Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Flytja varð vagnstjórann á brott með sjúkrabil eftir árásina. Á innfelldu myndinni er Pétur Hraunfjörð. í DAG kl. 12.00 Heímild: Vefiurelola ístand$ (Byggt á vaeumpá Kl. 16.151 gœr) VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 14. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Fyrir austan land er lasgð og frá henni lægðar- drag til suðvesturs, við suðurströnd landsíns. SPÁ: Breytileg átt víðast fremur hæg. Dálitlar skúrir verða með suöurströndinni, en þurrt og tiltölulega bjart veður á Vesturlandi og sennilega einnig á suð-austanverðu landinu. Á Norðurlandí og Norð-austurlandi má búast við súld, einkum við ströndina. Lítið eitt kólnar í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg eða breytileg átt. Þurrt vestan- lands og I innsveitum norðanlands, en rigning eða súld í öðrum landshlutum. HORFUR Á FIMMTUDAG: Vindur snýst til norðanáttar með vætu á landinu norðanverðu, en þurrt og víöa léttskýjað á landinu sunnan- verðu. Svalt í veðri báða dagana. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r t r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [~T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl, 12:00 í gær að f$l. tíma hiti veður Akureyri Reykjavtk 11 14 súid skýjað Bergen 16 skýjað Helsiriki 21 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Narssarssuaq 10 léttskýjað Nuuk 6 rigning Ósló 19 skýjað Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 12 atskýjaö Algarve 26 skýjað Amsterdam 24 skýiað Barcelona 29 léttskýjað Berlin vantar Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt vantar Qiasgow 18 skúr Hamborg 26 skýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 23 skýjað Los Angeles 20 místur Lúxemborg 18 skýjað Madríd skýjað Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 33 léttskýjað Montreal 16 rigning New York 26 mistur Orlando 24 skýjað Parfs 28 hálfskýjað Róm 28 léttskýjað Vín 30 hálfskýjað Washington 24 mistur Winnipeg 11 skýjað Hópur unglinga réðist á strætisvagnstj óra: Vagiistjórar aki ekki í Breiðholtið eftir miðnætti um helgar TRÚNAÐARMENN vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur beindu í gær þeim tilmælum til vagnstjóra að þeir aki ekki síðustu áætluðu ferðir eftir miðnætti í Breiðholt föstudags- og laugardagskvöld, nema viðunandi gæzla fáist í vagnana þar til önnur lausn finnst á öryggismál- um bílstjóranna. Fundur fulltrúanna í gærmorgun var haldinn í til- efni alvarlegrar líkamsárásar á vagnstjóra, sem ók síðustu ferð á leið 12 aðfaranótt sunnudags. Trúnaðarmennirnir mælast jafn- framt til þess við vagnstjóra að þeir aki ekki frá unglingasamkomum, svo sem tónleikum eða skóladan- sleikjum, þar sem ætla má að áfengi sé haft um hönd, en árásin á vagn- stjórann átti sér stað þegar síðasti vagn var að leggja af stað frá Eddu- felli. í Fellaskóla höfðu þá verið tón- leikar, og margir unglingar voru á heimleið. Þyrmdi yfír mig og ég hné niður „Ég var kominn nokkrar bíllengd- ir frá biðstöðinni við Fellaskóla þeg- ar hópur unglinga hljóp fram fyrir bílinn og stóð á götunni, þannig að vagninn komst ekki leiðar sinnar. Síðan kom annar eins mannsöfnuður að dyrunum. Ég opnaði dymar til að reyna að tala við fólkið og til- kynnti því að ég vildi ekki fá það inn í bílinn dauðadrukkið. Síðan reyndi ég að ýta þeim út kurteislega og rólega, en það endaði með því að ráðizt var á mig,“ sagði Pétur Hraunfjörð, vagnstjórinn, sem fyrir árásinni varð, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að mikið af ungl- ingum hefði verið á ferðinni þetta kvöld, þar sem tónleikar voru í Fella- skólanum. í ferðinni á undan hefði hann einnig orðið fyrir árás, verið barinn fyrirvaralaust í bakið af ein- um farþeganum. Pétur sagði að líklega hefðu það verið um fímmtán manns, sem veitt- ust að honum. Þeir hefðu slegið hann í höfuðið hvað eftir annað og hrint sér til og frá. Honum hefði þó gengið furðuvel að vetjast þeim, og tekizt að komast í talstöðina og kalla á hjálp. Hann