Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ofbeldi Tæknin hefur stytt fjar- lægðir, er skildu að lönd og álfur, og fært þjóðir heims í nábýli, sem leitt hefur til nán- ari samskipta þeirra, þekkingar og skilnings á högum hverrar annarrar - sem og á sameigin- legri ábyrgð og velferð. Almenn og sérhæfð menntun og þekking leiðir og til aukins skilnings þjóða á mikilvægi friðsamlegra samskipta þeirra í milli - sem og samskipta mannkyns alls við móður jörð; þær auðlindir umhverfisins, sem framtíð lífs á jörðinni er undir orpin. En þrátt fyrir menntun og þekkingu samtímans fer ofbeld- ið enn eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Ekki aðeins um vanþróuð lönd, svokölluð, þar sem hroðaverk hvers konar eru sumstaðar daglegt brauð. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að hryðjuverkum og ofbeldi í gamalgrónum menn- ingarríkjum Evrópu. Ekki eru margir dagar síðan brezkur þingmaður var myrtur með hroðalegum hætti. Ekki er nema eitt og hálft ár síðan hryðjuverkamenn grönduðu þotu með um 260 farþegum yfir Skotlandi. Blóði drifin slóð Rauðu herdeildarinnar, sem átti skálkaskjól í A-Þýzkalandi, og skyldra samtaka, liggur um flest Evrópuríki. Hér eru aðeins tíunduð örfá af fjölmörgum dæmum ofbeldis í samtíma og nágrenni. Islenzkt samfélag er hvergi nærri án ofbeldis eða skemmd- arverka af ýmsu tagi. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík telur að meira sé af tilefnislausu ofbeldi nú en áður. Þess eru jafnvel dæmi að aldrað fólk er ekki óhult á heimilum sínum. Öryggi fólks í miðborginni á síðkvöld- um er á stundum ótryggt, ef marka má fréttir fjölmiðla. Of- beldi á heimilum fólks - gegn konum og börnum - er heldur ekki einsdæmi. Oftar en ekki tengizt ofbeldi af þessu tagi neyzlu einhvers konar fíkni- efna. Það er ástæða til að taka undir það sem biskup kaþólskra hér á landi segir í grein í Morg- unblaðinu sl. föstudag, þar sem hann fjallar um vanda Norður- íra: „Þeir sem drepa, særa, ógna og kúga, þeir sem fylla fólk ótta um líf sitt eða lífsaf- komu, eru sekir um illvirki og breyta gegn lögmáli Guðs.“ Mikilvægt er að þjóðfélögin sporni gegn hvers konar ofbeldi með öllum tiltækum ráðum: löggjöf, löggæzlu og öðrum fyr- irbyggjandi aðgerðum. En við eigum enga betri leið að velferð í samskiptum þjóða og einstakl- inga en þá, sem felst í þessum orðum: það sem sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera. Dýr sparn- aður L andspítalinn hóf hjartaað- gerðir árið 1986. Góð reynsla er af þeim og dánar- tíðni lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Áður voru allir sem þörfnuðust slíkra aðgerða sendir utan, einkum til Bret- lands. í fyrra voru framkvæmd- ar rúmlega 90 hjartaaðgerðir hér á landi en á milli 70 og 80 fóru utan til aðgerða. Kostnaður við hveija aðgerð hér var um sex hundruð þúsund krónur. Kostnaður erlendis var hins vegar langleiðina í eina milljón króna, auk ýmis konar hliðarkostnaðar viðkomandi sjúklings og oftar en ekki ferða- og dvalarkostnaður fylgdar- manns. Áhætta vegna ferðar og biðar eftir aðgerð erlends er og jafnan nokkur. Til stóð að fjölga hjartaað- gerðum á Landspítala árið 1990. Stefnt var því að mæta bróðurparti aðgerðaþarfar, til mikils hagræðis fyrir viðkom- andi og raunverulegs sparnaðar fyrir samfélagið. Samdráttar- aðgerðir stjórnvalda í heil- brigðiskerfinu hafa hins vegar komið í veg fyrir áformaða ijölgun hjartaaðgerða. Þeim hefur jafvel fækkað yfir sum- artímann. Sigurður Helgason, formað- ur Landssamtaka hjartasjúkl- inga, segir í grein hér í blaðinu, að Tryggingastofnun ríkisins hafi sent þrjá sérfræðinga til Bretlands „til þess að tryggja pláss fyrir hjartasjúklinga" þar, enda hafi „langir biðlistar myndast ... Hér hefur skapast óþolandi ástand en mikið vandamál og veruieg hætta getur verið fyrir hendi, ef að- gerðir dragast.