Morgunblaðið - 27.09.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.09.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 29 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 26. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 91,00 82,00 89,13 36,409 3.245.223 Þorskur(óst) 81,00 70,00 77,44 3,264 252.791 Þorskur(st.) 103,00 97,00 97,90 2,073 202.953 Ýsa 117,00 84,00 100,96 5,689 574.384 Ýsa(ósl.) 100,00 65,00 88,39 1,777 157.068 Karfi 46,00 20,00 44,50 16,155 718.993 Ufsi 46,00 36,00 39,07 16,295 636.690 Steinbítur 75,00 64,00 70,17 2,097 147.144 Steinbítur(óst) 75,00 75,00 75,00 0,150 11.250 Keila 38,00 38,00 38,00 0,677 25.745 Keila(óst) 38,00 38,00 38,00 0,222 8.436 Langa 63,00 54,00 62,02 0,872 54.081 Langa(óst) 54,00 54,00 54,00 0,314 16.956 Lúða 340,00 160,00 231,37 0,190 43.960 Lúða(óst) 345,00 335,00 335,65 0,230 77.200 Koli 79,00 50,00 56,79 0,047 2.669 Smáþorsk. 79,00 79,00 79,00 1,567 123.793 Skata 51,00 51,00 51,00 0,015 765 Lýsa(óst) 50,00 50,00 50,00 0,113 5.650 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,036 180 Háfur 5,00 5,00 5,00 0,038 190 Lýsa 50,00 50,00 50,00 0,086 4.300 Ufsi(óst) 36,00 36,00 36,00 0,018 648 Samtals 71,44 88,336 6.311.069 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 101,00 81,00 94,07 33,930 3.191.722 Þorskur(ósL) 79,00 79,00 79,00 0,620 48.980 Ýsa 126,00 36,00 105,62 8,969 947.320 Ýsa(óst) 95,00 85,00 87,15 0,933 81.315 Karfi 49,00 36,00 51,39 3,763 193.368 Ufsi 51,00 40,00 43,03 16,545 711.962 Steinb./Hlýri 61,00 55,00 57,44 0,330 18.954 Langa 55,00 48,00 51,04 0,481 25.062 Keila 39,00 36,00 37,64 1,195 44.976 Lúða 350,00 100,00 262,58 1,875 482.340 Lýsa 12,00 12,00 12,00 0,038 456 Skata 115,00 115,00 115,00 95,00 10.925 Skarkoli 90,00 49,00 62,84 0,397 24.947 Skötuselur 490,00 165,00 194,21 0,089 17.295 Grálúða 21,00 21,00 21,00 0,012 252 Frosinnfiskur 82,00 82,00 82,00 1,400 114.800 Blandað 20,00 20,00 20,00 0,507 10.140 Undirmál 80,00 35,00 76,05 1,743 132.555 Samtals 83,19 72,932 6.067.359 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 145.00 76,00 92,21 37,346 3.443.680 Ýsa 116,00 53,00 86,16 11,375 980.111 Karfi 48,00 40,00 43,11 7,393 318.719 Ufsi 53,00 29,00 47,75 33,964 1.621.711 Steinbítur 70,00 65,00 69,53 0,900 62.581 Hlýri 61,00 61,00 61,00 0,063 3.843 Langa 63,00 56,00 58,92 4,616 271.985 Lúða 380,00 315,00 333,77 0,527 175.895 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,025 1.650 Sólkoli 66,00 66,00 66,00 0,006 396 Sandkoli 5,00 5,00 5,00 0,157 785 Keila 39,00 16,00 30,09 13,038 392.252 Lax 185,00 185,00 185,00 0,042 7.770 Skata 86,00 78,00 80,45 0,141 11.344 Skötuselur 300,00 150,00 215,63 0,048 10.350 Koli 66,00 32,00 58,76 0,484 28.442 Lýsa 22,00 15,00 20,22 0,357 7.219 Blá og langa 63,00 57,00 58,98 0,474 27.958 Humar 1600,00 999,00 1600,00 0,005 8.000 Náskata 10,00 10,00 10,00 0,193 1.930 Tindaskata 29,00 5,00 10,30 0,220 2.267 Blandað 30,00 26,00 28,71 0,933 26.786 Undirmál 69,00 69,00 69,00 0,122 8.418 Samtals 65,94 112,429 7.414.092 Seld voru m.a. 40 kör úr Kópi GK, og úr dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr Albert Ólafssyni og jafnvel Kópi GK. Olíuverö á Rotterdam-markaði 1. ág. - 25. sept., dollarar hvert tonn Olíumengunin við Laugarnes: Umhverfísrádherra krefst skýrslu um mengunina Morgunblaðið/RAX Björgnnarsveitarmenn kanna fjörur við Viðey í gær. UMHVERFISRÁÐHERRA, Júlíus Sólnes, hefur óskað eftir að Sigl- ingamálastofnun skili í dag skýrslu um olíumengunarslysið sem varð á mánudag, þegar verið var að losa svartolíu úr flutninga- skipi í tanka Olís við Laugarnes. Skýrsluna á að ræða í ríkisstjórn. Rannsóknarlögreglu ríkisins hef- ur verið falið að kanna orsakir óhappsins. Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að ekki hafi verið rétt staðið að losun olíuskips- ins, né heldur að menn hafi ekki hætt dælingu um leið og lekans varð vart. Á fundi siglingamálastjóra og hafnaryfirvalda með forráðamönn- um Olís í gær kom fram, að leiðslan var skoðuð af kafara fyrir ári, og reyndist ekkert athugavert að sjá við hana þá. Leiðslur sem þessar eru prófaðar og röntgenmyndaðar suður á þeim áður en notkun hefst og þarf Sigl- ingamálastofnun að viðurkenna þær. Eftir að notkun er hafin, gilda engar sérstakar reglur um reglulegt eftir- lit, en Magnús segir að í undirbún- ingi sé að setja slíkar reglur. Þessi leiðsla verður að kröfu Siglingamála- stofnunar tekin upp og rannsökuð í kjölfar slyssins. x Magnús segir að dreifing olíunnar með dreifíefnum, sem hófst strax og lekans varð vart, virðist hafa tekist mjög vel og það væri lán í óláni, hvað varðaði fuglalíf, að slysið hafi orðið á þessum árstíma, en ekki þegar fuglalif er meira og viðkvæm- ara á vorin og sumrin. Siglingamálastofnun á 550 metra flotgirðingu til að hefta útbreiðslu olíu, á Akranesi er til 100 metra girðing og 90 metrar á ísafirði, alls 740 metrar. Von er á um 200 metr- um í viðbót nú í haust. Auk girðing- anna hefur Siglingamálastofnun yfir að ráða tveimur tækjum, sem hvort um sig getur mokað upp 12 tonnum af olíu úr sjó á hverri klukkustund. Magnús Jóhannesson segir að áætlun sé til fyrir sveitarfélög að koma sér upp lágmarksbúnaði til að verjast olíumengunarslysum í höfn- um, en því miður virðist viðbrögð þeirra vera allt of lítil, einkum í ljósi þess, að ríkissjóður greiði 75% stofn- kostnaðarins við búnaðinn. Svartolía mengar nú fjörur á Selt- jarnarnesi inn að Sundahöfn eftir að olían lak út um gat á leiðslu við losun í tanka Olís í*Laugamesi úr olíuflutningaskipi á mánudag. Að sögn hafnsögumanna í Reykjavík urðu þeir ekki varir við olíu á sjónum í gær og töldu þeir hana annað hvort hafa sokkið vegna úðunar á þriðju- dag eða að hana hefði rekið til hafs undan vindi. Menn frá Slysavarnafé- laginu könnuðu strendur og merktu olíumengunina inn á kort í gær, einnig fóm Ævar Petersen fugla- fræðingur og ráðsmannshjónin í Við- ey um fjörur og könnuðu ástand fuglalífs. Ævar segir fyrirsjáanlegt að hundmð fugla drepist af völdum olíunnar, enda sé engin aðstaða til að bjarga þeim. Guðrún Lilja Arnórsdóttir, ráðs- maður í Viðey, sagði í gærkvöldi að nánast öll strandlengja eyjunnar væri olíublaut, en mest væri meng- unin við sunnanverða eyna. Olían fór einkum að setjast á fjörurnar í gær, þar sem stillt veður hafði verið fram að því. Guðrún segir olíulagið ekki vera þykkt, en þekja fjöruna á sunn- anverðri eyjunni. Fugl, einkum æð- ur, er illa farinn, segir Guðrún, og á erfitt með hreyfingar og margir fuglanna komast ekki á flug. Síðdeg- is í gær hafði hún ekki orðið þess vör, að fugl væri farinn að drepast vegna olíunnar. Guðrún sagði ekki hafa verið leit- að eftir því við hafnaryfírvöld að fjömrnar verði hreinsaðar. „Við æt- luðum að sjá til hvað kæmi út úr þessu. Við höfum verið á kafi í að koma æðarvarpinu upp hérna, það hafa um 200 fuglar verið hér og okkur finnst dálítið mikið þegar þriðjungurinn er farinn. Mér finnst þetta vera nokkuð alvarlegt," sagði Guðrún Lilja Arnórsdóttir. Ævar Petersen kannaði í gær fjör- ur frá Seltjarnarnesi inn í Sunda- höfn, á Geldinganesi og uppi á Kjal- arnesi. „Það virðist vera mikið af olíublautum fugli á þessu svæði, það er að segja á Sundunum, ekki uppi á Kjalarnesi. En það er greiniega olía á fjörum á öllum Sundunum, hérna á Reykjavíkur- og Seltjarnar- nessfjörunum, í Viðey og upp í Geld- inganes. Á þessu svæði eru eitthvað á annað hundrað fuglar sem við sáum olíublauta og þá er spurningin hvort er ekki eitthvað úti í sjó.