Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Kristín Ottós-' dóttir - Minning Fædd 7. apríl 1929 Dáin 3. ágúst 1990 Stína er dáin. Mig setti hljóða þegar mér var. sagt það, þó vissi ég að það kæmi að þessu fyrr eða síðar. Hún var hetja í sínum veikindum. Margs er að minnast og margt er að þakka. Ég get sagt að aldrei hef- ur borið skugga á okkar kynni frá bamæsku til fullorðinsára. Þegar við vorum litlar telpur ólumst við upp í litla þorpinu okkar, Eyrarbakka. Oft vorum við lengi úr skólanum því ijaran á Bakkanum var svo freist- andi fyrir okkur. Þá komum við stundum seint heim, það voru oft Blómastofa FriÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m fallegar skeljar og glerbrot sem við fundum í búið okkar, en þegar heim kom sýndum við mæðrum okkar hvað við vorum með, ljómandi af ánægju. Stína var góð við.þá sem áttu bágt eða voru lasnir. Ég var oft las- in, lítil telpa og þá koma Stíná mín í heimsókn og sat hjá mér heldur en að hlaupa úti með hinum telpunum og spurði: „Ertu mikið lasin, elsk- an?“ Svona var hún Stína alltaf ljúf og góð. Við lékum okkur mikið sam- an. Oft var henni kalt á höndunum og þá skipti ég við hana á vettling- um, ég var svo heit á höndunum. Blíðan og þakklætið sem ég fékk gleymist aldrei. Svona var Stína mín, ætíð þakklát. Við vorum fimm vinkonur sem hittumst alltaf einu sinni á ári eftir að við eignuðumst okkar fjölskyldur og þá var kátt og hlegið dátt. Tíminn flaug frá okkur áður en við vissum af. Það var brosað að okkur stelpun- um þegar við komum með upphróp- un, „stelpur", á eldri árunum, auðvit- að vorum við að rifja upp gamla daga á Bakkanum. En nú eru þær Inga og Stína báðar farnar frá okkur hinum stelpunum og er það mikið skarð í hópinn okkar. Stína og Inga eru fæddar í sama mánuði sinn dag- inn hvor og ekki var lengra á milli þeirra en 23 dagar þegar kallið kom. Ég þakka þessum vinkonum mínum fyrir liðna tíð. Guð geymi þær og blessi. Guð styrki þig og þína fjölskyldu, Haukur minn. Hinstu kveðjur, Palla Ég vildi óska þess að ég gæti þakkað ömmu minni fyrir hversu mikið ljúf og góð hún var við mig og frænku mína. Amma var alltaf svo glöð þegar hún tók á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Heima hjá ömmu og afa var eins og annað heimili okkar. Ég vona að ömmu líði vel hjá guði. Ég mun aldrei gleyma ömmu svo lengi sem ég lifi. Ilaukur og Kristín Mig langar til að minnast í örfáum orðum tengdamóður minnar, Kristín- ar Ottósdóttur. Hún fæddist á Eyrar- bakka í Stíghúsi og var dóttir Maríu Halldórsdóttur, saumakonuj og Ottós Guðjónssonar, klæðskera. I Stíghúsi ólst hún upp hjá móður sinni og móðurbróður, Guðmundi Halldórs- syni, úrsmið. Þar átti hún góða æsku- daga, þar sem hún kynntist söng og tónlist hjá móður sinni og frænda. Sjálf var hún mjög tónelsk og tók virkan þátt í tónlistarlífi bæjarins. Á Eyrarbakka kynntist hún fyrri eigin- manni sínum, Sigurði Pálssyni, og saman eignuðust þau eina dóttur, Maríu. Þau slitu samvistum og Kristín fluttist til Reykjavíkur þar sem hún fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. I Reykjavík giftist Kristín seinni manni sínum, Hauki Þorsteinssyni, rafvirkjameistara, og saman eignuð- ust þau Þorstein og Valgerði. Kristín og Haukur byggðu tvíbýlishús með æskuvinkonu Kristínar, Ingibjörgu Sigvaldadóttur, sem er nýlátin, og manni hennar, Einari Þoi-varðarsyni, á Bjarnhólastíg 17, Kópavogi, þar sem þau bjuggu í sautján ár. Þá reistu Kristín og Haukur sér einbýlis- hús í Vogalandi 7 í Fossvogi, þar sem hún bjó