Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Verkefni nýstofnaðs innflutningseftirlits Gunnar var spurður um verkefni innflutnings- eftirlitsins. „Við erum að skoða merkingar á umbúðum og höfum nú þegar skoðað fjóra vöruflokka: kakóduft, örbylgjupopp, kex og krydd og hafa þegar verið gerðar athugasemdir við margar þær vörutegundir sem hafa ekki samrýmst reglugerðunum með tilliti til aukefna og merkinga. Á síðastliðnu ári var lokið við könn- un á öllum frosnum innfluttum matvælum." Óleyfíleg aukefni í innflutningi Eftirlit með innfluttum matvælum nauðsynlegt Koma þarf af markaði vörum sem ekki standast kröfur Upplýsingarskylda gagnvart neytendum Satt að segja vekja þessar vinnu- reglur heilbrigðiseftirlitsins furðu neytenda, svo ekki sé meira sagt. Það þykir sjálfsagt að vara neytend- ur við þegar tæki og bílar eru inn- kallaðir vegna galla sem mögulega geta valdið slysum, en þegar svo kemur að innköllun matvæla vegna mengunar óleyfilegra aukefna sem gætu valdið neytandanum heilsusk- aða, þá gildir þagnarskylda gagn- vart neytendum. Eftirlit með aðskota- og eiturefnum í matvælum Gunnar var beðinn um að lýsa frekar starfsemi innflutningseftir- litsins. Hann sagði það tiigang innflutn- ingseftirlitsins, að hafa jafnframt eftirlit með efnum í matvörum eins og aflatoxíni (eiturefni sem myglu- sveppur myndar — og er krabba- meinsvaldur) í möndlum, hnetum og gráfíkjum og væri stefnt að því að hefja reglubundið eftirlit með þessum vörum nú í haust. „Það er nauðsynlegt í sambandi við vörur sem geta innihaldið aflatoxín, að innflutningur verði ekki heimilaður fyrr en innflytjendur hafa sýnt fram á að varan sé í lagi. Rannsóknar- stofa hollustuverndar hefur nú tæki til að rannsaka aflatoxín,“ sagði Gunnar. Eftirlit með varnarefnum í grænmeti og ávöxtum Gunnar sagði ennfremur að fylgst yrði með svokölluðum varn- arefnum (skordýraeitri o.fl.) í inn- fluttu grænmeti og ávöxtum. Þeirra hlutverk yrði að taka sýni og skipu- leggja sýnatöku í þessum vöru- flokkum og annast rannsóknir með tilliti til innhalds varnarefna. Einnig verður aðstoðað við eftirlit á nauð- synjarvörum sem notuð eru á heim- ilum og geta valdið heilsutjóni. Meðal matvæla sem stofnunin hefur til skoðunar eru krydd og kryddsós- ur frá Austurlöndum, niðursoðnar vörur og sælgæti. „Það er rétt að* geta þess,“ sagði Gunnar, „að við höfum haft mjög góð samskipti við þá innflytjendur sem við höfum haft samband við. Þeir hafa allir verið af vilja gerðir og ef við höfum komið með athugasemdir þá taka þeir tillit til þeirra." Framkvæmdaþáttur innflutningseftirlitsins? — Verður látið nægja að skoða innhaldslýsingu á umbúðum á þess- um vörum eða verður innihaldið rannsakað? „Við höfum engan tækjakost til að mæla iitarefni,“ sagði Gunnar, „svo við verðum að fara eftir inni- haldslýsingu á umbúðunum, Rann- sóknarstofa stofnunarinnar mun hefja mælingar innan skamms. Ég vil benda á að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur í nokkur ár unn- ið við rannsóknir á ákveðnu litar- efni í matvælum, m.a. í sælgæti. Fyrirtækin merkja vöruna yfir- leitt vel og við treystum því sem stendur á umbúðunum. Hugmyndin er að farið verði í gegnum alla matvælaflokka og við erum byijuð á því. Við teljum að á