Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 26

Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Olíuverðshækkun Ferð íslensku ópi unnar tíl Gautabf Nú er komið að því, sem sjá hefur mátt fyrir vikum saman, að olía og benzín hækki í verði. Hér er um verulegar hækkanir að ræða. Olíufélögin hafa farið fram á 13-40% hækk- un nú um mánaðamótin. Talið er, að verð geti enn hækkað á næstu vikum, þannig að verð á benzínlítra verði jafnvel orðið nálægt 70 krónum. Verðhækkun á olíu og benzíni kemur síðar fram hér en í nálægum löndum, þar sem verð til neytenda hækkaði nánast samstund- is. En um leið og verðið hækkar hér finna bæði fyr- irtæki o g almenningur óþyrmilega fyrir afleiðing- um Persaflóadeilunnar. Er- lendis fara fram miklar umræður um það, hvernig við skuli bregðast. Ýmsir helztu fjármálasérfræðing- ar heims hafa setið á fund- um í Bandaríkjunum að undanförnu, bæði á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og einnig komu fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims sam- an til sérstaks fundar. Að sjálfsögðu hafa mis- munandi sjónarmið komið fram á þessum fundum, en sú skoðun er útbreidd, að ekki eigi að gera sérstakar ráðstafanir til þess að veija neytendur fyrir afleiðingum olíuverðshækkana, heldur sé nauðsynlegt að láta þær fara út i verðlagið og að neytendur taki þessar hækkanir á sig að fullu. í Bandaríkjunum er jafnvel talað um að hækka skatta á benzíni mjög verulega en skattlagning á benzíni þar er sáralítil. Ástæðan fyrir slíkum umræðum er sú, að einungis með því að hækka verð á benzíni sé hægt að draga úr benzíneyðslu Bandaríkjamanna og gera þjóðina þar með óháðari inn- flutningi á olíu og benzíni frá Miðausturlöndum. í kjöl- far olíukreppunnar 1973 gerðu Bandaríkjamenn miklar ráðstafanir til þess að framleiða sparneytnari bíla og náðu góðum árangri á því sviði, en nú hafa þeir slakað á kröfum, þannig, að bílarnir eru stærri og vélarnar öflugri og benz- íneyðslan þar með meiri. Hættan hér er sú, að hækkun á olíuverði verði til þess að draga úr þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum í kjölfar kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúarmánuði sl. Þess vegna skiptir miklu máli, að unnið verði gegn því, að olíuverðshækkanir fari beint út í almennt verð- lag, nema rökin fyrir því séu augljós og þá á heldur ekki að hika við það. Sem dæmi má nefna, að útgerðin hefur augljóslega svigrúm til þess að taka á sig verðhækkanir á olíu. Annars vegar með því að fækka skipum í rekstri og hins vegar vegna verulegrar hækkunar á fisk- verði, sem orðið hefur á þessu ári. Það getur jafnvel gerzt, að olíuverðshækkunin verði útgerðinni til góðs með því að ýta undir breytingar og hagi’æðingu, sem ella hefði ekki orðið. Á hinn bóg- inn er jafn augljóst, að Flug- leiðir hljóta að hækka far- gjöld sín vegna eldsneytis- hækkana, sem orðið hafa, eins og flugfélög um allan heim eru að gera um þessar mundir. Svigrúm Flugleiða til þess að taka á sig þessar hækkanir er nánast ekkert. Það er áreiðanlega viss hætta á því að verðhækkun á olíu verði notuð sem afsök- un til þess að réttlæta ýms- ar hækkanir og gegn slíku þarf að vinna. Afkoma fyrir- tækja í sumum greinum er svo góð, að þau geta tekið á sig verðhækkanir á olíu. í öðrum tilvikum er ekki við því að búast, að það gerist án verðhækkana. En hvað sem líður að- stöðu einstakra atvinnu- greina í þessum efnum er augljóst, að verðhækkanir á olíu eru áfall fyrir þjóðar- búið í heild sinni og draga úr líkum á því, að hægt verði að tryggja launþegum jafn mikla kjarabót og áður hafði verið gert ráð fyrir. eftirÁrna Tómas Ragnarsson Eins og kunnugt er af fréttum fór íslenska óperan í ferð til Gautaborg- ar dagana 12.-17. september. Alls fóru um 140 manns út á vegum Óperunnar; einsöngvarar, kór, bamakór, dansarar, hljómsveit, stjómendur og tæknimenn. Aldrei fyrr mun svo stór hópur íslenskra listamanna hafa haldið utan í einu lagi til sýninga á erlendri grund, en þetta er í annað sinn sem íslenskur ópemflokkur sýnir erlendis (hið fyrra var þegar farið var með „Silki- trommu" Atla Heimis til Caracas í Venezuela). Aðdragandi Snemma í vor barst íslensku ópe- mnni bréf frá ópemstjóra Stora Te- atem í Gautaborg um að koma í heimsókn með gestasýningu. Það var óskað eftir því að af heimsókninni yrði um miðjan september því þá yrði haldin bókasýning í borginni og væri hún tileinkuð íslandi og íslensk- um bókmenntum. Svíamir kváðust reiðubúnir til að greiða allan ferða- kostnað og uppihald fyrir íslenska hópinn og var ljóst að eini kostnaður íslensku ópemnnar