“ Það er of dýr „sparnaður" sem dregur úr brýnni þjónustu, eykur áhættu og hækkar kostn- að, bæði heildarkostnað og kostnað á hveija aðgerð. Dagblöð í Suður-Afríku sækja á þótt á móti blási eftir Eftir Anthony Hazlitt Heard RITSTJÓRAR og blaðamenn suður-afrískra blaða sæta stöð- ugum ofsóknum lögreglu, auk þess sem öfgamenn ógna þeim oft á svívirðilegan hátt - jafn- vel með sprengjutilræðum. Samt láta þeir engan bilbug á sér fínna, enda vita þeir að blöð- in gegna mikilvægu hlutverki í því að knýja á stjórnvöld um stjórnmálaumbætur. Ofugt við þróunina í mörgum öðrum löndum blómstra blöðin í Suður-Afríku þrátt fyrir harða samkeppni - og ný dagblöð líta dagsins ljós. í Jóhannesarborg voru fyrir fimm stór dagblöð þegar nýtt bætt- ist við, Daily Mail, 20. júní sl. Þótt blaðið sé óháð helstu stjórnmála- flokkum landsins er líklegt að það móti svipaða ritstjórnarstefnu og fijálslynda blaðið Rand Daiiy Ma- il, sem var stofnað árið 1902 en lagt niður fyrir fimm árum. Útgef- endur blaðsins voru einnig eigend- ur námafyrirtækja og báru því við er þeir lögðu það niður að blaðið væri rekið með tapi. Hins vegar mun hafa ráðið meiru að eigend- urnir höfðu áhyggjur af stöðugum árásum ritstjórnarinnar á stjórn- völd í Pretoríu en slíkt gat þorri hvítu mannanna ekki liðið. Ungir starfsmenn blaðsins not- uðu bótagreiðslur, sem þeir fengu vegna rofs á ráðningarsamningum, til að fjárfesta í hófsömu viku- blaði, Weekly Mail. Blaðið gekk frábærlega vel og er nú orðið að dagblaði, Daily Mail. Hópur fjár- haldsmanna úr starfsliðinu hefur yfirumsjón með útgáfunni. . Áhersla lögð á mannréttinda- og umhverfísmál Frá því útgáfu gamla blaðsins, Rand Daily Mail, var hætt 1985, er aðskilnaðarstefnan var enn alls- ráðandi, hafa orðið mikilvægar breytingar í Suður-Afríku. Kaup- máttur blökkumanna hefur aukist mjög, þannig að „markaðsveik- leiki“ gamla blaðsins (sem höfðaði einkum til svartra) gæti orðið helsti styrkur nýja blaðsins. Anton Harber, aðstoðarritstjóri Daiiy Mail, segir að blaðið verði óháð og leggi meðal annars áherslu á mannréttinda- og umhverfismál. Blaðið hafi sín eigin einkenni og verði ekki aðeins eftirlíking af Rand Daily Mail. í blaðinu hafa birst fréttir af stjómmálabarát- tunni í bland við umfjöllun um önnur málefni - til að mynda af- hjúpaði blaðið mengun af völdum eiturefna í vatnsbólum Jóhannes- arborgar. Öflugir andstæðingar munu snúast öndverðir gegn Daily Mail og búast má við harðri baráttu um auglýsingar milli blaðanna enda var samkeppnin mikil fýrir. Blaðamenn ávallt í hættu Blaðið verður einnig að komast klakklaust frá hinni hörðu valda- baráttu svartra og hvítra í Suður- Afríku, sem einkennist af örvænt- ingu og ofbeldi er torveldar mjög óháða blaðamennsku. Svartir blaðamenn, sem lenda mitt í orrahríð Afríska þjóðarráðs- ins (ANC), helsta stjómmálaafls blökkumanna og andstæðinga þess í Sameiningarráði Afríku (PAC) og Inkatha-hreyfingunni, sem sækir fylgi sitt einkum til Zulu- manna, era í daglegri hættu. Til að mynda var Sam Mabe, aðstoðar- ritstjóri dagblaðsins Sowetan, ráð- inn af dögum í Jóhannesarborg nýlega og grunur leikur á að tengsl hans við PAC hafi verið ástæða