Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI EM
HEPPNIN varekki með íslend-
ingum í gærkvöldi er þeir töp-
uðu fyrir Frökkum, 1:2, í undan-
keppni Evrópumóts landsliða í
knattspyrnu. Eftir slæma byrj-
un áttu Islendingar á brattann
að sækja en unnu sig smám
saman framar á völlinn og
hefðu getað gert fleiri mörk.
Færin vantaði ekki og í raun
fengu þeir fleiri færi en Frakk-
arnir og þegar flautað var til
leiksloka í súldinni í Laugardal
var það aðeins ódýrt sigurmark
Eric Cantona sem skyldi liðin
að.
Frakkar réðu ferðinni framan af
fyrri hálfleik, höfðu sterk tök
á miðjunni, og léku framarlega.
Sókn þeirra færði þeim mark á 12.
mínútu. Jean-Pierre
Logi Papin fékk boltann
Bergmann aleinn nálægt víta-
Eiðsson punkti, eftir laglega
sendingu og .sendi
boltann af öryggi í bláhornið. í kjöl-
farið fylgdu nokkrar sóknir og
Perez komst næst því að skora er
hann komst einn í gegn en Bjarni
lokaði markinu með góðu úthlaupi.
Smám saman náðu íslendingar
að losa tökin á miðjunni og unnu
boltann oft vel með mikilli baráttu.
Það gekk hinsvegar illa að finna
samhetja og sóknirnar brotnuðu á
sterkri vöm Frakka. Pétur Péturson
og Arnór Guðjohnsen voru oftar en
ekki einir gegn fjórum eða fimm
varnarmönnum og höfðu lítið í þá
að segja.
Frakkar virtust draga sig heldur
u.ftar eftir markið og að sama skapi
þyngdist sókn íslendinga. Á 36.
mínútu sendi Ólafur Þórðarson inná
Arnór. Hann lék á Amoros og sendi
boltann út í teiginn. Þar var Atli
Eðvaldsson mættur en Bruno Mart-
ini varði gott skot Atla í horn. Eft-
ir þessa sókn virtust íslendingar
hafa fengið sjálfstraust og sóttu
af meiri hörku síðustu mínútur fyrri
hálfleiks.
Síðari hálfleikur byijaði vel hjá
íslendingum. Arnór og Pétur voru
grimmir í sókninni og gáfu Frökk-
um lítinn frið. Miðjumennimir
fylgdu mun betur með og það skap-
aði hættu við franska markið. Á
54. mínútu kom besta færi íslands
í leiknum. Sævar Jónsson skallaði
fyrir þvert markið. Pétur Pétursson
renndi sér að fjær stönginni og
náði að reka mjöðmina í boltann
en hann fór í stöngina. Pétur
Ormslev átti skömmu síðar gott
skot að marki en boltinn í varnar-
mann. Auk þess áttu Islendingar
nokkar góðar sóknir en yfirleitt
komust franskir fætur fyrir send-
ingarnar, þótt oft hafi ekki miklu
munað.
Bo Johansson skipti um tvo leik-
menn á 65. mínútu. Rúnar Kristins-
son kom inná í stað Péturs Ormslev
og Ragnar Margeirsson leysti Þor-
vald Orlygsson af hólmi. Þessi
breyting færði liðinu aukinn sókn-
arþunga og jöfnunarmarkið virtist
liggja í loftinu. En í stað þess að
'íslendingar næðu að jafna, juku
Frakkar forskotið og það með ákaf-
lega ódýru marki. Blanc fékk bolt-
ann við nærstöng eftir hornspyrnu
og nikkaði honum yfir á stöngina
fjær. Bjarni Sigurðsson náði ekki
til hans og íslensku varnarmennirn-
ir ekki heldur. Eric Cantona var
hinsvegar tilbúinn og kastaði sér á
boltann og ýtti yfir línuna.
Staðan virtist heldur vonlaus en
Islendingar sóttu áfram. Arnór fékk
gott færi á 82. mínútu; stóð á mark-
teig og sneri baki í markið er hann
fékk boltann eftir innkast, en skot
hans hitti ekki markið.
„Hafði engin tök
á að stjóma
knettinum"
Pétur Pétursson fékk skyndilega tækifæri til að jafna snemma
í seinni háifleik, en boltinn fór í stöng og Frakkar sluppu með
skrekkinn.
„Þetta gerðist skyndilega. Sævar skallaði, boltinn í jörðina og
allt í einu skaust hann til mín í mittishæð. Ég hafði engin tök á
að stjórna knettinum, en reyndi að stýra honum með mjaðmar-
sveiflu. Þetta hefur ef til vill litið út fyrir að vera opið, en en ég
var ekki í neinni aðstöðu til að gera það sem til þurfti — stóð í
báða fætur, en reyndi hvað ég gat.“
Hér á myndum Einars Fals má sjá atvikið sem Pétur segir frá.
Það var svo fyrirliðinnn sjálfur,
varnannaðurinn Atli Eðvaldsson,
sem opnaði leikinn að nýju. Hann
fékk boltann á markteig eftir horn-
spyi-nu og var fljótur að átta sig
og skoraði með skemmtilegri hæl-
spyrnu. íslendingar náðu hinsvegar
ekki að fylgja markinu eftir, áttu
nokkar þokkalegur tilraunir án þess
að komast verulega nálægt franska
markinu og gestirnir tóku lífínu
með ró það setn eftir var.
Kaflaskipti
Þessi leikur var nokkur svipaður
viðureign íslendinga gegn Albön-
um. í fyrri hálfleik voru ísiendingar
heldur ragari, héldu boltanum illa
og áttu fá hættuleg færi. Líkt og
í Albaníuleiknum var mun meiri
barátta í liðinu í síðari hálfleik;
sjáifstraustið var komið og liðið lék
sem ein heild. Seinna mark Frakka
kom á versta tíma, rétt þegar ís-
lendingar virtust líklegir til að
jafna.
Islenska liðið var lengi í gang,
en í síðari hálfleik lék það vel.
Miðjumennirnir unnu vel og vörnin
var örugg, þrátt fyrir að hafa hiks-
tað öðruhvoru. Olafur Þórðarson
og Arnór voru á fullri ferð allan
Ieikinn og Þorgrímur og Sævar voru
ógnandi á vængjunum en hefðu
stundum mátt vera fi: :.ui að senda
boltann. Atli og Cuðni mynduðu
sterka heild afta<i á miðjunni og
Bjarni var öruggur í markinu.
Skiptingin heppnaðist vel, Rúnar
og Ragnar h'.r ptu lífi í íslenska
liðið og hefð' ^afnvel mátt fara
fyrr inná.
Það er ekkert vafamál að Frakk-
ar eru með eitt besta landslið Evr-
ópu og samkvæmt bókinni ættu
þeir að sigra. En í þessum leik áttu
lslendingar góða möguleika á jafn-
tefli — ef ekki sigri — og því er
sárt að sætta sig við ósigur og töp-
uð stig.
í súldinni
Svekkjandi tap gegn Frökkum. íslendingar mjög slakir ífyrri hálfleik en allt annað upp á teningnum eftir hlé