Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990
PLANNJA
ÞAKSTÁL
STÁLMEÐSTÍL
VERDW OKKAR
HI7TIR í MARK!
ÍSVÖR HF.
Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur.
Póstbox: 435, 202 Kópavogur.
S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67
r i
T6C
18 LÍTRA ÖRBYLGJUOFN
600 vött
5 stillingar, 60 mfn. klukka. snún-
ingsdiskur, íslenskur ieiðarvfsir,
matreiðslunámskeið innifalið.
Sumartilboð 15.950 stgr.
Rétt verð 19.950.- stgr.
SB Afborgunarskilmálar [Ej
HUÖMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I
í Stærðir: 50,100,150,300,800 n
Bankastræti 3, sími 91-13635.
Iðunnarapótek,
Hagkaup, Kringlunni
Hygea, Austurstræti
Kaupfélag Skagfirðinga
* Orginal kölnischwasser ☆
^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiöill!
íHöírijíimlhtahiíh
„Nú er að standa
við stóru orðin“
eftir Egil Jónsson
Byggðastofnun hefur nýlega sent
frá sér skýrslu sern m.a. fjallar um
þróun byggðar á íslandi næstu árin
með hliðsjón af skipan þeirra mála
að undanförnu. Þar segir að óbreytt-
um aðstæðum muni fólki á lands-
byggðinni halda áfram að fækka en
byggðirnir við Faxaflóa eflast að
sama skapi. Þó að þessar staðreynd-
ir hafi verið mönnum ljósar er þessi
framsetning Byggðastofnunar nú
þörf viðvörun.
Árið 1987 ákvað þingflokkur
sjálfstæðismanna að taka þessi mál
til sérstakrar umfjöllunar og varð
að ráði í samstarfi við miðstjórn
flokksins að skipa sérstaka byggða-
nefnd undir forustu Lárusar Jóns-
sonar, fyrrv. alþingismannss. Tillög-
ur nefndarinnar voru svo lagðar fyr-
ir síðasta landsfund þar sem þær
hlutu einróma stuðning.
Ég hygg að þessi landsfundar-
ályktun Sjálfstæðisflokksins í
byggðamálum feli í sér markvissara
stefnumið en áður hefur komið fram
í ályktunum stjórnmálaflokka hér á
landi. Sérstaklega eru þó eftirtektar-
verðar tvær nýjar áherslur: Kveðið
var á um vaxtarsvæði landsbyggðar-
innar þar sem sveitir og þéttbýli
tengjast með daglegum samgöngum
og mynda samfellt atvinnu- og þjón-
ustusvæði, og að stóriðju og stórfyr-
irtækjum verði valinn staður á vaxt-
arsvæðum landsbyggðarinnar.
Eins og mörgum er kunnugt er
landsfundur Sjálfstæðisflokksins
fjölmennasti fundur félagasamtaka
hér á landi og sá áhrifamesti. þar
er stefna flokksins áréttuð hveiju
sinni og nýjar áherslur og markmið
staðfest. Þannig eru áform Sjálf-
stæðisflokksins til framtíðarinnar
kölluð fram. Djarfasta ákvörðun
síðasta landsfundar var að nýju iðn-
veri skyldi valinn staður á lands-
byggðinni.
Þessa stefnu ítrekuðu svo sex
þingmenn Sjálfstæðisflokksins með
því að flytja á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um uppbyggingu og
rekstur stóriðjuvers á landsbyggð-
inni. Mismunandi skoðanir okkar á
hvaða hérað yrði fyrir valinu létum
við víkja fyrir því grundvallarsjónar-
miði sem landsfundurinn ákvað og
að þannig yrði leitast við að snúa
frá þeirri óheillaþróun sem verið
hefur í byggðamálum hér á landi.
