Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 19 Stj órnarhermeim stráfella óbreytta borgara í Líberíu Monróvíu, Freetown. Reuter. LÍBERSKIR stjórnarhermenn myrtu a.m.k. 21 óbreyttan borg- ara á sunnudag. Friðargæslusveit- ir fra' Nígeríu, Sierra Leone, Ghana, Gambíu og Gíneu safnast nú saman í Freetown í Sierra Sovétstjórnin: Aðskilnaðar- samþykkt Eist- lands ógild Moskvu. Reuter. MÍKIIAÍL Gorbatsjov Sovétforseti fordæmdi á sunnudag yfirlýsingu þings Eistlands um að lýðveldið væri ekki lengur hluti af Sov- étríkjunum. Gorbatsjov sagði að yfirlýsing þingsins væri ólögleg þar sem tilskip- un hans frá 14. maí, um að sjálfstæð- isyfirlýsingar Eistlands og Lettlands væru ómerkar, væri enn í gildi. „Slíkar yfirlýsingar, sem ganga í berhögg við stjómarskrána, kröfur og úrslitakostir eru illa grundaðar og eiga sér ekki framtíð," sagði hann. Eistneska þingið samþykkti á þriðjudag að staðfesta eistnesk skjöl þar sem innlimun lýðveldisins í Sov- étríkin 1940 er sögð ólögleg, Eistland sé ekki lengur hluti Sovétríkjanna. Samkvæmt sjáifstæðisyfirlýsingu þingsins frá 30. mars stefna Eist- lendingar að sjálfstæði í áföngum. Leone og undirbúa för sína til Líberíu. Sjónarvottar sögðu að stjórnarher- menn hefðu skotið fólkið sem var á flótta og hafði leitað skjóls í hálffull- um frárennslisskurði á leið sinni frá svæði þar sem hermennirnir höfðu verið umkringdir í meira en viku. Þeir héldu síðan för sinni áfram í átt til miðborgar Monróvíu. Friðargæslusveitir á vegum Efna- hagsbandalags Vestur-Afríku safn- ast nú saman í Freetown í Sierra Leone áður en þær halda inn í Líberíu. í sveitunum verða 500 her- menn frá Gíneu, 100 frá Gambíu, 800 frá Nígeríu, 300 frá Sierra Leone og 800 frá Ghana. Hlutverk sveit- anna verður að koma á vopnahléi og gera bráðabirgðastjórn mögulegt að taka við völdum. Sú stjórn myndi síðan skipuleggja og halda kosningar innan árs. Charles Taylor, annartveggja leið- toga uppreisnarmanna, hefur lýst sig andvígan afskiptum annarra ríkja af málefnum Líberíu og gera hann og menn hans nú síðustu tilraun til að steypa Samuel Doe, forseta lands- ins. Doe og hinn uppreisnarleiðtog- inn, Prince Yormie Johnson, eru hins vegar hlynntir því að friðargæslu- sveitirnar komi á vopnahléi. Doe hefur lýst því yfir að hann ætli að gegna forsetaembætti í eitt ár eftir að friður kemst á, að sögn talsmanns stjórnar hans. Doe hafði áður boðist til að láta af völdum fyr- ir lok ársins til að binda endi á borg- arastríðið í landinu, sem nú hefur snúist upp í blóðugt ættbálkastríð. Reuter Hermaður úr uppreisnarliði Charles Taylors virðir fyrir sér lík fióttamanna við aðalveg, sem liggur út úr Monróvíu. Sjónarvottar segja að hermenn úr liði forseta landsins, Samuels Does, hafí myrt fólkið. Edinborgarhátíðin óvenju fjölbreytt St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins Edinborgarhátíðin, umfangsmesta listahátíð í veröldinni, hófst í 44. sinn á sunnudag með skrúðgöngu í Prinsessustræti í miðborg Edinborg- ar. Hátiðin nú verður viðameiri en áður hefur verið. Má skipta henni í tvennt, í hina eiginlegu hátíð og í jaðarhátíðina. Á þeim báðum verða 600 listafyrirtæki, sem standa fyrir 10 þúsund sýningum á