Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 FYRIR TRJÁPLÖNTUR í stað spotta og borða, í stað þess að hefta eða negla, býðst nú lausn sem gerir uppbindingu trjáa að léttum leik. Veðurþolnu límböndin frá MAPA eru sterk, mjúk og þjál og særa ekki viðkvæman börk. Sölustaðir: Sölufél. garðyrkjumanna, Smiðjuvegi 5, Kóp. Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Skipavík, Stykkishólmi. Versl. Hamrar, Grunarfirði. Versl. Vík, Ólafsvík. Ástubúð, Patreksfirði. Versl. Tían, Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Jón Fr. Einarsson h/f, Bolungarvík. Pensillinn, ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. A-Hún., Blönduósi. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Versl. Hegri, Sauðárkróki. Torgið, Siglufirði. Valberg h/f, Ólafsvík. Skapti h/f, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Stálbúðin, Seyðisfirði. Versl. Vík, Neskaupstað. K.A.S.K. Hornafirði. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Þríhyrningur, Hellu. Kf. Árnesinga, Selfossi. Kf. Suðurnesja, Keflavík. Metsölublað á hverjum degi! Sjá ekki samhengi vaxta og verðbólgu Athugasemd við greinar Gunnars Tómassonar og Ögmundar Jónassonar eftirÞórð Friðjónsson í grein sem Gunnar Tómasson skrifar og birt er í Morgunblaðinu 22. ágúst síðastliðinn undir yfir- skriftinni „Horfur í efnahagsmál- um“, eru útreikningar Þjóðhags- stofnunar á hlutdeild launa í þjóðar- tekjum dregnir í efa. Rök höfundar eru þau að nota eigi nafnvexti við mat á vaxtakostnaði en ekki raun- vexti eins og Þjóðhagsstofnun gerir. Þessu sjónarmiði veltir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, fyrir sér í grein í Morgunblaðinu 30. ágúst síðastliðinn í „Tilmæli til Þjóðhags- stofnunarog Seðlabanka". Nauðsyn- legt er því að svara greinum Gunn- ars og Ögmundar í fáum orðum. Málið snýst einfaldlega um það hvort nota eigi nafnvexti eða raun- vexti við mat á vaxtakostnaði. Svar- ið liggur í augum uppi. Auðvitað verður að nota raunvexti. Það er út í hött að leggja að jöfnu til dæmis 30% nafnvexti í 40% verðbólgu ann- ars vegar og 20% verðbólgu hins vegar. Auðvitað er dýrara að taka lán með 30% vöxtum þegar verðbólga er 20%, en þegar hún er 40%, eða hver vill lána peningana sína með 30% vöxtum þegar verðbólgan er 40%. Þetta sjá og skilja nánast allir sem búið hafa við sveiflukennda og mikla verðbólgu í áratugi. En kjarni málsins er einmitt að Gunnar sér ekki samhengið milli vaxta og verð- bólgu. Ekki þarf að hafa um þetta mörg orð. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til verðbólgu við mat á vaxtakostn- aði. Þess vegna áætlar Þjóðhags- stofnun raunvexti hvort sem verið er að meta afkomu atvinnulífsins eða heimila. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Það er hins vegar rétt að benda á að nnn knmq mnrp' álitamál við mat á raunvöxtum og Þjóðhags- stofnun er að sjálfsögðu reiðubúin til að taka þátt í umræðu um þau mál. En um þetta fjallar ekki grein Gunnars. Við þetta bætist að mismunandi mat á vöxtum hefur alls ekki áhrif á hlutdeild launa í þjóðartekjum, heldur hefur það einungis áhrif á hvernig sá hluti þjóðartekna sem telst ekki til launa, það er svonefnd- ur vergur rekstrarafgangur á máli hagfræðinnar, skiptist milli lánveit- enda og hagnaðar af atvinnurekstri. Af þessu má ráða að skrif Gunnars í umræddri grein eru hreinlega byggð á misskilningi. Ögmundur Jónasson tekur upp þennan misskilning Gunnars og varpar fram þeirri spurningu hversu rétt sé reiknað. En þegar líður á greinina virðist sem Ögmundur trúi fullyrðingum Gunnars og heldur því fram að ekki sé samræmi í útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar því launin séu reiknuð á verðlagi hvers árs en vextir á föstu verði. Jafnframt full- yrðir hann að verið sé að hagræða upplýsingum í þágu eignafólks og fjármagnseigenda. Fyrri fullyrðingin er einfaldlega röng því, eins og áður sagði, hlut- deild launa í þjóðartekjum er óháð því hvort miðað er við nafnvexti eða raunvexti. Samanburður á nafnvöxt- um og launum hefur afar lítið gildi hvort sem litið er milli landa eða frá einum tíma til annars. Niðurstöður slíks samanburðar ráðast fyrst og fremst af verðbólgu á hverjum tíma. Því meiri sem verðbólgan er því meiri skekkja kemur fram í slíkum samanburði. Hlutfall launa miðað við vexti færi lækkandi í hækkandi verð- bólgu en ykist aftur í minnkandi verðbólgu. Síðari fullyrðingin felur í sér að- Hrntt.anir nm ort otnfnnnin qp itipH Þórður Friðjónsson „Óhjákvæmilegt er að taka tillit til verðbólgu við mat á vaxtakostn- aði. Þess vegna áætlar Þjóðhagsstofnun raun- vexti hvort sem verið er að meta afkomu at- vinnulífsins eða heim- ila. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila.“ vísvitandi blekkingar. Slíkt er ekki svaravert. Þjóðhagsstofnun hefur að sjálfsögðu ekki annað að leiðarljósi við gerð þjóðhagsreikninga en að þeir gefi sem réttasta og sannasta mynd af efnahagsþróuninni á hverj- um tíma. Allar ábendingar sem geta stuðlað að framförum á þessu sviði eru vel þegnar. Þær er hins vegar ekki að finna í umræddum greinum. Höfundur er forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar mánud. - laugard. kl. 10:00 - 19:00 dagana 1.-12. sept. í síma: 64 1111. Kennsla hefst föstud. 14. sept. Kennsluönn er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. FÍD Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar BARNADANSAR SAMKVÆMISDANSAR (STANDARD, LATIN) GÖMLUDANSARNIR INNRITUN KL. 13 - 19 REYKJAVÍK: 38830, - HAFNARFIRÐl: 652285 KENNSLA HEFST 15. SEPTEMBER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.