En nú fóru líka að berast góð
tíðindi víðar að. Daginn eftir að til-
laga okkar sjálfstæðismanna var
lögð fram á Alþingi lýsti forsætisráð-
herra því yfir í Morgunblaðinu að í
hans þingflokki væri nær einróma
afstaða í þá veru sem fram kom í
tillögu okkar. í umræðum á Alþingi
nokkru síðar, þegar fjallað var um
frumvarpið um virkjanafram-
kvæmdir, endurtók forsætisráðherra
þessi ummæli.
Ekki þarf heldur að fara í grafgöt-
ur um afstöðu Alþýðubandalagsins
í þessu máli. Hvað eftir annað hefur
sá flokkur skilyrt stuðning sinn við
ákvarðanir sem tengjast nýju álveri
við að það verði reist úti á landi.
Það ætti því tæpast að vefjast fyrir
mönnum að tveir af núverandi
stjórnarflokkum styðja eindregið
þau sjónarmið að nýtt álver rísi á
landsbyggðinni. Landsfundarsam-
þykkt Sjálfstæðisflokksins og tillaga
okkar á Alþingi skýra með ótvíræð-
um hætti afstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til þessara mála. Eftir hveiju er
þá verið að bíða? Ekki getur Alþýðu-
flokkurinn ráðið því einn að nýtt
álver verði reist á atvinnusvæðinu
við F*caflóa.
Þegar jafnskýr og ótvíræð pólitísk
afstaða liggur fyrir sætir það undrun
hvernig á samningum við hina er-
lendu aðila er haldið. Talað er um
að nauðsynlegt sé að fyrir liggi hver
kostnaður sé við byggingu og rekst-
ur nýs álvers eftir því hvar því verð-
ur valinn staður. Sú niðurstaða muni
verða ráðandi um afstöðu útlending-
anna.
Nú er það augljós staðreynd að
samanburður á kostnaði við bygg-
ingu álvers, eftir því hvar það kann
að rísa, byggist að hluta til á mati
og að endanleg niðurstaða er á valdi
hinna erlendu aðila. Auðvitað haga
þeir útkomunni þannig að samnings-
staða þeirra verði sem best. Það
þarf því ekki að vera neinum und-
runarefni þótt sú frétt hafi borist
að kostnaður við byggingu álvers
sé tveimur til fimm milljörðum meiri
úti á landi en við Faxaflóa. Pólitíski
viljinn er hins vegar ótvírætt lands-
byggðinni í hag. Þetta vita útlend-
ingarnir og þá er ekki annað en að
láta reyna á þolrifin. Hvað vill Al-
þingi Islendinga vinna til að vilji
þess fái að ráða?
Þannig hefur veik forusta í þess-
um málum spillt samningsstöð.u okk-
ar stórlega og nú ríður á að þeir,
sem fara með völdin í landinu, bili
ekki á endasprettinum. Fari svo sem
látið er í veðri vaka, að niðurstöður
hagkvæmniskosta reynist lands-
byggðinni í óhag, þá verða menn
að hafa i huga að þar getur ráðið
miklu, raunar úrslitum um niður-
stöðu í þessu máli, hvort Framsókn-
arflokkurinn og Alþýðubandalagið
standa við sínar skýru yfírlýsingar
um að nýtt álver rísi úti á landi.
Veik forusta þessara mála hefur
treyst samningsstöðu útlendinga í
álviðræðunum. Auðvitað er það
vondur kostur. En máltækið segir
„það sér ekki á svörtu“. Það er nefni-
Iega stór þáttur í efnahagsstefnu
núuverandi ríkisstjórnar að stofna
til útgjalda en fresta greiðslum til
næstu ára. Þannig á að rétta kúrsinn
í ijármálum ríkisins. Tveggja til
28: landsfiindur Sjálfstæðisflokksins 1989:
BYGGÐAMÁL
Ný stefna Sjálfstæðisflokksins
í byggðamálum leggur áherslu á
átak í atvinnumálum og eflingu
vaxtarsvæða með bættum sam-
göngum á landsbyggðinni.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að
bryna nauðsyn beri til að endur-
skoða stefnuna í byggðamálum frá
grunni. Jafnari byggðaþróun en
verið hefur og stefnir í á næstu
áratugum er sameiginlegt hags-
munamál íbúa höfuðborgarsvæð-
isins og landsbyggðarinnar.
