Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA Tyrkland: Þingið veitir heim- ild tíl stríðsrekstrar Nikósíu. Reuter. TYRKNESKA þingið veitti ríkisstjórn landsins heimild til þess á sunnudag að helja stríð eða senda herlið úr landi. Heimildin var þó bundin því skiiyrði að ráðist yrði á landið. í síðustu viku bárust fréttir um liðssafnað íraka á landamærunum að Tyrklandi. Þegar Yildirim Ab- kubulut, forsætisráðherra Tyrk- lands, fór fram á heimild til stríðsrekstrar sagði hann að um nauðsynlega varúðarráðstöfun væri að ræða: „Við getum ekki látið Mikil gæsla við landa- * mæri Iraks og Jórdaníu okkur á sama standa þegar einn nágranna okkar er að undirbúa stríð.“ Þingið hélt lokaðan fund í tvær stundir áður en samþykkt var að veita heimildina með 216 at- kvæðum gegn 151. Stjómarand- staðan fékk því framgengt að heim- ildin var bundin því skilyrði að hún yrði notuð gegn írak. írösk stjórnvöld neituðu því í gær að þau hefðu í hyggju að ráðast á Tyrkland og sögðu að fréttir um það væru hluti af alþjóðlegu sam- særi. „Við leggjum áherslu á sögu- legt tengsl við nágranna okkar Tyrkland og íbúa þess, hina vin- veittu múslíma. Við sjáum ekki neitt sem gæti réttlætt slíka árás,“ sagði Latif Nassif al-Jassem, upp- lýsingamálaráðherra Íraks. Reuter Þingmaður tyrknesku sljórnarandstöðunnar veitist að stjórnarþingmanni á meðan verið er að ræða hvort ríkisstjórnin fái heimild til stríðsrekstrar. Kúvæt ekkitil umræðu fyrr en aðrar deiiur eru leystar - segir Saddam Hussein og hvetur íraskar konur til að spara matvæli og fatnað Nikosíu. Reuter. Amman. Frá Jóhönnu Krisijónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. IRASKT OLIUSKIP REYNIR AÐ TAKA OLIU Miöiaröar- haf ÍSRAEL V</' - XjÓRDANÍ^ ., *Mu’ajjiz olíuhöfnin EGYPTAL. — " Saudi-Arabar ; vísa burt ír- ‘ aska olíuskipinu Al Qadisiyah,-.- SUDAN EÞIOPIA Arabiuhat Eisenhower og fimm fylgdarskip REUTER Amman, Jórdaníu. Frá Jóhönnu Kristjóns- dóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ALLSTÓR hópur fólks af ýmsu þjóðerni kom yfir landamærin frá Irak til Jórdaníu á sunnu- dagskvöld. Irakar sögðu að landamærin væru öllum opin en það er ekki að sjá þegar þangað er komið. Gæsia er mjög öflug og hermenn á hveiju strái. Ef einhverjir furðufuglar vilja fara yfir til íraks, fá þeir ekki leyfi. íraska sendiráðið í Amman hefur ekki gefið blaðamanni Morgun- blaðsins afsvar um að hann komist til íraks. Starfsmennirnir segja að þeir verði að afla leyfís frá Bagdad. Þar hafa menn hins vegar greini- lega öðrum hnöppum að hneppa þessa daga. í sendiráði Sýrlands á sunnudag vakti athygli að starfsmaður sov- éska sendiráðsins var þar að sækja bunka af áritunum fyrir sovéska diplómata. Bendir það greinilega til að Sovétmemr vilji vera við öllu búnir. SADDAM Hussein Iraksforeti flutti ræðu á sunnudag og kynnti þar flóknar tillögur um frið í Mið- Austurlöndum. Hann bauðst til að semja um hernám Kúvæts gegn því að öllum refsiaðgerðum gegn Irökum yrði hætt og öll ríki hyrfu með her sinn á brott frá yfirráða- svæðum annarra þjóða í Mið-Aust- urlöndum, þ. á