Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990
29
Minning:
Jón G. Benediktsson
hárgreiðslumeistari
Fæddur 13. september 1952
Dáinn 4. ágúst 1990
í dag er borinn til grafar systur-
sonur minn, Jón Gestur Benedikts-
son, sem lést á heimili sínu 4. ágúst
sl.
Það er erfitt að hugsa sér að
Nonni frændi sé horfinn af sjónar-
sviðinu því hann skipaði sérstakan
sess í tilveru minni og verður það
skarð sem myndaðist seint fyllt.
Hann ólst upp á Álfhólsvegi 39
í Kópavogi, sonur hjónanna Bene-
dikts Sigurðssonar og Auðar Eiríks-
dóttur. Jón var elstur ijögurra
systkina sem eru Sigrún, Eiríkur
og Þorsteinn.
Mjög náin tengsl mynduðust á
milli okkar strax í æsku sem héld-
ust fram á síðasta dag.
Margar sk'emmtilegar minningar
koma upp í hugann á þessari stundu
er við dvöldumst saman á Silfurgöt-
unni í Stykkishólmi og á Álfhóls-
veginum í Kópavogi. Nonni var
mjög uppátektasamur og sennilega
hefur frumraunin hjá honum í hár-
greiðslutækninni verið þegar hann
litaði kolsvartan kollinn á mér eld-
rauðan svo glóði af er við vorum
ein heima á Silfurgötunni á áttunda
og níunda ári. Einnig var Jón lipur
með skærin í stallagerð á þessum
árum, af þessu sést að snemma
beygðist krókurinn að því sem
seinna varð. Hann nam hargreiðslu-
iðn hjá mömmu sinni á Álfhólsveg-
inum og starfaði þar með henni.
1974 gekk hann að eiga eftirlif-
andi eiginkonu sína, Heiðu Ár-
mannsdóttur, og hafa þau rekið
saman hárgreiðslustofuna og
snyrtivöruverslunina Bylgjuna hlið
við hlið síðan 1976 í Hamraborg í
Kópavogi. Þau eiga tvö börn; Guð-
jón Þór og Auði Ósp.
Eitt af einkennum hans var góða
skapið, hann vildi allt fyrir alla
gera, kunni vel við sig í margmenni
og var vinamargur.
Aldrei var sú ferming eða önnur
stórhátíð fyrir vestan að Nonni
væri ekki mættur og stæði upp
fyrir haus í að klippa, gi-eiða og
blása flesta í ættinni okkar.
Nú er hann Nonni minn genginn
yfir móðuna miklu sem við öll förum
að lokum, þar hefur hann hitt ömmu
sína og afa sem taka honum opnum
örmum eins og þau gerðu jafnan
meðan þau lifðu og voru honum
afar kær.
Elsku Heiða, Guðjón Þór, Auður
Ösp, Benni, Lella, Sigrún, Eiríkur
og Þorsteinn, ég og fjölskylda mín
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð. Megi Guð styrkja ykkur og
blessa minninguna um Jón Gest.
Aðalheiður S. Eiríksdóttir
Nú er skarð fyrir skildi, hann
Nonni, Jón Gestur, er farinn. Hver
hefði trúað því að þessi lífsglaði
drengur yrði fyrstur í okkar ein-
staka vinahópi til að kveðja þennan
heim. Allar þær ánægjustundir sem
við áttum með Nonna og Heiðu, öll
sú lífsgleði og það fjör sem ein-
kenndi vinahóp okkar. Oftast áttu
þau upphafið með góðum heimboð-
um, enda heimboðin þeirra engu
lík. Alltaf var hann léttur og til í
hvað sem var, að rétta hjálparhönd
eða taka þátt í góðu gamni.
Nonni var einstök persóna sem
ekki hikaði við að fara ótroðnar
slóðir, enda setti hann svip sinn á
umhverfið. Það voru margar
ánægjustundir sem við áttum með
Nonna og Heiðu og nú er hans
sárt saknað. Ekki er annað hægt
en að dást að því þreki sem þau
sýndu í erfiðum veikindum hans,
HalldórM. Sigurðsson
Akranesi - Minning
Fæddur 25. september 1917
Dáinn 5. ágúst 1990
Afi minn Halldór Matthías Sig-
urðsson, sem fæddist 25. sept.
