Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 1 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Sköpunargáfan er í hámarki núna og þú munt njóta þess mjög að fást við tómstundastörf. Góður dagur til að gera innkaup en farðu varlega í fjárfestingum; þar er margt óljóst og ekki allt sem sýnist. Naut (20. apríl - 20. maí) tfá Gættu þín á óvæntum útgjöldum í sambandi við ferðalög. Þu færð góðar fréttir, annaðhvort símleið- is eða með bréfi. Láttu fara vei um þig á heimaslóðum í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júm') Þú gætir orðið fyrir óvæntu happi í peningamálum. Forðastu þó að taka óþarfa áhættu í þeim efnum í von um hagnað síðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Það er eitthvað sem undir niðri veldur vandræðum í sambandi þinu við náinn vandamann. Láttu ekki ímyndunaraflið leiða þig af- vega. Vinur þinn reynist þér vel. Forðastu að vera um of upptekinn af sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Óvæntir atburðir í vinnunni koma þér svolítið úr jafnvægi og geta breytt áætlunum þínum varðandi félagslífið. Þú hefur samt sem áður góð áhrif á annað fólk núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð fréttir af vinum sem búa langt frá þér. Kunningjatengsl reynast þér vel í viðskiptum. Eitt- hvað gæti komið upp á í sam- bandi við barn eða félagsiífið í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þér gengur bókstaflega allt í haginn i vinnunni í dag. Útgjöld heimilisins gætu aukist. Farðu að huga að þvi að heimsækja vini sem búa langt frá þér; það gæti orðið mjög ánægjulegt. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hjónum og vinnufélögum kemur vel saman í dag. Þú verður fyrir happi í sambandi við starfið. Ein- hver gæti reynst þér talsvert erf- iður varðandi fjármál. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Þú færð verkefni sem vekur áhuga þinn. Hjón gera áætlun um ferðalag. Þú gætir orðið fyrir einhverjum útgjöldum, sem þú hafðir ekki gert ráð fyrir, í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Góður dagur á vinnustaðnum en þú verður kannski svolítið óróleg- ur og það gæti valdið erfiðleikum, e.t.v. hindrað þig í að ljúka við 4kveðið verkefni. Ástalífið blómstrar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Sjálfstæðir atvinnurekendur eiga góðan dag. Hjón gætu farið út saman og átt ánægjulegt kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þu færð spennandi heimboð. Þú gætir lent í deilu við skapmikinn vin í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ vill kynna sér alia skapaða hluti og er óhnett við að taka áhættu. Það lítur á lífið sem ævintýri og þarf að taka sér tak, efla sjálfsagann, til að nýta hæfileika sína sem best. Það hefur góða yfirsýn og ætti að treysta á innsæi sitt. Hefðbundin og reglubundin störf eiga ekki vel við afmælisbamið sem er dálítið óstýrilátt í eðli sínu. Það er frumlegt í hugsun en er ekki nógu stefnufast. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK HE’S 601N6 TO DEVOTE THE RE5T OF HI5 UFE TO MAKIN6 HIS CAT HAPPW'.. Er það satt? Bara út af því sem ég sagði við hann? Eg trúi því ekki! Gettu hvað ... skólastjórinn okkar hefur sagt af sér! Hann ætlar að verja því sem hann á eftir ólifað í það að gera köttinn sinn ánægðan ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Undir venjulegum kringum- stæðum er ÁlOx á móti 9x að- eins ein fyrirstaða í grandi. En hér eru kringumstæðurnar svo- lítið óvenjulegar: Vestur gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ D109 VK10863 ♦ KG ♦ DG Norður ♦ Á72 V74 ♦ 109872 ♦ Á106 Austur ♦ 654 VD95 ♦ 54 ♦ K8532 Suður ♦ KG83 ¥ÁG2 ♦ ÁD63 ♦ 94 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2hjörtu Dobl Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartasexa. Norður lofar sæmilegri hendi með 3 tíglum (hann segir 2 grönd með veik spil og láglit), svo suður ákveður að reyna geim. Hann drepur hjartadrottn- ingu austurs með ási, spilar blindum inn á spaðaás og lætur tígultíuna rúlla. Vestur á slaginn á gosa skiptir yfir í laufdrottn- ingu, eins og við var að búast. þann slag verður að drepa strax, því ekki má austur komast inn til að spila hjarta. Tígulkóngur- inn er felldur í næsta slag og eftir þtjár tígulumferðir í viðbót er staðan þessi: Norður ♦ 72 ♦ 7 ♦ - ♦ 106 Vestur Austur ♦ DIO ♦ 6 ¥K10 llllll ♦ 5 ♦ - ♦ - ♦ G Suður ♦ KG ♦ G2 ♦ - ♦ 9 ♦ K85 Nú er laufsexunni spilað úr borðinu og níundi slagurinn er tryggður, hvað sem vörnin gerir. SKAK " Umsjón Margeir Pétursson Á meistaramóti sovézku skák- félaganna í Podolsk í vor kom þessi staða upp í viðureign al- þjóðameistarans Ruban (2.565) og Y. Meister (2.395), sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 23. Db3 - dl? 23. — Be3!, 24. Bxe3 — Dxg3+, 25. Khl - Rf5!, 26. Bgl (26. Dgl hefði veitt meiri mótspyrnu, en svartur getur þá auðvitað feng- ið manninn til baka og unnið enda- tafl) 26. - Rg4, 27. Bgl - Rxf3 og hvítur gafst upp. Meister þessi átti mestan þátt í velgengni fé- lagsins Poljot frá Cheljabinsk sem varð í öðru sæti. Hann fékk 7 ’/z af 9 mögulegum. Úrslitin i keppninni urðu nokk- uð óvænt. Lið sem kennir sig við Tigran heitinn Petrosjan, fyrrum heimsmeistara, sigraði, en þeim liðum sem munu senn mætast í undanúrslitum Evrópukeppninnar gekk illa. Vektor lenti í fímmta sæti og hið öfluga CSKA komst ekki i úrslit og varð að láta sér nægjá að sigra í B-úrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.