þann hátt verði mögulegt að útiloka vöru- — Hvaða óleyfileg aukefni voru f þessum vöruflokkum? „Það voru aðallega litarefni og Þegar farið er til innkaupa í verslunum hérlcndis má sjá að stór hluti matvæla og sælgætis á boðstólum er innfluttur. Varningurinn kemur frá fjölmörgum löndum í nánast öllum heimsálfum. Nú er vitað að ekki gilda sömu reglur í þessum ólíku löndum, hvað varðar notkun varnar- og aukefna, hvorki við vinnslu eða ræktun matvæla. Kröfur þjóða eru mismiklar i þeim efnum. Sumar þjóðir flylja ekki inn matvæli sem ekki standast kröfur eins og t.d. Finnar, á meðan aðrar kyngja því sem að þeim er rétt. Gunnar Kristinsson matvælafræðingur. Við hvetjum neytendur til að láta okkur vita ef þeir sjá á markaði vöru sem þeir telja að stand- ist ekki kröfur. Neytendasíðunni barst í hendur sælgætispakki með hlaupi sem vin- sælt er meðal yngri kynslóðarinnar. Þegar pakkinn var kannaður nánar kom í ljós að í sælgætinu voru 5 litarefni og þar af voru 3 litarefni sem ekki eru leyfð hér samkvæmt reglugerð um notkun aukefna í matvælum og öðrum neysluvörum. Einnig vantaði dagstimpil, en hon- um var ætlaður staður á umbúðun- um. Ákveðið var að fylgja málum eftir og kanna hvernig staðið er að eftirliti með innflutningi á matvæl- um og sælgæti hér á landi. Hollustuvernd — okkar „sverð og skjöldur“ Leitað var til Gunnars Kristins- sonar, matvælafræðings hjá Holl- ustuvernd ríkisins. Hann var spurð- ur hvort innihaldslýsingin á sæl- gætispakkanum gæti ekki bent til þess, að hér væri einskonar „rusla- kista" Evrópu og hvort innihaldið og skortur á dagsetningu á umbúð- unum bentu ekki til þess að fram- leiðendur teldu óhætt að senda hingað vörur sem ekki væru taldar söluhæfar annars staðar? En Gunn- ar hefur ásamt öðrum starfsmönn- um verið að vinna að því að setja upp og skipuleggja innflutningseft- irlit á vegum Hollustuvemdar ríkis- ins. Er ísland ruslakista Evrópu? „Nei, ég tel að það sé ekki rétt,“ sagði Gunnar. „Það er ólíklegt að allir erlendir framleiðendur þekki í smáatriðum hvaða reglur gilda hér á landi, sama gildir um suma inn- flytjendur. Ég vona það breytist með innflutningseftirlitinu sem hér hefur nú verið komið á fót. Það eru því miður dæmi þess að vörur með óleyfilegum aukefnum séu fluttar til landsins. En rétt er að taka það fram að geymsluþolsmerkingar eru ekki nauðsynlegar á sælgæti og því ekkert við það atriði að athuga." Gunnar sagði að áður en inn- flutningseftirlitinu var komið á fót hafi ekki verið starfrækt hér sér- stakt innflutningseftirlit. Eftirlitið hefði að mestu verið í höndum heil- brigðisfulltrúa sem sjá m.a. um heilbrigðiseftirlit í verslunum og öðrum fyrirtækjum sem starfa á matvælasviðinu. Nú væri verið að koma upp markvissu eftirliti til við- bótar við starf þeirra. Einnig væri áformað að veita neytendum, inn- flytjendum og öðrum ráðgjöf í sam- bandi við matvælin. bindiefni. í kakódufti sem flutt var inn frá Ameríku voru litarefni og bindiefni sem ekki er leyfð notkun á hér á landi. Innflytjendur hafa verið beðnir um að sækja um sér- stakt leyfi til aukefnanefndar ef óskað er eftir heimild til notkunar efna sem ekki eru leyfð nú.