þremur hátiðarvikum. Talið er, að um hálf milljón manna sæki hátíðina, sem tvöfaldar ibúafjöldann í borginni þennan tíma. Búist er við, að heildar- tekjur af hátíðinni verði sem svarar ríflega átta milljörðum ÍSK. Vökvamótorar Að þessu sinni er eitt helsta atrið- ið uppfærsla á ævintýrasögunni Gul- leyjunni. Leikgerð þessarar frægu sögu er sett á svið í Assembly Hall, sem eru aðalstöðvar skosku þjóð- kirkjunnar. Forstöðumenn leiksýn- ingarinnar drógu að hún sjórænin- gjafána, svartan með hauskúpu og krosslögðum beinum, á þessu virðu- lega húsi. Þess var fljótlega krafizt, að fáninn yrði fjarlægður og var það gert. Uppfærsla Gulleyjunnar er undir stjórn Franks Dunlops, sem hefur verið framkvæmdastjóri listahátíðar- innar í sjö ár. Hann segir, að það geti virst einfalt að setja upp barna- og unglingaleikrit eins og Gulleyj- una, en sé í raun ákaflega erfitt. Páfagaukar hafi verið óþjálli en börn og dýr. Við æfingarnar varð að reka tvo páfagauka, því þeir sögðu tóma vitleysu á öxlinni á Long John Silver. Á opinberu hátíðinni eru tvö meg- instef. Annars vegar er það Kyrra- hafið, hins vegar Tékkóslóvakía. Þjóðaróperan í Slóvakíu og ballettinn koma á hátíðina. I fyrsta sinn eru atriði frá Austur- Evrópu og Sovétríkjunum á jaðarhát- íðinni. Þar er leiksýning frá stúdenta- leikhúsi við Moskvuháskóla, þar sem dregið er dár að KGB, sovésku ör- yggislögreglunni, og Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtoga. Ýmsir halda því fram, að hátíðin í ár sé fagnaðar- hátíð nýfengins frelsis í Austur-Evr- ópu. íbúar Edinborgar bera blendnar tilfínningar til hátíðarinnar. Sumir hafa löngu fengið nóg af álfalegum spurningum hátíðargesta um einhver örlaga leikfélög sem eru að setja upp Shakespeare á tíbesku eða eitthvað RENAULT19 C H A M A D E STYRKUR OG GLÆSILilKI. Ríkulega búinn fólksbíll eins og þeir gerast bestir: vökva- og velti- stýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3- %), öflug og sparneytin 92 hestafla vél, 5 gírar, framdrif og frábær fjöðrun. Sestu undir stýri á Renault 19 TXE Chamade og njóttu ávaxta Parísar, háborgar tískunnar. Staðgreiðsluverð 1.080.000,- kr. skv. tollgengi í ágúst 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SlMI 686633 RENAULT Fer á kostum álíka. En flestir sætta sig við hana og skemmta sér við forkostulegar uppákomur á strætum úti, vandaða tónlist og göfuga list af hvaða tæi sem er. HÉÐINN VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Volvo 340 DL '87. Hvítur, 4 gira, S dyra, útv/segulb. Ek. 63.000 km. Varð 600.000. Qðð kjðr. Nlssan Sunny SLX 4wd '87. Raður, S glra, vðvkast + auka- dekk. Ek. 46.000 km. Verð 720.000. Dalhatsu Charade TS '88. Rauður, 4 glra, útv/segulb. Ek. 39.000 km. Verð 510.000. Lada Sport '90. Hvltur, 5 gíra, léttstýri, útv/segulb. Ek. 5.000 km. bill sem nýr. Verð 710.000. G6ð kjör. Volvo 246 GL statlon ’82. Ljésbl. met., sjálfsk., vðkva- st., útv/segulb., læst drlf o.fl. Ek. 135.000 km. Verð 440.000. Ford Sierra 2000 station ’86. Beige, 6 glra, útv/segulb., sóllúga, vetrardekk. Ek. 138.000 km, mjög fallegur. Verð 550.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bila á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.