Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 27

Morgunblaðið - 27.09.1990, Page 27
er- >rgar afar fallegur. Hann er skeifulaga og eru þijár hæðir af stúkum allt í kring- um áheyrendabekki á gólfi. Salurinn tekur alls um 600 áhorfendur, en af þeim eru 120 í stæðum eða þar sem ekki sést til leiksviðsins. Salurinn er því ekki verulega stærri en salur Islensku óperunnar í Gamla bíói. Óperuhúsið er í eigu bæjarfélags- ins í Gautaborg. Þar starfa um 400 manns, þar af 30 einsöngvarar, 32 manna kór (í honum er íslenski tenór- inn Páll Jóhannesson), 64 manna hljómsveit og 36 dansarar. Allt þetta fólk er auðvitað fastráðið, en til gam- ans má geta þess að^ aðeins eru 7 manns fastráðnir við íslensku óper- una. Sýningar á aðalsviði hússins eru venjulega um 180 á ári og sækja þær 'að meðaltali 70-80 þúsund áhorfend- ur. Til samanburðar má geta þess að sýningar íslensku óperunnar eru um 40 á ári og áhorfendur á þeim hafa verið um 15-20 þúsund eða íjórðungur af áhorfendaíjöldanum í Gautaborg. Samanburður við íslensku óperuna Fróðlegt er að bera rekstur Stora Teatern saman við rekstur íslensku óperunnar. Ef reiknað er í íslenskum krónum, þá fær óperan í Gautaborg um 200 milljóna króna árlegan styrk frá sænska ríkinu og um 600 millj- óna króna styrk frá bæjarfélaginu. Heildarrekstrarkostnaður Stora Te- atern er um 800-900 milljónir króna á ári og hefur óperuhúsið sjálft aflað um 10% af rekstrarkostnaðinum með tekjum af miðasölu og fleiru. ís- lenska óperan hefur hins vegar fengi 14 milljóna króna fastan styrk frá ríki, engan frá bæjarfélögum og afl- ar sjálf 70% rekstraríjár síns! Þar sem umfang starfsemi íslensku ópe- runnar hefur verið um fjórðungur af starfsemi Stora Teatern, þá þyrfti MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 2 7 Ljósmyndir Jón Kristinn Cortes Óperustjórarnir Sven-Gunnar Tillius og Garðar Cortes. Á milli þeirra er Sven-Olof Eliassen listrænn stjórnandi Stora Teatern. Stora Teatern í Gautaborg. stuðningur opinberra aðila á íslandi því að hækka úr 14 milljónum króna á ári í 200 milljónir króna til að sam- svara þeim opinberum styrkjum sem Stora Teatern fær. Á sýningarskrá Stora teatern fyrir næsta vetur eru ijórar óperur, einn söngleikur og þijár ballettsýningar, en einnig verða þar margar gestasýn- ingar því auk heimsóknar íslensku óperunnar koma sýningar frá óperu- húsum ailra hinna Norðurlandanna í heimsókn auk Eistnesku óperunnar í Tallin. Þótt hús Stora Teatern sé gamalt og glæsilegt þykir Svíum sem starfsemin hafi löngu sprengt ramma þess og eru nú uppi áform um að byggja nýtt hús sem hefur verið valinn staður við höfn Gautaborgar. Kostnaðaráætlun vegna byggingar- innar hljóðar upp á jafnvirði 4.500 milljóna íslenskra króna. Sýningarnar Fyrsta sýning íslensku óperunnar var föstudaginn 14. september og var hún sérstök hátíðarsýning haldin til heiðurs forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem stödd var í Gautaborg til að opna bókasýning- una. Sýning okkar var eingöngu fýr- ir boðsgesti og ýmsa þá sem styrkt höfðu Stora Teatern með fjárfram- lögum. Þetta kvöld sýndum við- „Carmina burana" eftir Carl Orffog „Pagliacci" eftir Leoncavallo og það var strax í upphafi ljóst að hinn góði andi í húsinu hafði haft góð áhrif á okkur. Allir söngvararnir voru í skínandi formi og hljómsveitin lék af öryggi undir stjóm Anthony Hose. Viðtökur áhorfenda voru einstaklega góðar og í lok sýningar risu áhorf- endur úr sætum sínum og fögnuðu listafólkinu með langvinnu lófataki, stappi og bravóhrópum. Á eftir heils- aði Vigdís Finnbogadóttir upp á lista- fólkið að tjaldabaki. Kvaðst hún á stundum sem þessum vera sérstak- lega hreykin af því að vera íslending- ur. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra kom einnig og ávarpaði lista- fólkið og þakkaði því fyrir glæsilega sýningu. Eftir sýninguna var listafólki ís- lensku óperunnar haldið hóf í ópera- húsinu. Þar ávarpaði Sven-Gunnar Tillius óperustjóri hópinn og kvað bað vera mikla synd ef hin glæsilega uppfærsla á „Carmina burana" yrði aðeins sýnd einu sinni. Hann hefði því komist að samkomulagi við Garð- ar Cortes um að hún yrði sýnd aftur næsta kvöld ásamt þeim verkum sem fyrirhuguð höfðu verið. Þessari til- kynningu var tekið fagnandi af lista- fólkinu þótt ljóst væri að sýningin yrði býsna strembin, enda kom í ljós að flutningurinn tók tæpar fjórar klukkustundir með hléum. Næsta kvöld var alveg troðfullt hús óperugesta og hófst sýningin á flutningi „íslenskra þjóðlaga" í út- setningu Jóns Ásgeirssonar. Garðar Cortes stjórnaði óperukórnum og David Knowles lék undir á píanó. Einsöngvarar voru Hrönn Hafliða- dóttir, Loftur Erlingsson og Þorgeir J. Andrésson og var flutningi lag- anna vel tekið. Næst var röðin kom- in að „Þjóðhvöt", alþingishátíðar- kantötu Jóns Leifs, en hún er skrifuð fyrir kór, barnakór og hljómsveit og var þetta í fýrsta skipti sem verkið var flutt í sinni upprunalegu mynd. Kantatan er ómstritt verk og að ýmsu leyti erfitt í flutningi. Það er einnig nokkuð seintekið við hlustun, en eins og önnur verk Jóns er það þó afar frumlega samið og rammís- lenskt að 'gerð. Næst á eftir voru flutt sömu verk og kvöldið áður, fyrst „Carmina bur- ana“ þar sem þau Michael Jón Clarke, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorgeir J. Andrésson fóru á kostum í söng sínum. Dansarar úr íslenska dansflokknum sýndu glæsileg tilþrif og vakti sviðsetning Terence Et- heridge á þessu verki mikla athygli. Óperukórinn var þó í aðalhlutverki í sýningunni og skilaði því með sér- stökum sóma með söng sínum og dansi. Þá var komið að „Pagliacci“ og aftur voru söngvararnir í miklu stuði; þau Garðar Cortes, sem söng aríuna “Vesti la giubba" með sér- stökum glæsibrag, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Keith Reed, David Ell- is og Sigurður Björnsson. í sýningar- lok risu áhorfendur úr sætum og fögnuðu listafólkinu lengi og inni- lega. Þegar fólkið hafði þvegið sminkið framan úr sér klæddist það í sitt fínasta púss því nú var farið í mót- töku borgarstjórnar Gautaborgar. Þar létu hinir sænsku gestgjafar í ljós ánægju sína með heimsókn Is- lensku óperunnar. Garðar Cortes þakkaði fyrir boðið og lagði áherslu á hvað það hefði komið á heppilegum tíma fyrir íslensku óperuna, sem ein- mitt nú lifði í mikill óvissu um framtíð sína og væri þessi ferð okkur því til mikillar uppörvunar. Daginn eftir var öllum hópnum boðið að sækja bókasýninguna góðu Dagens Nyheter (Hans