Meginmarkmið nýrrar byggða-
stefnu Sjálfstæðisflokksins er átak
í atvinnu- og samgöngumálum og
efling vaxtarsvæða á landsbyggð-
inni. Með hugtakinu vaxtarsvæði
er átt við þéttbýlisstaði og sveitir
sem tengjst með daglegum sam-
göngum og mynda þannig sam-
stæð atvinnu- og þjónustuhéruð.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að
aðgerðir stjórnvalda til að jafna
byggðaþróun verði almennar, já-
kvæðar, hvetjandi og taki mið af
breytingum sem orðið hafa og
fyrirsjáanlegar eru í atvinnumál-
um, félags- og menningarmálum
þjóðarinnar.
í samræmi við þessi megin-
markmið leggur Sjálfstæðisflokk-
urinn áherslu á eftirfarandi að-
gerðir til jöfnunar byggðaþróunar
og aðstöðu manna til búsetu í
landinu:
1. Atvinnuvegirnir verði endur-
reistir. Almenn efnahags-
stjórn taki afdráttarlaust tillit
til þess að framleiðslufyrir-
tæki í landinu skili arði og
geti byggt sig upp tæknilega
og fjárhagslega þannig að
framleiðni aukist.
2. Reglum um stjórn fískveiða
verði beitt þannig að þær
hvetji þegar til lengri tíma er
litið til hagkvæmni í útgerð,
aukins aflaverðmætis og
minni tilkostnaðar.
3. Leitast verði við að beita þeim
framleiðslutakmörkunum,
sem landbúnaðurinn býr nú
við, þannig að búin stækki og
hagkvæmni aukist. Jafnframt
verði með breyttum búskapar-
háttum tekið mið af landgæð-
um. Kannað verði sérstaklega
. hvaða ráðstafanir séu tiltæk-
ar til að tryggja afkomu þess
fólks sem hverfa verður frá
hefðbundnum búskap vegna
þrengri markaðar.
4. Sérstakt átak verði gert til
nýsköpunar í uppbyggingu
iðnaðar- og þjónustugreina á
landsbyggðinni við hlið sjáv-
arútvegs og landbúnaðar.
Þetta verði gert á vaxtar-
svæðum þar sem þéttbýlis-
staðir og sveitir tengjast með
daglegum samgöngum. Fyrir-
tækjum verði gefinn kostur á
eðlilegri lánafyrirgreiðslu og
áhættufjármagni, þannig að
sem líkust aðstaða verði til
að reka þessi fyrirtæki hvar
sem er á landinu. Veitt verði
fé til endurskipulagningar,
hagræðingar og samruna fyr-
irtækja á Iandsbyggðinni þar
sem það er talið hagkvæmt.
5. Á sviði samgangna verði lögð
áhersla á að stækka og efla
vaxtarsvæðin á landsbyggð-
inni svo að sem flestir geti
sótt daglega þjónustu innan
þeirra þannig að atvinnulíf á
landinu eflist.
6. Skattar af samgöngum verði
lækkaðir eða felldir niður með
það fyrir augum að lækka
kostnað við rekstur sam-
göngufyrirtækja.
7. I tengslum við samgöngubæt-
ur verði gerðar landshluta-
áætlanir um opinberar fram-
kvæmdir sem hafi það að
markmiði að heildarkostnaður
við að veita fólki góða heil-
brigðisþjónustu, almenna
menntun o.s.frv. verði sem
lægstur fyrir þjóðfélagið.
8. Stóriðju og stórfyrirtækjum
verði valinn staður á vaxtar-
svæðum landsbyggðarinnar.
