Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Yinna hófst í gærmorgun hjá JHraðfrystihúsi Eskifjarðar Eskifirði. VINNA hófst í gærmorgun í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. en því var lokað 13. júlí sl. vegna sumarleyfa starfsfólks. Ekki lá þó öll vinnan niðri hjá Hrað- frystihúsinu. Tekið var við afla af trillum hjá saltfiskverkun og eins var unnið á vöktum í rækju- verksmiðju hraðfrystihússins. Annar togari Hraðfrystihússins, Hólmatindur, var málaður í stopp- inu, það varð til þess að skólafólk sem illa mátti við því að taka sér frí á þessum tíma fékk vinnu. Aflinn sem byijað var að vinna í morgun er af Hólmanesi SU 1, en það kom með 180 tonn eftir 9 daga veiðiferð. Af aflanum voru 120 tonn þorskur en afgangurinn karfi og ufsi. Fram kom hjá Benedikt Jóhann- essyni verkstjóra í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar að það vantaði fólk til starfa í snyrtingu og pökkun. Þar sem verbúð Hraðfrystihússins er lokuð verður aðkomufólk sem kemur til vinnu að útvega sér húsnæði sjálft. Samkvæmt upplýsingum Emils Thorarensen útgerðarstjóra þá er farið að ganga á kvóta skipa Hrað- frystihússins. Togararnir eru á sóknarmarki, en með kvóta á þorski, grálúðu og karfa. Hólmanes á eftir 330 tonn af þorski, 489 tonn af karfa og 209 tonn af grálúðu. Hómatindur á eftir 337 tonn af þorski, 372 tonn af karfa og 218 tonn af grálúðu. Jón Kjartansson kom til hafnar um helgina eftir 12 daga veiðiferð með 28 tonn af heilfrystum karfa og grálúðu, þrátt fyrir trega veiði í þessum túr þá mun skipið halda áfram á sömu veiðum. Hólmaborgin sem hélt til loðnu- veiða 8. ágúst kom til hafnar á sunnudagsmorgun án þess að hafa fundið nokkra veiðanlega loðnu. Skipið fer nú til rækjuveiða. Guðrún Þorkelsdóttir sem verið hefur á rækjuveiðum fer í slipp í endaðann ágúst. - HAJ Kynningarfundur um brunatækni á sjó NORRÆN nefnd um brunapróf- anir, „Nordtest brand“, heldur fund sinn á íslandi dagana 16. og 17. ágúst nk. í tengslum við fundinn verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem sér- staklega verður fjallað um brunaprófanir og öryggiskröf- ur vegna bruna í skipum og mannvirkjum á hafinu. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn verður haldinn í ráð- stefnusal rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á Keldnaholti og hefst fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 15. Reiknað er með að fundurinn standi til klukkan 18. (Fréttatilkynning) Vitni óskast Sl. sunnudagskvöld var ekið á bifreið af gerðinni Audi 80 árg. 1987, þar sem hún stóð á bíla- stæði við Sigtún á móts við safn Asmundar Sveinssonar. . Bifreiðin er nokkuð mikið skemmd að aftan. Sá eða þeir sem urðu valdir að tjóninu stungu af, en grunur er um að bifreið af Dai- hatsu-gerð, blá að lit, hafi valdið tjóninu. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að láta Slysarannsóknar- deild lögreglunnar vita í síma 699000. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Guðni A. Jóhannesson, prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi: Inngangur um nor- ræna samvinnu á sviði brunapróf- ana. Ejnar Danö, yfirmaður bruna- tæknideildar Dantest: Bruna- tæknilegir eiginleikar byggingar- hluta í skipum. Ulf Wickström, prófessor og yfirmaður brunatæknideildar Statens Provningsanstalt í Borás: Bruni í vélarrúmi. Pentti Loikkanen, prófessor og yfirmaður brunatæknideildar VTT í Finnlandi: Brunatæknileg um- fjöllun um efnisnotkun við innrétt- ingar skipa. Tónleikar Ham í Duus TÓNLEIKAR Hljómsveitarinn- ar Ham, sem fyrirhugaðir voru sl. fimmtudag féllu niður verða veikinda. í kvöld verða tónleik- arnir því haldnir í veitinga- staðnum Duus í Fischerssundi og verður húsið opnað kl. 22.00. Auk Ham koma fram hljóm- sveitirnar Sjálfsfróun og Sor- oricide, líkt og fyrirhugað var sl. fimmtudag, en að auki kemur fram hljómsveitin Bootlegs. ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 10. -13. ágúst 1990. Á laugardeginum um kl. 18:00 varð umferðarslys á Laugavegi við Klapparstíg. Þar slasaðist farþegi í bifreið. Á Tryggvagötu við bensínstöð Esso var ekið á umferðarmerki aðfaranótt sunnudags og farþegi í bifreið- inni slasaðist. Um hádegisbil á sunnudeginum valt bifreið á Grensásvegi við Breiðagerði. Ökumaður hennar var fluttur á slysadeild. Síðdegis sama dag lenti ökumaður á bifhjóli í árekstri á Reykjahlíð og Eskihlíð. Hann var fluttur á slysadeild. Á sunnudagskvöldið varð harður árekstur á Vesturlandsvegi á móts við Blikastaði. Þrennt var flutt á slysadeild eftir það. Þar að auki voru tilkynntir til lög- reglunnar 22 árekstrar, en hafa sjálfsagt verið fleiri. 5 ökumenn voru staðnir að því að aka undir áhrifum áfeng- is um helgina. Það eru nokkru færra en venjulega og veit von- andi á gott. Enn voru tveir öku- menn staðnir að akstri þó öku- réttindin vantaði. í 95 skipti var lögreglan beðin um aðstoð vegna ölvunar um helgina. Þeir höfðu eitt og annað til sakar unnið svo sem óspekt- ir.áflog, líkamsmeiðingar, skemmdarverk og nokkrir voru ofurölvi. Af þessum 50 voru 5 leiddir fyrir dómara eftir veru í fangageymslu og hlutu sektir. 18 manns báðu sjálfir um húsa- skjól í Hverfisteini um helgina. Skömmu eftir miðnætti á laugardagskvöldið var ráðist á bílstjóra á strætisvagni. Þetta gerðist í Eddufelli í Breiðholti. Nokkrir unglingar vildu komast með strætisvagninum en var meinað vegna óláta. Þá munu þau hafa ráðist á hann. Bílstjór- inn meiddist nokkuð og var flutt- ur á slysadeild. Mál þetta er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavik. Vitað er hveijir voru þarna að verki og miðar rann- sókninni vel. 13 innbrot voru framin um helgina. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í þijú fyrirtæki á Grandavegi, rótað til, skemmt og stolið. Þá var brotist inn á veitingastað á Seltjarnarnesi en litlu eða engu stolið. Brotist var inn í bifreið í Þingholtunum og stolið hátölurum. Mjög mikið er um að brotist sé inn í bifreiðar til að stela útvörpum og slíku. Á sunnudagsmorguninn var brotist inn í kirkjuna á Seltjarnarnesi og talsverðar skemmdir unnar. Víðar komu þjófar við þó ekki væri stolið eða skemmt. Lögreglan lét flytja á brott 8 bifreiðar, sem hafði verið illa og ólöglega lagt og sektaði eigendur 8 annarra fyrir sama. 49 ökumenn stóð lögreglan að því að virða ekki reglur um hámarkshraða og mega þeir bú- ast við sektum, misháum eftir hraða. 