegur til þess að veita ferðamanni smávægiiega þjónustu, sem hefði tekið hann nokkrar mínútur. Þeir, sem þannig standa að rekstri þurfa ekki á við- skiptamönnum að halda! xxx Þeir, sem unna óbyggðum lands- ins hafa lengi haft áhyggjur . mUMUIMktltlllftlflltllllllf af vaxandi ferðamannastraumi um þær slóðir. Víkveiji var fyrir skömmu á ferð í Landmannalaug- um. Þar var mikill fjöldi fólks, fyrst og fremst erlendir ferðamenn í hóp- ferðum á vegum ferðaskrifstofa. Það fer ekkert á milli mála, að of mikið af fólki fer um þetta svæði. Það er byijað að bera þess merki, að þola ekki þennan mikla ágang. Nú er svo komið, að umhverfi sælu- húss og tjaldstæða er orðið heldur leiðinlegt, þótt alls ekki sé um sóða- skap að ræða. Það er einfaldlega of margt fólk þarna á ferð. Veruleg hætta er á, að vinsælustu áfanga- staðir í óbyggðum verði fyrir spjöll- umaf þessum sökum á næstu árum. Hér þarf að grípa til varnarað- gerða: í fyrsta lagi á alls ekki að gera óbyggðir landsins aðgengilegri fólki en þær eru nú t.d. með brú- arsmíði. Þvert á móti er full ástæða til, að þeir, sem ferðast vilja um þessi svæði þurfi töluvert fyrir því að hafa. í annan stað má spyrja, ÍlllltiillStlllllÍCIIIIIIIIIIiðlS hvort það sé sjálfsagt mál, að inn- lendar og erlendar ferðaskrifstofur flytji erlenda ferðamenn inn í landið í stórum stíl og valdi slíkum ágangi um þessi stórkostlegu landsvæði, að landspjöll hljótist af. Loks er ástæða til að benda forráðamönnum ferðamála á, að það er full ástæða til að dreifa ferðamannastraumnum meira um landið, svo að álagið verði jafnara og minni hætta á spjöllum. x x x Um helgina lenti bandarísk far- þegaflugvél með tæpa eitt hundrað farþega á Keflavíkurflug- velli eftir að bilun hafði orðið í öðr- um hreyfli vélarinnar á leið yfir Atlantsbafið. Oneitanlega vekja at- burðir af þessu tagi upp spurningar hjá hinum almenna flugfarþega um öryggi í flugi á þessari leið með tveggja hreyfla vélum - hvað svo sem sérfræðingar segja um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.