Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 27 Ráðstefna um bók og bílæti DAGANA 13.-17. ágúst nk. verður haldið í Reykjavík norrænt mynd- fræðilegt málþing, hið 12. í röð- inni. Frá árinu 1968 hafa myndfræði- leg málþing verið haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndum utan Islands. Nú þótti hinsvegar æskilegt að þingið yrði haldið hér á landi, enda hafa Íslendingar upp á ýmis- legt forvitnilegt að bjóða á þessu sviði, þar sem er íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar og merkir kirkjugripir, íslenskir og er- lendir, í Þjóðminjasafni íslands og íslenskum kirkjum. Með þetta í huga var málþinginu valið nafnið Bók og bílæti. Þátttaka í málþingum. þessum hefur frá upphafi verið takmörkuð og þá einvörðungu við sérfræðinga sem fást við myndfræðilegar rann- sóknir og rannsóknir er tengjast þeim. Svo er einnig að þessu sinni. En þar eð ástæða er til að ætla að fleiri en tök voru á að bjóða til ráð- stefnunnar hefðu áhuga á að hlýða á fyrirlestra þá sem fluttir verða, hefur verið ákveðið að þeir verði opnir almenningi til áheyrnar. Mál- þingið verður haldið í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Há- skóla íslands. Fyrirlestrarnir ei-u alls fimmtán og verða fluttir ýmist á dönsku, norsku eða sænsku. (Frcttatilkyiming) ■ HELGINA 25.-26. ágúst áformar Hið íslenska náttúru- fræðifélag að efna til ferðar upp að Húsafelli og gista þar eina nótt. Á Húsafelli verða skoðaðar jarð- myndanir í Húsafellseldstöðinni. Margt fleira er þar markvert að sjá. Aðalleiðsögumaður verður Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur sem gjörþekkir þessi svæði. Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan 9 á laugardag og ekið um Hvalíjörð og Borgarfjörð, en síðdegis á sunnu- dag haldið heim um Kaldadal og Þingvelli. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður við hundrað manns. Öllum er heimil þátttaka, en nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fyrir 21. ágúst. _______ ■ Leiðrétting- í greininni „Gott framboð af nýju íslensku grænmeti", sem birtist í blaðinu sl. föstudag, var ranglega haft eftir mér hvernig geyma ætti kryddjurtir. Þar stóð: „Kryddjurtir má geyma í litlum krukkum í kæli- skáp og bæta örlitlu rotvarnarefni saman við.“ Þarna átti að standa: „Kryddjurtir má geyma í olíu í litlum krukkum í kæliskáp. Bæta þarf ör- litlu rotvamarefni saman við.“ Þetta á einkar vel við dill. .Kristín Gestsdóttir. ATVINNU AUGL YSINGAR Rafmagns- tæknifræðingur Rafmagnstæknifræðingur af sterkstraums- braut óskar eftir framtíðarstarfi. Hefur sveinspróf í rafvirkjun og haldgóða reynslu. Nánari upplýsingar í síma 31741. Stýrimaður 1. stýrimann vantar á 200 lesta línubát frá Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 94-1200. Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Stundakennara vantar í dönsku og líffræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari. Frá Æfingaskóla KHÍ Umsjónarkennara vantar í 8. bekk með áherslu á stærðfræði og líffræði. Einnig vant- ar sérkennara í fullt starf. Upplýsingar í símum 91-84566 og 92-46519. Skólastjóri. Holtaskóli, Keflavík Kennara vantar næsta skólaár. Kennslu- greinar: Líffræði, stærðfræði, sérkennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-15597. Skólastjóri. Dönskukennarar Dönskukennara vantar að Garðaskóla næsta vetur í hálft til heilt starf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 44466. Skólafulltrúi Garðabæjar. Lagerstörf Hagkaup vill ráða starfsfólk til almennra lagerstarfa á eftirtöldum stöðum: Matvörulager, Suðurhrauni 1, Garðabæ. Upplýsingar um starfið veitir lagerstjóri í síma 652640. Sérvörulager, Skeifunni 15. Upplýsingar um starfið veitir lagerstjóri á staðnum. HAGKAUP Kennarar Kennara vantar að Hafralækjarskóla í Aðal- dal. Almenn kennsla og kennsla yngri barna. Ódýrt húsnæði á staðnum. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-43581. Barnapössun Óskum eftir eldri manneskju til að koma heim og gæta tveggja barna og vinna létt heimilisstörf á morgnana í vetur. Upplýsingar í síma 18458. Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa á komandi hausti. Annars vegar í vaktavinnu, hins vegar til sérverkefna á sviði fræðslu og ráðgjafar. Mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga á náttúrulækningum. Framhaldsmenntun æskileg. Heilsufæði og gott húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Hrönn Jónsdóttir hjúkrunar- forstjóri alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 08.00-18.00 í síma 98-30333. Á Þingeyri við Dýrafjörð vantar okkur kennara Ef þú, sem lest þessa auglýsingu, hefur áhuga á að setjast að úti á landi, á snyrtileg- um stað í fallegu umhverfi, þá ættir þú að hafa samband við okkur. Staðurinn hefur upp á margt að bjóða: Næga atvinnu, fjörugt félagslíf, gott dagvistarheim- ili og vinalegt fólk. Við leitum að þremur kennurum við almenna kennslu. Mjög gott húsnæði til staðar. Flutn- ingskostnaður greiddur. Þetta með húsaleig- una, henni stillum við í hóf. Því ekki að hafa samband. Hallgrímur Sveinsson, skólastjóri, sími 94-8260 og J. Andrés Guðmundsson, skóla- nefndarformaður, símar 94-8272 og 94-8200. Kennarar Kennara vantar við Grunnskólann á Hellu. Aðalkennslugrein íslenska. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-75943 og formaður skólanefndar í síma 98-78452. Trésmiðir Fyrirtækið er umsvifamikill og rótgróinn byggingaverktaki í Reykjavík. Störfin eru aðallega uppsteypuverkefni. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með húsasmiðaréttindi. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst nk. Viðkomandi þyrftu að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Atleysmga- og ráðnmgaþjónusta Liósauki hf. tg£ ^kólavördustig /a — 101 Reykjavik — Simi 6213 Sölufólk Áhugasamt og vandvirkt sölufólk óskast til starfa fyrir bókina íslensk fyrirtæki frá 20.08 til 31.10. 1990. Upplýsingar um starfið veitir Hanna Eyvinds- dóttir dagana 14., 15. og 16. ágúst í síma 82300. FRÓÐI BÓKA & BLAOAÚTGÁFA Aðalskrifstofur: Ármúla 18, 108 Reykjavík, sími 82300. Starfskraftur óskast tii starfa í þvottahús. Upplýsingar í síma 26222 fyrir hádegi. Þvottahús Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. 4^ Kennarar athugið Kennara vantar að Heppuskóla, Höfn. Aðal- kennslugrein enska í 8.-10. bekk. Ódýrt húsnæði, góðir tekjumöguleikar og ýmiss hlunnindi. Upplýsingar í síma 97-81321. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.