Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Héðinn eyk- ur forskotið HÉÐINN Steingrímsson vann íTannes Hlífar Stefánsson í 8. umferð Skákþings Islands í gær og er nú efstur með 6 vinn- inga. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Tómas Björnsson og Björgvin Jónsson við Sigurð Daða Sigfússon, en Jón L. Arnason á biðskák við Þröst Þórhallsson. Björgvin og Mar- geir eru í 2.-3. sæti með 5 vinninga. Sjá skákþátt á miðopnu. Bridgesam- bandiðvill halda heims- meistaramót Bridgesamband íslands er nú að kanna möguleika á að fá að halda heimsmeistaramót í brids. Er þá aðallega rætt um keppnina um Bermudaskálina svokölluðu, sem er á tveggja ára fresti milli bestu landsliða heimsálfanna. ■*W Opinberir aðilar og fyrirtæki hafa '•þegar gefið vilyrði um að styðja mótshaidið, verði af því. Tveir fulltrú- ar Bridgesambandsins, Helgi Jó- hannsson og Björn Eysteinsson, munu hitta forvígismenn Aiþjóða- bridgesambandsins að máli í Sviss um helgina, en þar stendur nú yfir heimsmeistaramót í tvímenning. Forseti Evrópubridgesambandsins og stjórnarmaður í Alþjóðabridge- sambandinu, _ Frakkinn Jose Dam- iani, kom til íslands sl. vetur og tók þá vel í þá hugmynd að ísland fengi að halda stórmót í brids, á við Evr- ópumót eða heimsmeistaramót. En nú hafa komið upp deilur milli Dam- iani og forseta Alþjóðasambandsins, ^_^tralans Denis Howard, og er jafn- vel óttast að sambandið muni klofna. Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á málaleitan Islendinga. Keppt hefur verið um Bermuda- skálina í brids síðan árið 1950. í fyrstu keppninni, sem haldin var á Bermudaeyjum, spiluðu tveir Islend- ingar, Einar Þorfmnsson og Gunnar Guðmundsson, í úrvalsliði Evrópu en síðan hafa íslenskir bridsspilarar ekki komist í þessa keppni. Gestgjaf- ar fá að senda sveit í keppnina. Undir hælinn lagt Morgunblaðið/Einar Falur íslendingar töpuðu fyrir Frökkum, 1:2, í gærkvöldi í viðureign þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Leikur- inn var jafn lengst af og Frakkarnir þóttu heppnir að ná báðum stigun- um. Á myndinni skorar Atli Eðvaldsson, fyrirliði, eina mark íslands und- ir lok leiksins, sendir boltann með hælspyrnu í franska markið._„Eg vissi af boltanum fyrir aftan mig og rak hælinn vinalega í hann, Ég miðaði á vinkilinn en náði ekki að stýra honum þangað,“ sagði Atii. Sjá íþróttir bls. 49-51. Tilmæli stjórnar SH til framleiðenda: Samdráttur í framleiðslu fyrir Baiidarílviii ekki meiri en 20% STJÓRN Sölumiðstöðvar lirað- frystihúsanna hefur beint þeim tilmælum til þeirra frystihúsa, sem aðild eiga að SH, að þorsk- flakaframleiðsla þeirra fyrir Bandaríkjamarkað í liaust verði ekki minni en 80% af framleiðslu þeirra fyrir þann markað í fyrra- haust. Stjórn SH ákvað á fundi sínum, sem haldinn var á Ísafírði í síðuslu viku, að b'eina þessum tilmælum til frystihúsanna. Aflamiðlun: -900 tonn af ísfíski flutt út án leyfis Útflutningsheimildir fimm aðila skornar verulega niður og eftirlit hert UM 900 tonn af ísfíski voru flutt út án leyfis Aflamiðlunar í júlí síðast- liðnum og þrjár fyrstu vikurnar í ágúst, að sögn Sigurbjörns Svavars- sonar stjórnarformanns Aflamiðlunar. Á þessu tímabili voru því að jafnaði flutt út um 130 tonn af ísfiski á viku umfram heimildir og þeir, sem stóðu að þessum útflutningi, voru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, Gámavinir í Vestmannaeyjum, Skipaafgreiðsla Vest- mannaeyja, Skipaafgreiðsla Suðurlands, Hrellir á Höfn í Hornafírði og Jón Asbjörnsson í Reykjavík. „Þetta eru nánast sömu aðilar og fjuttu út ísfisk umfram heimildir í vor,“ segir Sigurbjörn Svavarsson. ^Við munum skera niður úthlutanir til þessara aðila strax á föstudaginn