Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson Bústaður brann Sumarbústaður við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd brann til kaldra kola á sunnudagsmorgun. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp og var hann brunninn til kaldra kola áður en lögregla og slökkvi- lið komu á staðinn. Afstýrði árekstri en velti bíl sínum og stórslasaðist Níu meiddust í íjórum slysum á sunnudag Bundið slit- lag á flugvöll- inn á Isafirði Flugvöllurinn á ísafirði hefur verið lokaður frá 7. ágúst þegar framkvæmdir við bundið slitlag á völlinn hófust. Flugvöllurinn verður lokaður fram yfír næstu helgi. Framkvæmdir við bundið slitlag á Vestmannaeyjaflug- velli heQast á fimmtudaginn. Að sögn Jóhanns H. Jónssonar, framkvæmdastjóra flugvalladeild- ar, hefur verið flogið með farþega, á leið til Ísaíjarðar, til Þingeyrar en þaðan er þeim ekið endurgjalds- laust til ísafjarðar. Jóhann sagði að verið væri að auka burðarþol brautarinnar og bera á hana bundið slitlag. Kostn- aður við viðgerðina er á bilinu 25 til 26 milljónir króna. Vestmannaeyjaflugvelli verður lokað á fimmtudaginn en þá verð- ur hafist handa við að leggja bund- ið slitlag á völlinn. Næsta sumar, eða í síðasta lagi vorið 1992, verður Egilsstaðaflug- völlur malbikaður. Ráðgert er að bundið slitlag verði komið á alla áætlunarflugvelli á landinu árið 1998. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Báðar bifreiðarnar voru óökufærar og jafnvel taldar ónýtar eftir áreksturinn. Grindavík; Fimm flutt á sjúkra- hús eftir árekstur Grindavík. MJOG harður árekstur varð miili tveggja fólksbifreiða í Grindavík sl. sunnudag á gatnamótum Hraunbrautar og Staðarhrauns. Fimm manns voru flutt á sjúkrahús og fengu tveir að fara heim að lok- inni tæknisskoðun en þrennt var lagt inn til nánari skoðunar. Áreksturinn var mjög harður og bifreiðarnar voru óökufærar og önnur bifreiðin endaði í húsgarði jafnvel taldar ónýtar eftir árekstur- nærliggjandi húss og brotnaði jnn og mikil mildi að ekki fór ver. grindverk og tré skemmdust. Báðar FÓ NÍU manns slösuðust í fjórum umferðarslysum í Reykjavík á sunnu- dag. Ungur maður hryggbrotnaði er Lada jeppi sem hann ók valt á mótum Grensásvegar og Breiðagerðis Iaust eftir hádegi á sunnu- dag. Að sögn vitna varð óhappið þegar ökumaðurinn sveigði upp á umferðareyju til að forðast árekstur við lítinn japanskan bíl sem ekið var í veg fyrir hann. Ökumaður þess bíls nam ekki staðar held- ur ók á brott. Er skorað á hann, sem og vitni að óhappinu, að gefa sig fram við Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. Útgerðin um aðsteðjandi olíuhækkanir; Engar ákveðnar spamað- araðgerðir fyrirhugaðar ENGAR ákveðnar sparnaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar hjá mörgum stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins vegna aðsteðjandi olíuhækk- ana. Forsvarsmenn ýmissa stórra útgerðarfyrirtækja gáfu í samtali við Morgunblaðið í skyn að boðorðið væri að bíða og sjá, og taka á vandanum ef og þegar hann kemur. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að fólksbifreið var ekið norður Smiðjustíg og í veg fyrir bifhjól á leið austur Hverfisgötu, klukkan tæplega 18 á sunnudag. Ökumaður Vöruskipti hagstæö um 2,3 milljarða VERÐMÆTI vöruútflutnings ís- lendinga var 4% meira fyrstu 6 mánuði ársins en á sama tima í fyrra, miðað við fast gengi. Verð- mæti vöruinnflutnings jókst um 9%. Flutt var út fyrir 46,4 millj- arða króna en inn fyrir rúmlega 44 milljarða króna og er vöru- skiptajöfnuðurinn því hagstæður um rúma 2,3 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Fyrri hluta árs- ins 1989 var hann hagstæður um 4,2 milljarða króna á sama gengi. Á tímabilinu hafa sjávarafurðir verið 79% útflutningsins og hafði útflutningur þeirra aukist um 12% frá sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli dróst saman um 24% og kísil- járns um 32%. í aukningu innflutnings munar mest um að 42% aukning varð á inn- flutningi til stóriðju og verðmæti inn- fluttra skipa og flugvéla jókst um 50%. Trygginga- bætur hækk- aðar í ágúst SAMKVÆMT reglugerð sem sett var í síðasta mánuði um hækkun bóta almannatrygg- inga verður greiddur sér- stakur 15% tekjutryggingar- auki á tekjutryggingu, heim- iiisuppbót og sérstaka heim- ilisuppbót í ágústmánuði. Tekjutrygging sem var í júlí 20.572 kr. verður í ágúst 23.658 krónur, 8.042 krónur verða greiddar í heimilisuppbót og 5.532 kr. í sérstaka heimilis- uppbót. Þetta eru nokkurs kon- ar oriofsgreiðslur til þeirra er njóta bóta almannatrygginga. og farþegi af bifhjólinu, ungir menn, voru fluttir á sjúkrahús, svo og ökumaður og farþegi úr bifreið- inni. Meiðsli þeirra voru ekki talin lífshættuleg. Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir árekstur í Eskihlíð. Bfl á leið vestur Eskihlíð var beygt inn á bifreiðastæði við hús númer 16 í sama mund og ökumaður bif- hjólsins hugðist aka fram úr bflnum. Ökumaður Mitsubishi-fólksbíls á leið um Vesturlandsveg við Blika- staði um klukkan hálftíu á sunnu- dagskvöld, hemlaði þegar hann varð var við önd á miðjum veginum. Ökumaður sendibfls sem á eftir kom var ekki viðbúinn slíku og ók aftan á fólksbflinn, sem stórskemmdist. Farþegi úr fólksbflnum og ökumað- ur og farþegi úr sendibflnum voru fluttir á slysadeild. Öndin varð und- ir öðrum bflnum og var aflífuð. Ekki hefur verið ákveðið hvenær opinberar viðskiptaviðræður íslend- inga og Sovétmanna um viðskipti þjóðanna hefjast en rammasamning- ur þeirra gildir til næstu áramóta. Rammasamningar, eða viðskiptabók- anir, þjóðanna hafa gilt til fímm ára í senn en Sovétmenn hafa rætt um að næsti rammasamningur gildi í tvö ár en verði hugsanlega framlengdur um þijú ár. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Benedikt Sveins- son, framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar Sambandsins, fóru til Moskvu síðastliðinn laugardag til að Jón Rúnar Kristjánsson, fjár- málastjóri Granda hf., sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að eng- ar spamaðaraðgerðir hefðu verið ræddar þar innanhúss vegna hækk- andi olíuverðs. „Við erum ekkert farnir að hugsa þetta ennþá,“ sagði Jón Rúnar. „Við höfum þegar lagt einu skipi, og ég á bágt með að sjá að við gætum gengið lengra í þeim efnum. Vissulega mun olíuverðs- hækkun, ef hún verður, leiða til þess að menn reikna sín dæmi upp á nýtt, skipti um vélar í eyðslufrek- ræða við Sovétmenn um freðfiskkaup þeirra. Samkvæmt samningum eiga Sovétmenn að kaupa um 9 þúsund tonn af frystum fiski héðan í ár og eftir er að afskipa 3.200 tonnum af því magni. Hjalti Einarsson framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Halldór Þorsteinsson hjá sjávarafurðadeild Sambandsins sögðu að frystihúsin réðu því núna hvort þau framleiddu fyrir Sovét- menn eða ekki en þeir hafa aðallega keypt karfa héðan. „Við bendum húsunum hins vegar á að þau taki áhættu með því að framleiða fyrir Sovétmenn," sagði Hjalti. Hann um skipum og þar fram eftir götun- um,“ sagði hann ennfremur. Einar Óskarsson hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa sagði að hugsan- legar aðgerðir hefðu ekki verið teknar fyrir hjá félaginu. Tveir tog- arar þess eru nú að taka út stopp- daga vegna sumarveiða á sóknar- marki. „Ég fæ ekki séð að við gætum haldið vinnslunni gangandi með færri skipum en við höfum ætlað okkur að hafa á sjó,“ sagði Einar. Sveinn Ingólfsson hjá Skag- sagði að hægt væri að selja ufsann og karfann til dæmis til Þýskalands og Frakklands. „Það er það mikill fískskortur núna að ég held að verð á karfa og ufsa muni ekki lækka í þessum löndum, enda þótt þessi fisk- ur verði seldur þar.