Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEFl’EMBER 1990 Birna Eyjólfs- dóttir — Minning í dag kveðjum við hinstu kveðju vinkonu okkar Birnu Eyjólfsdóttur frá ísafirði. í 23 ár höfum við skóla- systurnar hist reglulega í sauma- klúbb yfir vetrarmánuðina og þegar við kvöddumst í vor hvarflaði ekki að okkur, að við yrðum einni færri eftir sumarið. Bima Var mikil athafnamann- eskja og hvað eina sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún með glæsi- brag og átti það jafnt við um heim- ili hennar og atvinnu. Birna var mjög hugmyndarík og hikaði ekki við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og má segja að kjörorð hennar væri „að hika er það sama og tapa“. Þrátt fyrir mikla vinnu gaf Bima sér tíma fyrir vini sína og oft kom hún í saumaklúbb beint úr vinnunni og var þá, sem oftar, uppfull af nýjum hugmyndum eða skemmti- legum frásögnum. Hún gaf mikið af sjálfri sér til vina sinna og lét sig varða líf þeirra og athafnir. En númer eitt í lífi Bimu var þó alltaf fjölskyldan og heimilið. Hún var lansöm í sínu einkalífi, átti góð- an mann og þijú mannvænleg börn, sem studdu hana með ráðum og dáð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði það oft á orði við okkur vinkonumar, hvað hún væri heppin að eiga þau. Við kveðjum nú kæra vinkonu og okkur er efst í huga þakklæti fyrir liðnar samvemstundir og söknuðurinn yfir því að hafa hana ekki lengur á meðal okkar. Elsku Eiríkur, íris, Tryggvi, Eyj- ólfur Róbert, Úffa, Eyjólfur og aðr- ir ástvinip! Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og ósk um, að góðu minningarnar megi létta. ykkur sorgina. Ásdís, Elsa, Fríða, Hiddý, Hrabba K., Lína og Sigrún. Ritvélar í úrvali Verð frá kr, 21.755,-.,», EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 í lífinu skiptast á skin og skúrir, rétt eins og í sjálfri náttúrunni. Þannig gleðst maður stundum yfír góðum fréttum, er heppinn í því sem maður er að fást við, kynnist góðu fólki sem er gefandi á sjálft sig og þá gengur allt í haginn. Með sama hætti dregur annað veifíð ský fyrir sólu og slæmar fréttir berast, eitt- hvað mistekst, góður vinur verður fyrir áfalli eða deyr, þá er mótlætið yfírþyrmandi. Sagt er að öll él birti upp um síðir, en með því er ekki .sagt að allt verði eins og áður. Stundum verður skaði sem ekki verður bættur, hvorki með verald- legum né andlegum meðulum. Birna hringir víst ekki aftur, jafnhress og gefandi og hún jafnan var. Hún var mjög blátt áfram og lítið gefin fyrir að flækja hlutina um of. Síðast hittumst við um miðj- an maí. Þá var vor í lofti og ekki annað að sjá en að hún væri full af orku til þess að kljást við verald- leg vandamál líðandi stundar. Eftir á að hyggja fínnst mér samt eins og eitthvað hafí það verið sem hún ekki sagði, en vildi sagt hafa. Hún lifði hratt, var atorkusöm og hug- myndarík. Á stuttri ævi kom hún ótrúlega mörgu í framkvæmd. Henni féll best að kljást við stór verkefni sem tóku stuttan tíma, helst þannig að bæði þyrfti að vinna dag og nótt. Henni féll illa að sitja aðgerðalaus. Að öðrum hlutum ólöstuðum er hún fékkst við, þá tel ég að útgáfa Útflutningshandbók- arinnar, sem hún átti allan veg og vanda að sem framkvæmdastjóri Framsýnar hf., beri stærstan vott um stórhug hennar. Þá má einnig nefna að hún var frumkvöðull hér á landi varðandi svokallaða beina markaðssetningu, en hún starf- rækti fyrirtækið Markaðsdreifíng sf., ásamt Jóhannesi Guðmunds- syni. Fyrir einum fimmtán árum flutt- ist ég ásamt ijölskyldu í fjölbýlis- húsið í Æsufelli 4 í Reykjavík. Þar kynntumst við Birnu og hennar Hraðlestrarnámskeið Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrar- hraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á hraðlestrarnám- skeið. Næsta námskeið hefst mánudaginn 10. september. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN CMJ 10 ÁRA Aij góða manni, Eiríki Tryggvasyni múrarameistara, en íbúðir okkar voru sitt hvoru megin við ganginn á 2. hæð. Eldri dóttir mín lék sér á næstu fjórum árum með börnum þeirra hjóna, þeim írisi, Tryggva og Eyjólfí, og eignaðist um leið skjól og umhyggju hjá móður þeirra. Stekasta einkenni hennar þá og alltaf, var sú ástúð og um- hyggja sem hún sýndí börnum sínum og þeirra félögum. í þeirra íbúð voru allir velkomnir, enda oft fjöldi bama þar saman kominn. Þá stóð hún fyrir því að haldin var „Lúsíuhátíð“ að sænskri fyrirmynd, með þátttöku allra barna í húsinu fyrir öll þau jól sem við bjuggum þar. Gengu börnin um ganga húsins og sungu jólasálma og sáu þannig til þess að íbúarnir meðtæku jóla- boðskapinn. Að baki barnanna gægðist Birna og sá til þess að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Á þess- um árum hafði hún nóg að gera við uppeldi barna sinna, en er um hægðist tók hún að starfa utan veggja heimilisins svo sem áður var vikið að. Ég vil með þessum fáu orðum minnast þessarar glæsilegu konu sem féll frá langt fyrir aldur fram og er harmdauði öllum sem hana þekktu. Við Vigdís sendum Eiríki og bömum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur, með von um að Guð styrki þau í þeirra djúpu sorg. Blessuð sé minning Birnu Eyj- ólfsdóttur. Árni Vilhjálmsson Okkur hjónin langar til að minn- ast yndislegrar konu, Bimu Eyjólfs- dóttur, sem var alltaf svo hugguleg, kát og svo gefandi. Hún giftist Eiríki Tryggvasyni og eignuðust þau þrjú indæl og vel gefín böm, Irisi, Tryggva og Eyjólf Róbert. Við kynnumst þeim Birnu og Eiríki fyrst þegar við unglingarnir bjuggum í New York. Þau höfðu þá verið á ferðalagi um Bandaríkin og datt bara sísvona í hug að kíkja á frænda og kærustu hans á leið sinni heim til íslands. Það voru góðir dagar sem við áttum með þeim hjónum þar. Það kann að hljóma undarlega en þá fyrst gerð- um við okkur grein fyrir því hvað foreldrum þykir vænt um börnin sín. „Eigiði bara mörg börn, börn eru svo yndisleg." Birna var skemmtileg, stríðin og sannfærandi, fékk okkur m.a. til að eyða hýrunni á götuspilafíflin í New York. Til að bjarga fyrir okkur deginum bauð hún út að borða og í leikhús. Svo hló hún bara. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Birnu viljum við þakka allt spjallið og huggulegheitin við okkur í gegnum árin. Hafí hún þökk fyrir allt og allt. Eiríki, írisi, Tryggva, Eyjólfi Róbert og öllum öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. Bjarni og Gréta Mig setti hljóðan þegar mér bár- ust þau tíðindi að Bima Eyjólfsdótt- ir væri látin. En hún lést á Land- spítalanum þann 26. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Unnur Konráðsdóttir og Eyjólfur Bjarna- son sölustjóri og var hún elst fimm systkina. Fyrstu kynni mín af Birnu voru tengdar alþingiskosningum. Þá var mikið að starfa í byijun kosningar en vantaði alit skipulag á hlutina. Þá var það að Bima byrjaði að fá fólk til að vinna kerfísbundið og skipulega og var unun að sjá hvað hún virtist leysa þetta létt úr hendi. Síðar starfaði ég mikið með Birnu að uppbyggingu Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík: Hún var þá formaður Kvenfélags Al- þýðuflokksins í Reykjavík og fórst það vel úr hendi og var einstakt að starfa með henni fyrir dugnað hennar, útsjónarsemi og lipurð. Birna gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Hún sat um árabil í flokkstjórn, í full- trúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík og var einnig í stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna. Hún var samviskusöm og trú í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og skilaði því með sérstakri prýði eins og henni var lagið. Allir þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast Birnu, sáu að þar fór kona sem kunni að takast á við verkefnin og skipuleggja sitt starf. Árið 1985 byijaði Birna að vinna hjá fyrirtækjunum Framsýn og Strax og var framkvæmdastjóri þeirra, en þar sýndi Birna mikið starf og fórnfýsi við að byggja upp fyrirtækin. Birna hafði mikla mannlega kosti. Hún var ávallt hress í tali, hafði ríka kímnigáfu og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp. Okkur Alþýðuflokksfólki er það ljóst að við höfum misst einn af okkar traustustu máttarstólpum, en við vonum að minning um þennan góða félaga efli okkur og styrki til meiri og betri starfa. Ung að árum giftist Birna eftir- lifandi eiginmanni sínum Eiríki H. Tryggvasyni múrarameistara og eiga þau þijú börn, en þau eru íris 20 ára, Tryggvi 18 ára og Eyjólfur Róbert 15 ára. Ég vil að leiðarlokum þakka Birnu hennar tryggu vináttu og gott samstarf á liðnum árum. Við hjónin sendum eiginmanni, bömum, foreldrum og systkinum okkar bestu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau og minn- ingu hennar. Guðmundur Haraldsson Við viljum með nokkrum fátæk- legum orðum minnast Birnu Eyj- ólfsdóttur, móður vinkonu okkar, sem lést um aldur fram eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Alltaf var jafn gaman að koma á heimili þeirra Bimu og Eiríks þar sem okkar biðu hlýjar og innilegar móttökur. Bima var ákaflega glæsileg kona og hinn mesti dugnaðarforkur, fé- lagslynd og hvers manns hugljúfi. Hún var einkar lagin við að veita okkur vinkonunum holl og góð ráð varðandi hin ýmsu vandamál, sem fylgdu unglingsámm okkar. Sökn- um við hennar því sárlega en hugg- um okkur við að vita af henni í Guðsríki. Elsku íris, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Guðrún Lilja og María Björnsdóttir. Bidda mín er dáin. Þegar úffa sagði mér þetta í símann, féllust mér hendur. Af hveiju hún? Þessi unga fallega, góða frænka mín í blóma lífsins, sem átti svo margt eftir að gera fyrir Eirík sinn og elsku bömin þeirra. Hún sem var alltaf svo lífsglöð og kát. Hún sem alltaf hélt saman okkar stóru fjölskyldu. Æskuárin á ísafírði koma upp í hugann. Þegar hist var á Austur- veginum og eftir að ég fór að búa í Fjarðarstrætinu. Ailtaf var fjör- kálfurinn hún Bidda hrókur alls fagnaðar og fann upp á ýmiskonar leikjum og skemmtilegheitum. Og þorrablótin okkar síðustu árin. Það var alltaf líf og fjör þar sem hún Bidda frænka var. Svo giftist hún honum Eiríki sínum, þeim ljúfa dreng. Það var beggja iukka því að þeirra sámbúð hefur alltaf verið góð. Þau eignuðust börnin sín þijú: írisi, Tiyggva og Eyjólf Róbert, sem öll eru heimabúandi. Elsku Eiríkur. Ég sendi ykkur öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Frá