Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 201. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sameining Þýskalands: Deilt um brottflutn- ing sovéska heraflans Bonn. Tlie Daily Telegraph. ÁGREININGUR um brottflutning sovéskra hermanna frá Austur- Þýskalandi og afnám sérréttinda og skuldbindinga fjórveldanna úr síðari heimsstyrjöldinni, í Þýskalandi hefur, að sögn embættismanna í Vestur-Þýskalandi, tafið fyrir svokölluðum „4+2-samningaviðræð- um“ um sameiningu Þýskalands. Samkomulag hefur náðst um flest mál í viðræðum háttsettra embættismanna fjórveldanna; Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Sovétríkjanna, sem fram fara í Bérlín. Embættismenn frá Austur- og Vestur-Þýskalandi bættust í viðræðurnar á þriðja degi þeirra í gær. í samningnum, sem undirrita á i Moskvu 12. þ.m., verða landamæri Þýskalands ákvörðuð og hernaðarleg staða sameinaðs Þýskalands í NATO staðfest. Austurríki: Herlið heftir flóttamanna- strauminn Vínarbor^. Reuter. FIMMTAN hundruð aust- urrískir hermenn voru í gær fluttir að ungversku landa- mærunum til að koma í veg fyrir að fólk frá hinum ný- frjálsu ríkjum Austur-Evr- ópu færi yfir landamærin í leyfisleysi. Stjórnvöld skýrðu frá því í gær að flóttamannastraumur- inn frá Austur-Evrópu væri orðinn óviðráðanlegur auk þess sem glæpalýður að austan hefði nýtt sér frelsið og tekið upp fyrri iðju í Austurríki. Á þriðjudag tilkynntu yfirvöld að framvegis þyrftu pólskir ríkis- borgarar að fá vegabréfsáritun til Austurríkis og vakti sú yfir- lýsing hörð viðbrögð í Pól- landi. Þá hafa þúsundir Rúm- ena flúið heimaland sitt og sest að í Austurríki og hefur víða komið til mótmæla sökum þessa. Sovétmenn hafa neitað að sam- þykkja afnám sérréttinda fjórveld- anna í Þýskalandi, sem fyrirhuguð voru á sama degi og sameining þýsku ríkjanna eða 3. október. Þeir krefjast þess að samkomulag liggi þá fyrir um hvernig starfi sovéskra hermanna í Austur-Þýskalandi verði háttað á þeim fjórum árum sem á að taka að flytja þá heim. Þá eru Sovétmenn ósáttir við þá kröfu Vestur-Þjóðveija að öll starf- semi sovéska flughersins í Þýska- landi leggist af eftir 3. október. Sovéski herinn hefur einnig mót- mælt því að hætt verði að fæða sovéska hermenn í Austur-Þýska- landi á kostnað Þjóðverja. Heimildamaður, kunnugur við- ræðunum í Berlín, sagðist efast um að hægt yrði að undirrita samning- inn 12. október nk. Flóttamenn berjast um vatnið Reuter Tveir flóttamenn, sem bíða þess að komast frá írak til Jórdaníu, slást um vatnsflösku. Mennirnir eru í hópi tugþúsunda verkamanna frá Asíulöndum sem hafast nú við á einskismannslandi í eyðimörkinni við landamærin. Jórdanir reyna að hefta fólks- strauminn þar sem ekki eru til nægar birgðir af mat, vatni og öðrum hjálpargögnum handa fólkinu. Líðan flóttamannanna, ekki síst barna, versnar stöð- ugt og óttast margir að farsóttir brjótist út enda hreinlætisaðstaða nánast engin. Saddam Hussein segir hersveitir sínar baráttuglaðar og sigurvissar: Þetta er heilög styijöld rnilli Allali og djöfulsins Níkósíu. Reuter, The Daily Telegraph. SADDAM Hussein, forseti Iraks, lýsti yfir því í gær að fimm milljón- ir íraka væru tilbúnar til að heyja heilagt stríð í nafni Múhameðs spámanns og að vígamenn forsetans væru öldungis sannfærðir um að þeim átökum myndi lykta með fulluin sigri þeirra. Utanríkisráð- herra íraks, Tariq Aziz, átti í gær fund með Mikhail