Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 19 Musica Antiqua í Listasafni Siguijóns Tónlist Ragnar Björnsson Sagt hefur verið um Georg Philipp Telemann að hann hafi samið fleiri tónsmíðar en þeir gerðu til samans J.S. Baeh og Handel. Eitt er víst að óhemju magn verka lét hann eftir sig og þrátt fyrir að vera að mestu sjálf- menntaður í tónlistinni hlaut hann stöður og viðurkenningar um allt Þýskaland og víðar og auk þess talinn brautryðjandi í stílsköpun, en bæði pólsk og suður-evrópsk áhrif kristölluðust í tónsmiðju hans. Þessi óvenju fijói sköpunar- máttur birtist í t.d. um 1000 — eitt þúsund — hljómsveitarsvítum, fjölmörgum óperum og ótöluleg- um ijölda sónata, en eins og kunn- ugt er var orðið sónata notað um margskonar tónlistarform á 17. og 18. öld. Sónatan eftir G.Ph. Telemann, sem flutt var í upphafi tónleika Musica Antiqua, er í C-dúr, er í fjórum þáttum, skrifuð fyrir blokkflautu, lútu og viola da gamba og í þeirri hljóðfæraskipan flutt nú af Camillu Söderberg (blokkflauta), Snorra Erni Snorra- syni (lúta) og Olöfu Sesselju Oskarsdóttur (gamba). Hér strax sýndi Telemann sínar íjölþættu hliðar sem tónskáld og var sónat- an mjög vel flutt af þeim þremenn- ingum. í báðum verkum Tele- manns á efnisskránni reynif lang- mest á hæfni flautuleikarans, og svo var reyndar einnig í Sónötu í F-dúr fyrir sömu hljóðfæraskipan eftir J.S. Bach. Þetta hlutverk leysti Camilla Söderberg frábær- lega vel, hver tónlistarhending skýrt hugsuð og iðandi af músik. Camilla lék ein tvo þætti úr Part- ítu í c-moll eftir J.S. Bach. Þrátt fyrir fallegan flutning var ég henni ekki alltaf sammála í með- ferðinni á Bach. Rómantískt spil hennar getur orðið Bach hættu- legt, því fylgja sveiflur í styrkleika og hryni og geta bitnað á þétt- leika tónsins og hreinleika, en því brá fyrir að tónninn lækkaði um of. Kannski er þetta mitt persónu- lega mat á rómantískum — Bach, og Bach lætur sér víst ekki bregða við slíkan meting. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng tvær „Kantötur" eftir Handel. Marta er góðum tónlistargáfum gædd, leikur m.a. heilmikið á píanó, sem hjálpar henni mikið í sambandi við sönginn, enda öryggið uppmál- að. Raddlega er hún aftur á móti í miðju námi, gallarnir í raddbeit- ingunni eðlilega of margir enn, röddin á hreinlega eftir að losna úr viðjum sem hún er enn í. Of snemmt er að spá nokkru um framtíðina, en margar góðar óskir fylgja henni áreiðanlega. SKRIFSTOFUTÆKNI TÖLVUSKÓLA REYKJAVÍKUR OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Á VINNUMARKAÐNUM Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú lærir bókfærslu, stiómun og fleiri viðskiptagreinar, rifíar upp ýmislegt í íslensku og fæið góða innsýn í viðsJdpataensku o.fl. Námið tekur 34 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknk Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslulqör Innritun er þegar hami Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. ♦* ^ ^ ARGTIG CAT VÉLSLEÐAR TÆKNILEGA FULLKOMNIR Á LEIÐ TIL LANDSINS UPPFULLIR AF NÝJUNGUM Á FRÁBÆRU VERÐI Wildcat 700 EXT Special Staófestið pantanir strax ^BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. '&Ei' árnúla 13 -108 Reykiavík - ss*681200-31230 a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.