Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 40
Hryggbrotn- aði í brotlend- ingu í Keflavík ' 32 ÁRA Reykvíkingur hrygg- brotnaði þegar hann brotlenti svifflugu sinni á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudaginn. Svifflugan ofreistist í lending- unni með þeim afleiðingum að mað- urinn missti stjórn á henni og brot- lenti á brautinni. Hann var fluttur á Borgarspítalann. Klifið á Grænlandi gengnr áfallalaust ÍSLENSKU íjallgöngumönnunuin sex, sem nú eru á Grænlandi, líður vel og hefur leiðangur þeirra gengið áfallalaust. Aðstæður til klifurs hafa verið þokkalegar. Leiðangursmennirnir fóru með flugvél til Meistaravíkur 21. júlí og gengu þaðan um 40 kílómetra leið að Bersækrebræ jökli. Þar settu þeir upp búðir og var búnaði þeirra og vistum kastað niður úr flugvél. Morgunblaðinu bárust í gær skila- boð frá leiðangrinum. Þar segir að aðstæður til klifurs hafi verið þokka- legar, en jöklar erfiðir vegna óvenju- mikilla jökulsprungna. Bjart sé allan sólarhringinn. Veður fari kólnandi með hveijum degi, næturfrost sé en hlýtt á daginn. Þá segir í skilaboðun- um, að landslagið sé stórbrotið en gróðursnautt og leiðangursmönnum líði öllum vel. Ólafur Örn Haraldsson, faðir eins leiðangursmannanna, sagði að aðal- búðir leiðangursins væru á Ber- sækrebræ skriðjöklinum. „Þeir eru með þrjú tjöld í aðalbúðunum og ganga með létt tjöld í klifur,“ sagði hann. „Þeir gerðu ráð fyrir að klifra mest á nóttunni, til að losna við sólbráð, og fara ýmist í dagsferðir eða lengri ferðir, bæði í ís og kletta." Leiðangurinn stendur í sex vikur og munu sexmenningarnir snúa heim um mánaðamótin. Morgunblaðið/Einar Falur Vitjað um netin Agnar Jóhannsson hampar þarna nýveiddri 8 punda bleikju úr Hvítár- vatni á Kili. Agnar, bróðir hans Kjartan og Snorri Geir Guðjónsson, sem einnig eru á myndinni, hafa ásamt fleirum haft vatnið á leigu og hafa veitt vel í sumar. Ljósmyndari Morgunblaðsins var viðstaddur þegar þeir vitjuðu um net sín við mynni Fróðár á dögunum og voru þá í þeim 30 kíló af fiski, einn álíka og sá stóri á myndinni og talsvert af smærri fiski. Grænlendingar auka þorskveiðar: Reynt að veiða þorskinn áður en hann gengur á Islandsmið GRÆNLENDINGAR hafa ákveð- ið að auka veiðar á 1984-þorskár- ganginum, sem rak sem seiði til Grænlands, til að ná honum áður en hann gengur á Islandsmið, að sögn Jóns B. Jónassonar skrif- stofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu. Jón sagði að Grænlend- ingar hefðu að eigin sögn ákveð- ið að auka veiðarnar þegar Fulltrúaráð HÍK mótmælir bráðabirgðalögunum: i Kennarar mótmæla lög- unum með aðgerðum - segir Eggert Lárusson, formaður HIK FULLTRÚARÁÐ Hins íslenska kennarafélags samþykkti á fundi sínum í gær harðorð mótmæli vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér frestun á launahækkunum lil félagsmanna HIK. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru sögð gerræðisleg og er lýst ábyrgð á hennar hendur fyrir að stefna skólastarfi í landinu í voða. Eru félagsmenn jafnframt hvattir til að beita hverjum þeim löglegu aðgerðum, sem að gajgni geti komið til að hnekkja lögunum. Eggert Lárusson, formað- ur HIK, segir að ljóst sé, að svo mikil reiði sé meðal kennara vegna setningar bráðabirgðalaganna, að þeir muni grípa til aðgerða til að mótmæla þeim, hvort sem félagið komi þar nærri eða ekki. Eggert segir að á næstu vikum verði fundað með trúnaðarmönnum félagsins um allt land, stofnaðar aðgerðanefndir og ræddir möguleik- ar á aðgerðum. „Við munum fara yfir þau lög sem gilda um opinbera starfsmenn og kennara-sérstaklega og fara eftir þeim,“ segir hann. „Við munum skoða í þessu sambandi lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, auk þess sem rætt hefur verið um að kennarar hætti að taka verkefni með sér heim. Kenn- arar munu sjálfsagt einnig verða tregir til að taka að sér leiðsögn kennaranema, en við höfum um skeið átt í deiiu við fjármálaráðuneytið vegna greiðslu fyrir þá vinnu. Það er líka enn í .gildi samþykkt frá því í sumar um að félagsmenn taki ekki þátt í opinberum nefndum og ráðum eða rannsóknai-verkefnum." Hann segir að jafnframt sé ljóst, að HIK beri skylda til að kynna kjarasamningana og áhrif bráða- birgðalaganna á þá fyrir félagsmönn- um sínum. „Bráðabirgðalögin eru alls ekki einföld og því getur þetta tekið tíma. Þessi kynning fer fram, þegar skólastarf verður hafið í haust,“ segir Eggert Lárusson. þorskurinn flutti sig sunnar og austar frá Vestur-Grænlandi. Veidd hefðu verið um II þúsund tonn af þessum þorski frá ára- mótum fram í maí og Vestur- Þjóðverjar og Bretar hefðu aðal- lega stundað þessar veiðar. Uppistaðan í þorskstofninum við Grænland er nánast þessi eini ár- gangur frá 1984 og miklar veiðar þar á þessu ári og því næsta myndu stórlega draga úr sterkum Græn- landsgöngum á Islandsmið árin 1991 og 1992, að sögn íslenskra fiskifræðinga. Þeir hafa gert ráð fyrir að samtals um 200 þúsund tonn af þessum þorski komi til hrygningar á Islandsmiðum árin 1991 og 1992 og lagt til að veidd yrðu 50 þúsund tonn af honum á næsta ári. Evrópubandalagið gerði í fyrra samning við Grænlendinga um að kaupa af þeim 140 þúsund tonn af þorski, loðnu, grálúðu, karfa og fleiri tegundum á ári í fimm ár fyr- ir 500 milljónir danskra króna á ári, eða um 5 milljarða íslenskra króna, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar hagfræðings Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Jón B. Jónasson sagði að menn hefðu kallað þetta pappírsfisk, þar sem Evrópubandalagsskip hefðu ekki veitt þá aflakvóta sem banda- lagið hefði keypt af Grænlending- um. Til dæmis hefðu Evrópubanda- lagsskipin ekki veitt nema um 10 þúsund tonn af um 60 þúsund tonna karfakvóta, sem bandalagið hefði keypt af Grænlendingum á ári. Því væru kvótakaupin í raun óbeinn styrkur EB til Grænlendinga. Borgarráð: Rætt að opna Austurstræti fyrir umferð BORGARRÁÐ Reykjavíkur mun á næstunni taka afstöðu til erindis frá samtökunum „Gamla miðbænum" um að Austurstræti verði aftur opnað fyrir umferð. í maí síðastliðnum sendu sam- tökin borgaryfírvöldum bréf, þar sem meðal annars var lagt tii að Austurstræti milli Lækjargötu og Pósthússtrætis yrði aftur opnað fyrir bílaumferð. Málið hefur að undanförnu ver- ið til meðferðar í nefndum borgar- innar og að sögn Davíðs Oddsson- ar, borgarstjóra, mun borgarráð væntanlega taka afstöðu til þess á fundi í dag eða næstkomandi þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.