og það er alveg ljóst að þær verða skornar niður allverulega," fuilyrðir Sigurbjörn. Hann segir að Aflamiðlun hafi fyrst úthlutað leyfum til ísfisk- útflutnings í mars síðastliðnum en jjitt þúsund tonn hafi verið flutt út umfram heimildir í apríl og maí. Aftur á móti hafi ekkert verið flutt út af ísfiski án leyfis í júní. „Það er. tilgangslaust að stai'f- rækja Aflamiðlun ef hægt er að flytja út ísfisk án hennar leyfís og við höf- um ritað ríkistollstjóra og sjávarút- vegsráðuneytinu bréf, þar sem við förum fram á að eftirlit með ísfiskút- flutningi verði hert,“ segir Sigur- björn. Hann upplýsir að stjórn Afla- miðlunar muni fjalla um þetta rriál næstkomandi mánudag þegar hún hafi fengið svar við bt'éfum sínum til ráðuneytisins og ríkistollstjóra. „Menn virðast ekki útfylla t.oll- skýrslur rétt og það er náttúrulega alvarlegur hlutur ef menn eru að falsa tollskjöl. Við viljum að menn verði sviptir leyfum til að tollafgreiða ísfiskinn eftirá og að fiskurinn verði tollafgreiddur áður en hann fer úr landi,“ segir Sigurbjörn. Hann upp- lýsir að Aflamiðlun fylgist með end- anlegum tölum yfír sölu á ísfiski erlendis og beri þæt saman við út- flutningsleyfin, som hun veitir. Hann segir að umboðsmennirnir úti sendi sjávarútvegsráðuneytinu og Fiskifé- laginu upplýsir.gar urn hversu mikið er selt erlend - iveiju sinni. „Útflytjencuvnir gefa veiðieftirliti sjávarútvegsráðuneytisins trúlega vísvitandi rangar uppiýsingar um ísfiskútflutninginn. Það er brot á reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins og hægt er að svipta menn veiðileyfi vegna þess. „Sjávarútvegsráðuneytið hefur ráðið tvo Breta til að fyigjast með því hversu mikið er selt úr íslenskum fiskiskipum og gámum á fiskmörkuðunum í Hull og Grimsby. Þeir eru hins vegar einungis í hálfu starfí og komast ekki yfir að fylgj- ast almennilega með sölunni." Sigurbjörn segír að svipað magn af óunnum þorski, ýsu, karfa og ufsa verði flutt út á þessu ári og í fyrra. Á innlendu fiskmörkuðunum hafi hins vegar verið selt 56% meira magn fyrstu sjö mánuðina í ár en á sama tíma í fyrra, eða 45 þúsund tonn. Hann segir að flutt hafi verið út 2 þúsund tonnum meira af þorski og ýsu til Bretlands fyrstu sjö'mán- uðina í ár en á sama tíma í fyrra og verðhækkunin hafi verið 40% í erlendri mynt. Hins vegar hafi verið flutt út samsvarandi minna magn af óunnum þorski og ýsu til annarra landa, til dæmis Danmerkur, þar sem íslenski þorskurinn hafi verið saltað- ur. Ástæðan fyrir þessum tilmælum stjórnarinnar er sú að þrátt fyrir um 22% verðhækkun á þorskflökum í Bandaríkjunum frá því í maí síðastliðnum hefur lítið verið fram- leitt af þorskflökum fyrir Banda- ríkjamarkað undanfarið vegna falls Bandaríkjadals og því er talið nauð- synlegt að auka framleiðsluna til að halda markaðinum. Bandaríkjadalur hafði í gær fall- ið um rúm 7% á þessu ári gagnvart íslensku krónunni en sterlingspund- ið hækkaði um 9,6% á sama tíma og fiskverð hefur hækkað mikið í Evrópu í ár. Til dæmis hefur verð á þorskblokk hækkað um 50% í Frakklandi frá því í fyrra og er nú 21,4% hærra en í Bandaríkjunum. Framleiðendur hafa því aukið fram- leiðslu fyrir Evrópumarkað undan- farið og stjórn SH óttast því að framboðið verði ekki nægilegt á Bandaríkjamarkaði í haust. „Við erum ekki tilbúnir að slá striki yfir Bandaríkjamarkað og flestir eru sammála um að það séu verðmæti í þessum markaði," sagði framkvæmdastjóri hjá SH og einn af framleiðendunum sagði í samtali við Morgunblaðið að flestir hljóti að taka vel þessum tilmælum stjórnar SH, þar sem þeir sjái að ekki megi tapa markaði, sem tekið hafi fjörutíu' ár að byggja upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.