9. Ríkisstofnanir verði fluttar
frá höfuðborgarsvæðinu til
vaxtarsvæðanna.
10. Á sviði húsnæðismála verði
þess gætt eins og kostur er
að draga úr áhættu og ótta
fólks við að fjárfesta í eigin
íbúðarhúsnæði á landsbyggð-
inni. Leitað verði leiða til þess
að húsnæðisskortur standi
ekki vexti byggðarlaga þar
fyrir þrifum.
11. Hvatt verði til aukinnar
fijálsrar samvinnu og sam-
runa sveitarfélaga, verkefni
þeirra aukin og tekjur til þess
að valda þeim.
12. Sérstaklega .verði hlúð að
menningar- og listastarfsemi
á landsbyggðinni.
13. Leitast verði við að bæta að-
stöðu fólks til að njóta opin-
berrar þjónustu hvar sem
menn búa á landinu. Verð á
raforku og símaþjónustu verði
jafnað, fjölbrautanám á vaxt-
arsvæðunum eflt og þjónusta
við aldraða aukin.
Sjálfstæðisflokkurinn vill
treysta búsetu í landinu og jafna
aðstöðu í landshlutunum með
Egill Jónsson
„Fari svo sem látið er
í veðri vaka, að niður-
stöður hagkvæmnis-
kosta reynist lands-
byggðinni í óhag, þá
verða menn að hafa í
huga að þar getur ráðið
miklu, raunar úrslitum
um niðurstöðu í þessu
máli, hvort Framsókn-
arflokkurinn og Al-
þýðubandalagið standa
við sínar skýru yfírlýs-
ingar um að nýtt álver
rísi úti á landi.“
fimm milljarða viðbót í þá skuldsúpu
er vissulega vondur kostur, en skárri
þó en að það slys verði að nýtt álver
rísi ekki úti á landi.
í næstu grein verður fjallað um
álver á Austurlandi.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Austurlandskjördæmi.
markvissum aðgerðum. í því
gegna sveitarfélögin viðamiklu
hlutverki.
Sjálfstæðisflokkurinn telur
brýnt að gagnger hugarfarsbreyt-
ing verði í byggðamálum bæði hjá
höfuðborgarbúum og landsbyggð-
arfólki. Undanfarið hafa klögumál
og hvers konar brigslyrði gengið
á víxl. Slík umræða hlýtur að
skaða landsmenn alla. Hún er því
út í hött. Borg og byggð eiga að
vaxa og dafna eðlilega og styðja
hvort annað. Að því vill Sjálfstæð-
isflokkurinnvinna með framan-
greindum hætti.
Steingrímur Hermannsson í
Morgunblaðinu 28. mars
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þeirri skoð-
un að velja nýju álveri staðsetn-
ingu utan Stór-Reykjavíkursvæð-
isins yxi stöðugt fylgi á Alþingi.
„Ég held að það komi fram meiri
stuðningur við álver við Eyjafjörð
með degi hveijum og persónulega
líst mér mjög vel á þarm mögu-
leika. Hins vegar veit ég að Banda-
ríkjamönnunum frá Alumax leist
mjög vel á Reyðarfjörð og þeir
vilja kanna til hlítar möguleikann
á að reisa álverið þar. Fram er
komin á Alþingi þingsályktunartil-
laga frá sjálfstæðismönnum þess
efnis að nýtt álver verði staðsett
utan höfuðborgarsvæðisins. í okk-
ar þingflokki er nánast einróma
afstaða í þá veru.“
Þjóðviljinn 10. apríl 1990
Á þessu stigi málsins telur þing-
flokkur Alþýðubandalagsins biýn-
ast að ríkisstjórnin marki þá
stefnu að hugsanleg bygging
þessa risafyrirtækis stuðli ekki að
enn frekari byggðaröskun í
landinu og þéss vegna verði því
valinn staður utan höfuðborgar-
svæðisins.