1917, andaðist 5. ágúst sl.
Ég hafði tekið eftir þvi að lífið
var honum ekki eins léttbært og
fyrr. Sjúkleiki og þreyta var farin
að segja til sín. Afi giftist ömmu
minni Guðríði Sæmundsdóttur árið
1950 en hún lést 11. maí 1982. Þau
eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi.
Ég man mjög vel eftir því þegar
ég var yngri, þá var ég mjög mikið
hjá ömmu og afa, það var gaman
að koma og sofa hjá þeim yfir helg-
ina eins og svo oft kom fyrir, þar
fékk ég að vaka lepgi, við spiluðum
og drukkum kók. Ég ákvað að þeg-
ar ég yrði stór þá ætlaði ég að búa
í skúr úti í garði hjá þeim og hugsa
um þau, en úr því varð aldrei, því
miður. Eftir að amma dó þá varð
ég tengdari afa. Fyrstu dagana eft-
ir að amma dó þá svaf ég hjá afa
svo hann þyrfti ekki að vera einn.
Afi átti kindur þangað til fyrir 2
árum og var þá búinn að vera með
kindur í mörg ár. Ég var farin að
fara í fjárhúsin áður en ég byrjaði
að labba, ég fór með honum á hverj-
um degi og alltaf var það jafn gam-
an. Við heyjuðum og fórum í réttirn-
ar saman á hveiju einasta ári. En
á síðustu árum var ég farin að
minnka heimsóknirnar í fjárhúsin
en fór með samt alltaf í réttirnar
og heyskapinn. Afi hafði gaman af
að fara á fótboltaleiki og á tímabili
Leiðrétting
í minningargrein um Ólaf Ön-
undsson í blaðinu á sunnudag féllu
niður nöfn tveggja barnabarna
hans, þær heita Yr og Sif.
og umhyggju og ástúð Heiðu allan
tímann þar til hann lést á heimili
þeirra. Við þökkum fyrir þann tíma
sem við áttum með Nonna, minn-
ingar um góðan dreng og félaga
munu lifa með okkur.
Elsku Heiða, Auður Ösp, Guðjón
Þór og aðrir ástvinir, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
guð styðja ykkur og styrkja.
‘ Ólöf, Gylfi,
Alma og Þór.
Yndislegur vinur er fallinn frá.
Minningarnar birtast ein af ann-
arri. Nýársfagnaðir, þar sem Jón
hafði hendur í hári flestra úr hópn-
um, matreiðslunámskeið og sam-
eiginleg eldamennska. Minningarn-
ar svo ótalmargar þrátt fyrir að
vinájta okkar hefði aðeins varað sl.
6 ár.
Jón, Heiða og börn þeirra, Auður
Ösp og Guðjón, fluttust í sambýlis-
hús þar sem við bjuggum. Fljótlega
tókst með okkur vinátta sem jókst
og dafnaði þrátt fyrir að þau stöldr-
uðu stutt við.
Jón og Heiða voru ákaflega sam-
íýnd og samstiga hjón. Væri nafn
annars þeirra nefnt kom hitt
sjálfkrara á eftir. Þau voru gleði-
gjafar og gefendui' í samskiptum
sínum við annað fólk. Þannig finnst
okkur þau hafa gefið og við þegið.
Þau opnuðu okkur og þremur börn-
um okkar heimili sitt í vetur, þegar
millibilsástand var hjá okkur í hús-
næðismálum.
Okkur segir svo hugur að þannig
hafi þau verið mörgum öðrum stoð
og stytta, eins konar klettar sem
gott var að leita vars við ef þannig
blés og gleðjast með á góðri stundu.
Og nú er annar þessara kletta
horfinn okkur. Eftir stendur Heiða
með Auði Ösp og Guðjón sér við
hlið. Minningarnar um yndislegan
eiginmann og föður ylja.
