Morgunblaðið - 06.09.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
49
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
„Nú getum við andað léttar..."
Frönsku leikmennimir mjög ánægðir með að fara með tvö stig frá Reykjavík
Morgunblaöið/Einar Falur
MARK! Atli Eðvaldsson rak hælinn „vinalega" í knöttinn, einsog hann orðaði það sjálfur, er hann skoraði mark íslands í leiknum í gærkvöldi. Atli hörfir hér á
eftir knettinum í netið; Frakkarnir Perez og markvörðurinn Bruno Martini fá ekkert að gert.
Baráttuleysið kemur
okkur alltaf í koll
- sagði Ólafur Þórðarson! Boltinn átti ekki að fara gegnum þvöguna, sagði hann um seinna markið
„ÉG er mjög ánægður með leik-
inn og úrslitin en þetta var
virkilega erfitt í seinni hálf-
leiknum," sagði Manuel Amo-
ros, fyrir Frakklands.
að kóm mér á óvart hve slakir
Islendingarnir voru í fyrri hálf-
leiknum. Þeir komust aldrei í gang.
Ógnuðu aldrei. En í seinni hálfleik
gekk leikaðferð þeirra upp. Þá kom
í ljós hve sterkt liðið er — sjálfs-
traustið jókst eftir að þeir náðu að
sækja á okkur, en markið kom of
seint til að þeir ættu möguleika á
að jafna.“
Amoros sagðist vissulega hafa
orðið skelkaður þegar Pétur Péturs-
son skaut í stöngina í upphafi síðari
hálfleiks. „Það má auðvitað reikna
með að andstæðingurinn fái einhver
færi á að skora — en sem betur fer
nýttist þetta ekki. Svona er knatt-
spyrnan..." sagði franski fyrirliðinn
og brosti ánægjulega.
Bruno Martini, markvörður
„Þetta var ákaflega erfitt í síðari
hálfleik. Þá voru Islendingamir
mjög hættulegir. Við vomm heppn-
ir í byijun hálfleiksins þegar þeir
áttu skot í stöng — það færi kom
eftir mjög laglega sókn íslenska
liðsins," sagði markvörðurinn, sem
hrósaði haþpi þegar Pétur skaut í
stöngina.
Um mark Atla sagði Martini: „Eg
átti ekki möguleika á að verja.
Hann var skyndilega aleinn fyrir
framan markið og skaut snöggt
með hælnum."
Franck Sauzee, miðvörður
„Maður getur vissulega andað
léttar eftir að hafa náð tveimur stig-
um hér. Þetta var mjög mikilvægur
leikur fyrir okkur, það er erfitt að
sækja Islendinga heim og ánægju-
legt að ná að sigra. Þeir eru líkam-
lega sterkir, berjast af miklum
krafti og það var alls ekki óraun-
hæft að þeir skyldu ná að skora.
Það var oft erfitt að átta sig á því
hvemig knötturinn myndi skoppa —
völlurinn var blautur og frekar
ósléttur. Hann er ekki stór; og þeg-
ar svo er verður oft þröngt á þingi
og þá getur allt gerst.“
Olafur Þórðarson var svekktur
yfír baráttuleysi íslenska liðs-
ins í fyrri hálfleik. „Menn högguð-
ust ekki fyrir hlé og það er eins
og að við þurfum alltaf að fá á
okkur mark til að vakna til lífsins
og byija að beijast — þetta kemur
okkur alltaf í koll.
Við verðum að spila frá byijun
— þessar kýlingar ganga ekki og
það er ekki endalaust hægt að
hlaupa á eftir þessum boltum út í
bláinn."
Ólafur var nálægt því að forða
seinna marki Frakka. „Ég gat ekk-
ert gert. Maðurinn var rétt við
marklínuna og mér fannst hann
taka boltann með hendi. En þetta
gerðist snöggt og það versta er að
boltinn átti aldrei að jíomast í gegn-
um þvöguna."
