Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. AGUST 1990 25 GREIÐSLUMIÐLUIM — íslandsbanki hefur gert samning við alþjóðlegu samtökin BSP (Bank Settlement Plan) um greiðslumiðlun vegna uppgjörs á flugfarmiðum milli ferðaskrifstofa og flugfélaga. Samtökin starfa m.a. á Norðurlöndunum í umboði alþjóðasamtaka flugfélaga IATA. Frá gildistöku samnings- ins munu ferðaskrifstofur skila andvirði seldra flugfarseðla til íslandsbanka, Lækjargötu 12 sem sér um greiðslur beint til flugfélaga. Þá mun íslandsbanki sjá um uppgjör milli þessarra aðila.'Valur Valsson, formað- ur bankastjórnar íslandsbanka og Gaby Back, framkvæmdastjóri hjá BSP, undirrituðu nýlega samninginn að viðstöddum fulltrúum bankans, ferðaskrifstofa og flugfélaga. Flug Fargjöld í Bandaríkjunum hækka vegna olíuverðs ^ Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara ÖLL flugfargjöld í Bandaríkjun- um hækka á morgun vegna inn- rásar Iraka í Kúvæt og þeirrar olíukreppu sem sá atburður hef- ur valdið. American-flugfélagið og Northwest hafa tilkynnt 10% hækkun farmiða, þannig að al- gengt fargjald frá New York til Los Angeles (báðar leiðir) hækk- ar um 43 dollara. Delta og United-flugfélagið hafa tilkynnt 5,3% hækkun. TWA hækk- ar millilandafargjöid um 20 dollara hvora leið. Önnur félög eru enn óráðin í hvernig þau bregðast við hækkun eldsneytisverðs. Mikil reiðialda hefur risið meðal bandarískra neytenda vegna þess hve fljótt olíufélögin hafa hækkað bensín- og olíuverð. Bensínverð hækkaði í fyrstu vikunni eftir inn- rásina um 14-40% á bensínsölustöð- um. Telja margir að þessu ráði ein- ungis fégræðgi. Bent er á að þriggja mánaða birgðir séu til í landinu og því þurfi ekki að hækka verðið svona snögglega. Stjórnendur olíu- félaga voru kallaðir „inn á teppið“ hjá þingnefndum og George Bush forseti beindi þeim tilmælum til stjómenda olíufélaga að hafa hóf á hækkunum vegna hinnar nýju olíu- kreppu. Eftir það hefur hækkunar- aldan stöðvast að mestu, og í sum- um tilfellum snúist við — verðið aftur tekið að lækka lítils háttar. Morgunblaðsins. En hin „nýja olíukreppa" er þeg- ar farin að valda hækkunum á vöru- verði því bensín- og olíuvörur em snar þáttur í allri flutningastarf- semi í Bandaríkjunum og sá kostn- aður kemur fljótt fram. Á næsta leiti er síðan hækkun raforkuverðs því margar rafveitur framleiða raf- magn með olíu. Það hefur keðju- verkandi áhrif. Bandaríkin Aðgerðirgegn styrkj- um tíl skipasmíða Washington, Reuter FULLTRÚADEILD Bandarikjaþings hefur nú til umræðu frumvarp um aðgerðir til að þrýsta á erlend ríki að draga úr ríkisstyrkjum við skipasmíðar og viðgerðir. Frumvarpinu er meðal annars beint gegn Vestur—þýskalandi, Japan, Suður—Kóreu og Noregi en Banda- ríkjamenn hafa í meira en ár átt í viðræðum við þessi ríki um að láta af styrkveitingum. Bandarískur skipasmiðaiðnaður á í miklum erfið- leikum. frá strandríkjum Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpmu yrð. lagð- ,Samtök skipasmíðastöðva ; Banda- ur serstakur skattur á erlend sk.p n-kj full ða að inin sé að ^ hfmI 1 hruni komin og að ekki hafi verið hlutfalh v.ð þa styrki sem erlendar , jnn öntulfvegna smíði á kaup; nkisstjornir hafa ve.tt td sm.ð. eða * . b£ndarískri skipasmkíðastöð viðgerða a skipunum. E.nn.g yrð. síð£n um mjðjan síðasta árat lagður skattur á v.ðgerð.r a banda- Samtökin hafa lagt mikla áhersiu nskum skipum sem fara fram . & það að gandaríkjamenn grípi til erlendum sk.pasm.