Wolf). Undir fyrirsögninni „íslenskt hraunrennsli í Stora Teatern“ segir m.a.; „Samnefnari hinna fjögurra verka sem voru á dagskrá var eiginn tónn og stemning; hraun- elfur sem rann yfir leikhússalinn. Um Pagliacei segir; „Sem leik- hússtjórinn Canio á hinn rauðgló- andi tenór Garðars Cortes sér varla nokkra hliðstæðu meðal söngvara Stora Teatern. Einnig var áhrifamikið að heyra þyngd- ina í flutningi barytónsins Keith Reeds á hlutverki trúðsins Tóníó þótt minna bæri á blæbrigðum.“ „Að flytja Carmina burana sem dansverk bauð upp á sefjandi andstæður blómskrýddra meyja við kórinn sem nafnlausan massa miðaldanna. Sviðssetning Terence Etheridge var sem draummynd um betra líf langt frá nauð og !ífsháska.“ GT i Dag (Ulf R. Johansson); Undir fyrirsögninni „íslenskt sælgæti er ekki alltaf með harð- fiskbragði" segir m.a.: Sýningin í Stora Teatern sýndi skýrt að á Islandi er menningin tekin í alvöru. Það var líka ljóst að á íslandi eru og hafa verið tónskáld sem eru þess virði að uppgötva, það sýndi ekki síst Is- landskantata Jóns Leifs, hrá og klossuð, en þó aðgengileg langt út yfir hin frumstæðu endamörk tungumálsins.“ Svenska Dagbladet (Bo Lud- vigsson); Undir fyrirsögninni „Kraftur og gleði á íslensku þar sem frú Anna Einarsdóttir var í forsvari fyrir Islandsdeildinni. Operufólkið þakkaði fyrir sig með því að syngja nokkur íslensk þjóðlög og var flutningnum vel tekið. Um kvöldið var svo komið að þriðju og síðustu sýningu okkar og voru þá á dagskrá íslensku verkin og „Pagliac- ci“. Þótt nokkurrar þreytu væri farið að gæta í hópnum tókst sýningin ágæta vel. Nú var komið að okkur að halda gestgjöfunum samsæti og fór það fram í veitingasal nálægt óperuhús- inu. Að loknum hefðbundnum ræðu- höldum voi’u drengirnir, sem skip.uðu barnakór Óperunnar, beðnir um að syngja sjálfvalið efni til að lyfta fólki upp. Þessir ungu drengir sem höfðu staðið sig svo einstaklega vel í allri ferðinni, bæði innan sviðs sem utan, og unnið hug og hjörtu jafnt sam- ferðarmanna sem óperugesta, trítluðu nú upp á sviðið í einni hala- rófu og sungu síðan“' „Maístjörnu" Jóns Ásgeirssonar svo undur vel, að straumar hrísluðust niður eftir baki viðstaddra og sums staðar blikaði tár á hvarmi. Blaðaumsagnir Talsvert var getið um heimsókn íslensku óperunnar í sænskum blöð- um og voru umsagnir þeirra um sýn- ingarnar í heild mjög vinsamlegar. Það vakti sérstaka athygli manna hvílíkan eldhuga Garðar Cortes hafði að geyma. Hann leiddi hópinn sem óperustjóri, stjórnaði íslensku verk- kvöldi“ segir m.a.: „íslensk þjóð- lög í öruggri útsetningu Jóns Ás- geirssonar töluðu beint til hjart- ansþótttungumálið skildist ekki.“ — „Islandskantata Jóns Leifs býð- ur upp á spennandi hljómaheim. Þegar tónskáldið málar ísland með krafti og alvöruþunga þá virðist vellandi hraunstraumur vera grunnliturinn.“ — „Sviðsetn- ing Terence Ethridges á Carmina burana var hápunktur kvöldsins. Kór og hljómsveit náðu vel saman undir stjóm Anthonys Hose og af einsöngvurunum reis hæst söngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í ástarsöngvunum.“ — í hefðbund- inni uppsetningu á Pagliacci var hið blóðuga drama oft túlkað ... á dálítið gamaldags hátt... Það er sjaldgæft að norræn ítalska hljómi svo ítalskt. Einkum á þetta við um tenórinn Garðar Cort- es...