Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 15 ráðast vextirnir á markaðnum og eru jákvæðir, þ.e. jákvæðir raun- vextir. Það eru þessir jákvæðu raunvextir sem setja kröfur á at- vinnureksturinn. Arðsemi hans verður að vera sú sama eða meiri til lengri tíma litið. Ef atvinnustarf- semin stenst ekki þá arðsemiskröfu, þá er betra að hún sé lögð niður og íjármagnið fái að renna til ann- arrar starfsemi sem gefur meira af sér. Raunvextir veita með öðrum orðum atvinnurekendum og fjár- festum lífsnauðsynlegt aðhald svo athafnir þeira leiði til bættra lífskjara, og í vestrænum hagkerf- um et' þetta einmitt grunnurinn að auknum og bættum lífskjörum. Niðurstaða Kristjáns að spari- fjáreigendur eigi að slaka á kröfum sínum til að atvinnureksturinn fái betur komist yfir erfiðleikana vegna rangra ákvarðana í uppsveiflunni ýtir undir frekari mistök í atvinnu- rekstri hér á landi og dregur úr lífskjörum til lengri tíma litið. Nú síðustu ár hefur atvinnureksturinn hins vegar upplifað að Ijármagnið gerir kröfur um að vel sé farið með það. Með tímanum mun þetta lær- ast og í framhaldinu munu atvinnu- rekendur umgangast fjármagnið — sparnað almennings — með virð- ingu og ekki ráðast í illa ígrundað- ar fjárfestingar. Á þann hátt verður atvinnureksturinn öflugri og sam- keppnishæfari, sem eflir grunninn að bættum lífskjörum. Tvær athugasemdir Ég er sammála þeirri skoðun að fjármagnskostnaður eða raunvextir hafi oft á tíðum verið óeðilega háir hér á landi, og hef bent á það í ýmsum skrifum mínum, s.s. „Háir raunvextir" í Morgunblaðinu 12. ágúst 1988, „Vextir og verðbólga" í DV 16. júní 1989 og í „Efnahags- legri sókn“ í Efnahagsumræðunni, riti nr. 3 frá í október 1989. Spurn- ing í þessu samhengi er hvort sam- keppnin á lánamarkaðnum sé nógu öflug. Að síðustu vil ég árétta þá skoð- un mína að samfélagið er ekki til fyrir stjórnmálamennina, þótt það hafi í raun verið það í sumum Austur-Evrópulöndum. í lýðræðis- legum samfélögum er valddreifing- in mikil, og til eru ótal stofnanir og athafnir sem eru ópólitískar og koma stjórnmálamönnum ekkert við og eru því ekki á áhrifasviði þeirra. Stofnanir eins og fjölskyld- an, kirkjan, flest viðskipti, stór hluti peningakerfisins, markaðir og margt, margt fleira svo dæmi séu tekin. Hins vegar felum við stjórn- málamönnum ákvörðunartökur í ýmsum sameiginlegum málum, sem eru af pólitískum toga. I lýðræðis- legum samfélögum halda stjórn- málamenn sig að þeim málefnum, og reyna ekki að seilast eftir völdum utan við sitt valdsvið. Það er með öðrum orðum ekki í verkahring þeirra að hafa sem mest vit fyrir öðrum á sem flestum sviðum. Höfundur er þjódhagfræðingur. Danskir hrossaeigendur á námskeiði á Hvanneyri DAGANA 12.-18. ágúst dvelja tæplega 40 danskir hrossaræktendur íslenska hestsins á námskeiði á Hvanneyri. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri Dalum á Fjóni. Á nám'skeiðinu er fjallað um ýmsa mikilvæga þætti í íslenskri hrossa- rækt s.s. uppeldi, fóðrun og kynningu á kynbótaskipulagi íslenska hrossa- stofnsins. Auk þess verður boðið upp á reiðkennslu og farið í heimsóknir á hrossaræktarbú. Á síðasta ári hófst samstarf milli búnaðarskólans á Fjóni og Bænda- skólans á Hvanneyri um námskeiða- hald í landbúnaði. Meðal annars komu rúmlega 30 danskir sauðfjárá- hugamenn hingað til lands í septem- ber í fyrra til að kynna sér íslenska sauðfjárrækt. Samsvarandi hópur samvinnu við búnaðarskólann a danskra sauðfjáráhugamanna mun koma hingað til lands í september á námskeið í sauðíjárrækt. Með þessu samstarfi skólanna er möguleiki á að íslenskir bændur afli sér viðbótarþekkingar á ákveðnum sviðum í Danmörku. Umsjónarmaður námskeiðahaldsins hjá Dalum-bún- aðarskólanum hefur lýst áhuga sínum á að skipuleggja slík nám- skeið fyrir íslenska bændur, í sam- starfi við Bændaskólann á Hvann- eyri, meðal annars í nautgriparækt og svínarækt. (Fréttatílkynning) IAGREIÐEND -------!■ EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERSMÁNADAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skll tímanlega! RSK RÍKISSKATTSDÓRI cfanfiREIfMA husínu hans og tók ein og hálf mánðarlaun doktorsins fyrir. Lái mér nú hver sem vill þótt ég hafi orðið klumsa þegar það kom á daginn að smiðir, sjómenn og skrif- stofumenn þessa lands hafa ekki efni á að hækka laun félaga í BHMR um 4,5%, ekki einu sinni nú, þegar verðbólgan er lítil og fisk- verðið hátt. Ekki þar fyrir, dr. X fær ekki þessi margumræddu pró- sent. Félag háskólakennara á ekki aðild að kjarasamningi BHMR og hefur reyndar haft lausa kjara- samninga síðan í febrúar. Það er greinilega ekki viðræðuverður sel- skapur. Það sem e.t.v. er þó kostulegast í þessu máli er allt þetta hatur á menntamönnum sem virðist blunda í brjóstum smiðanna, sjómannanna og skrifstofumannanna, já og bless- aðra fréttamannanna. Og það þótt menntamennirnir hafi aldrei verið spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að taka þátt í þjóðarsátt um ævilanga örbirgð sína og sinna. Vonandi er trésmíðameisturun- um, skipstjórunum og skrifstofu- stjórunum, já og fréttastjórunum blessuðum, huggun í því að þetta sífellda kaupnagg menntamanna er aðeins tímabundið vandamál, raun- ar kynslóðabundið. Það leysist af sjálfu sér þegar íslendingar verða gengnir í Efnahagsbandalag Evr- ópu, eftir svo sem áratug í mesta lagi. Þá verður elsti strákurinn hans dr. X vonandi búinn að læra nátt- úruvísindi í Þýskalandi og farinn að vinna á rannsóknastofu í Bremen á fjórföldu kaupi pabbans. Hann ætti því að geta sent gamla mannin- um nokkur mörk við og við. Og geta þá ekki allir unað glaðir við sitt. ÚTSALAN HEFST Í DAG 20-50% AFSLÁTTUR Nýtt kreditkortatímabil hefst samdægurs. »huMnci^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40, símar 83555 og 83655. Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, sími 611055. Höfundur er háskólakennnri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.