systkinum mínum öll- um, mömmu og minni fjölskyldu. Kær frænka er kvödd. Konný Hún Birna frænka er dáin. Birna sem maður hitti aldrei öðruvísi en svo að af henni stafaði bæði orku og gleði. Þegar ég var rétt um ferm- ingaraldurinn bað mamma mig að fara með systur mína í afmæli til Irisar, dóttur Birnu. Það var í þessu afmæli sem krakkamir töldu það nokkuð öruggt að Birna væri göldr- ótt og að hún hefði lært galdra í Svíþjóð. Þama mitt í krakkaskaran- um þar sem allir sáu að ekki var um neitt plat að ræða dró hún út úr bakarofninum sjóðandi heita tertu fyllta með gödduðum ijómaís. Birna vildi náttúralega ekkert um það segja hvernig hún færi að þessu og auðvitað vissi maður ósköp lítið um einangrunargildi eggjahvítu á þessum árum. Maður segist alltaf hafa þekkt Birnu frænku en það er náttúralega ekki rétt. Ég kynntist henni raun- verulega ekki fyrr en í lok árs 1986 þegar ég hóf viðskipti við fyrirtæk- ið hennar; Framsýn. Þá um haustið hafði ég eitthvað verið að rabba við Bimu um þau verkefni sem ég væri að vinna að og þau vandamál sem þeim fylgdu. Ég man að hún horfði eilítið glottandi á mig og greip svo fram í fyrír mér og sagði mér það að hún sérhæfði sig í lausn slíkra mála og að við skyldum at- huga hvort við gætum ekki unnið saman að þeim. Það varð svo úr að við ákváðum að gera það. Upp úr þessu hittumst við Bima reglu- lega og á þeim tíma kynntumst við hugmyndum hvors annars heilmik- ið. Við ræddum um lífið og tiiver- una og einmitt þannig fékk ég að kynnast hugmyndum hennar um framtíðina, draumum sem ekki voru litlir eða einfaldir heldur miklir og spennandi. Kannski hefði mörgnm fundist þessir draumar vera ekkert annað en loftkastalar en svo var ekki því margir þeirra urðu að vera- ieika strax á því ári. Ekki veit ég ástæðuna fyrir því að fyrirtækið fékk nafnið Framsýn en í mínum huga getur það einungis verið af þeim sökum að Birna bjó yfír mik- illi framsýni í skipulagningu og framkvæmd verkefna. Hún var hörð í viðskiptum og ákveðin en viður- kenndi þó sök sína ef henni urðu á mistök. Hún sagði mér að sumum fyndist hún vera ansi frek en þeirri hlið kynntist ég ekki í mínum við- skiptum við hana. Eins og áður sagði þá var hún mjög ákveðin og hafði alltaf rök fyrir því sem hún var að gera eða því sem hún vildi fá framgengt. Mér fannst auðvitað dálítið skondið að vita til þess að á bak við þessa hörðu skel sem hún brynj- aði sig með í viðskiptum bjó kona sem var hvers manns hugljúfi og alltaf reiðubúin til að rétta fram hendur til hjálpar. Birna var önnum kafin í vinnu alla daga, ekki einung- is í Síðumúlanum heldur næstum um allan bæ. Ég minnist þess að í eitt sinn þegar ég ætlaði að hitta hana í Framsýn, fékk ég þau skila- boð að hún mundi hitta mig upp í Ártúnshöfða að taka upp úr til að undirbúa sína árlegu stórútsölu. Þarna héldum við fund um okkar verkefni á meðan við hjálpuðumst að við að tína spjarirnar upp úr kössunum. I mínum huga var Birna einmitt svona, á fullu í verkefnum um allan bæinn, verkefnum sem höfðu verið skipulögð í huga hennar fyrir langa löngu en voru einfald- lega á framkvæmdastigi núna á meðan hugur hennar vann með framsýni að skipulagningu annarra verkefna sem hún ætlaði sér að framkvæma. Þar sem ég á ekki kost á að fylgja Birnu til grafar sendi ég ást- vinum hennar öllum mínar samúð- arkveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Nonni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.