Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 Sjálfseignarstofnunin EIR: Hjúkrunarheimili fyrir 90 sjúklinga reist í Gufunesi Hjúkrunarheimilið við Gagnveg. Teikning Teiknistofunnar hf.. REYKJAVÍKURBORG, Seltjarn- arnesbær og nokkur félagasam- tök hafa stofnað sjálfseignar- stofnun, sem ber nafnið EIR, og á hún að annast byggingu og rekstur hjúkrunarheimila fyrir aidraða. Stofnunin undirbýr nú byggingu heimilis fyrir 90 sjúkl- inga við Gagnveg í Gufunesi og er áformað að fyrsti áfangi þess verði tekinn í notkun haustið 1992. Alls er gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingar heim- ilisins verði 750 milljónir króna, auk 100 milljóna vegna innrétt- inga. Á hjúkrunarheimilinu við Gagn- veg verða sérdeildir fyrir blinda og alzheimersjúklinga, auk tveggja al- mennra deilda. Heimilið á alls að hýsa 90 sjúklinga og verða þar af 24 rými fyrir blinda og 20 fyrir alzheimersjúklinga. Fyrirhugað er að hluti þessara sjúklinga verði vist- aðir í orlofsvistun, auk þess sem þar verður dagdeild fyrir 20 manns. Áætlað er að á heimilinu verði um 130 slöðugildi. Páll Gíslason, formaður stjórnar sjálfseignarstofnuninnar, segir að áætlað sé að hún standi fyrir bygg- ingu annars hjúkrunarheimilis inn- an fárra ára og hafí Seltjarnarnes- bær lýst vilja sínum til að útvega lóð undir það. Á næstu 6 til 7 árum verði því byggð heimili með rými fyrir um 200 sjúklinga. Páll segir að á undanförnum árum hafí átt sér stað átak í Reykjavík í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, en nú sé fyrir hendi þörf fyrir Ijölgun hjúkrunarrýma. Að sögn Páls hafa teikningar að heimilinu í Gufunesi verið sam- VEÐUR VEÐURHORFi YFIRLIT í GÆR: Um 994 mb. lægð sem þc vaxandi 995 mb. lægð norð-austur. JR í DAi 200 km suð- ikast suð-auí og munu þæ Q fí QPDTPMRPP Jjr w* wCf / UVItStZK /estur af Vestmannaeyjum er tur en vestur af Skotlandi er r sameinast og hreyfast aust- SPÁ: Hæg breytileg á e.t.v. dálitil súld á Aus tt og skýjað tfjörðum. Hit! með köflum um allt land. Þó 7-11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg suölæg átt. Skýjaö og dálítíl rígning á Suðvestur- og Vesturlandí, en þurrt og víða léttskýjað é Norður- og Austurlandi. HORFUR Á LAUGARÐAG: Austlæg átt. Viða rigning austanlands en þurrt um landtð vestanvert. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA ki. 12:00 í gær htli Akureyri 9 Reykjavik 10 UM HEIM að ísl. tím veflur skýjað alskýjað Bergen Helslnki 12 13 rigning skýjað Kaupmannahöfn 18 hálfskýjað Narssarssuaq 4 alskýjað Nuuk 6 skýjað Óstó 15 skýjað Stokkholmur 13 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 28 skúr Amsterdam 17 skór Barcelona 29 skýjað Berlln 12 sktír Chlcago 82 þokumóða Fenenar vantar Franklurt 16 skýjað Qlasgow 13 súld Hamborg 18 léttskýjað LasPalmas 26 skýjað London 18 rlgnlng Los Angeles iQ 17 lóttskýjað Madríd ÉÉÉ léttskýjað Malaga 29 helðskirt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 17 skúr NewYork §Éɧ hálfskýjaö Orlando 24 þokumóða Parts t* alskýjað Róm 27 hálfskýjað Vin 16 þrumuveður Washington vantar Wlnnipeg 12 léttskýjað Morgunblaðið/Bjami Sjálfseignarstofnunin EIR undirbýr nú byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða við Gagnveg í Gufunesi. Þær framkvæmdir voru kynnt- ar fyrir fjölmiðlum á fundi í gær og sést hér Páll Gíslason, stjórnar- formaður stofnunarinnar, í ræðustól. þykktar og verður jarðvinna við það boðin út á næstunni. Heimilið verði byggt í fjórum áföngum og verði sá fyrsti tekinn í notkun haustið 1992. Áætlaður kostnaður við byggingu heimilisins sé um 750 milljónir króna, auk þess sem kosta muni um 100 milljónir að innrétta það. Gert sé ráð fyrir, að undirbún- ingur vegna byggingar hins heimil- isins geti hafíst árið 1993. Sjálfseignarstofnunin var stofn- uð síðastliðinn föstudag. Að henni standa, auk Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, samtök blindra og blindravina, Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði, Sjálfs- eignarstofnunin