Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR N. MAGNÚSSON, Nökkvavogi 1, andaðist að morgni 5. september í Borgarspítalnum. Hulda Bergþórsdóttir, Magnús Bergþórsson, Þórunn Jónsdóttir, Björn Bergþórsson, Anný Bergþórsson, Ragnhildur Bergþórsdóttir, Atli Elíasson, Konráð Bergþórsson, Gunnar Bergþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Fjólugötu 15, Akureyri, andaðist 27. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hulda Guðmundsdóttir, Arnkell B. Guðmundsson, Svanfriður Guðmundsdóttir, Tryggvi Sæmundsson, Skarphéðinn Guðmundsson,Kristjana Jónsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ESTHER GUÐMUNDSDÓTTIR, Suðurgarði 22, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavfkurkirkju í dag fimmtudagínn 6. sept- ember, kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Zakarías Hjartarson, börn, tengdabörn og barnabörn. + FRIÐJÓN SVEINBJÖRNSSON sparisjóðsstjóri, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 8. septem- ber kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Björk Halldórsdóttir, Sigrfður^Margrét og Halldóra Björk Friðjónsdætur. + Eíginmaður minn, faðir okkar og afi, KJARTAN JÓHANNESSON, Karfavogi 34, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 7. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á styrktarsjóð Vífilsstaða- spítala. Valgerður Jónsdóttir, Þorgeir Rúnar Kjartansson, Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Guðjón Kjartan Viggósson, Jerry Dwayne Willíams. + Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir okk- ar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Skipasundi 60, Reykjavfk, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 4. september. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.30. Kristján J. Einarsson, Erna M. Kristjánsdóttir, Sfmon Ágúst Sigurðsson, Ómar Á. Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN GISSURARSON fisksali frá Byggðarholti f Flóa, Sæviðarsundi 38, Reykjavfk, andaðist í Vífilsstaðaspítala þann 5. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Karen Gissurarson, Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason, Gunnar Kjartansson, Ágústa Árnadóttir, Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson, Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karladóttir, Sonja Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Viggó Jessen vél- fræðingur—Minning Fæddur 30. september 1909 Dáinn 22. júní 1990 Viggó R. Jessen var fæddur á ísafirði, sonur þeirra merkishjóna Sigþrúðaj, dóttur Guðmundar Guð- mundssonar bátasmiðs þar og J.H. Jessen er var danskur vélsmiður frá Esbjerg. J.H. Jessen kom til ísa- fjarðar 1902 á vegum Molrubb verksmiðjunnar dönsku enselt hafði vél í nýsmíðaðan bát er verða mundi fyrsti opni vélbáturinn á íslandi, eign Árna Gíslasonar útgerðar- manns og Sophus J. Nielsen versl- unarstjóra. Báturinn hlaut nafnið Stanley. Jessen setti vélina í bátinn. Hún var reynd 11. nóvember 1902. Svo vel reyndist vél og bátur að menn þóttust strax sjá það er síðar varð, að hér væri að hefjast úpphaf vélaaldar. J.H. Jessen stofnaði fyrstu fullkomnu vélsmiðju á íslandi með 16 starfsmönnum. Fimmtán útgerðarmenn gengu í ábyrgð fyrir stofnláni. Vélsmiðjan var fyrst starfrækt í húsi tengdaföður hans en síðar keypti Jessen hús Ásmund- ar Sigurðssonar og byggði vélsmiðj- una út frá því. Vélsmiðja J.H. Jes- sen varð fyrsta og elsta vélsmiðja á íslandi og þar lærðu margir nafn- kunnir menn vélsmíði svo sem Gunnlaugur Fossberg, Gísli Jónsson alþingismaður, Hallgrímur Jónsson og Þorsteinn Árnason, J.H. Jessen var talinn góður vélsmiður og hann yar vinsæll og mjög virtur af öllum. Með véltækninni hófst bylting í útgerð ísfirðinga. Hinir þróttmiklu, afburða duglegu sjómenn, skip- stjórar og útgerðarmenn brugðu hart við og létu smíða og keyptu frá útlöndum hinn glæsilega vél- skipaflota er vakti óskipta athygli um ísland allt á fyrsta fjórðungi þéssarar aldar. Utileguvélskipin frá Isafirði báru alls staðar af og aflinn var eftir því. ísfirðingar eiga að njóta sannmælié, sem þeim ber, að hafa verið brautryðjendur vélaaldar á Islandi undir forustu J.H. Jessen. Þegar þau- Sigþrúður og J.H. Jessen giftust var Sigþrúður talin ein af glæsilegustu dætrum ísa- fjarðar. Þau eignuðust þijú börn. Helga var elst, þá Jens og yngstur var Viggó. En nú urðu snögg um- skipti. Hins framkvæmdasama, vin- sæla vélsmiðs naut ekki lengi. Hann smitaðist af taugaveiki og dó eftir stutta legu frá sinni glæsilegu konu og þremur ungum börnum. Helga ólst upp með móður sinni og síðar seinni manni hennar, Þórði Þórðar- syni vélsmið, er tók við rekstri vél- smiðjunnar. Helga giftist þjóðkunn- um athafnamanni, Ingólfi B. Guð- mundssyni byggingameistara í Reykjavík. Jens fluttist ungur til Esbjerg, ólst þar upp og gerðist kaupmaður þar. Viggó ólst upp hjá móðurömmu sinni, Helgu Símonar- dóttur hómopata og afa, Guðmundi Guðmundssyni bátasmið. Með seinni manni sínum, Þórði, eignað- ist Sigþrúður þijá syni, afburða duglega menn, sem allir urðu vél- meistarar á okkar stærstu frakt- skipum og síðar vélsmiðir í landi. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNJÓNASSON járnsmiður, Eskihlíð 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 7. september kl. 13.30. Þóra Eiriksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Jón Torfi Gylfason, Hjalti Gylfason. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA VALDIM ARSDÓTTIR frá Súgandafirði, Kleppsvegi 50, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. september kl. 10.30. Jóhannes Þ. Jónsson, Aðalheiður Jóhannesdóttir, Þórður Jóhannesson, Jóhanna Björk Bjarnadóttir, Guðrún Kristfn Jóhannesdóttir, María Þrúður Weinberg, Arthur Weinberg og barnabörn. + Dóttir mín og systir okkar, ERLA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Suðurgötu 24, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 8. septem- ber kl. 14.00. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörgu, landssam- 'band fatlaðra. Emilía Lárusdóttir, Sveinn Brynjólfsson, Stefanía Brynjólfsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, ODDNÝ INGVELDUR TÓMASDÓTTIR frá Efri-Presthúsum, Mýrdal, sem andaðist 3. september, verður jarðsungin frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 8. september kl. 15.00. Elin Sólveig Guðjónsdóttir, Kristján Ólason, Ólafur Tómas Guðjónsson, Brynjar Kristjánsson, Ingólfur Kristjánsson, Helgi Kristjánsson, Þorsteinn Óli Brynjarsson. Þeir heita Siguijón, Þór Birgir og Jens. Þótt dvöl J.H. Jessen vélsmiðs væri ekki löng hér á landi, hefur hann mótað djúp hamingjuspor fyr- ir land og þjóð með brautryðjenda- starfi til vélaaldar er lyft hefur þjóð- inni frá örbirgð til þeirrar velmeg- unar er við nú njótum. Það fór að líkum að Viggó fetaði í fótspor föður síns og gerði vél- fræðina að sínu lífsstarfi. Hann hóf undirbúning vélsmíðalærdóms í vél- smiðju þeirri er faðir hans hafði stofnað og stjúpfaðir hans stjóm- aði. Við þau undirbúningsstörf dvaldist Viggó í fjögur ár þar til skólaganga hófst. Áð lokinni skóla- göngu stúndaði hann siglingar sem vélstjóri á skipum Eimskipafélags íslands, fyrst á Brúarfossi og síðar á Lagarfossi. Að lokinni vélfræð- ingsmenntun hætti hann siglingum og fór í land. Hann hafði kynnst eftirlifandi konu sinni Huldu, dóttur Kristjáns Sigurðssonar kaupmanns á Akur- eyri og konu hans Sigurlaugar Jak- obsdóttur. Hulda er hin ágætasta kona, greind og vel menntuð. Þau giftust 20. september 1936. Eftir giftinguna bjuggu þau á Hjalteyri. Þar tók Viggó við vélstjórn Síldar- bræðslu Kveldúlfs hf. Árið 1945 fluttust þau til Reykjavíkur, að Grenimel 6, og hafa búið þar síðan. Þau Viggó og fiulda eignuðust tvö böm, Inger og Kristján. Inger er líffræðingur, gift Jóhanni Axelssyni prófessor, þeirra sonur er Viggó Karl. Kristján er háskólakennari og vísindamaður í London, kvæntur enskri konu, Rónu, sem er háskóla- kennari þar. í Reykjavík starfaði Viggó sem umboðs- og skoðunarmaður trygg- ingaféiags Loyds og Nörska Verit- as. Allir bera honum sama orð og föður hans, J.H. Jessen, sökum ein- lægni, trúmennsku og drengskapar á öllum sviðum. Nú em liðin 63 ár síðan ég kynntist Viggó, hinum sterktrúaða unga manni, er þá vann í vélsmiðju á ísafirði. Þá tengdumst við vináttuböndum og hélst sú vin- átta til hans hinsta dags. Viggó var ávallt glaður og orðvar svo af bar. Aldrei kom blótsyrði yfir hans varir og aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum þótt tilefni gæfist. Hann var eitt mesta drengskapar og ljúf- menni sem ég hef kynnst. Ungur gekk hann í skátahreyfinguna og í KFUM. Það hlóðust á hann trúnað- arstörf og í öllum félögum var hann hinn virki aðili. Hann starfaði í Gideonfélaginu og var ritari þess félags í 11 ár. Hann var í safnaðar- stjórn Nessafnaðar og Rotaryfé- lagi. Við hlið hans stóð Hulda, eigin- kona hans, bæði í félags- og dagleg- um störfum, í einlægri trú og kær- leika. Orð féllu niður í GREIN Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur, Svona gerum við, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, féllu niður nokkur orð i setningu í næst síðustu málsgreininni. Rétt er setningin þannig: „Ég tel læsi ekki aðeins vera fólgið í því að nemandi geti lesið stafarunu, heldur að nemandi skilji textann og geti endursagt . . .“ Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.