er illa marinn í andliti og var í gær enn með mikil höfuðþyngsli. Þá á hann erfítt með að hreyfa aðra höndina, og hann missti sjón fyrst eftir árásina. „Ég vissi varla hvernig þetta fór, atgangurinn var svo harður að ég missti eiginlega rænuna. Ég veit ekki hvort ég veitti svona mikla mótspymu eða hvort flótti brast í liðið af öðrum orsökum. Það þyrmdi yfír mig, og ég hné niður á gólfíð í vagninum. Lögreglan sá um mig eftir það,“ sagði Pétur. Hann sagði •að viðbrögð lögreglu hefðu verið til fyrirmyndar, fjölmennt lið hefði komið á svæðið og skakkað leikinn á svipstundu. Pétur hefur ekið strætisvagni í tíu ár. „Ég hef aldrei lent í neinum úti- stöðum við farþega og hef komizt klakklaust í gegnum þetta hingað til,“ sagði hann. „Ýmsir vinnufélagar mínir hafa lent í því að á þá hefur verið ráðizt, en ég held samt að þetta sé ein fólskulegasta árásin.“ Áhættusamt að aka í Breiðholtið Hannes H. Garðarsson, fyrsti full- trúi vagnstjóra hjá SVR, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér- staklega áhættusamt væri að aka leiðirnar upp í Breiðholt. í fyrra hefði vagnstjóri á leið 14 orðið fyrir alvarlegri árás í Flúðaseli. „Þetta eru kannski ekki endilega krakkar úr Breiðholtinu sem standa fyrir slíku, en þar eiga árásimar sér stað,“ sagði Hannes. Hann sagði að ástandið í öryggis- málum vagnstjóra væri ekki nógu gott. „Menn verða fyrir áreitni um hveija einustu helgi. Menn hafa sloppið ef þeir bara kúra sig niður í sætið og láta sem þeir hvorki sjá né heyri nokkum skapaðan hlut.“ Hannes sagði að strax þyrfti að endurnýja fjarskiptakerfí strætis- vagnanna og koma fyrir einhvers konar neyðarhnappi, sem vagnstjór- ar gætu kallað á hjálp með. Annar kostur væri að setja í vagnana sér- stakan klefa fyrir bílstjórann, en hann væri ekki mjög fýsilegur. Fulltrúar bílstjóranna afhentu yfirmönnum SVR ályktun fundar síns í gær. Hörður Gíslason, skrif- stofustjóri SVR, sagði að yfirmenn fyrirtækisins hefðu enn ekki tekið ákvörðun um aðgerðir. Það væri þó ljóst að sjá yrði til þess að fólk vissi af því að umræddar ferðir yrðu ekki farnar. Hann sagði að reynslan sýndi að það væru nærri eingöngu ungl- ingar, sem nýttu sér þær ferðir. Hörður sagði að verið væri að athuga möguleika á tæknilegum umbótum til þess að auka öryggi vagnstjóra. „Tæknilegar umbætur duga þó ekki einar, það verður að gera eitthvað, sem verður til þess að fólk hætti svona hegðun," sagði hann. Hjá lögreglunni fengust þær upp- lýsingar að ekki væri upplýst að fullu, hveijir stóðu að árásinni. Vitað væri að nokkrir unglingar, flestir á aldrinum 17-18 ára, hefðu veitzt að ökumanninum. Lögreglan hefur vissu fyrir að einn piltur sló bílstjó- rann svo sannað sé, en ekki er ljóst hver var upphafsmaður að átökun- um. Að sögn lögreglu hefur fjöldi vitna verið yfírheyrður vegna máls- ins. Tölvukerfí fylgist með viðhaldi skipa VIÐHALDSVAKA, tölvukerfí sem skráir og fylgist með viðhaldi skipa, hefur verið komið fyrir í strandferðaskipinu Esju og verið er að koma slíku kerfí upp í tveimur öðrum skipum Ríkisskipa, Heklu og Oskju. Tölvukerfið er hannað í samvinnu Ríkisskipa og Fjarhönnunar hf. og hefur það verið í Esjunni frá því síðastliðið vor. Að sögn Hjartar Emilssonar hjá Ríkisskipum hefur það reynst mjög vel. Hann sagði að í skipum væri svonefnt stýrt viðhald líkt og í flugvélum. Hlutar skipsins er samkvæmt þvi skoðaðir á ákveðn- um fresti. Viðhaldsvakinn stjórnar skoðuninni í gegnum tölvu sem sýn- ir á skjá grafíska mynd af þeim hlut- um skipsins sem óskað er eftir. Dag hvern berst vélstjóra Esjunnar til að mynda teikning af vél skipsins þar sem fram kemur hvaða hlutir hennar þarfnast viðhalds eða eftirlits þann dag. Áður en viðhaldsvaka var komið fyrir í skipinu var allt viðhald þess handstýrt og sagði Hjörtur að það hefði verið þungt í vöfum og vinnusparnaður því aukist mikið með tilkomu þessarar tækni. Þá hefði rekstraröryggi skipsins aukist mikið þar sem minni líkur væru á skyndi- legum bilunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.