Morgunblaðið - 27.09.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 27.09.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 13 Tapast hafa 245 þúsundir! Opið bréf til Olafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra eftirDrífu Hilmarsdóttur Þú sem fjármálaráðherra ert mikill áhrifavaldur í lífi mínu, eins og annarra íslendinga. Þannig hef- ur til dæmis sakleysislegt ákvæði i skattalögum sem þú mæltir fyrir og samþykkt voru á Alþingi í fyrra gjörbreytt högum mínum — til hins verra. Það sama gildir um fjölda annarra sem voru svo ólánssamir að skipta um húsnæði á árinu 1989 og treystu þágildandi lögum. Þetta ákvæði kostaði mig 245 þúsund krónur sem ég átti rétt á í vaxtaaf- slátt þegar ég skipti um húsnæði. Slík fjárhæð skiptir miklu máli fyrir venjulegt launafólk, ekki síst þegar það hefur í fullum rétti gert ráð fyrir henni í sínum fjárhagsá- ætlunum. Ég seldi íbúðina mína í mars 1989 og keypti aðra á sama tíma. Ég fór varlega, vissi hver greiðslu- geta mín var, og fór að margítrek- aðri hvatningu stjórnvalda um að reisa mér ekki hurðarás um öxl í húsnæðiskaupum. Einmitt vegna þess hve vel ég kynnti mér málin vissi ég að ég átti rétt á vaxtaaf- slætti vegna lána sem sá sem keypti af mér íbúðina tók yfir. Samkvæmt skattalögum átti ég að fá 245 þúsund krónur í ágúst á þessu ári í vaxtaafslátt. Ég fékk hinsvegar ekki krónu. Ástæðan var sú að eftir að ég skipti um hús- næði var lögunum um þessi mál breytt, og þau látin gilda frá ára- mótum 1988—1989. Það sem gerðist var einfaldlega að stjórnvöld hirtu af mér, og öðrum sem voru svo ólánssamir að skipta um íbúð á þessum tíma, stórfé — með lögum sem giltu aftur í tímann. Og gagnvart því er maður algjör- lega varnarlaus. Ég gat ekki vitað, þegar ég skrifaði undir kaupsamn- inginn, að grundvellinum undan honum yrði síðar kippt burtu á Al- þingi. Þetta er svipað því að í dag yrðu sett lög um nýjan skatt uppá 250 þúsund krónur á alla þá sem skiptu um húsnæði. Og þau lög tækju gildi frá og með síðustu áramótum. Eða þá að allir þeir sem hafa keypt sér bíl á árinu þyrftu skyndilega að greiða t.d. 100 þúsund í sérstakan skatt sem komið væri á núna. Um þetta hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum og meðal ann- ars kom fram á Alþingi frumvarp að lögum sem miðaði að því að þétta afturvirknisákvæði yrði fellt úr skattalögunum — en það dagaði uppi. Þá hefur þú verið spurður um þetta í sjónvarpi. Þú svaraðir því þá til að málið yrði athugað, og að vel mætti bæta fólki það tjón sem það hefði orðið fyrir af þessum sök- um. Síðan er liðinn einn mánuður, og enn bólar ekkert á aðgerðum. Því spyr ég ráðherrann: Hvemig geng- ur að kanna þetta mál? Hefurðu ennþá áhuga á því að bæta það tjón sem þú ollir mér og fjölda annarra sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst lögum landsins? Hvernig ætlar þú að gera það? Þar sem fjöldi fólks í sömu spor- um og ég treystir því að þessi mis- tök verði leiðrétt þá vonast ég eftir svari hið fyrsta. Höfundur er útlitshönnuður í Keykjnvík. Drífa Hilmarsdóttir „Hvernig gengur að kanna þetta mál? Hef- urðu ennþá áhuga á því að bæta það Ijón sem þú ollir mér og fjölda annarra sakleysingja, sem halda að þeir geti treyst lögum landsins? Hvernig ætlar þú að geraþað?“ Yale handtalíur K JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43Sundaborg 13- UM Rttkpvik - S»mi 6öó5«í) Islenski hlutabréfasjóðurinn er hlutafélag sem fjárfestir í verðbréfum, einkum hlutabréfum, margra arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrir- tækja. Með því að fjárfesta í hlutabréfum félags- ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun. ísienski hlutabréfasjóðurinn hf. nýtur viðurkenn- ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp- hæð færð þú endurgreidda frá skattinum. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. * Miðað er við 39.79% skatthlutfall. Kynntu þér kosti þess að fjárfesta í hlutabréfum fé- lagsins með ráðgjöfum Landsbréfa hf. LANDSBREF H.F Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt verðbréfatyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.