Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Fækkun fyrirtækja í sjávarútvegi Inýju sérblaði Morgun- blaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, sem fylgdi blaðinu í gær, birtist viðtal við Svein Ingólfsson, framkvæmda- stjóra Skagstrendings á Skagaströnd, þar sem hann fjallar um_ stöðu mála í sjáv- arútvegi. í viðtali þessu segir Sveinn Ingólfsson m.a.: „Staðreyndin er sú, að við erum með of marga sjávarút- vegsstaði og fyrirtæki í sjáv- arútvegi til þess að vinna þann afla, sem við megum veiða. Þess vegna hljóta ein- hver þeirra að fara á hausinn og því miður segi ég, er fyrir- tækjunum alltaf „reddað“. Þegar allt er að fara á haus- inn koma pólitíkusarnir og bjarga málunum undir yfirskini byggðasjónarmiða. Þeir vita þó, að eftir skamm- an tíma þurfa þeir að koma aftur og hjálpa sama fyrir- tæki eða útgerðinni á næsta firði vegna þess, að heildar- aflinn dugir ekki fyrir okkur alla. Ég tel réttara, að þegar í mikla erfiðleika er komið í einu byggðarlagi eigi stjórn- völd að athuga, hvort ekki væri réttara að gefa fólki kost á að fá peninga í eigin vasa til þess að koma sér fyrir annars staðar. Þær út- gerðir, sem eiga ekki kvóta nema til hálfs árs fara yfir um, en þó varla þannig, að staðir detti út í heilu lagi. Tekjurnar verða einfaldlega ekki nægar, ef ekki er hægt að gera út 10-12 mánuði á ári. Mín skoðun er sú, að það þurfi að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi um að minnsta kosti 10%“ Þetta eru athyglisverð ummæli forystumanns í sjáv- arútvegi, sem hefur byggt upp eitt sérstæðasta fyrir- tæki í sjávarútvegi á lands- byggðinni. Sérstaða þess er fólgin í því, að hlutabréf í fyrirtækinu hafa gengið kaupum og sölum á hluta- bréfamarkaði undanfarin ár eða eftir, að skráning hluta- bréfa hófst fyrir nokkrum árum. Þegar Sveinn Ingólfsson er spurður, hvort kvótakerf- inu hafi fylgt sú hagræðing í sjávarútvegi, sem að var stefnt segir hann: „Að mörgu leyti og auðvelt er að nefna dæmi frá Granda og Útgerð- arfélagi Akureyringa. Bæði þessi fyrirtæki hafa lagt skipum og fært kvóta á önn- ur skip til að geta haldið þeim að veiðum allt árið. Þetta er ekki þægilegt nema þú eigir mörg skip, en ég sé fyrir mér samstarf ólíkra fyr- irtækja um að nýta skipin sem bezt og á sem hagkvæm- astan hátt. Tökum sem dæmi, að ef frystiskipin Ven- us, Freri og Mánabergið hafa ekki kvóta nema til átta mánaða á hvert skip væri ofur eðlilegt að leggja eða selja eitt þessara skipa og eftir væri heils árs kvóti á hvort hinna skipanna. Hvað ætti að vera á móti svona samvinnu?“ Rík ástæða er til að taka undir þessi ummæli Sveins Ingólfssonar. Samvinna af því tagi, sem hann nefnir til þess að nýta fiskiskipin á sem hagkvæmastan hátt er for- senda fyrir því, að þjóðin geti náð meiri hagnaði út úr fiskveiðunum. Aðvaranir hans gegn björgunaraðgerð- um stjórnmálamanna, sem eru í raun ekki bara frestun á vanda heldur aukning á vanda, eru tímabærar. Sú skoðun hans, að nauðsynlegt sé að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi er áreiðanlega rétt. Óneitanlega vekur það nokkra bjartsýni um fram- vindu mála á vettvangi fisk- veiða og fiskvinnslu er einn af forystumönnum í þessari grein lýsir sjónarmiðum sem þessum. Það verður aldrei lögð nægilega mikil áherzla á nauðsyn þess að fram- kvæma róttækar breytingar í sjávarútvegi. Sú hætta er augljóslega fyrir hendi, áð þessar breyt- ingar taki of langan tíma og að lífskjörin haldi áfram að versna eða batni a.m.fe. ekki vegna þess, að endurskipu- lagning þessarar atvinnu- greinar gangi' ekki nógu hratt fyrir sig. Að þessu þurfa forsvarsmenn sjávarút- vegsins að huga. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson. Boðaslóö 13. Eigendur Jórunn Einarsdóttir og Friðþjófur Másson. V estmannaeyjar: Viðurkenningar veittar fyrir snyrtileg hús og garð Vestmannaeyjum. Garðyrkjufélag Vestmanna- eyja veitti nýlega viðurkenn- ingu fyrir snyrtileg hús og garða. Fyrir valinu urðu: Boðaslóð 13, eigendur Jórunn Einarsdóttir og Friðþjófur Másson og Vesturvegur 13B, eigandi Ragnhildur Magnús- dóttir. Einnig var veitt viðurkenn- ing fyrir frumlegan garð að Kirkjuvegi 13. Eigandi Lára Em- ilsdóttir og Viðar Guðmundsson. - Sigurgeir Ragnhildur Magnúsdóttir ásamt bör 13B. Lára Emilsdóttir og Viðar Guðmur Stykkishólmur: Útivistarsvæði opn- að í Súgindisey Stykkishólmi. SÚGINDISEY sem er fyrir framan höfnina í Stykkishólmi hefur verið opnuð sem útivistarsvæði fyrir ferðamenn og íbúa staðarins. Við lagfær- ingar á höfninni þar sem meðal annars er aðstaða fyrir nýja flóabátinn Baldur var gerð uppfylling þannig að nú er hægt að komast á bílum að uppgönguleiðinni í eyjuna en áður þurfti að fara á bátum. Nafn eyjarinnar er þannig tilkom- ið að súgur leikur þama um höfnina, enda var höfnin opin báðum megin og það hélt henni hreinni. Voru skipt- ar skoðanir um þær framkvæmdir í höfninni sem opnuðu Súgindisey. Helsta mótbáran var að við þetta myndi þessi súgur hætta og höfnin jafnvel fyllast af óhreinindum. Einnig að eyjan myndi spillast vegna mikils ágangs fólks. Súgindsey er skemmtileg og margbrotin eyja. Fyrir utan klettana sem blasa við höfninni em gróður- vaxnar lendur og þar er hægt að gera fagra áningarstaði. Búið er að útbúa einn útsýnisstað með trébekkj- um við hæfí. Tröppur hafa verið gerðar upp í eyjuna. Þær eru 57. I eyjunni er viti sem gengur fyrir gasi. Stór gashylki eru notuð og hér á árum áður var erfítt að koma þeim upp í eyjuna. Var notað sérstakt spil til þess en það er nú orðið ónot- hæft. Spilið er þó enn í eyjunni sem minnisvarði um vinnubrögð liðins tíma. að verða vinsælt útivistarsvæði. Von- andi verður þessari perlu ekki spillt því oft þarf lítið til að eyðileggja við- kvæma staði. Arni Spilið sem gashylkin voru dregii Lfklegt er að Súgindisey eigí eftir Bekk hefur verið komið fyrir úti-í Súgindisey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.