ðastoðvum og að^erða til að vernda inniendan njota niðurgreiðsla. skipasmíðaiðnáð. Frumvarpið er lagt fram af þing- nefnd sem einkum sitja í fulltrúar Lánasýsla Úkraínumenn krefjast greiðslu á skuld frá 17. öld Financial Times ÞING Sovétlýðveldisins Úkraínu hefur gert kröfu á Englandsbanka um greiðslu á 16 þúsund milljörðum sterlingspunda vegna gulls sem Úkraínumaður er sagður hafa falið bankanum fyrir 270 árum og ánafnað sjálfstæðu ríki Úkraínumanna. Starfsmenn Englandsbanka hafa gert dauðaleit að einhverjum skjölum um þessi viðskipti en segjast engin finna. Hér er ekki um neina smáupp- hæð að ræða, hún samsvarar um ferfaldri þjóðarframleiðslu Banda- ríkjanna og um 30 milljónum krona á hvem Ukraínubúa. Eignir Eng- landsbanka nægja ekki til að greiða brot af þessari upphæð. Forsaga málsins að sögn Úkr- aínumanna er að ofursti í her lands- ins fól Englandsbanka að geyma tunnu fulla af gulli áður en hann fór til viðræðna við keisarastjórn Rússa. Pétur mikli Rússakeisari gerði sér hins vegar lítið fyrir og varpaði ofurstanum í steininn og hann dó þar en arfleiddi fijálst og fullvalda ríki Úkraínumanna að gullinu. Nú telja Úkraínumenn ríki sitt frjálst og fullvalda og þeir geti því endurheimt gullið með vöxtum og vaxtavöxtum, alls 16 þúsund milljarða sterlingspunda. Talsmenn Englandsbanka segja að hafí þeim verið falið gullið til geymslu verði sama magn af gulli afhent þeim sem erfðaskráin segir til um án vaxta en hafi féð verið lagt inn á reikning verði greiddir vextir af innstæðunni. Þeir telja þó að fyrrgreind upphæð sé í hærra lagi. Þetta svarar til um tveggja milljóna tonna af gulli eða 2.000 sinnum það magn sem talið er að hafl verið unnið úr jörðu frá upp- hafi daga. Breska ríkisstjórnin við- urkennir ekki Úkraínu sem fijálst og fullvalda -ríki. Talsmenn Englandsbanka segja hugsanlegt að um misskilning sé að ræða og ofurstinn hafi falið öðrum enskum banka gullið til geymslu. Fleiri lýðveldi Sovétríkj- anna gera nú kröfur á hendur Englandsbanka, meðal annars Eistland, Lettland og Litháen. Ta- lið er að ríkisstjómir þessara ríkja hafi falið Englandsbanka að geyma hluta gullforða síns á millistríðsár- unum. Þessi ríki eru þó mun hóf- samari í kröfum sínum en Úkraínu- menn. Verðbréfamarkaður Nýtt skuldabréfa- útboð Samvinnusjóðs SAMVINNUSJÓÐUR íslands hefur gefið út ný skuldabréf samtals að nafnverði 50 milljónir króna. Skuldabréfin hafa mismunandi nafn- verð, en lægst nafnverðið er 100 þúsund krónur. Bréfin eru verð- tryggð miðað við grunnvísitölu í júní 1990, 2.905 stig. Þau eru vaxta- laus en færa kaupendum 7,5-8,0% vexti umfram hækkun láns- kjaravísitöhi að því er fram kemur í nýju fréttabréfi frá Verðbréfa- viðskiptum Samvinnubankans sem annast útboðið. Raunávöxtun skuldabréfanna kemur öll fram í afföllum frá nafn- verði við sölu. Bréfin eru öll með einn gjalddaga og hægt er að velja um fimm mismunandi gjalddaga en þeir eru 20. mars 1993, 20. júní 1993, 20. september 1993, 20. nóv- ember 1993 og 20. janúar 1994. Samkvæmt fréttabréfinu varð 11,7 milljóna hagnaður af rekstri Samvinnusjóðs íslands. Heildamið- urstöðutala efnahagsreiknings var 505,2 milljónir. Eigið fé var 331,2 milljónir og hlutfall eigin ijár af heildarfjármagni 65,6% sem er 7 prósentustiga hækkun milli ára. Kennarabraut • Macintosh © *<? Ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. Sórsniöin ágústnámskeiö fyrir kennara! íP' ,0' Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár f forystu O, VERÐBREFAMARKAi FJÁRFESTINGARFÉtAGSIt - Löggilt verðbréfafyriitæki - HAFNARSTRÆTl 28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100 . -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.