m. Israelar af landi Palestínumanna. Einnig yrðu Bandaríkjamenn og Egyptar að flytja heri sína frá Saudi-Arabíu. Bandaríkjastjórn vísaði tillögun- um þegar á bug. Marlin Fitzwat- er, talsmaður stjórnarinnar, skýrði frá því að furstinn af Kú- væt hefði beðið Bandaríkjamenn að sjá til þess að efnahagslegum refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna gegn Irak yrði framfylgt. Orðið yrði við beiðninni, að sögn Fitzwaters. Fyrr á sunnudag hvatti Saddam Hussein landa sína til að herða sultarólina. Hann beindi máli sínu einkum til kvenna, bað þær að gefa fjölskyld- um sinum helmingi minni mat en tíðkast hefur og láta fötin duga lengur; þannig yrði hægt að lifa af efnahagslegar refsiaðgerðir. Hann hét landsmönnum sigri. „III- mennin munu iðrast gerða sinna þegar búið verður að reka þá á brott og bölvun Guðs mun leggja þá í einelti." Hussein sagði í ræðu sinni, þar sem hann kynnti friðartillögumar, að Bandaríkjamenn hefðu tapað ráði og rænu er Irakar og Kúvætar hefðu ákveðið að lagfæra það sem breska nýlendustjórnin hefði skaðað; Kúvæt hefði verið hluti íraks fyrir fyrri heimsstyrjöld. Irakar hefðu aldrei sætt sig við glæpi nýlenduveldanna. „Vegna þess að neistinn, sem kveikir stríðsbálið, mun brenna marga og valda miklum hörmungum .. . einnig til að heimsbyggðin og einkum Vesturlandabúar megi vita staðreyndir málsins, til að fletta ofan af falsáróðri Bandaríkjamanna er segjast vera að beijast fyrir réttind- um þjóðanna og friði, legg ég til að öll hernámsmál, eða atburðir sem kallaðir eru hemám, verði leyst á þeim grundvelii sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur samþykkt. 1. Gerðar verði ráðstafanir, í sam- ræmi við ákveðnar grundvallarregl- ur, til skilyrðislauss brottflutnings herja, Israels frá hernumdu svæðun- um í Palestínu, Sýrlandi og Líbanon, brottflutnings sýrlenskra herja frá Líbanon, gagnkvæman brottflutning íraskra og íranskra heija frá löndun- um tveim, auk þess sem samið verði um lausn á Kúvæt-málinu. Brottflutningur herjanna fari fram eftir samræmdum reglum og sam- kvæmt áætlun er taki tillit til sögu- legs réttar íraka til lands síns og ákvörðunar kúvæsku þjóðarinnar.“ Byrjað verði á ísrael Hussein hélt áfram: „Heljast skal handa þar sem fyrst var um hernám að ræða ... og jafnframt hrinda í framkvæmd öllum samþykktum ör- yggisráðsins og Sameinuðu þjóðanna um áðurnefnd mál þar til komið er að hinu síðasta [innlimun Kúvæts í írak]. Beita skal þau ríki, er ekki hlíta skilmálunum, sömu refsingum og öryggisráðið samþykkti gegn ír- ak. 2. Til þess að heimsbyggðin geti sjálf dæmt um málavexti... án þrýstings af hálfu Bandaríkjamanna, hvetjum við ti) þess að þegar í stað verði herlið Bandaríkjamanna og annarra ríkja, er tekið hafa þátt í samsæri ráðamanna í Saudi-Arabíu, kvatt frá landinu. í staðinn komi herlið arabaríkja og verði stærð þess, þjóðemi liðsmanna, verkefni og stað- setning milli íraks og Saudi-Arabíu ákveðin af öryggisráðinu og fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í sameiningu. Engir hermenn verði frá Egyptalandi af því að Bandaríkja- menn hafa notað það ríki eins og hækju í samsæri sínu gegn þjóð araba. 