Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 39
Skotveiðifélag Suðurnesja; Námskeið um gæsaveiðar Vogar. SKOTVEIÐIFÉLAG Suðurnesja var nýlega með námskeið um gæsaveiði, en gæsaveiðitíminn hefst 20. ágúst næstkomandi. Hannes Gilbert formaður félags- ins segir námskeiðið haldið til að byggja upp þekkingu veiðimanna til að geta stundað gæsaveiðar á hættulausan hátt, fyrir alla aðila. Á námskeiðinu flutti Agnar Guð- jónsson byssusmiður erindi um umhirðu á skotvopnum og upp- byggingu haglabyssu. Arnór Sig- fússon talaði um iífvistfræði gæsa- stofnsins og kynnti væntanlega bráð fyrir veiðimönnum frá líffræði- legu sjónarmiði. Hannes Gilbert kynnti lagalegan rétt landeigenda og skyldur veiðimanna. Haukur Sigurðsson kynnti notkun veiðibún- inga og gervigæsa og Herbert Guð- mundsson flutti varnarorð um notk- un riffla við gæsaveiðar. Að sögn Hannesar er markmið skotveiðifélagsins að stuðla að betri meðferð skotvopna, kynna náttúru landsins og vinna að hagsmunamál- um skotveiðimanna og að eiga góða samvinnu við landeigendur og nátt- úruverndarfólk. Hannes segir það stefnu félags- ins að vera á móti notkun riffla á gæsaveiðum vegna hættusviðs riffla og bendir gæsaveiðimönnum á að nota heldur haglabyssu. - EG. ptagmt"* XiXatíit* FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁDHÚSTORGI lyfti- vctgnar Eigum ávallt fyrirliggjandi |i; hinavelþekktuBV-hand- UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML6724 44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 39 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Þátttakendur á námskeiði Skotveiðifélags Suðurnesja um gæsa- veiðar. Skinnaiðnaður Sambandsins Akureyri Nýtt símanúmer 96-21710 Hér með tilkynnist að Iðnaðardeild Sambandsins, skinnaiðnaður, mun frá og með miðvikudeginum 15. ágúst taka upp nýtt símanúmer, 96-21710. Við sem unnum ekki í lottóinu getum líka eignast okkar eigin fjársjóð... það tekur bara dálítið lengri tíma Þú þarft ekki endilega að vinna í lottóinu því reglulegur sparnaður getur líka orðið að digrum fjársjóði. Verðbréf í áskrift hjá VIB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægi- legan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Þægindi Áskrifendur ákveða hvaða upphæð þeir vilja leggja fyrir, þó að lágmarki 10.000 krónur í hvert skipti. VÍB sendir út gíró- seðla mánaðarlega til áskrifenda sem geta greittþá þegar þeim hentar. Áskrifendur geta einnig látið skuldfæra greiðslukort sín mánaðarlega. Þjónusta Starfsmenn VÍB sjá um að kaupa verð- bréfin og geyma þau ásamt kvittunum. I janúar ár hvert er sent yfirlit yflr allar hreyfmgar á áskriftarreikningnum á árinu og yfirlit yfir eign í árslok. Einnig má á hverjum gíróseðli sjá uppsafnað nafnverð þeirra verðbréfa sem keypt hafa verið í áskrift. Fjölbreytni Áskrifendur geta valið á milli ávöxtunar í 5 verðbréfasjóðum, allteftir þörfum hvers og eins. Hvað þarf að gera til að verða áskrifandi? Best er að koma'við hjá okkur í Armúla 13a og ganga ffá áskriftarblaði, þar sem fram kemur hvaða tegund verðbréfa þú vilt kaupa, hvað mikið þú vilt spara á mánuði og hvemig þú vilt greiða. Einnig er hægt að hringja og fá áskriftarblaðið sent heim. VIB sér svo um framhaldið. Ráðgjafar VIB kaupa verðbréf þegar greiðslur berast, geyma öll gögn og sendayfirlit einu sinni á ári um hreyfingar á árinu og verðmæti sjóðsins sem þú hefur eignast. Það er aldrei of snemmt að byija að spara! Tökum dæmi um 10.000 króna mánaðar- legan spamað og gemm ráð fyrir að vextír haldist 7%. Sparað í Uppsafnaður fjársjóður 10 ár 1.700.000 kr. 20 ár 5.000.000 kr. 30 ár 11.700.000 kr. Helstu kostir verðbréfa í áskrift hjá VÍB: • Einföld og þægileg leið til spamaðar • Góð ávöxtun sparifjárins • Oll varsla verðmæta hjá VIB • Yfirlit frá VIB yfir innborganir og stöðu eigna • Hægt er að velja á milli 5 ávöxtunar- leiða • Ráðgjöf um hvaða ávöxtunarleiðir eru bestar fyrir áskrifendur Allar nánari upplýsingar um verðbréf í áskrift veita ráðgjafar VIB í afgreiðslunni að Ármúía 13a og í síma 91-681530. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. .'-THuy/öA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.