S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéskra kommúnista, í Moskvu og þótti tilkynning sem sov- éska TASS-fréttastoí'an birti af því tilefni gefa til kynna að Sovétleið- toginn hefði ítrekað þá afdráttarlausu kröfu ráðamanna þar eystra að herlið íraka yrði kallað heim frá Kúvæt. í yfirlýsingu Saddams forseta sem var lesin í sjónvarpi sagði að múham- eðstrúarmönnum bæri að bcijast í nafni spámannsins gegn hersveitum Bandaríkjamanna við Persaflóa. Forsetinn sagði Persaflóadeiluna vera „heilaga styrjöld milli Allah og djöfulsins“. „Alþýðu manna í írak er ljóst hlutverk sitt. Hún viðurkenn- ir aðeins sigur í nafni almættisins," sagði forsetinn. Þá hvatti Saddam til þess að þeim Fahd, konungi Saudi-Arabíu, og Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, yrði steypt af stóli. Forsetinn gerði viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna gagnvart Irak að umtalsefni og lýsti yfír því að írösk börn dæju sökum skorts á mjólk, matvælum og lyfjum. Banda- Gróðafíkn bænda get- ur af sér brauðskort Moskvu. Reuter. DAGBLÖÐ í Sovétríkjuuum skýrðu frá því í gær að skortur á brauði í fjölmörgum stórborg- uni væri tilkominn sökuin þess að bændur stæðu ekki í skilum við ríkið og seldu þess í stað korn sitt á frjálsum markaði þar sem mun hærra verð fengist. í fréttum blaða sagði að bændur i Úkraínu og Kazakhstan hefðu ekki skilað þeim 6,4 milljónum tonna af hveiti sem samningar þeirra við stjórnvöld hefðu kveðið á um. Bændur vildu fremur greiða sektir en selja framleiðslu sína á því verði sem ríkið væri tilbúið að greiða. Dagblaðið Rabotsaja Tríbúna sagði að bændur vildu þess í stað selja korn sitt hæstbjóð- anda og fylgdi fréttinni að sam- vinnufyrirtæki í Eystrasaltsríkjun- um væru tilbúin til að greiða fimm sinnum hærra verð en stjórnvöld í Moskvu. Brauð hefur nú um nokkurt skeið verið nánast ófáan- legt í höfuðborg Sovétríkjanna, Moskvu, auk þess sem skortur á öðrum nauðsynjum er sagður fara vaxandi. Reuter Sovéskir neytendur mynda biðröð í bakaríi einn í höfuðborginni í gær. ríkjamenn og ísraela sagði forsetinn ábyrga fyrir þessu ástandi. Tariq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, hitti Míkhaíl S. Gorbatsjov að máli í Moskvu í gær. í tilkynningu TASS-fréttastofunnar kom fram að Sovétmenn hygðust í engu hvika frá fyrri kröfum sínum í Persaflóadeil- unni sem eru í samræmi við sam- þykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Gorbatsjov átti fyrr um daginn fund með bandarískum þing- mönnum og tjáði hann þeim að hann myndi gera George Bush Banda- ríkjaforseta grein fyrir niðurstöðu fundarins með Aziz. Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, átti í gær fundi með ráðamönnum í Japan. Við lok fundar hans og starfsbróður hans frá Japan, Taro Nykayama, var birt sameiginleg yfirlýsing í nafni ríkisstjórna Japans og Sovétríkjanna þar sem innrás Iraka í Kúvæt var fordæmd og þess krafist að öllum erlendum gíslum í írak og Kúvæt yrði sleppt úr haldi. Er þetta í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyijald- arinnar sem ríkin birta sameiginlega ályktun á vettvangi utanríkismála. í gær veittu yfirvöld í írak 157 vestrænum konum og börnum þeirra leyfi til að haida frá Bagdad, höfuð- borg Iraks, til Jórdaníu. Hafa Irakar þá sleppt rúmlega 1.100 konum .og börnum úr gíslingu. Sjá fréttir á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.