Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 11 Hvað er læsi og hvað er ólæsi? eftirÁslaugu Brynjólfsdóttur Ástæða þess, að ég drep niður penna, er missögn í greininni „Átakið gegn ólæsi“, sem birtist í Morgunblaðinu 29. julí sl., en þar er vitnað til orða minna. Þeir sem til skoðana minna á skólamálum þekkja sjá fljótt að þarna er eitthvað málum blandið. Eftir mér er meðal annars haft: „Hún sagðist einnig hafa sínar efa- semdir um að bekkjarblöndun væri rétt. Hugsunin hefði sjálfsagt verið góð og gild en það hefði komið í ljós að þessi mikli jöfnuður — þ.e. að hafa saman í bekk einkum frá 7-9 ára börn á ýmsum þroska- og getustigum, hefði orðið til að draga kapp og dug úr góðum nemendum og þeir slakari græddu ekki heldur á því. Meðalnemendur væru líklega þeir sem færu best út úr blöndun- inni.“ Þama er um misskilning eða misritun að ræða. í fyrsta lagi er trúlegt að í staðinn fyrir 7-9 ára eigi að vera 7.-9. bekk. í öðru lagi talaði ég ekki gegn blöndun á eldra stigi, en sagði að kennsluhættir þyrftu að vera í samræmi við hina ólíku einstaklinga. Ég orðaði það svo að í 7.-9. bekk þegar í ljós væri komið að mikill munur væri á kunnáttu og getu barnanna, þá væri augljóslega óæskilegt að vera að kenna öllum sama námsefnið með sama hraða og sömu kennslu- aðferðum. Á unglingastigi væru kennarar hvers nemanda oft nokk- uð margir og hver kennari væri þá gjarnan að kenna ákveðið fag og ákveðið námsefni í 40 mínútur. Kennarinn hefði þá síður möguleika á að skoða nemendur út frá heildar- stöðu hvers og eins. Þegar undir- stöðu vantaði hjá sumum höfðaði kennslan oft á tíðum ekki til þeirra slökustu og ekki heldur til þeirra duglegustu. Hins vegar benti ég á að kennslu- hættir væru öðmvísi á yngri stig- um, þar sem bekkjarkennarinn væri t.d. með flestar bóklegu grein- arnar og þekkti nemendur oftast mun betur. Hann gæti verið með sveigjanlegri kennsluhætti og mis- þungt námsefni. Ég lagði áherslu á að ekki væri unnt að raða nem- endum eftir getu á yngstu stigum og varpaði fram þeirri spumingu. Eftir hveiju ætti svo sem að raða? Eftir lestri? Benti ég á að einu sinni hefði slíkttíðkast, a.m.k. sums stað- ar, en ég héldi nú að engum dytti í hug að fara inn á slíkar brautir aftur og lestur væri ekki einu sinni neinn mælikvarði á námsgetu í framtíðinni. í umræddri grein er varpað fram spumingu um það hvort tíundi hver íslendingur sé hugsanlega ólæs. Ég tel mjög erfitt að tala um læsi eða ólæsi án þess að þessi hugtök séu skilgreind nánar. Við saman- burð á læsi eða ólæsi í fortíð og nútíð er nauðsynlegt að hugtakið vísi til sömu hluta. í aðalnámskrá fyrir grunnskóla er læsi skilgreint svo: „Læsi er það að lesa rétt, hafa vald á ákveðnum lestrarhraða og skilja þann texta sem lesinn er.“ Spurningin er, hvort sá sem ekki fellur undir þessa skil- greiningu á læsi, sé þar með ólæs. Að mínu mati er svo ekki. Þess vegna höfum við orð eins og t.d. seinlæs, treglæs, stirðlæs og stautlæs. í raun getur nemandi átt við margvíslega lestrarörðugleika að etja, án þess að um ólæsi sé að ræða. . Könnun Arthurs Morthens, sér- kennslufulltrúa, sem vitnað er til í greininni sýnir að 10% nemenda eiga í einhverjum lestrarerfiðleik- um, auðvitað mismiklum. Það er ekki það sama og að 10% nemenda séu ólæs. Hér er líka um börn að ræða, sem eru að læra á mismun- andi