“ Göteborgsposten (Hákan Dahl); Undir fyrirsögninni „Ópemlist í blóina þrátt fyrir erf- ið skilyrði“ segir m.a: „Heimsókn Islensku ópemnnar var kannski ekki stór í sniðum, en það var þó stórkostleg reynsla að fá að kynnast hinum mörgu litríku listamönnum hennar. Þar var í sérflokki Garðar Cortes óperustjóri, einsöngvari og stjórn- andi. Hann er söngvari á heims- mælikvarða og til sóma hvaða ópemhúsi sem er. Mann sundlar við tilhugsunina um það hve mikla þýðingu hann hefur haft fyrir óperulistina í heimalandi sínu.“ Um „Carmina burana" segir: unum og söng síðan aðalhlutverkið í „Pagliacei“ með glæsibrag. Aðrir söngvarar fengu einnig mjög lofsam- leg ummæli. Uppsetning Óperunnar á „Carmina burana" vakti aðdáun sænskra gagnrýnenda, en sumum fannst „Pagliacci" vera of hefðbund- in. í heild undruðust flestir á því að óperulistin hefði náð svo háu stigi á íslandi við jafn frumstæðar aðstæður og íslenska óperan hefði mátt búa við. Glefsur úr dómum sænsku blað- anna em birtar annars staðar í þessu blaði. Haldið heim Á sjötta degi var svo haldið heirn á leið. Það var heldur þreyttur hópur sem sneri aftur í íslensku óperuna. Allir voru þó ánægðir með vel heppn- aða ferð og eins og venjulega var lagið tekið áður en fólk kvaddist. Óhætt er að segja að þessi ferð hafi þjappað listafólki íslensku óper- unnar saman í þeirri baráttu sem framundan er til að tryggja áfram- haidandi tilvist hennar. Við skulum vona að með góðra manna hjálp muni sú barátta skila tilætluðum árangri og að ferð okkar til Gauta- borgar marki upphafið að enn þrótt- meira starfi íslensku óperunnar, en- verði ekki svanasöngur hennar. Höfundur er í stjórn Styrktarfélags Islensku óperunnar og var fararsijóri í ferðinni. „Kórinn í aðalhlutverki íklæddur munkakufli með grímu á hnakk- anum, dró fram myndir og hrynj- andi form, sem dansarar og ein- söngvarar komu fram í með atriði sín. Myndir og litir framkölluðu sefjandi áhrif, sem drógu þó frem- ur fram andrúmsloft og stemn- ingu en innihald textans. Með hliðsjón af verkinu sjálfu og for- sendum þess var sýningin þó mjög gefandi. Flutningur hljómsveitar og söngvara var mjög góður þrátt fyrir einstaka ójafnvægi í hrynj- andi og vandamál með tónmynd- un, sem hurfu þó strax í skugg- ann fyrir túlkunarkrafti kórsins og góðri frammistöðu einsöngva- ranna. Sérstaklega góð var frammistaða Þorgeirs J. Andrés- sonar í hlutverki steikta svansins. Hlutverkið er þakklátt, en túlkun hans var engu að síður mjög góð.“ Um „Pagliacci11 segir: „Upp- setningin var mjög hefðbundin þar sem ástríðuleikurinn í leiknum var hápunkturinn og mjög vel útfærður sem slíkur á allan hátt... Garðar Cortes var stór- kostlegur sem Canio og þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Keith Re- ed, Sigurður Björnsson og David Ellis stóðu sig með sóma í öðrum einsöngshlutverkum. Litla hljóm- sveitin lék hér nrjög vel undir stjórn Anthony Hose. Af viðtök- unum mátti sjá að heimsóknin var bæði velkomin og mikils metin og er Islensku óperunni óskað alls velfarnaðar. Af því sem við höfum heyrt og séð er hún verðug betri aðbúnaðar." Umsagnir sænskra blaða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.