Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 Kennarabraut • Macintosh © <%> Ritvinnsla, gagnasöfnun, tötlureiknir og stýrikerfi. Sérsniöin námskeiö fyrir kennara! <%> *<? Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu . AR LÆSIS Hljóðað í gegnum orðin Áhugamenn um andleg mál ogheimspeki athugið! Námskeib samhlida leshring verda haldin vikulega á vegum áhugamanna um heimspekt. Vidfangsefnid erþróunarheimspeki ogsálarheimspekt. Þátttökugjald er kr. 1.500,- á mánuöi. Upplýsingar í síma 91-79763. Samtök áhugamanna um heimspeki. EIÐISTORGI, SÍMI 611313. Nýr galli Busselton. Unglinga- og fullorðins- stærðir. Verð: 8.900,- Glansgalli Mariotte. Nr. 116-176 og 3-9. Verð: S.S80,- og S.980,- Torsion hlaupaskór. Torsion er bylting í hönnun á hlaupaskóm Verðfrá 8.640,- T.T. Super. Innanhúss- og skóla- skór. Nr. 36-48. Verð: 3.590,- Handball Special. Vinsælustu handbolta- skórnir. Nr. 38-44. Verð7.590,- Töskur í miklu úrvall, m.a. mikið af skúlatöskum. Muuið 5% stað- greiðsluafsláttinn. Erobikk- og götuskór Impulse nr. 36-42. Verð: 5.995,- Metsölublaó á hvetjum degi! * * eftir Arna Arnason Orð í kennslutæknibúningi Fyrsta setningin í fyrstu lestrar- bókinni sem íslensk börn fá í fyrsta bekk grunnskólans hljóðar svo: Mamma á mál, mamma á mola, mamma á síma, mamma á lím. Þessi sakleysislega setning segir sína sögu um útgáfu lestrarbóka handa börnum hér á landi, og því er vitnað til hennar hér. Setning- unni fylgir mynd svo hún verði skilj- anlegri. Yfir myndinni er prentað með feitu letri orðið mamma og orðið rammað inn til enn frekari áherslu. Fyrsta setningin í lestrarbókinni mótast af því að á blaðsíðunum á undan hafa aðeins stafimir 0, I, A, L, Á, S, Ó, I og M komið við sögu. Má áf því vera ljóst að höf- undar setningarinnar telja áríðandi í lestrarkennslu að stafir og orð öðlist snemma eitthvert samhengi fyrir bamið og feli í sér merkingu sem barnið skilur. Höfundarnir end- urtaka orðið mamma þrisvar sinn- um og eins sögnina að eiga, svo að setningin verði ekki bara „merk- ingarbærari" heldur líka hentug æfing sem kynni að höfða til sjón- og heyrnarminnis barnsins. Kennslufræðilegur „ávinningur" Ef aðferðarfræðin sem liggur að baki setningunni hugnast þorra íslenskra kennara þá kann þetta að þykja gott og gilt og jafnvel snjallur samsetningur. Hins vegar hlýst annað af þessum samsetningi sem hefur áreiðanlega ekki verið ásetningur höfunda. Það er sú að- staða sem „mamma" lendir í. Börn- in hennar virðast farin eitthvert út og mamma situr með værðarlegan aðgerðarleysissvip, málar á sér neglurnar og bíður eftir því að sími sem hún á hringi. Málið og molasyk- urinn, líka hennar, er innan seiling- ar, en dularfullt er erindið sem límtúpan á inn á myndina nema mamma sé að passa upp á límið sitt bara af því að hún á það. Skarpur maður og skyggn hefur sagt að það sé ekki lestur sem eigi sér stað þegar barn „les“ texta af þessu tagi heldur sé nær að segja að barnið liljóði sigígegnum orðin. Texti þessarar ættar býður þeirri hættu heim að sjálft barnið hrein- lega gleymist þegar skrifað er fyrir það. Setningin og myndrænn stuðn- ingur hennar gefa tilefni til að minna á nokkur atriði sem hollt er að hafa í huga þegar bækur, og alveg sérstaklega lestrarbækur, eru samdar fyrir böm sem eru að læra að lesa. Lestrarbækur handa hveijum? Böm eru hugsandi manneskjur og hafa áhuga á öllu milli himins og jarðar. Þau hugsa og tala um jafn fjölbreytileg málefni og þau eru mörg. Börn hafa þörf fyrir að tjá tilfinningar sínar og þau þurfa að geta skoðað sig sjálf í ólíkum aðstæðum. Það þarf að miðla þeim fjölbreytilegri mannlegri reynslu svo þau öðlist sem heilbrigðasta samkennd með samlöndum sínum. Það finnst varla betri vettvangur til að miðla þessu en lestrarbókin, í íslensku samfélagi er hún sá mið- ill sem nær til flestra barna. Við samsetningu texta sem nota á við lestrarkennslu eða við lestrar- þjálfun má taka mið af áðurnefnd- um atriðum, en umfram allt verður fyrst að hugsa um barnið. Lestr- arbækur handa bömum þarf ekki endilega að skrifa út frá einhverri einni ákveðinni lestrarkennsluað- ferð. Kennarar eiga að valda fleiri en einni lestrarkennsluaðferð. Bæk- urnar þarf að skrifa á þann hátt að þær höfði til barnsins og taki mið af málumhverfi þess. Það sakar ekki að eitthvaðogerist í þessum bókum svo þær verði forvitnilegar eða spennandi aflestrar. Málið á bókunum þarf alltaf að vera lifandi og eins litríkt og kostur er. Út frá þessum forsendum má skrifa um nánast hvað sem er svo að höfði til barna. Lestur og málþroski Böm verða snemma að fá tilfinn- ingu fyrir því að læsi er annað og miklu meira en hljóðæfingar. Þau verða að finna að stafir eru ekki bara til þess að mynda orð til Árni Árnáson lestraræfinga, heldur að með orðum eru myndaðar setningar til að setja fram hugsun; texta sem veita hvers kyns fróðleik og geta verið upp- spretta fegurðar, skemmtunar, spennu og tilfinningalegrar reynslu. Lestur er tilgangslítill ef hann er þjálfaður sem íþrótt, lestrarins vegna. Barnið lærir að lesa til þess að ná valdi á því stórkostlega verk- færi sem rit- og talmálið er. Það þarf stöðugt að tileinka sér ný orð og til þess þarf barnið að fá tæki- færi til að tala, skrifa og teikna um það sem lesið er. Með því að skrifa stafi og orð þjálfast barn við að Iesa og tileinka sér hljóð. Með því að teikna út frá því sem það les skilur bamið oft betur það sem les- ið er. Orðaforði barna eykst við það að þau tala við aðra eða hlusta á fólk tala eða lesa. Þau verða fljót- ari að læra að tala og síðar að lesa ef þau læra snemma að syngja og þylja hvers kyns kveðskap. Mál- þroski barna verður því örari sem börn eru virkari í málfarslegum samskiptum. Þau finna fljótt til- ganginn með því að tala, og það er viðlíka áríðandi að börn finni sem fyrst tilgang með því að lesa, og það strax og þau eru að stauta. Bækur handa börnum Lestrarbækur bama þurfa að vera mjög fjölbreytilegar, en þær Ég er ég. Ég les og lita. Ég geri mynd af mér. Enginn er eins og ég. Svona er ég. Dæmi um lestrarverkefni sem fímm ára stúlka hefur leyst. ['""Skrlfstofutækni ■ Nútímanám 5 hjá traustum aöila Tölvuskóli íslands s: 67 14 66,joj3Íð til kl.22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.