morðsins. Fijálslynt blað skrifað á Búamáli Annað dagblað nefnist Vrye Weekblad og er ritstjóri þess litrik- ur, einarður og fijálslyndur blaða- maður, Max du Preez að nafni. Blaðið er frábrugðið öðrum fijáls- lyndum blöðum landsins því það er gefið út á afrikaans, máli Búa, og beinir því spjótum sínum að stjórninni og afturhaldsöflunum á þeirra eigin tungu. Hin óháða og fijálslynda stefna Preez hefur valdið mikilli reiði á meðal Búa — sem kaupa blaðið auðvitað engu að síður. Nýlega sprakk sprengja í bygg- ingu Vrye Weekblad í Jóhannesar- borg og tjónið var meira en talið var í fyrstu; útveggir byggingar- innar skemmdust illa. Du Preez sagði undirrituðum að þótt sprengjutilræðið hefði skotið hon- Sjö Islendingar verðlaun- aðir á frímerkjasýningu OLAUS MAC.NUS SIÖKORT OC LÝSINC NORPURI.ANnA ■ I5J9 ■ HLUTI NORRÆN FRÍMERKJASÝNING REYKJAVÍK 27.-30. JÚNÍ 1991 VERÐ KR 170 Þessi smáörk kemur út 9. október nk. til að kynna sýninguna sem haldin verður í Reykjavík á næsta ári. Reuter um skelk í bringu myndi hann hvergi hvika frá óháðri stefnu sinni. Hann hefur oft verið sak- felldur fyrir mál, sem tengjast stjórnmálum og á að minnsta kosti yfir höfði sér málshöfðun í þremur meiðyrðamálum þar sem krafist er meira en einnar og hálfrar millj- ónar randa í skaðabætur. Það var Du Preez sem skýrði fyrstur frá starfsemi morðsveitar til höfuðs vinstrisinnum en stjórn- völd eru sökuð um að hafa komið sveitinni á fót. Nefnd hefur verið skipuð til að rannsaka málið. Hann tekur afturhaldsöflin al- varlega, leggur áherslu á að fjalla um starfsemi þeirra og telur að þannig geti hann haft áhrif á þau. Þótt blaðið búi við knappan fjárhag - tölvur ritstjórnarinnar voru eitt sinn gerðar upptækar vegna þess að blaðið gat ekki borgað fyrir þær - fær það verulegan fjárstuðning frá erlendum aðilum, meðal annars frá fjölþjóðafýrirtækjum eins og Shell-olíufyrirtækinu. Hann segir að þótt stofnun blaðsins hafi kost- að tveggja ára baráttu hafi hún borgað sig. „Stjórnvöld hafa til- einkað sér margt af því sem við skrifuðum fyrir tveimur árum,“ segir hann. Höfundur er fyrrum ritstjóri Cape Times í Höfðaborg, systurblaðs Rand Daily Mail. Bók hans, „Cape of Storms", sem fjallar um persónulega reynslu hans af ástandinu í Suður-Afríku, verður gefin út í Bandarikjunum bráðlega (University of Arkansas Press). Hann hefur áður skrifað greinar fyrir Morgunblaðið. NORRÆNA frímerkjasýniugin „NORDIA - 90“ var haldin í Lundi í Svíþjóð í síðustu viku. Þar sýndu að þessu sinni sjö Is- lendingar, sem allir unnu til verðlauna. Næsta samnorræna sýning af þessu tagi verður svo „NORDIA - 91“, sem haldin verð- ur í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 27.—30. júní 1991. Umboðsmaður sýningar- innar hér á landi var Sigurður R. Pétursson. Það var árangursrík þátttaka Islendinganna á samnorrænu frímerkjasýningunni í Lundi í vik- unni sem leið. Öll íslensku söfnin unnu til verðlauna. Hæstu verðlaun fékk Þoivaldur Jóhannsson, fyrir safn sitt af íslenskri flugsögu, en hann hlaut gyllt silfur, eða vermeil eins og það er kallað á fagmáli. Var þetta safn flugbréfa frá upp- hafi flugs til stríðsloka. Þá fengu tveir aðilar stórt silfur. Það voru þeir Páll H. Ásgeirsson, fyrir flug- safn sitt sem spannar tímabilið frá síðari heimsstyijöld til vorra daga og Hjalti Jóhannesson fyrir póst- sögusafn sitt. Jón Aðalsteinn Jóns- son fékk silfur fyrir safn sitt af dönskum ferningum, það er af fyrstu útgáfum danskra frímerkja. Guðmundur Ingimundarson fékk svo silfrað