“ Garðar Sverrisson, framkvæmda- stjóri Sölusamtaka lagmetis, sagðist vera í daglegu sambandi við Sovét- menn vegna greiðslustöðvunar þeirra og þeir segðu að unnið væri í því máli á æðstu stöðum. „Rússlandsvið- skiptin hafa verið allt að 75% af heildarsölu okkar en þau voru um 20% í fyrra og verða trúlega um 15% í ár. Við viljum hins vegar auka þessi viðskipti og myndum samþykkja vöraskipti ef það yrði til að auka þau. Sovétmenn segjast hafa mikinn áhuga á að skipta áfram við okkur, hvort sem það yrði á grundvelli við- skiptabókunar eða fijálsum grund- velli.“ Síldarútvegsnefnd vill að samning- ár við Sovétmenn takist áður en síldveiðarnar hefjast í október en strendingi sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrirtækið ætti kvóta sem félli vel saman við veiðigetu skipa þess, og því væri varla inn í myndinni að fækka skipum. „Við höfum nú sífellt verið að spara, í oh'u jafnt og öðru. Skip okkar ganga eingöngu fyrir svartolíu, og við munum hafa augun opin fyrir frek- ari spamaði. Fyrst er hins vegar að bíða og fylgjast með framvindu mála.“ Svipað hljóð var að heyra á for- ráðamönnum útgerðarfélagsins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Þar hefur ekki verið rætt um hugs- anlegar aðgerðir vegna þeirra hækkana sem orðið gætu á olíu- verði. síðustu tvö ár hafa viðræður við þá dregist á langinn. „Gengið er frá sovésku fjárlögunum í nóvember, þannig að Sovrybflot, sem heyrir undir sovéska sjávarútvegsráðuneyt- ið, hefur þurft að fá sérstaka undan- þágu til saltsíldarkaupa héðan áður en fjárveitingin er ákveðin. Það hefur hins vegar verið æ erfiðara að fá slíka undanþágu vegna þess að völd- in hafa flust frá ráðuneytinu til sov- éska þingsins," sagði Einar Bene- diktsson framkvæmdastjóri Síldarút- vegsnefndar. Hann sagði að íslendingar væru langstærstu útflytjendur á saltsíld í heiminum og Sovétmenn hefðu keypt um 60% af saltsíldarframleiðslu okk- ar síðustu ár. Einar sagði að Sovét- menn hefðu dregið greiðslur fyrir saltsfld héðan í vor en það væri í fyrsta skipti sem slíkt hefði gerst. Hann sagði að oft hefði verið erfitt að ná samkomulagi við Sovétmenn en þeir hefðu staðið fullkomlega við gerða samninga. Hálfur milTjarður króna gjaldfallinn á Sovétmenn fyrir ftystan físk og lagmeti: Enginn saltsíldarmarkaður kemur í stað Rússlandsmarkaðar - segir Einar Benediktsson framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar UM HÁLFUR milljarður króna er gjaldfallinn á Sovétmenn fyrir fryst- an físk og lagmeti, sem þeir hafa keypt héðan. „Enginn annar saltsíldar- markaður getur komið í stað Rússlandsmarkaðar, þar sem hann er stærri markaður en öll önnur lönd í heiminum til samans,“ sagði Ein- ar Benediktsson framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar en Sovétmenn keyptu saltsíld héðan fyrir um einn milljarð á síðustu vertíð. Einar sagði að ekki væri búið að ákveða hvenær viðræður við Sovétmenn um saltsíldarkaup þeirra á næstu vertíð hæfust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.