yrði vegna æf- inga og sýningarlauna. Þessu rausn- arlega boði var að sjálfsögðu tekið með þökkum. Upphaflega var þess farið á leit við Islensku ópemna að hún kæmi með íslensk verk til sýningar. Þar sem fjárráð Ópemnnar leyfðu ekki æfingar og uppsetningu á nýju ópemverki var þó horfið frá því ráði. Sven-Gunnar Tillius ópemstjóri heimsótti ísland í vor og sá þá sýn- ingar íslensku ópemnnar á „Carmina burana“ og „Pagliacci". Honum leist svo vel á að hann bauð Ópemnni að koma út með þessar sýningar um haustið. Það babb kom þó í bátinn að Stora Teatem ætlaði sjálft að setja upp „Carmina burana" næsta vetur og var því beðið um að ís- lenska óperan hefði annað verk á þeim tveimur sýningum sem opnar væm almenningi, en „Carmina bur- ana“ yrði aðeins sýnd á lokaðri gesta- sýningu. Eftir vandlega umhugsun var ákveðið að flytga alþingishátíðar- kantötu Jóns Leifs „Þjóðhvöt“ ásamt „íslenskum þjóðlögum" í útsetningu Jóns Ásgeirssonar á síðari sýningun- um. U ndirbúningurinn Strax í vor var hafist handa við undirbúning ferðarinnar, en æfíngar hófust þó ekki að ráði fyrr en í síðari hluta ágústmánaðar þegar kórinn kom saman til að æfa kantötu Jóns Leifs. Það var erfítt að æfa verkið og þurfti kórinn að leggja hart að sér. Síðar hófust einnig æfingar ein- söngvara, dansara og hljómsveitar fyrir „Carmina burana“ og „Pagliac- ci“ sem Óperan hafði sýnt vorið áð- ur. Vegna naumra fjárráða íslensku ópemnnar féllust allir listamennirnir, sem þátt tóku í sýningunum, á að æfa verkin endurgjaldslaust, enda hefði að öðmm kosti ekki verið hægt að halda utan. Auk æfínga og list- ræns undirbúnings krafðist ferðin sjálf mikils undirbúnings sem lenti að mestu á herðum fámennrar skrif- stofu Ópemnnar, en með góðri að- stoð hinna sænsku gestgjafa tókst þó að láta allt ganga upp áður en lagt var af stað. Haldið af stað Það var syfjulegur 140 manna hópur sem mætti klukkan hálf fímm að nóttu fyrir utan hús íslensku ópe- mnnar í Ingólfsstræti. Þar biðu okk- ar þijár rútur sem fluttu hópinn til Keflavíkur. Þegar þangað var komið fór að glaðna nokkuð yfir mann- skapnum og að sjálfsögðu var landið kvatt með söng áður en stigið var um borð í farkostinn, sem flytja skyldi hópinn til Gautaborgar. Með í för var fjöldi íslenskra skálda og rithöfunda á leið á bókasýninguna og fór vel á með þeim og óperu- fólki. Það er alveg víst að aldrei fyrr hafa svo margir íslenskir listamenn yfírgefíð landið í einni og sömu ferð- inni! Skömmu eftir lendingu Ópemnnar í Gautaborg tóku fulltrúar gestgjaf- anna á móti okkur. Það var strax ljóst að þeir vildu allt gera til að dvöl okkar yrði sem ánægjulegust. Fremst f flokki var þar „Ulla litla“, en hún var fulltrúi ópemstjórans og með bros á vör sá hún næstu dagana til þess að öllum þörfum hópsins væri fullnægt. Meginhluti hópsins hélt með rútum til Lemm, sem er lítill bær skammt utan við Gauta- borg. Þar van dvalið í hóteli sem bar hið skondna nafn „Good Morning Hotel“ og hafði hópurinn það alveg út af fyrir sig. Það kom sér auðvitað vel því ekki er víst hvernig aðrir gestir hefðu bragðist við hljóðum þeim, sem söngvarar gáfu frá sér við raddæfíngar eða hljómsveitar- menn við lúðraþjálfun! Þrátt fyrir lítinn svefn og erfíða ferð beið hópsins ekki mikil hvíld því fyrstu æfíngar áttu nú að hefjast í ópemhúsinu, sem stendur í miðborg Gautaborgar. Þar var æft sleitulaust í tæpar fimm klukkustundir og það var því heldur slæptur hópur sem kom aftur heim á hótel seint um kvöldið. Dvölin úti Næsta dag höfðu menn sofíð úr sér mestu þreytuna. Veðrið var áfram fagurt, sól ogtæplega 20 stiga hiti. Áfram héldu æfingar og tækni- menn okkar unnu baki brotnu með sænskum kollegum sínum við að koma leikmynd íslensku ópemnnar fyrir í húsinu, en hún hafði öll verið flutt til Gautaborgar nokkra fyrr. Samstarfíð gekk frábærlega vel, en sænsku tæknimennimir voru nokkuð undrandi á því hversu hópur okkar tæknimanna var fámennur og ekki síður að þar gekk hver maður inn í annars starf. Þar úti hefur hins veg- ar hver maður sitt verksvið og inn á það fer enginn annar. Óhætt er að fullyrða að þessi hópur vann þrek- virki við að koma öllum sviðsbúnaði og ljósum fyrir og í gagnið á mjög stuttum tíma. Stora Teatern Stora Teatem er næststærsta óperuhús Svíþjóðar. Húsið var byggt árið 1859 og var í upphafi notað undir allar greinar leiklistar, bæði óperur og leikrit, en frá árinu 1920 hefur það þó eingöngu verið ætlað til ópemsýninga. Salur hússins er Kór og barnakór íslensku óperunnar sungu íslandskantötu Jóns Leifs Carmina burana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.