brons fyrir Vestamanna- eyjasafn sitt. í bókmenntadeild sýndu svo tveir íslendingar og hlutu þeir báðir silf- ur fyrir framlag sitt til frímerkja- bókmenntanna. Það voru þeir Þór Þorsteins, sem sýndi bók sína um Pósthús á íslandi og Sigurður H. Þorsteinsson, sem sýndi bók sína „íslensk frímerki 1990“, sem er skrá yfir öll útgefin íslensk frímerki. Auk Islendinganna sýndu svo þrír Norðurlandabúar íslensk söfn á sýningunni. Daninn Ebbe Eldrup hlaut gull fyrir safn sitt og sömu verðlaun hlaut Finninn Lars Trygg fyrir safn sitt af íslenskurn frímerkj- um. Þá hlaut Svíinn Stig Österberg stórt silfur fyrir safn sitt af tveggja kónga merkjum með mynd Kristj- áns 9. og Friðriks 8. Þannig hlaut íslenskt efni, eða DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að við gerð fjárhagsáætlun- ar fyrir næsta ár verði stigin fyrstu skrefin í þá átt, að foreldr- ar, sem kjósa að annast börn sín heima, fái fyrir það greiðslur. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar gaf Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík efni í eigu íslendinga, góð verðlaun á þessari sýningu: 2 gullmedalíur, 1 vermeil, 3 stór silfur, 3 silfur og eitt silfur brons. Að hljóta silfur eða hærri verðlaun á slíkri sýningu heimilar viðkomandi þátttöku á al- þjóðlegum frímerkjasýningum. - SHÞ loforð um að á kjörtímabilinu yrði ^ ákveðið fyrirkomulag á greiðslu til foreldra, sem kysu að annast börn á dagvistaraldri heima. Davíð segir að málið verði tekið upp við gerð fjár- hagsáætlunar borgaririnar fyrir næsta ár. Greiðslur til foreldra fyrir umönnun barna; Fyrstu skref stigin við gerð fjárhagsáætlunar Athugasemdir vegna greinar Sidneys Holts — um niðurstöður vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins í grein eftir dr. Sidney Holt, er birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst sl., eru aðdróttanir í garð íslenskra fulltrúa í vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins. Sérstaklega er þess getið, að frásögn eins okkar í dag- blöðum, útvarpi og sjónvarpi hafi verið „gróflega villandi" og að farið hafi verið „rangt með staðreyndir í ýmsum mikilvægum atriðum“. Lesendum skal bent á að eintak af skýrslu vísindanefndarinnar af um- ræddum fundi er hægt að fá á skrif- stofu Alþjóðahvalveiðiráðsins í Cambridge, Englandi, eða í ljósriti hjá höfundum þessarar greinar. Það skal strax tekið fram, að allt það sem sagt hefur verið við fjölmiðla varðandi þetta mál af okk- ar hálfu er samkvæmt okkar bestu vitund og við reiðubúnir að endur- taka það hvenær og hvar sem er. í sjálfu sér er grein Sidneys Holts í litlu samhengi við það sem við höfum látið hafa eftir okkur um málið. Hún íjallar aðeins að litlu leyti um vísindalega úttekt á hrefnustofninum við ísland, enda Sidney Holt e.t-.v. betur þekktur í dag fyrir störf sín í þágu dýrafrið- unarsamtaka á borð við „Inter- national Fund for Animal-Welfare“ (sem beijast fyrir alfriðun hvala, a.m.k. fram til aldamóta), en fyrir raunverulegt framlag til hvalrann- sókna, a.m.k. hvað varðar hvala- stofna hér við land. í greininni eru slíkar missagnir og grófar rangtúlk- anir á því sem fram fór á síðasta fundi vísindanefndar ráðsins, að undirritaðir, sem allir sátu umrædd- an fund, telja óhjákvæmilegt að leiðrétta nokkur mikilvæg atriði. 