“ Gunn- ar sagði að mikið væri flutt inn af bandarískum matvælum, en þar vestra væri leyfilegt að nota auk- efni sem ekki eru leyfð hér á landi. Ef í ljós kemur að í vörunni eru litarefni eða önnur aukefni, sem ekki eru leyfð hér á Iandi þá eru tekin sýni og þau könnuð og at- hugasemdum komið á framfæri við viðkomandi innflytjanda. Ef um óleyfileg aukefni er að ræða fá inn- flytjendur ákveðinn frest til að inn- kalla vöruna. Þeir fá ekki að flytja hana inn á ný nema gerðar séu endurbætur á henni, eða heimild sé veitt til notkunar efnanna, sam- kvæmt þeim reglum sem hér eru í gildi." Neytendum eru upplýsingar nauðsynlegar. — I sumum kextegundum voru litarefni eins og EllO tatrasín sem tekið hefur verið hér af markaðn- um. Hversu gamalt má kexið vera sem hér er á markaði? Ekki er óal- gengt að fá kex sem greinilega er svo gamalt að það smakkast eins og sag. „Dagsetningar eiga að vera á kexi og kökum þegar geymsluþol er undir 18 mánuðum,“ sagði Gunn- ar. „Framleiðendur gefa þessum vöruflokkum um ár, en það er að sjálfsögðu háð samsetningu vör- unnar. Geymsluþolið getur verið 18 mánuðir eða jafnvel lengra. Fram- leiðendur bera ábyrgð á vörunni á þeim tíma sem gefinn er upp.“ Hver er ábyrgur fyrir öryggi neytenda? — Kex eða kökur sem geyma má í svo langan tíma hljóta að inni- halda talsvert magn af rot- og þráa- varnaefnum. Það getur einnig verið erfitt fyrir unga neytendur að átta sig á óleyflegum og óæskilegum litarefnum eins og E102 tartrasíni og EllO sunset yellow, en þessi efni fundust einnig í örbylgjupopp- inu. Hver ber ábyrgð á öryggi neyt- enda? „Það er misskilningur að mikið sé af rot- og þráavarnaefnum í þessum vörum," sagði Gunnar. „Kexvörur eru ekki viðkvæm mat- væli sem nauðsynlegt er að rot- veija, en þráavarnaefni geta verið í kökum. Það sama á við um rot- vamaefni, en þess ber að geta að flestar innfluttar kökur hér á mark- aði sem hafa langt geymsluþol eru án rotvarnaefna. Geymsluþol þess- ara vara er í staðinn tryggt með sérstakri pökkunaraðferð við fram- leiðslu. Kryddtegundirnar sem teknar voru úr umferð voru frá Bretlandi og var þar um að ræða krydd sem ekki hefur mikið borið á. Það var tekið af markaði vegna þess að það innihélt litarefnin E102 og E110.“ Innköllun matvæla Gunnar var spurður hvers vegna neytendum væri ekki skýrt frá því hvaða vörutegundir væru innkallað- ar? Innköllun matvæla hlýtur hér sem annars staðar að ná til vöru sem neytendur hafa þegar keypt í þeirri trú að hún innihaldi ekki óleyfileg aukefni og sé þeim skað- laus? „Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að skýra ekki frá aðgerðum sem gripið er til nema hætta sé talin á heilsutjóni, m.a. vegna aðskotaefna eða í vissum tilvikum þegar um alvarleg eða 'ítrekuð brot er að ræða af hálfu innflytjanda eða framleiðanda. Stöðugar tilkynning- ar geta rýrt gildi þeirra viðvarana sem mestu máli skipta, þannig að neytendur og aðrir verði ekki eins vel á verði þegar þörf er á. Varð- andi þessi litarefni má geta þess að efnin eru óæskileg fyrir þá ein- staklinga sem hafa óþol gegn efn- unum, en ekki fýrir aðra neytend- ur. Þessir einstaklingar geta varast vörur þar sem efnin eru tilgreind í innihaldslýsingu, en að, sjálfsögðu eiga slíkar vörur ekki að vera á markaði ef notkun efnanna er ekki leyfð,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.