Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 Baunagrasið á að nota til landgræðslu - segir Jón Guðmundsson hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins „í FRÉTT í Morgunblaðinu sunnudaginn 2. september var skýrt frá mikilli fræframleiðslu hjá baunagrasi (Lathyrusn maritimus) við Dyrhólaey. Fræin (baunirnar) eríi, eins og sagt var þar, góðar til átu. Ég vil hinsvegar benda á að hægt er að nýta fræin mun betur en til átu, enda miklvægt fæðuframboð í náttúrunni um þessar mundir. Fræjunum má einnig sá á friðuðum svæðum víða um land og auka þar með útbreiðslu þessara ágætu landgræðsluplöntu," seg- ir Jón Guðmundsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnað- arins í Gunnarsholti. „íslenska flóran er því miður fá- tæk af niturbindandi tegundum", sagði Jón. „Þeim fjölgar þó smám saman, því allmargar tegundir hafa verið fluttar skipulega til landsins á undanfömum árum. Ein af gömlu íslensku tegundun- um er baunagrasið (Lathyrusn ma- ritimus) sem viðist vera í örri út- breiðslu á friðuðum svæðum með- fram suðurströnd landsins. í samvinnu RALA og Land- græðslunar hafa verið gerðar til- raunir með að nota þessa plötnu til landgræðslu og lofa þær tilraunir góðu. Flöskuhálsinn er hins vegar sá að erfitt er að afla fræja í miklu magni. Þau verða eingöngu tínd með höndum og ef einhverjir eru að safna, eða hafa hug á að safna baunum, vil ég hvetja menn til að geyma þær til sáningar næsta vor, eða senda fræin til Fræverkunar- stöðvarinnar í Gunnarsholti. Þar er hægt að verka fræin og smita með viðeigandi rótarhýðisbakteríum, en þær eru nauðsynlegar fyrir væntan- lega niturbindingu baunagrasins. Baunagras kann að verða mikil- væg landgræðsluplanta, þegar búið er að koma því í landið með sán- ingu eða útplöntum. Það breiðist bæði út með jarðvegsrenglum svo og fræjum. Renglurnar geta teygst um metra frá móðurplöntunni á hveiju ári og tiltölulega dreifð sán- ing getur því orðið að samfelldri baunagrasbreiðu á fáeinum árum. Baunagrasið er einnig sennilega eina niturbindandi tegundin sem hægt er að sá með melgresi á sand- fokssvæðum. Ekki þarf að hafa mörg orð um þýðingu þess. Bauna- grasið framleiðir áburðinn með nit- urbindingunní, og melgresið nýtur góðs af,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Grímur Bjarnason Hluti starfsfólks samankominn í æfingasal Þjóðleikhússins að Lindargötu 7 í upphafi leikárs 1990-1991. Nýtt leikár Þjóð- leikhússins hafíð Morgunblaðið/Einar Falur Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir við verk á sýningunni. Myndlist: Gestur o g Rúna sýna í Gallerí Borg VETRARSTARF Þjóðleikhússins er hafíð með æfingum á revíunni Örfá sæti laus er frumsýnd verður í Gamla bíói þann 21. septem- ber. Höfundar þessa gamansöngleiks eru leikararnir fímm sem kennt hafa sig við Spaugstofuna, þeir Karl Agúst Ulfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Arnason. M YNDLIST ARM EN NIRNIR Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir, Gestur og Rúna, opna í dag sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg við Austur- völl. Gestur mun sýna 11 skúlpt- úra, höggvin í granít, marmara og gabbró, en Rúna 28 myndir unnar með akrýl og krít á jap- anskan pappír. Gestur og Rúna hafa tekið þátt í Qölda samsýninga, auk þess að hafa haldið 12 einkasýningar, bæði hér heima og erlendis. Þau sýna nær alltaf saman, og hafa átt sam- vinnu um skreytingu opinberra bygginga, til dæmis listaverk á áhorfendastúku Laugardalsvallar, og í anddyri skrifstofuhúsnæðis ÁTVR við Stuðlaháls, auk annarra verka hérlendis sem erlendis. Sýning Gests og Rúnu stendur til þriðjudagsins 18. september. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, Gunnar Þórðarson samdi þau fjöl- mörgu sönglög er prýða verkið, Jón Þórisson teiknaði leikmynd og bún- inga, Ásdís Magnúsdóttir sér um sviðshreyfingar og Páll Ragnarsson hannar lýsinguna. Þetta verður fjöl- menn og sprellfjörug sýning. Á sviðinu birtast 15 leikarar, 4 dans- arar, hljómsveit og tæknifólk. Leik- arar eru Anna Kristín Arngríms- dóttir, Bessi Bjarnason; Jóhann Sig- urðsson, Karl Ágúst Ulfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Þóris- dóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sig- urður Siguijónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, Þórarinn Eyfjörð og Öm Áma- son. Að sögn höfunda er Örfá sæti laus hugljúfur hvunndagsþriller með dularfullu, ef ekki beinlínis dulrænu ívafi, að hluta til byggður á sönnum heimildum, en að öðru leyti argasta lygi frá rótum. Sögu- sviðið er leikhús