Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 27
h MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 27 num sínum Magnúsi Bergssyni og Þóreyju Bergsdóttur að Vesturvegi idsson fengu viðurkenningu fyrir frumlegan garð að Kirkjuvegi 13. Geysispennandi íslandsþing: Héðinn efstur þrátt fyrir tap gegn Jóni L. Arnasyni __________Skák_______________ Bragi Kristjánsson YNGSTI keppandinn, Héðinn Steingrímsson, heldur enn forystunni á Skákþingi ís- lands, þótt hann hafi tapað illa fyrir Jóiii L. Árnasyni í sjöundu umferð í fyrrakvöld. Stórmeistarinn náði snemma undirtökunum og mátti Héð- inn rétta fram höndina, þegar Jón L. mátaði hann í 33 leik. Halldór Grétar sá til þess, að Héðinn missti ekki efsta sæt- ið. Hann tefldi af mikilli hörku gegn Margeiri. Sá síðarnefndi braut allar brýr að baki sér í vinningstilraunum og mátti játa sig sigraðan eftir æsi- spennandi skák, þar sem báðir léku ónákvæmt. Önnur úrslit: Þröstur Þ. — Björgvin, '/■>-, Snorri — Hannes Hlífar, 'A; Sigurður Daði — Þröstur Á., ‘A; Árni Ármann — Tómas, 0-1. Staðan, þegar íjórar umferðir eru eftir, er eins jöfn og hugsast getur: 1. Héðinn Steingrímsson, 5 v. 2.-3. Margeir Pétursson og Björgvin Jónsson, 4'A v. 4.-5. Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson, 4 v. 6.-7. Þrestirnir Þórhallsson og Árnason, 3 'A v. 8.-10. Halldór Grétar Einarsson, Snorri Bergsson og Tómas Björnsson, 3 v. 11. Sigurður Daði Sigfusson, 2'A v. 12. Árni Ármann Árnason, 1 'Av. Hvítt: Halldór Grétar Einars- son. Svart: Margeir Pétursson. Drottningarindversk-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - Bb7, 5. Rc3 - d5, 6. cxd5 - Rxd5, 7. e3 - g6, 8. Bb5+ - c6, 9. Bd3 - Rxc3, 10. bxc3 — Bg7, 11. a4 - c5,12. Ba3 - Rd7,13. 0-0 - I skákinni Karl Þorsteins, Margeir Pétursson, Akureyri 1988, náði svartur betra tafli eftir 13. a5 — 0-0, 14. a6 — Bd5, 15. C4 - Bxf3, 16. Dxf3 - cxd4!, 17. Bxf8 - Re5, 18. De2 — d3!!, 19. Bxg7 — dxe2, 20. Be5 - Dd3!, 21. Bf6 - e5!?, o.s.frv. 13. - 0-0, 14. Bb5 - Hc8, 15. a5 - Hc7, 16. Da4 - Rf6, 17. axb6 — axb6, 18. Db3 — Re4, 19. Be2 - Hd7, 20. Hfcl - Bc6, 21. Bb5 - Hd6, 22. Bxc6 - Hxc6, 23. Db5 - Dc7, 24. Re5!? - Bxe5, 25. dxe5 - f5, 26. exf6 - Til greina kemur 26. f3 - Rg5, 27. Hdl o.s.frv. 26. - Rxf6 27. f3?! - Líklega hefði verið betra að leika 27. h3 - Re4, 28. Ha2 o.s.frv. 32. Bcl - Rf7, 33. Bf4 - e5, 34. Be3 - Hfd8, 35. Ha6 - Hd3 Margeir hefur ágæta stöðu, en í framhaldinu leggur hann allt undir í vinningstilraunum. 36. Hel - H8d6, 37. f4! - Hvítur opnar taflið til að reyna að koma biskupi sínum í skotfæri við kóng andstæðings- ins. 37. - Hxc3, 38. De8+ - Kg7, 39. fxe5 - Dc6 Staðan er orðin mjög flókin og spennandi. Ef svartur t.d. leikur 39. — Hd8, 40. De6 — Db7, 41. Df6+ - Kg8, 42. Bh6! og hvítur vinnur. 