7 ökumenn virtu ekki rauða ljósið á gatnamótum um helgina og númer voru tekin af 10 bílum vegna vanrækslu á aðalskoðun. 8 ökumenn fengu kærur fyrir önnur umferðarlagabrot. í 41 skipti hjálpaði lögreglan fólki við að komast inn í læstar bifreiðar og opnaði níu íbúðir. Það er óþægilegt að gleyma lykl- um að bílum eða íbúðum. Góður siður að eiga tiltæka varalykla á góðum stað. Venjuleg helgi í Reykjavík með umferðarslysum, árekstr- um, innbrotum, þjófnuðum, líkamsmeiðingum, skemmdar- verkum, talsverðri ölvun og fleiru miður góðu. Hannes með stór- meistaraáfanga ___________Skák Margeir Pétursson HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á opna alþjóðlega mót- inu í Gausdal í Noregi sem lauk á sunnudaginn og náði þar með fyrsta áfanga sinum að stór- meistaratitli. Hannes hlaut sjö og hálfan vinning af níu mögu- legum, hálfum vinningi meira en gríski stórmeistarinn Kotr- onias sem varð í öðru sæti. Sjö vinninga þurfti til að ná áfanga að stórmeistaratitli og hafði Hannes þegar náð þeim fyrir siðustu umferðina. Hann tryggði sér síðan sigurinn á mótinu með því að gera jafn- tefli við sovézka stórmeistar- ann Valery Cehov í síðustu umferð. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1986 að íslenskur skákmaður nær áfanga að stórmeistaratitli, að stórmeisturunum sjálfum undan- skildum. Þessi áfangi Hannesar er sá eini sem alþjóðameistarar okkar hafa náð. Til að verða stór- meistari þarf að ná stórmeistara- árangri á mótum sem eru samtals 24 skákir eða fleiri. Hannes á því 15 skákir eftir og verður að ná a.m.k. einum áfanga á lokuðu móti. Auk þess þarf hann að hækka stigatölu sína upp í 2.500 stig. Röð efstu manna varð þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 7 'A v. 2. Kotronias, Grikklandi 7 v. 3.-6. Cehov, Kovalev og Juratsjev (allir Sovétríkjunum) og Ernst (Svíþjóð) 6 'k v. 7-16. Smirin og Vladimirov (Sovétríkjunum), Gausel og Östenstad (Noregi), Reeh (V-Þýzkalandi), Lein (Bandaríkjunum), Hector (Svíþjóð), Jansa (Tékkóslóvakíu), T. Kristensen (Danmörku) og Kourkonakis (Grikklandi) 6 v. Arnþór Sævar Einarsson, sem er búsettur í Svíþjóð, hlaut 5 v. Þátt- takendur á mótinu voru rúmlega 80 talsins, þar af sex stórmeistar- ar og 21 aiþjóðlegur meistari. Hannes tefldi á tveimur mótum í röð í Gausdal. Á hinu fyrra gekk honum illa, hann lenti í 23. sæti með 5 v., en þeir Smirin, Vladim- irov og Hector sigruðu með 7 v. Seinna mótið fór heldur ekki vel af stað. Hannes tapaði fyrstu skákinni fyrir fremur lágt skrifuð- um Svía, Carlhammar, með aðeins 2.260 stig, en vann síðan hvorki meira né minna en sjö skákir í röð. Það hefur lfklega ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með skák hér á landi undanfarin þrjú til fjögur ár að Hannes hefur sýnt að hann er til alls líklegur. Hann hefur ekki sinnt öðru en skákinni undanfarin misseri og t.d. náð mjög góðum árángri í keppnum Taflfélags Reykjavíkur í Evrópukeppninni. Á hinu geysi- sterka úrtökumóti stórmeistara- sambandsins í Moskvu í fyrra var hann mjög nálægt því að ná stór- meistaraáfanga. Inn á milli hefur Ilannes hins vegar verið mjög mistækur, og eftir að hafa komist upp í 2.480 stig á listanum 1. júlí 1989 hefur hann lækkað um 60 stig. Fyrr í sumar gekk honum líka fremur illa á tveimur mótum