og umhverfi þess. Miðasala hefst von bráðar í Gamla bíói, húsi íslensku óperunnar. Það verður margt á döfínni hjá Þjóðleikhúsinu þetta síðasta leikár Gísla Alfreðssonar í starfi Þjóðleik- hússtjóra. Stóra svið Þjóðleikhúss- ins verður tekið í notkun á ný að loknum endurbótum eftir áramót. Fyrsta frumsýning þar er áætluð í febrúarlok, hið sígilda meistaraverk Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og þýðingu Einars Benediktssonar. Ekkert norskt verk hefur verið eins mikið lesið og dáð á leiksviði og leikritið í ljóðum um lygalaupinn og heimsmanninn Pétur Gaut frá Guðbrandsdal. Leikritið hefur verið þýtt á ótal tungumál og er sífellt á dagskrá leikhúsa um allan heim við tónlist Edwards Grieg. Hjálmar H. Ragnarsson útsetur og stjórnar tón- listinni við Pétur Gaut í Þjóðleikhús- inu. Skömmu síðar er ráðgert að frumsýna nýtt íslenskt barnaleikrit, Búkollu, eftir þekktan höfund sem skrifar undir dulnefninu Álfur Ólafsson. Leikstjóri að Búkollu er Þórunn Sigurðardóttir. Búkolla er spennandi ævintýraleikrit er í tvinn- ast fjöldi af þjóðsagna- og ævin- týraminnum. I mars kemur svo á stóra sviðið söngleikurinn sívinsæli sem aldrei hefur verið fluttur á ís- landi, The Sound of Music eftir Rodgers og Hammerstein, í leik- stjóm Benedikts Árnasonar og þýð- ingu Flosa Ólafssonar. Söngleikur- inn er byggður á ævisögu söngelsku nunnunnar Maríu Ágústu er réði sig sem barnfóstra til Trappfjölskyl- dunnar í Austurríki árið 1938. Með vorinu verður nýtt franskt leikrit, Bensínstöðin, eftir Gildas Bourdet, frumsýnt á stóra sviðinu í leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar og þýðingu Friðriks Rafnssonar. Bourdet er ungur höfundur sem hefur vakið mikla athygli síðasta áratug. Bensínstöðin var frumsýnd í Bord- eaux 1985 og er þekktasta verk höfundar, og dæmigerð fyrir hina athyglisverðu nýju bylgju í franskri leikritun. Bensínstöðin er hlýlegt og fyndið verk, ljúfsár lýsing á al- þýðufólki sem býr við kröpp kjör. I miðpunkti leiksins eru móðir og dætur hennar og fjölskyldan er í Biskup íslands situr fund í Kaupmannahöfn BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, situr í þessari viku fund í Kaupmannahöfn með erkibiskupunum í Finnlandi og Svíþjóð og biskupum Óslóar og Kaupmannahafnar. Helstu fundarefni biskupanna eru samskipti lúthersku kirkn- anna og rómversk-kaþólsku kirkj- unnar, áhrif heimsóknar páfa til Norðurlanda, viðræður við ensku biskupakirkjuna, samskipti safn- aða og kirkna á Norðurlöndum og norrænt biskupamót á íslandi 1992. upplausn. Móðirin er einsog bensín- stöð fyrir alla fjölskylduna, alltaf á sínum stað þegar aðrir þurfa á að halda. Áskriftarkort á stóra sviðinu fara í sölu í desember. Á litla sviði Þjóðleikhússins að Lindargötu 7 fara a.m.k. 3 verk á fjalirnar. Fyrst ber að telja Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar, leikgerð Halldórs Laxness á skáld- skap Jónasar. Tónlist er eftir Pál ísólfsson. Forsýning var á leiknum á Kjarvalsstöðum í júní sl. í tilefni Jónasarþings. Leikstjóri er Guðrún Stephensen. Á jólum verður danska leikritið Prómeþeifur í skærum eftir Ernst Bruun Olsen frumsýnt á litla sviðinu í þýðingu Einars Más Guð- mundssonar. Ernst Bruun Olsen er íslendingum að góðu kunnur fyrir söngleikinn Táningaást (Þjóðleik- húsið) og leikritið Bréfberinn frá Arles (L.A.) en hann er nú eitt vin- sælasta leikskáld Dana og í þessu nýja verki er ráðherra tekinn á beinið í hljóðveri útvarps vegna sið- ferðisbresta sinna. í mars kemur á Litla sviðið bandaríska leikritið Skrifað heim eftir Rose Leaman Goldemberg. Verkið er ofumær- færnisleg lýsing á viðkvæmum samskiptum móður og dóttur og byggir á bréfaskiptum bandarísku skáldkonunnar Sylvíu Plath og móður hennar. Þýðandi er Guðrún J. Bachmann. Leikarar Þjóðleikhússins hafa síðan í vor undirbúið fjölþættar dagskrár er frumfluttar verða í haust. Fyrst má nefna Dag læsis, þann 8. september, en í tilefni hans munu leikarar lesa og leika marg- vísleg atriði úr íslenskum bók- menntum að beiðni nefndar menntamálaráðuneytisins um barnamenningu. Guðrún Stephen- sen stjórnar þeim undirbúningi. Þá fer leikdagskrá ætluð skólum af stað í vetrarbyijun er hópur leikara fer í skólaheimsóknir með ýmsa leikþætti og í Þjóðleikhúskjallaran- um verða leikarar með leiklestra f vetur. Ekki er útilokað að fleiri verk en hér eru kynnt verði á dag- skrá leikhússins í vetur. (Fréttatilkynning) VECCTENNIS RACQVET — SQVASH i! I jEngjateigi 1 • Reykjavík • Símar 687801 & 687701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.