aldri. Þegar hins vegar fullorðið fólk getur hvorki lesið né skrifað nafnið sitt, þá er hægt að tala um raun- verulegt ólæsi. Það þekkist víða, þótt hlutfallið sé vissuiega hæst meðal margra hinna vanþróuðu þjóða. Hér á íslandi hefur lengst af verið státað af háu læsishlutfalli, 98-100%. Ég er sannfærð um að inni í því hefur jafnan verið a.m.k. einn af hveijum tíu, sem teljast myndi sein- eða treglæs. Það hafa aldrei allir íslendingar verið fluglæsir. Ég tel að við eigum hreint ekki að fara að tala allt í einu um, að hér sé e.t.-v. um 10% ólæsi að ræða. Það er svo annað mál hvort við erum farin að lesa færri bækur en áður, t.d. af því að svo mikill tími fer í að horfa á sjónvarp og lesa þar stutta texta. Énda þótt ég sé sannfærð um að ekki er um aukið ólæsi meðal þjóðarinnar að ræða, þá er ljóst að með auknum kröfum til menntunar á öllum sviðum, er æ mikilvægara að reynt sé að stuðla að því með öllum ráðum að sem allra flestir nái góðri leikni í lestri. Við vitum að möguleikar til frek- ari upplýsingaöflunar, menntunar yÞað hafa aldrei allir Islendingar verið fluglæsir.“ og ýmiss konar nýrrar reynslu byggjast á því að hafa getað tileink- að sér góða lestrarhæfni. Höfundur er fræðslustjóri í Reykjavík. Áslaug Brynjólfsdóttir [UNDADAGA UTSAIAIJAPIS A hundadagaútsölunni í Japis er allt aó 50% verölœkkun á eigulegustu munum, svo sem... HLJÓMTÆKI: SAMSTÆÐUR R VIDEOTÖKUVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR Panasouic SG HM30, 2x20 W, fjarst. Verð var 42.600,- NÚ 29.000,- Technics X 900, 2x60 W, fjarst. Verð var 65.900,- NÚ 39.900,- Technícs X 920, 2x80 W, fjarst. Verð var 81.800,- NÚ 49.900,- Sony XOD 101, 2x40 W. Verð var 51.700,- NÚ 39.900,- (Allar samstæðurnar eru án geisla- spílara.) MYNDSEGULBANDSTÆKI Sony CCD F 250, fullkomin 8 mm hand- hæg tökuvél. Verð var 95.400,- NÚ 69.900,- Sony CCD V95, mjög fullkomin og vönd- uð 8 mm tökuvél. Verð var 159.500,- NÚ 99.900,- Panasoníc NV MC 30 VHS C hi-fi stereo- myndavél. Verð var 111.000,- NÚ 89.000,- SJÓNVARPSTÆKI Panasoníc NV L28, digital PAL/NTSC af- spílun o.fl. o.fl. Verð var 77.800,- NÚ 59.900,- Samstmg VK 8220, 3ja kerfa tæki. Verð var 51.200,- NU 39.900,- GEISLASPILARAR Samstmg RE 576D, 17 1, 600 vött. Verð var 23.500,- NÚ 13.750,- Samsong RE 576TC, 17 1, 600 vött, töfvustýrður. Verð var 25.800,- NÚ 18.900,- Panasonic NN 5508, 20 1, 650 vött, töfvustýrður. Verð var 28.200,- NÚ 21.500,- Panasonic NN 6207, 28 1, 700 vött. Verð var 35.100,- NÚ 24.000,- RYKSUGUR Sony D 20 ferðageislaspilari. Verð var 24.700,- NÚ 14.900,- Sony CDP 390 m/fjarst. Verð var 23.300,- NÚ 15.900,- Sony CDP 470, fullkominn m/fjarst. Verð var 25.900,- NÚ 19.900,- Technics SLP 202 Verð var 27.300,- NÚ 19.900,- Technics SLP 222 m/fjarst. Verð var 34.600,- NÚ 25.900,- spilari Sony KV C2723, 27" skjár, nícam stereo, teletext., fjarst. o.fl. Verð var 159.000,- NÚ 139.000,- SonY KV X21TD, 21" skjár, stereo, tele- text., fjarst. o.fl. Verð var 138.000,- NÚ 95.000,- Panasonic MCE 41, 600 vött. Panasoníc TC 2185, 21" flatur skjár, Verð var 11.500,- NÚ 8.900,- fjarst. __ Panasonic MCE 97, 1100 vött. Verð var 73.650,- NÚ 52.600,- Verð var 15.800,- NÚ 11.900,- ÚTStUK BYftJAR 1S.ÁGÚSI JAPIS BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 625200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.