Skjól, Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur og Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. í stjórn stofnunarinnar sitja Páll Gíslason, formaður, sr. Sigurður H. Guðmundsson, varaformaður, Pétur H. Maack, gjaldkeri, Guð- mundur Hallvarðsson, Pétur Sig- urðsson, Halldór Rafnar og Helga Einarsdóttir. Jáfnframt hefur verið kjörin byggingamefnd vegna fram- kvæmdanna við heimilið í Gufunesi og í henni sitja þeir sr. Sigurður H. Guðmundsson, Guðmundur Hall- varðsson og Magnús Margeirsson. Stofnunin mun fjármagna fram- kvæmdir sínar og rekstur með því að leita eftir framlögum frá ein- staklingum, fyrirtækjum, samtök- um og stofnunum, auk þess sem leitað verður eftir framlögum frá stjómvöldum. Henni hafa þegar borist framlög að upphæð kr. 750.000 frá Blindrafélaginu og kr. 750.000 frá Blindravinafélaginu, auk einnar milljónar króna fram- lags frá Styrktarsjóði Skjóls. Forseti Islands: Þriggja daga heim- sókn th Lúxemborgar FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heldur í næstu viku í þriggja daga opinbera heimsókn til Lúxemborgar. Dagskrá heim- sóknarinnar hefst strax þegar forsetinn lendir á Findel-flugvelli í Lúxemborg um hádegi á mánudag, og munu gestgjafar Vigdísar, stórhertogahjónin af Lúxemborg, taka á móti henni þar ásamt öðru fyrirfólki stórhertogadæmisins. Að lokinni móttökuathöfn aka þjóðhöfðingjarnir til hallar stórher- togahjónanna, þar sem snæddur -verður hádegisverður. Þá mun Jac- ques F. Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, halda Jóni Baldvini Hannibalssyni, utanríkisráðherra íslands, hádegisverð, og þeir ræða utanríkismálefni landa sinna. Seinna um daginn mun forseti ís- lands leggja blómsveig að minnis- varða um fallna hermenn, koma til móttöku í ráðhúsi Lúxemborg- ar, og hitta ráðamenn Lúxemborg- ar að máli. Um kvöldið halda stór- hertogahjónin kvöldverðarboð henni til heiðurs. Á þriðjudeginum heimsækir for- setinn borgina Clervaux, og skoðar meðal annars klaustur borgarinn- ar, þar sem Halldór Laxness dvaldi í eina tíð. Að því loknu verður haldið til Echternach, og dómkirkj- an þar skoðuð. Seinna þennan dag mun Vigdís heimsækja höfuðstöðv- ar gervihnattafyrirtækisins Société Europeénne des Satellites. Síðdeg- is verður síðan móttaka fyrir Is- lendinga sem búsettir eru í Lúxem- borg. Um kvöldið heldur forsetinn síðan kvöldverðarboð til heiðurs stórhertogahjónunum. Á síðasta degi heimsóknarinnar, miðvikudegi, mun forsetinn meðal annars skoða glerverksmiðju í bænum Bascharage, lista- og þjóð- minjasafn Lúxemborgar og ganga um borgarmúra Lúxemborgar. Síð- degis verður síðan haldið til íslands á ný. Endurbætt Útrás hefur útsendingar á föstudag ÚTRÁS, útvarpsstöð framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu, hef- ur útsendingar á ný eftir sumarfrí föstudaginn 7. september. Að sögn Stefáns Sigurðssonar verður stöðin betri en áður og dagskráin endurbætt, meðal annars verða meiri kröfur gerðar til dagskrárgerð- armanna en verið hefur. Útsending hefst klukkan 16 á föstudag og sent verður út látlaust fram á sunnudag, „með mikilli gleði og fjörí,“ segir Stefán. Fyrstu tvær vikurnar verða vanir dag- skrárgerðarmenn við stjórnvölinn og þjálfa þeir nýtt fólk, sem síðan tekur við af þeim. Öll vinna við útvarp Útrás er sjálfboðavinna nemenda skólanna, sem að stöðinni standa. Reglubundinn útsendingartími Útrásar, eftir tvo fyrstu sólarhring- ana, verður frá klukkari 16 til klukkan 01 virka daga. Föstudaga og laugardaga verður sent út frá klukkan 12 á hádegi tif klukkan 04 og á sunnudögum verður sent út frá klukkan 12 á hádegi til klukk- an 01. Útsendingartíðni Útrásar er FM 104,8. Að Útrás standa Fjölbrautaskól- arnir í Garðabæ, Breiðholti og Árm- úla, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Hamrahlíð, Mennt- askólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Sund, Kvennaskólinn og Iðn- skólinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.