Þó í okkar feðrafold
falii allt sem lifír,
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Björn Jónsson frá Gröf)
Undir það síðasta þegar Jón átti
orðið erfitt með tnál þá nefndi hann
nöfn demantanna sinna þriggja og
ástúðina og þakklætið fyrir að eiga
þau mátti lesa úr augunum og and-
litsdráttunum.
Guð gefi öllum styrk, sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
Jóns.
Við þökkum Jóni fyrir allt það
sem hann var okkur.
Sossa og Ingi
Við viljum minnast vinar okkai'
sem var tekinn frá okkur langt um
aldur fram; Jón var hárgreiðslu-
meistari og þannig lágu leiðir okkar
og Heiðu konu hans saman.
Margar ánægjulegar stundir átt-
um við saman með Jóni. Voru farn-
ar margar skemmtilegar og lær-
dómsríkar ferðir sem tengdust hár-
greiðslunni. Jón var mjög lifandi
og duglegur hárgreiðslumeistari, og
lét hann sig ékki vanta ef hár-
greiðsla var annars vegar.
Þar sem Jón var, var hann hrók-
ur alls fagnaðar hvort sem var í
leik eða starfi, og var honum eigin-
legt að samgleðjast öðrum. Ekki
var okkur í kot vísað þegar við
heimsóttum hið smekklega heimili
Jóns og Heiðu. Ógleymanlegar eru
okkar árlegu ferðir á Flúðir þar sem
allir voru með sínar fjölskyldur, var
þar margt sér til gamans gert.
Jóns Gests verður sárt saknað,
minning hans mun ávallt fylgja
okkur um ókomna framtíð. Élsku
Heiða, Guðjón og Auður. Guð gefi
ykkur styrk í hinni miklu sorg.
Hárgreiðsluvinir
Með örfáum línum vil ég minnast
Nonna vinat' míns sem lést á heim-
ili sínu laugardaginn 4. ágúst eftir
erfiðan sjúkdóm, aðeins 37 ára
gamall.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Heiða Ármannsdóttir og áttu þau
tvö börn, Guðjón Þór 17 ára og
Auði Ösp 14 árá.
Minningarnar hrannast upp þeg-
ar maður missir góðan vin.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
. það yrði margt, ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifir samt i minnum,
er letrað skýit á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita, stóra hjarta,
þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Elsku Heiða mín, Auður og
Gauji, einnig Auður, Benedikt og
börn. Við hjónin og börnin okkar
sendum ykkur samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að blessa minn-
inguna um Nonna.
Rannveig Leifsdóttir
þá eltum við Skagamenn næstum
því hvert sem var. Einnig eru
ógleymanlegar ferðirnar í Þjóðleik-
húsið sem hann fór með okkur
barnabörn.
Nú er afi farinn og eftir situr
minningin um skemmtilegan og
góðan afa. Ég hugga mig við það
að við eigum örugglega eftir að
sjást einhverntímann seinna.
María Valdimarsdóttir
QLJDBDnD
FRAMRUÐU
VIÐGERÐIR
BILALAND HF.
FOSSHÁLSI 1, SÍMI 67 39 90
Lokað
verður í dag þriðjudaginn 14. ágúst frá kl. 12.00
vegna jarðarfarar JÓNS GESTS BENEDIKTSSONAR.
Hárgreiðslustofan Guðrún,
Linnetsstíg 6, Hafnarfirði.
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúktingaréttur.
Fyrir 4 - suóutími 8 min.
Heildsölubirgðin
KARL K. KARLSSONxCO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
AXIS
Fataskápar
FULLBUNIR
er hagkvœm lausn
fjölbreyttir möguleikar
BUÐ AVE R Khf
VESTURBRAUT 8, 370 BÚÐARDALUR, SÍMI93-41330
AMERISK
G.Á. Pétursson h(
lláMinéla
markaðurinn
Nutiöinm Faxateni 14, simi 68 55 80 j
.■.■.V.v.y.v.v.vv.-.v,-.^^