“ Ævar segir einkum æðarfugl hafa lent í olíunni, en einnig nokkuð af hettumávi. Hann segir enga aðstöðu vera til að gera nokkuð fyrir fuglinn þegar svo margir lenda í olíu, til þess skorti allt, mannafla, hreinsi- efni og ekki síst aðstöðu til þess að hafa fuglana eftir að búið er að hreinsa þá.. Ekki þýði að sleppa þeim fyrr en nokkrum vikum eftir hreins- un, þar sem bæði olían og hreinsiefn- in eyðleggi að miklu leyti fjaðrabún- ing fuglanna. „Þannig að það er eins gott að drepa fuglinn strax.“ Ævar segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að drepa olíublautan fugl. Hann kvaðst telja að slík ákvörðun væri í höndum umhverfís- ráðuneytis, þar sem fuglafriðunar- mál heyrðu undir það. Austan og norðan Viðeyjar eru fiskeldiskvíar og í gær sagði for- stöðumaður eldisstöðvar, sem þar hefur aðstöðu, að engin olía hefði borist í kvíarnar. ----*-*-*--- Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag um fjárskaða í Vopnafirði, var rang- lega farið með nafn eiginmanns Kristínar Brynjólfsdóttur, en hann heitir Arthúr Pétursson, bóndi að Syðri-Vík. Salmonella í Skagafírði: 4. Athugasemd frá heilbrígðisfulltrúa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sveini H. Guðmundssyni heil- brigðisfulltrúa hjá Heilbrigðis- eftirliti Norðurlandssvæðis vestra: „Frétt Morgunblaðsins 23. sept- ember um salmonellumengun í Skagafirði vekur furðu mína og ■ LIONSKL ÚBBUR Hafnar- fjarðar verður með sína árlegu perusölu laugardaginn 29. septem- ber og sunnudaginn 30. september. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála í Hafnarfirði. Klúbbur- inn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, svokallaða kisudeild sem er deild innan barnaheimilisins í norðurbænum í Hafnarfirði. Einnig heimili fyrir vangefna á Klettahrauni 17. Svo og hefur klúbburinn styrkt St. Jósefsspítala í Hafnarfirði með tækjakaupum svo eitthvað sé nefnt. Einnig styrk- ir Lionsklúbbur Hafnarfjarðar ýmis málefni innan Lionshreyfíng- arinnar. Morgunblaðið hafði ekkert samráð við mig við samningu fréttarinnar. í fyrsta lagi er í fréttinni ekki tilgreint um hvaða sýni er að ræða. Við lestur fréttarinnar getur fólk því alveg eins leitt hugann að mat- vælum. í öðru lagi, þá hefur eins hátt hlutfall salmonellumengunar og kemur fram í fréttinni ekki fund- ist á Skagafjarðarsvæðinu þann tíma sem ég hef gegnt starfí heil- brigðisfulltrúa. Niðurstöður neyslu- vatnssýna gefa til dæmis ekki ástæðu til að óttast salmonellum- engun þar. Sjaldan er beðið um salmonellu- greiningu þegar sýni af matvælum eru rannsökuð, en salmonella hefur mér vitanlega ekki greinst í sýnum teknum af matvælum framleiddum á Skagaijarðarsvæðinu. Keldur hafa fengið nokkuð af mávi og hrafni héðan af svæðinu, vegna könnunar á útbreiðslu salm- onellu í kjölfar Landeyjatilfellanna síðastliðið ár. Samkvæmt upplýs- ingum frá Keldum 24. september greindist salmonella í færri en 10% fuglanna. Það er lítið eitt minna en landsmeðaltal úr sömu könnun, en tekin voru sýni af mörgum svæð- um á landinu. Úr einu frárennsli hafa verið tekin þrjú sýni til salmon- elluræktunar. Eitt þeirra reyndist jákvætt. Sýni eru hins vegar svo fá að þau gefa takmarkaðar upplýs- ingar. Með þessu er ég ekki að halda því fram, að úrbóta í umhverfismál- um sé ekki víða þörf. Frétt sunnu- dagsblaðsins, þar sem vitnað er í rannsóknir á vegum heilbrigðiseft- irlits er hins vegar tilhæfulaus." Aths. ritstj.: Vegna þessarar athugasemdar skal á það bent að umrædd frétt í síðasta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins var byggð á viðtali við Birgi Þórðarson hjá Hollustuvernd ríksins. Fréttin var hluti af umfjöll- un um umhverfismál í sunnudags- blaðinu. í framhaldi af birtingu hennar var leitað til heimamanna og birtust svör formanns heilbrigð- isnefndar Skagaljarðar og bæjar- stjórans á Sauðárkróki í frétt síðast- liðinn þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.