Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 23 Búist við mikilli þátt- töku í Esjuþolgöngu Á SUNNUDAG verður efnt til þolgöngu upp Esjuhlíðar, nánar tiltekið frá landi Mógilsár að fremstu brúnum á Þverfells- horni. Það er Flugbjörgunar- sveitin sem stendur að þessari göngukeppni, ásamt Radíóbúð- inni hf. og Apple-umboðinu, og er búist við mikilli þátttöku. I gærmorgun hafði þegar vel á annað hundrað manns á aldrin- um 9-52 ára skráð sig í gönguna. Að sögn Sighvats Blöndal, eins aðstandenda keppninnar, var fyrir- fram búist við að 50-100 manns tækju þátt í göngunni. „Við höfum fullan hug á því að gera Esjuþol- gönguna að árlegum viðburði," sagði Sighvatur. Hann sagði, að leiðin sem ganga ætti væri um 2 kílómetrar að lengd, og hæðarmun- urinn um 760 metrar. Göngfólkið mun hittast í landi Mógilsár um klukkan 13.30 á sunnudag, og verð- ur hópurinn ræstur klukkan 14.00. „Þessi leið er ekki erfið yfirferðar, en öll á fótinn. Félagar úr Flug-' björgunarsveitinni verða göngufólki til halds og trausts, og auk þess verður sjúkralið til taks komi eitt- hvað upp á,“ sagði Sighvatur enn- fremur. Sá sem fyrstur nær áfangastað fær Apple-SE einkatölvu að laun- um. í önnur verðlaun er svo Nord- mende myndsegulbandstæki, og í þau þriðju sambyggt ferðatæki af tegundinni Goldstar. Að auki fá allir keppendur 10% afslátt í Radíó- búðinni og hjá Apple-umboðinu í septembermánuði. Þverfellshorn I Kollaf iðrOurl Sú leið sem gengin verður í Esjuþolgöngunni á sunnudag. iKerhólakambur Landsmarka- skrá 1989 er komin út ÚT er komin fyrsta landsmarka- skráin. I henni eru öll búíjár- mörk í landinu sem birtust í markaskrám 1988 auk þeirra marka sem auglýst voru í Lög- birtingablaðinu frá útgáfu skránna til ársloka 1989. Þetta er fyrsta rit sinnar tegund- ar hér á landi og ætti að nýtast öllum þeim sem hafa með skepnu- hald að gera. í ritinu kemur fram auk lands- markaskrárinnar, yfirlit yfir sam- ræmd markaheiti, markaskrár og markaverði, helstu skammstafanir, sveitarfélagaskrá, bæja- og staða- skrá, markvarðamörk, lög um af- réttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og reglugerð um búfjár- mörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum húfjár nr. 579/1989. Landsmarkaskrá 1989 er 432 blaðsíður, prentuð í litlu upplagi á vandaðan pappír og er í góðu bandi. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hafði umsjón með útgáfunni. Hún fæst á skrifstofu Búnaðarfélags íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 3. hæð og kostar eintakið 4.000 krón- ur. (Frcttatilkynnmg) Dagur læs- is á laug- ardaginn DAGUR læsis verður næstkom- andi laugardag, 8. september, segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. í Iðnó hefst maraþonlestur klukkan 10 að morgni laugardags- ins og stendur lesturinn til kvölds. Leikarar Þjóðleikhússins sjá um þennan þátt og aðgangur er ókeyp- is. Hátíðahöld verða á Lækjartorgi og í miðbænum verður lúðraþytur og skrúðgöngur barna og fullorð- inna. Einnig verður opnuð sýning á stafrófskverum í Landsbókasafninu á laugardaginn. &HZ* JttffrjgifttMftfrifr ALVORU FJALLAHJOL í tilefni 65 ára afmælis okkar bjóóum vió MUDDY FOX ADVENTURER, alvöru fjallahjól með alvöru búnaði: 21 gíra SUNTOUR-XGT - smelligírar (index), POWERING sveifasett, SUNTOUR- EXPRESS takkagírskiptar, ACCU-PLUS FREEHJÓL, sérhertar ARAYA álfelgur, krómolý stell (sterkara en venjulegt hjólastál), Karbotek gaffall, öflugar DIACOMBE gaffalbremsur. OG ALLT ÞETTA Á EINSTÖKU AFMÆLISTILBOÐI Áóur kr. 39.740,- Nú kr. 28.950,- staógr. 1925 OG MEÐ 20 ÁRA ÁBYRGÐ! _ . Reidhjólaverslunin ORNINNl 65 AR 1990 OPIfl LAUGARDA6A EUhOCARD instorg simar 14661 26888 VISA Stofnsett 1925

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.