3. Þegar í stað verði allar sam- þykktir um refsiaðgerðir og við- skiptabann á írak afturkallaðar og eðlileg samskipti hafin á ný. Slíkum aðgerðum verði aðeins beitt gegn þeim sem bijóta í bága við áður- nefndar tillögur." Viðbrögð í Jórdaníu „Þið getið afgreitt þetta sem rugl og vitleysu en fyrir okkur er þetta eins og draumur, að okkar dómi er þetta hin endanlega og eina við- sættanlega lausn á málefnum þessa heimshluta." Þetta virtust á mánu- dagsmorgun vera fyrstu viðbrögð í Jórdaníu við ræðu Saddams Husseins íraksforseta á sunnudagskvöld. Svo getur farið að sum arabaríki, sem hugleiddu að senda hersveitir til Saudi-Arabíu, haldi að sér höndum til að byjja með. Hvað sem líður neikvæðum við- brögðum Bandaríkjastjórnar eru margir Jórdanir á því að þetta út- spil Saddams hafi verið klókindalegt og setji t.d. Egypta í erfiða stoðu. Það fór raunar eins og eldur í sinu um höfuðborg Jórdaníu, Amman, í gær að Hosni Mubarak Egyptalands- forseti hefði verið myríur. „Æ, þetta er áreiðanlega of gott til að geta verið satt,“ sagði embættismaður í ráðuneyti, „enda veit ég ekki til ann- ars en Mubarak sé í fullu fjöri.“ Fjöldi útlendinga fær að yfirgefa Kúvæt Ruweished, Jórdaníu. Reuter. UNDANFARNA daga liafa inörg [ . ...juwb ■■■> I þúsund útlendingar fengið að fara frá Kúvæt í gegnum Irak til Jórd- aníu. Stjórnvöld í Irak sögðu á sunnudag að allir útlendingar i Irak og Kúvæt væru vel á sig komnir. Allir útlendingar i Kúvæt gætu yfirgefið landið ef þeir vildu. Ekki var minnst á útlendinga í írak. I gær stöðvuðu írakar straum Kúvæta yfir til Saudi- Arabíu. Á laugardag komu 11 Bandaríkja- menn sem verið höfðu í sendiráðinu í Bagdad, 144 japanskir ferðamenn, 50 Filippseyingar, fímm austur- þýskir stjómarerindrekar og nokkrir aðrir af ýmsu þjóðerni til Jórdaníu frájrak. Á sunnudag komu 83 Filippsey- ingar, 44 Júgóslavar, 22 Indverjar, 20 Pakistanar, 22 Chilebúar, 16 Brasilíumenn, 15 Tyrkir, 15 Thai- lendingar, 11 Kenýubúar, níu Sri Lankabúar, einn Indónesi, einn Suður-Afríkumaður, einn Ghana- maður, einn Pólverji, einn Argentínu- maður og einn Japani til Jórdaníu frá írak. í gær komu um það bil 3.000 ara- bar og 77 aðrir útlendingar til Jórd- aníu frá Irak. Þar af voru 49 Filipps- eyingar, 15 Indvetjar og 13 Pólvetj- ar. Búist var við 493 Filippseyingum seinna í gær. Þar var einkum um að ræða eiginkonur og börn manna sem starfa í Kúvæt. Vesturlandabúar sem flúðu frá Kúvæt til Saudi-Arabaíu á laugardag sögðu að Breti sem var með þeitþ í j Reuter Penelope Nabokov, tíu ára gömul stúlka frá Bandaríkjunum, fékk að fara frá írak til Jórdaníu um helgina. Hún hafði orðið innlyksa í Kúvæt og írak frá því innrásin var gerð 2. ágúst. Foreldra sína hitti Penelope ekki fyrr en í París og urðu þar að vonum mikl- ir fagnaðarfundir, för hefði verið skotinn nærri landa- mærunum. Ekki er ljóst hvort hann iifði af. Bresk stjórnvöld hafa sent írökum harðorð mótmæli vegna skot- árásarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.