sem haldin voru í Danmörku. En þrátt fyrir þetta mótlæti hefur hann engan bilbug látið á sér finna. Kyrrðin í fjallasalnum í Gaus- dal er ekki við allra hæfi, flestir jafnaldra Hannesar hefðu líklega tekið gleði og glaum verzlunar- mannahelgarinnar fram yfir. En ef komast á áfram í skákinni þýð- ir ekki að láta tvö aðgengileg mót, sem gefa kost á stórmeist- araáfanga, fram hjá sér fara. Hannes hélt sínu striki og sér ekki eftir því núna. Það er sem fyrr Arnold J. Eikr- em sem stendur fyrir opnu mótun- um í Gausdal og heldur hann þar yfirleitt fimm til sex alþjóðleg mót á ári. Hann er íslenskum skák- mönnum að góðu kunnur fyrir að hafa verið skákstjóri á mörgum alþjóðamótum hérlendis. Eikrem sagði mér að árangur Hannesar nú hefði minnt hann á framgöngu Jóhanns Hjartarsonar í janúar 1984, en þá hafi Jóhann farið illa á stað í fyrra mótinu, en fundið sig vel í því seinna. Strax í fram- haldi hafi hann síðan náð tveimur stórmeistaraáföngum í röð á mót- um heima á íslandi. Þá sagði Eikrem að honum hefði sýnst Arnþór Einarsson hafa veitt Hannesi góðan stuðning á seinna mótinu, stappað í hann stálinu. Við skulum nú líta á þá skák sem Hannes taldi sína beztu á mótinu. Þar á hann í höggi við þaulreyndan búlgarskan stór- meistara: Hvítt: Ilannes Hlífar Stefáns- son Svart: Inkiov (Búlgaríu) Slavnesk vörn l.d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 — c6 5. Bg5 — dxc4 6. e4 - b5 7. e5 - h6 8. Bh4 - g5 9. Rxg5 Hannes nýtur hér góðs af því að margir íslenskir skákmenn tefla þetta tvísýna afbrigði á svart. Inkiov fer nú út á nokkuð hálar brautir, algengast er 9. — hxg5 10. Bxg5 — Rbd7, en hann velur hið svonéfnda Alat- ortsev-afbrigði. 10. - Rd5 10. Rxf7 - Dxh4 11. Rxh8 - Bb4 12. a3!? Þetta er nýr leikur í stöðunni, en áður hefur hér verið leikið 12. Dd2 og 12. Hcl. Það er hæpið að leikurinn sé sterkari en þeir gömlu, en hefur þann stóra kost að andstæðingurinn verður strax að fara að tefla frá eigin bijósti. 12. - Rxc3 13. Df3 - Dxd4 14. Dh5+ - Kd8 15. axb4 - De4+? Svartur sér fram á að vinna riddarann á h8, en það reynist of tímafrekt. Nauðsynlegt var 15. — Rd5! því svartur getur svarað 16. Be2 með 16. — c3! og staðan verður mjög óljós. Peðaflaumur svarts á drottningarvæng ætti þá að veita honum nægilegt mótvægi fyrir skiptamuninn. 16. Be2 - Rxe2 17. Dxe2 - Dh7 18. Dd2+ - Kc7 Svartur varð að víkja kóngnum undan því 18. — Rd7 og 18. — Bd7 mátti báðum svara með 19. Dxh6! 18. - Ke8 19. Dd6! - Dxh8 20. Dc7 var greinilega engu betra. 19. Dd6+ - Kb7 20. Hdl - Dxh8 21. De7+ - Bd7 22. f4! , Þetta var miklu sterkara en að jafna liðsmuninn með því að leika 22. Hxd7+ - Rxd7 23. Dxd7+ - Kb6 24. Dd4+ - Kb7. Eftir 25. 0-0 — Hd8 má svartur sæmilega vel við una. Þótt hvítur hafi nú aðeins hrók fyrir biskup og riddara stendur hann mjög vel að vígi, því menn svarts á drottningarvængnum flækjast fyrir hver öðrum. 22. - De8 23. Dg7 - Kc7 24. 0-0 - a5 25. f5! - axb4 26. fxe6 - Dxe6 27. Hd6 - De8 28. Hxh6 Nú hótar hvítur að vinna svörtu drottninguna með 29. Hf8. 28. - c3 29. bxc3 - b3 30. e6 - b2 31. c4! - Ha2 32. cxb5 - cxb5 33. De5+ og svartur gafst upp því hann er að tapa miklu liði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.