Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 39 jtfib spor í rétta Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. ÍSS.HELGASONHF ISTEINSMIOJA ■ SKEMMUVEGI48. SIMI76677 KENNARAÍ. / VETÚR: A UÐVJuny Samkvæmlsdansar: standard og suður-amerískir Barnadansar - Gömlu dansarnir Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar Allir aldurshópar velkomnir: Barnahópar - Unglingahópar - Einstaklingar Pör og hjón - Starfsmannahópar - Félagasamtök Gestakennarar skólans í vetur: Julie Tomkins og Martin Cawston frá Englandi Kennslustaðir: Bolholt 6 í Reykjavík og Garðalundur í Garðabæ Kennum einnig úti á landi. Bolholti 6, Reykjavík s. 36645 Innritun í símum: 36645 & 685045 alla daiga. kl. 12 - 20 2.-11. september Skírteini afhent í Bolholti 6 þriðjudaginn 11. sept. kl. 16-22 Það er ávallt erfitt að skilja og skýra rök almættisins þegar fyrir- varalaust er kallað á fólk í blóma lífsins. Birna veiktist snögglega á þessu vori þegar dagur er lengstur og allt í umhverfinu minnir á mátt lífsins. Skjótt var ljóst að ekki var von um bata, Við töldum Birnu einmitt barn vorsins, þar sem hún hafði til að vera meðfædda athafnaþrá og hug- myndaauðgi svo ríka að oft var erfitt að fylgja þegar hún lýsti framtíðaráformunum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um tuttugu árum í söng og félagsstarfi Fóstbræðra. Glæsileiki og hrífandi framkoma Birnu, sem bar með sér sérstaka umhyggju fyrir starfi kórsins, voru þá og síðar þau einkenni sem löðuðu til frekari kynna. í gegnurn árin hafa sam- verustundir fyrst og fremst tengst kórstarfinu þar sem þau hjónin hafa verið hinar styrkustu stoðir og Birna starfaði fórnfúst að félags- starfi kvennanna. Á kveðjustund leita á hugann minningar þar sem Birna var potturinn og pannan í starfinu, gaf góð ráð og hvatti. Oft heyrðust frá henni setningar eins og þessi að loknum konsert: „Ég kann ekki að syngja strákar en þið syngið eins og englar.“ Eða að henni fannst við ekki sína næga sönggleði á söngpalli og sagði: „Brosið þið strákar, þið verðið að brosa.“ Einnig minningar frá ferða- lögum utanlands og innan þar sem Birna var hrókur alls fagnaðar því það var hennar einkenni að geta tekið forystu og hrifið fólk með sér. Okkur er minnisstæðust síðasta ferðin okkar til Kanada á liðnu ári, en þar ferðuðumst við um í þrjár vikur. Oft var glatt á hjalla eftir ferðalag dagsins eða hljómleika og það var eins og Birna vildi segja að við skyldum njóta lífsins meðan við gætum. Birna fæddist á Isafirði og ólst þar upp til 16 ára aldurs og þar lauk hún skólagöngu. Þá heillaði útþráin og Birna dvaldist m.a. um eins árs skeið í Bretlandi. Nítján ára stofna þau til hjúskapar hún og eftirlifandi eiginmaður, Eiríkur Tryggvasón múrarameistari, og búa fyrstu árin í Reykjavík, en 1970 ákváðu þau að hleypa heim- draganum og flytja til Svíþjóðar þar sem Eiríkur starfaði að iðn sinni í nokkur ár. Þar'var auðhéyrt að þau varðveittu góðar minningar frá þessum árum og að dvölin ytra hafði aukið þeim víðsýni og skapað tengsl við nýja vini en það var eigin- leiki Birnu umfram. aðra að geta skapað kynni og várðveitt. Samlíf þeirra hjóna var heillandi enda bæði eins og sköpuð fyrir hvort annað, þar sem nægur þroski var ávallt fyrir hendi til að mæta vandamálum daganna. Birna lagði áherslu á að eiga vináttu barnanná og taka þátt í leik þeirra og starfi. ■ Það mun styrkja þau nú við móður- missinn. í fyllingu tímans, þegar börnin þrjú voru orðin sjálfbjarga, leitaði Birna sér leiða í sjálfstæðri atvinnu- starfsemi því það var ekki hennar eðli að láta aðra segja sér fyrir. Hún vildi verða sjálfs sín herra þar sem hún gætti nýtt hugmyndaauðgi sína og skapað ný tækifæri. Brautin var þyrnd og ekki var allt uppskorið í launum að kvöldi, en Birna hafði kjark, vilja og trú á að þeir tímar kæmu að erfiðið skil- aði árangri en tímann fékk hún ekki. Við ræddum stundum málin, og spurningum eins og hvernig gengi var svarað og í vor ætluðum við að hittast og hún að segja mér meira um framtíðina og leita álits. Af þeim fundi varð ekki því tíminn gaf ekki grið. Við hjónin kveðjum Birnu og þökkum gefandi kynni og vináttu og biðjum góðan Guð að veita þér, Eiríkur, börnunum og allri fjöl- skyldunni styrk í sorg ykkar. Viðar og Guðrún Tvær nýjar kennslu- bækur í hljóðfæraleik ÚT ERIJ komnar tvær kennslubækur fyrir nemendur í hljóðfæraleik eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Þær heita „Píanó-leikur 2. hefti“ og „Trompet-leikur 2. hefti“. Píanóbókin er framhald af „Píanó-leik 1. he_fti“, sem kom út síðastliðið haust. I bókinni eru bæði innlend og erlend lög og ýmis verk- efni sem tengjast lögunum. Einnig fylgja íslenskir textar flestöllum lögunum. Aftast í bókinni eru nokk- ur jólalög í einföldum útsetningum. Trompetbókin er framhald af „Trompet-leik 1. hefti“, sem kom út síðastliðið haust. í bókinni eru lög af ýmsum toga bæði innlend og erlend. Nokkur laganna eru út- sett fyrir tvo trompeta (dúett) og nokkur eru útsett með léttum píanó- undirleik. Þau lög sem ekki eru útsett sérstaklega eru flest hljóm- sett. Eins og í píanóbókinni eru nokkur þekkt jólalög aftast í bók- inni. Útgefandi er höfundur bók- anna. (Fréttatilkyiming) KX-T2365 E Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjátfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer í skamnt- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanieg hringing — Hægt að.setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2386 BE Sími með símsvara — Ljós í takkaborði — Útfarandi skila- boð upp í V2 mín. — Hvert móttekið skiiaboð getur verið upp í 2'/2 mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma við- mælanda — Stillanieg hringing — Hljóðstillir fyrir hátal- ara — Veggfesling. KX-T 2322 E / KX-T 2342 E KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púisval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. 0HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500 DANSSKOLI FID - Félag íslenskra danskennara Dl - Dansráð íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.