40. Ha8? - Halldór Grétar missir af bestu leiðinni: 40. Bh6+! - Rxh6 (40. — Kxh6, 41. Df8+ ásamt 42. exd6 o.s.frv.) 41. De7+ — Kg8, 42. exd6 og hvítur ætti að vinna, þótt svartur eigi einhver sóknar- ^ færi. 40. - Dxe8, 41. Hxe8 - Hdd3, 42. Bcl - Hc2+, 43. Kh3 - Hf3,44. e6 - Re5,45. Bg5? - Eftir 45. Bf4 kemur upp svip- uð staða og í skákinni. 45. - h6? Svartur bjargar sér með 45. - Hff2, 46. Hhl - H6! (46. - Rf3, 47. He7+ - Kg8 (47. - Kf8, 48. Hf7+ - Ke8, 49. Hxf3!, Hxf3, 50. Hal og hvítur vinnur) 48. Bh6 og hvítur vinn- ur) 47. Bf4 - Rf3, 48. Hal - Ha2, 49. Hxa2 - Hxa2, 50. Bd6 9 - Rg5+, 51. Kg4 — Rxe4, 52. Be5i— Rf6+ o.s.frv. 46. Bf4 - Rd3, 47. Bd6 - Hff2, 48. e7 - Hxh2+, 49. Kg4 - RÍ2+, 50. Kf3 - Hc3+ Margeiri eru allar bjargir bannaðar. 51. He3 — Hxe3+, 52. Kxe3 — Rg4+, 53. Kd3 - c4+, 54. Kxc4 - Rf6, 55. Hf8 - Rxe4, 56. Be5+ og svartur gafst upp. ii á upp í vitann. Morgunblaðið/Árni Helgason Tröppurnar 57 upp í eyjuna. Framtak Dansk-íslenska félagsins á N-Jótlandi: Island kynnt í mánað- ardagskrá í Álaborg ALLAN septembermánuð gefst íbúum á Jótlandi kostur á að kynna sér íslenska menningu, náttúru og þjóð og fer átakið fram í Álaborg. Fjöldi Islendinga tekur þátt í kynningunni með einum og öðrum hætti, þ. á m. listamcnn. Það var dansk-íslenska félagið á Norður-Jótlandi sem hratt hug- myndinni, er nefnist „Focus pá Island,“ úr vör og naut stuðnings ýmissa fyrirtækja og stofnana, á Islandi jafnt sem í Danmörku. Gefið var út myndarlegt blað til" að kynna átakið. Átakið hófst 1. september með mikilli skemmtidagskrá á Gl. Torv í Álaborg og setti Frank Iversen vara- borgarstjóri dagskrána. Valgeir Guð- jónsson spilaði og söng, dansflokkur sýndi listir sínar, einnig sýndu íslend- ingar þjóðdansa. Reiðfélagið Tvistur kynnti íslenska hesta og eiginleika þeirra. Listasafn Norður-Jótlands sýnir m.a. verk Jóhannesar Kjarvals og aðrar stofnanir sýna verk Tryggva Ólafssonar og fleiri mynd- listarmanna. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson verða sýndar í samkomumiðstöðinni Huset, Blásarakvintett Reykjavíkur heldur hljómleika, fluttir verða fyrir- lestrar um bókmenntir og sögu, handboltalið frá Húsavik, vinabæ Álaborgar, kemur í heimsókn og .HfilgLOlafssqn, stórmeistari j.skák, Forsíða kynningarblaðs ísland- skynningarinnar í Álaborg. teflir fjöltefli við 30 manns í Huset Fjölmargt annað verður á dag- skránni sem lýkur 30. september. Sett var á laggirnar nefnd Danc og íslendinga til að hafa yfiramsjór með framkvæmdum og er ræðismað- ur íslands á Norður-Jótlandi, K,- E Bengtsen, forstjóri Skipasmíðastöðv- ar Álaborgar, formaður hennar. Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, er í nefndinni og meðal íslenskra nefndarmanna eru Kristinn Kristinsson, formaðui dansk-íslenska félagsins, og Guðrúr Helgadóttir, forseti sameinaðs Al- þingis;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.