til æviloka. Heimili þeirra Kristínar og Hauks var alltaf opið þeim sem þangað leituðu. Hlýjan sem þaðan stafaði var einkennandi fyrir þau bæði. Framan af var Kristín heimavinnandi húsmóðir, en síðari árin vann hún við verslunarstörf hjá tískuversluninni Faco og ritfanga- versluninni Griffli. Hún sinnti störf- um sínum utan heimilis sem innan af mikilli alúð og hlýju. Ég á Kristínu margt að þakka, þar á meðal konuna mína, Maríu. Kristín var mér ávallt sem besta móðir og vinur. Við áttum margar góðar stundir saman vegna sameig- inlegra áhugamála, en þó er mér sérstaklega minnisstætt hversu skilningsrík og góður hlustandi hún ætíð var. Hún gat alltaf sett sig inn í áhugamál og aðstæður annarra. Kristín var einstaklega gjafmild og fómfús. Hún gaf öðrum styrk alveg til síðustu stundar. Fyrir þremur árum, þegar sjúk- dómur Kristínar uppgötvaðist, kynntist ég enn betur styrk og þolin- mæði hennar. Hun gerði allt sem í hennar valdi stóð til að ná aftur heilsu. Þegar henni varð ljóst að hveiju stefndi þá sýndi hún einstakt hugrekki og kjark við undirbúning kveðjustundarinnar. Það er mikil gjöf að hafa fengið að kynnast Kristínu og að hafa þeg- ið það veganesti sem mun endast mér ævilangt. Steinar Guðsteinsson Það er ekki oft sem fólk kemur manni á óvart með því að vera til, en á þann hátt tókst Kristínu Ottós- dóttur að koma mér á óvart. í fyrsta skipti sem ég hitti þessa fallegu og fáguðu konu varð mér starsýnna á hana en góðu hófi gegndi og ég undraðist hvað hún hafði fágætlega milt og viðkunnanlegt fas. Og þetta yfirborð lýsti vel því sem inni fyrir þjó. Kristín hélt áfram að koma á óvart við meiri kynni. Það kom fram í stóru og smáu að hún var engin hversdags- manneskja. Húri bar sterka persónu og var einstaklega vönduð til orðs og æðis. Það var gott að vera ná- lægt henni, því frá henni streymdi skilningur og hlýja. Hún var ávallt gefandi, jafnvel í hörðu veikind- astríði sem hún háði með aðdáunar- verðum viljastyrk ogþolgæði. Aðeins hálfum mánuði áður en hún dó reis hún af sjúkrabeði til þess að vera við jarðarför bestu vinkonu sinnar og var það átak óskiljanlegt, svo veik sem hún var þá orðin. Það var sérstök lífsreynsla að sjá mann Kristínar og börn annast hana heima af stakri elskusemi þar til yfir lauk. Sálarþrekið sem þau eiga í svo ríkum mæli og sem svo mjög reyndi á í þessum þrengingum sækja þau að nokkru leyti til Kristínar eins og svo margt fleira. Þótt hún sé far- in, allt of snemma, þá er það góða sem hún gerði eftir hjá þeim sem voru svo lánsamir að eiga hana að. Steinunn Sigurðardóttir Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námskrá. íó- Gr, ^'* Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu 4 SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Opinn stjórnmálafundur Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavjk, og Baldur, félag ungra sjálfstæðis- manna á Seltjarnar- nesi, efna til opins stjórnmálafundar með alþingismönn- unum Inga Birni Al- bertssyni og Hregg- viði Jónssyni, næstkomandi þriðjudagskvöld. M.a. verður rætt eftir- farandi: 1. Störf stjórnarandstöðunnar síðasta vetur. 2. Innganga frjálslyndra hægrimanna í Sjálfstæðisflokkinn. 3. Hvað er framundan í íslenskum stjórnmálum. Þraukar ríkisstjórn- in út kjörtímabilið? Fundurinn verður haldinn í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 20.30 stundvislega. Allir velkomnir. IIFIMIJAIIUR F ■ U S | HÚSNÆÐIÓSKAST 3ja herbergja íbúð Óska eftir að taka stóra, rúmgóða 3ja her- bergja íbúð á leigu sem fyrst. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 18052. TIL SÖLU Fjölbýiishúsalóð Til sölu lóð undir fjölbýlishús í Smárahvammi í Kópavogi. Leyfilegt er að byggja 17 íbúðir á lóðinni. Lóðin verður byggingarhæf í haust. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 82300. TILKYNNINGAR Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að eindagi launaskatts fyrir júlí er 15. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem van- greitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Péiagslíf FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÓTU 3 S: 11798 19533 Síðustu sumarleyfis- ferðir Ferðafélagsins 1. „Laugavegurinn" Göngu- leiðin vinsæla milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Gist í skál- um F.í. í Laugum, Hrafntinnu- skeri, Álftavatni, Emstrum og í Þórsmörk. Gönguferðirnar hefj- ast á miðvikudagsmorgnum (5 daga gerðir) og föstudagskvöid- um (6 daga ferðir) frá 6. júlí til 24. ágúst. Gönguleið sem allir ættu að kynnast. Veljið ykkur ferð táimanlega, margar eru að fyllast nú þegar. Næstu ferðir: a. 15.-19. ágúst (5 dagar) Þórsmörk - Landmannalaugar. b. 17.-22. ágúst (6 dagar) Landmannalaugar - Þórsmörk. c. 22.-26. ágúst (5 dagar) Landmannalaugar - Þórsmörk. d. 24.-29. ágúst (6 dagar) Landmannalaugar - Þórsmörk. 2. 17.-19. ágúst (3 dagar). Núpsstaðarskógar. Tjaldað við skóganna. Gönguferðir um þetta margrómaöa svæði m.a. að Tvílitahyl, Súlutindurn og viðar. 3. 23.-26. ágúst (4 dagar). Þingvellir - Hlöðuvellir - Haga- vatn. Gengið á þremur dögum frá Þingvöllum um Skjaldþreið og Hlöðuvelli að Hagavatni. Bak- pokaferð. 4. 30,ág.-2. sept. (4 dagar) Milli Hvítár og Þjórsár. Ökuferð með gönguferðum um afrétti Gnúpverja- og Hrunamanna. Leppistungur, Kerlingargljúfur, Gljúfurleit. Nýjar og spennandi leiðir. Svefnpokagisting. Farar- stjóri: Kristján M. Baldursson. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Pantið tíman- lega. Verið velkomin! Missið ekki af sumrinu í Þórsmörk! Sumardvöl í Langadal svíkur engann. Kynnið ykkur tilboðsverð á dvöl I Skagfjörðskála t.d. frá sunnu- degi til miðvikudags eða föstu- dags, frá miðvikudegi til föstu- dags eða sunnudags. Gistiað- staðan er hvergi betri. Pantið tímanlega. Ferðafélag íslands. Þar sem jökulinn ber við loft 2. skoðunarferð helgina 17.-19. ágúst. Snæfellsnes Fjölbreytt ferð um áhugaverða staði undir Jökli. M.a. skoðaðir hellar, eldstöðvar og fornar og nýjar verstöðvar. Staðkunnugur leiðsögumaður. Einstakt tæki- færi til að fræðast um þið fjöl- breytta og mikilfengna umhverfi á Snæfellsnesi. Upplýsingar og pantanir í síma 93-66825. Gistih. Gimli, Veitingast. Sjólist, Hellíssandi. FERÐAFELAG (# ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélags- ins miðvikudag 15/8 Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Ath. að ferðir á miðvikudögum verða út ágúst. Ath. verð á dvöl og ferðatilhögun. Sumarleyfi hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk er mörgum eftirminnilegt. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Kl. 20.00 - Viðey - kvöldferð. Gönguferð um eyjuna. Brottför frá Sundahöfn. Ferðafélag íslands. ÝMISLEGT Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 14, Hafn- arfirði. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Hugvitsmaður með stórt mál, innanlands og til útflutnings, óskar eftir 1-2 fé- lögum með nokkra peninga. Samnorræntfyrirtæki I sjónmáli. Bréf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tækifæri - 4151

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.