Þorgrímur Þráinsson:
Þorgrímur Þráinsson lék 15.
landsleik sinn, var fyrst með fyrir
níu árum og lék síðasta „alvöru“
landsleikinn á Spáni 1985, en var
með gegn Færeyjum í ágúst og
aftur nú. „Það er gaman að koma
aftur inn í landsliðið, en verst var
að við spiluðum ekki í fyrri hálfleik.
Við hugsuðum fyrst og fremst um
öryggið, að koma boltanum frá sér,
en það var ekkert vit í þessu og
framheijarnir fengu enga aðstoð.
Hugrekkið kom eftir hlé, en við
vorum óheppnir að fá þessi mörk á
sig. í fyrra skiptið sigldi boltinn í
gegnum marga menn án þes að
nokkur næði að pota í hann og
Cantona sló boltann inn í seinna
skiptið. Við lékum þokkalega f
seinni hálfleik og Frakkar fengu
ekki verðskulduð færi.“
HANDKNATTLEIKUR
Stjarnan fékk ekki hótel
fyrir leikmenn Helsingör
Stjarnan leikur gegn Helsingör IF í IHF-keppninni 16. september
STJARNAN leikur gegn Helsin-
gör IF í IHF-keppninni í hand- -'i
knattleik sunnudaginn 16.
september í Garðabæ, en ekki
23. september eins og fyrir-
hugað var. Stjörnumenn fengu
leiknum flýtt eftir að Ijóst var
að ekkert hótel var að fá fyrir
Helsingör um þessa helgi
vegna Sjávarútvegssýningar í
Reykjavík.
Eina hótelið sem hægt var að fá
inni fyrir leikménn danska liðs-
Flugleiðamótið hefst í kvöld:
Júlíus og félag-
ar mæta FH-ingum
Fyrstu tveir leikirnir í Flug- kl. 20.30.
leiðamótinu í handknattleiks Á morgun verður leikið í
fara fram í Kaplakrika í Hafnar- Garðabæ. Þá leika FH - Margret-
firði í kvöld. Stjarnan leikur gegn en kl. 19 og Stjarnan - Asnieres
Margareten frá Austurríki kl. 19 kl. 20.45. Mótinu líkur á Iaugar-
og Islandsmeistarar FH leika daginn í Kaplakrika. Þá leika
gegn Júlíusi Jónassyni og félögum Asnieres - Margareten kl. 15 og
hans hjá Parísarliðinu Asnieres FH - Stjarnan kl. 16.30.
ins var í Borgernesi, eða um 120
km frá keppnisstað. Stjörnumenn
óskuðu eftir því við forráðamenn
Stjörnunnar að leikið yrði fyrst í
Danmörku, en þeir höfnuðu því.
Vildu leika fyrst í Garðabæ og það
23. september. Danirnir samþykktu
síðan að leika 16. september eftir
að búið var að segja þeim frá að
ekkert hótelpláss væri að hafa fyrir
þá 23. september.
Stjarnan mun því ekki leika gegn
ÍR í fyrstu umferð 1. deildarkeppn-
innar 15. september, heldur helgina
eftir, 22. september.
Selfoss leikur gegn Fram í fyrstu
umferð laugardaginn 15. september
kl. 16.30 og á sama leika Haukar
- Víkingur í Hafnarfirði. Sunnudag-
inn 16. september leika FH - KA
kl. 16.30 og kl. 20 leika Grótta -
Valur og ÍBV fær KR í heimsókn.
Leikurinn far færður til Eyja vegna
Sjávarútvegssýningarinnar í Laug-
ardalshöllinni.
iíÉMmw/
mims
SrinMiir
verður haldið laugardaginn 8. sept. og
hefst kl. 8.00. Punktakeppni 7/8 for-
gjöf, þó aldrei meira en 1 í forgjöf á
holu. Mjög góð verðlaun.
Fyrstu verðlaun golfsett, ásamt 7 öðr-
um verðlaunum.
Þátttökugjald aðeins 1.500,- kr.
Skráning fer fram í síma 92-68720 milli
kl. 17.00-21.00 föstudaginn 7. sept.
Mótanefnd.