1. Varðandi niðurstöður vísinda- nefndarinnar um hrefnustofninn við Island segir Sidney Holt að félagar í íslensku nefndinni hafi „ítrekað haldið því fram að vísindanefndin hafi „samþykkt" að flokka skuli hrefnustofninn við ísland með stofnum, sem lítið eða ekkert hafa minnkað frá því atvinnuveiðar hóf- ust“. Um þetta segir hann: „Þetta er einfaldlega ósatt. Það sem vísindanefndin samþykkti í raun var að ef rétt væri að nota visst reikni- líkan (sem nefnt er Hitter-líkan í skýrslu nefndarinnar) þá bæri að fylgja ofangreindri flokkun." Þessi fullyrðing er afar villandi. Það er að vísu alveg rétt að notkun þessa reiknilíkans var forsenda þess að nefndin kæmist að þessari niður- stöðu. Hins vegar ber að geta þess, að líkanið hefur verið notað við mat á ástandi og afrakstursgetu hvala- stofna um árabil án þess að ágrein- ingur þar um hafi verið innan vísindanefndarinnar. Meðal annars hvatti Sidney Holt og fleiri til þess að þessi sama aðferð yrði notuð til að meta ástand hrefnustofnsins í Barentshafl á fundi nefndarinnar árið 1987. Þá var niðurstaðan sú að ástand þess stofns væri ekki sem ■best. Ekkert nýtt hefur komið fram síðan, sem breytir notkunargildi aðferðarinnar. Til nánari skýringar „Grein Sidneys Holts vekur spurningar um raunverulegan tilgang skrifa af þessu tagi. Óneitanlega mætti halda að tilgangurinn sé að sá tortryggni meðal landsmanna um heilindi okkar í starfí. Ekki ætlum við þó nein- um slíkt. Hitt er Ijóst að mörgum svokölluð- um hvalfriðunarsam- tökum er akkur í mál- flutningi af þessu tagi.“ skal þess getið, að rökin gegn því að nota líkanið í því tilviki sem hér um ræðir (þ.e. íslensk gögn), eru þau að ekki eru til stofnvísitölur, svo sem afli á sóknareiningu, og því er ekki hægt að meta afrakst- ursgetu stofnsins. Þess vegna var nauðsynlegt að gera útreikninga með nokkrum mismunandi forsend- um um afrakstursgetuna. Niður- stöðurnar sýndu, að þó svo að geng- ið væri út frá þeirri ólíklegu for- sendu að afrakstursgetan væri eng- in, þá er ljóst að veiðar undanfar- inna áratuga hafa haft lítil áhrif. Þetta þarf heldur ekki að koma á óvart þegar núverandi stærð stofns- ins (28 þúsund dýr, sjá síðar) og afli undanfarinna ára (innan við 300 dýr á ári) eru skoðuð. 2. Sidney Holt fullyrðir að aðeins íslendingar og fylgismenn þeirra frá Noregi og Japan hafi verið á þeirri skoðun að rétt væri að nota ofangreint reiknilíkan. Þetta er alls ekki rétt. Staðreyndin er sú, að ein- göngu Sidney Holt og ef til vill einn eða tveir aðrir nefndarmenn létu í ljós þá skoðun að notkun jíkansins hefði hér takmarkað gildi. í vísinda- nefndinni eru nú um 100 vísinda- menn. 3. Á öðrum stað segir Sidney Holt að sumir nefndarmanna hefðu talið að notkun ofangreinds reikni- líkans hafi verið „algjörlega óvið- eigandi miðað við þær tæknilegu aðstæður sem voru fyrir hendi þeg- ar stofnmælingar Islendinga og Norðmanna fóru fram“. Jafnframt að „mikill meirihluti vísindanefnd- arinnar hafnaði gögnum íslendinga og Norðmanna um hvalveiðar á Mið-Atlantshafssvæðinu (þ.e. við A-Grænland, ísland og Jan Mayen, innsk. höf.) vegna þessara tækni- legu aðstæðna.“ Hér er ekki skýrt nánar hvað átt er við með „tækni- legar aðstæður", enda okkur og eflaust fleirum ekki ljóst hvernig beri að skilja þetta. Svo virðist sem Sidney Holt hafi ekki fylgst með umræðum um talninganiðurstöður á þessu hafsvæði og hafi heldur ekki kynnt sér umsögn visinda- nefndarinnar um þetta atriði, en þar er ekki getið einu orði um tæknileg vandamál í tengslum við talningarnar, sem drægju úr áreið- anleika niðurstaðnanna. Þvert á móti tók nefndin einróma gilda út- reikninga er fyrir lágu úr talningum á svæðinu, sem sýndu að heildar- fjöldinn væri um 28 þúsund dýr (95% öryggismörk 21.600-31.400). Deilt var um óvissuþætti varðandi talningu Norðmanna á hrefnu í Barentshafi og kann að vera að það hafi ruglað um fyrir Sidney Holt. Þessir óvissuþættir voru ekki til staðar við stofnmælingar á íslenska hafsvæðinu. Óneitanlega stinga nýjustu talninganiðurstöður í stúf við útreikninga Sidneys Holts árið 1985, byggða á afar hæpnum for- sendum, sem gáfu til kynna að stofninn teldi aðeins 2-5 þúsund dýr og bæri því að friða hann. Þessir útreikningar Sidneys Holts nutu reyndar lítils stuðnings vísinda- manna. 4. Það er rétt að vekja athygli á þeirri skoðun Sidneys Holts, að ekki hafi verið rétt að sinna fyrir- spurn íslenskra stjórnvalda um áhrif tiltekinna veiða á viðgang stofnsins næstu 5 árin. Þar fullyrð- ir hann að vísindamennirnir hafi „almennt verið þeirrar skoðunar að þetta væri léttvæg spurning, sem verðskuldaði léttvægt svar“. Sem betur fer er það ekki rétt að vísinda- mennirnir hafi almennt verið þess- arar skoðunar, .enda eitt aðalhlut- verk nefndarinnar að veita svör við spurningum um hæfilegt veiðiþol hvalastofna. Það er rétt að nokkrir nefndarmanna töidu að slíkar spurningar hefðu ekkert með stjórnunaraðferðir að gera og væru ekki rétta leiðin til að nálgast við- fangsefnið. Það er hins vegar al- rangt að þetta hafi verið almenn skoðun nefndarmanna og nær sanni að segja að sú skoðun hafi verið almenn, að veiðar á 200 dýrum á ári næstu 5 árin hefðu lítil sem engin áhrif á stofninn. Að minnsta kosti var Sidney Holt sá eini, sem lýsti sig beinlínis ósammála þessu þegar um var spurt í nefndinni. Lokaorð Grein Sidneys Holts vekur spurn- ingar um raunverulegan tilgang skrifa af þessu tagi. Óneitanlega mætti halda að tilgangurinn sé að sá tortryggni meðal landsmanna um heilindi okkar í starfi. Ekki ætlum við þó neinum slíkt. Hitt er ljóst að mörgum svokölluðum hval- friðunarsamtökum er akkur í mál- flutningi af þessu tagi. Þar á bæjum er allt lagt í sölurnar tii að skapa óvissu og tortryggni um rannsókn- arniðurstöður, ekki síst nú þegar ljóst er orðið að ástand hvalastofna við ísland og víðar er með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. Kjarni málsins er sá, að niður- stöður rannsókna sýna að umhverf- is ísland og á aðliggjandi hafsvæði eru 20-30 þúsund hrefnur og að veiðar undanfarinna ára hafa ekki haft umtalsverð áhrif á þennan stofn. Um þetta var ekki deilt á fundi vísindanefndarinnar; það er sama hvernig Sidney Holt reynir að snúa út úr og draga athyglina frá þessari staðreynd, henni verður ekki breytt. Það er ljóst, að hrefnu- stofninn hér við land þolir veiðar, að sjálfsögðu undii' ströngu vísinda- legu eftirliti, og því er í hæsta máta eðlilegt að þeir, sem orðið hafa fyrir alvarlegum búsiijum vegna yfirstandandi banns við hrefnuveiðum, vilji að málaleitan þeirra um mat á veiðiþoli sé sinnt. Sidney Holt hefur litlar áhyggjur af afliomu þessa fólks uppá ís- landi. Afstaða hans einkennist af nokkurri óbilgirni, sem m.a. lýsir sér í hótun hans í garð íslendinga í greinarlok. Það er mikilvægt að þessi mál séu rædd af yfirvegun og sanngirni, sem okkur finnst mik- ið skorta á f títtnefndri grein. Fulltrúar í vísindanefnd Al- þjóðahvalveiðiráðsins, Alfreð Árnason, Gísli Víkingsson, Jóhann Sigurjónsson, Kjartan G. Magnússon. Höfundar eru sérfræðingar viif Hafrannsýknastofnunina og við Háskóla íslands, og hafa um árabil starfað við hvalrannsóknir og setið fundi vísindanefndar Alþjóðabvalveiðiráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.