Morgunblaðið - 27.09.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.09.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Óþolinmæðin getur leitt þig af- vega í vinnunni í dag, en að öðru leyti verður dagurinn þér hag- felldur. Taktu mark á innsæi þínu og innblæstri. Naut (20. apríl - 20. mai) (ffö Þú kemst að traustu samkomu- lagi við náinn ættingja eða vin. Þér hættir til að vera einum of stórhuga í ferðaáætlunum sem þú ert með í bígerð. Ræddu við ráðagóðan aðila sem þú treystir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Dómgreind þín í peningamálum er ekki upp á sitt besta í dag, en atburðir dagsins leiða samt til góðs fyrir þig þegar til langs tima er iitið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$8 Ýttu ágreiningsmálum til hliðar og láttu innsæið ráða ferðinni hjá þér. Sinntu áhugamálum maka þíns í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér hættir til að gefa þig kæru- leysinu á vald fyrri hluta dags- ins. Óaðgætni getur haft alvarleg mistök í för með sér hjá þér. Þér finnst fýsilegra að taka mikil- vægar ákvarðanir heima fyrir í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) I dag er ekki heppilegt að blanda saman leik og starfí. Þú skilur barnið þitt betur en áður. Kvöldið færir þér ánægju við ástundun áhugamála þinna og gæluverk- efna. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ákveður að hreinsVtil hjá þér og ljúka skylduverkum sem þú hefur ýtt til hliðar. Truflanir sem þú verður fyrir fyrri hluta dagsins geta ráðið úrslitum um hvort þér tekst ætlunarverk þitt. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Sýndu sömu natni heima fyrir og í vinnunni, en reyndu ekki að ráða fyrir aðra. Leggðu áherslu á skapandi störf og verðu kvöld- inu í eigin þágu. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Þið hjónin eruð 'ósammála um ráðstöfun fjár ykkar, en að öðru leyti er dagurinn góður. Treystu á innsæi þitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) 1^5 Þó að þú hafí grætt á að vera á réttum stað á réttum tíma sk^ltu varast tilhneiginu til að láta reka, á reiðanum í vinnunni. Sinntu félagsmálum í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þig langar ekki vitund tii að taka þátt í félagsiífinu í dag. Það sem er að gerast á bak við tjöldin kemur sér ákaflega vel fyrir þig Qárhagslega. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) SiK Þú hneigist til leti’ fyrri hluta dagsins. Njóttu þess að taka þátt í hópstarfi. Náinn ættingi eða vinur kann að fara lítið eitt í taug- amar á þér í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ er fremur úthverfur einstaklingur og hefur áhuga á stjómmálum og félags- málum. Það er búið leiðtogahæfi- leikum og Iíkar ekki að vera í hlutverki undirsátans. Það tekst óhikað á við erfíðleika og á erfitt með að tapa. Það er heimspeki- lega sinnað og laðast oftlega að ritstörfum eða annarri liststarf- semi. Það hefur trúarlega og umburðarlynda afstöðu til lífsins. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staöreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Þetta er vandræðalegt! Hugsaðu þér bara! Ég er búinn að gleyma hvern- ig ég á að reima mína eigin skó! Hvað um það, ég held ég fari heim. Af hverju svona fljótt? Það er erfitt að standa berfættur á gangstéttinni. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Lauf er tromp, norður á út og sagnhafi tekur alla slagina: Norður y . ♦ 87 + D Vestur Austur ^ G ♦ 96 JD III ¥- ♦ 10 + 8 Suður ♦ 10 ¥ 7 ♦ - ♦ K ♦ - Hann spilar tígli og trompar með kóng. Hvað á vestur að gera? Ef hann hendir hæsta spil- inu í spaða eða hjarta, spilar suður fríslagnum þar og kemur vestri aftur í klípu. Og ekki get- ur vestur undirtrompað, því þá fær blindur síðustu siagina. Þessi sjaldgæfa kastþröng heitir „Backwash squeeze“ á ensku, enda virkar þvingunin á „útsoginu“, ef svo má segja, því vestur lætur síðastur í þvingun- arslaginn. Staðan að ofan kom upp í 5 laufum suðurs: Norður ♦ ÁD ¥84 ♦ K8752 ♦ D764 Vestur Austur ♦ G852 ♦ K964 ¥ D953 ¥ G106 ♦ ÁD ♦ 10963 ♦ 852 Suður ♦ 1073 ¥ ÁK72 ♦ G4 ♦ ÁKG9 ♦ 103 Útspilið var spaði, drottning og kóngur. Tromp til baka, upp með ás og tígull að blindum. Vestur lét drottninguna (góð vörn), kóngurinn upp og meiri tígull. Vestur spilaði laufi og sagnhafi á ekki nægar innkomur á blindan til _ að fría tígulinn. Hann tók því ÁK í hjarta, tromp- aði hjarta, fór inn á spaðaás og . . . „drekkti síðan vestri í kjal- soginu“. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Álaborg í ágúst kom þessi staða upp í skák danska alþjóðameistarans Klaus Berg (2.445), sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans Antonsen (2.355). Hvítur missti hér af fallegri, en einfaldri vinningsleið er hann lék: 23. Dxg5+? - Kh8, 28. Hxe7 - Hxe7, 25. Dxe7 — Dc5+, 26. Df6+ - Kh8, 27. Kh2 - Dcl! og svartur náði að halda jafntefii. Rétt var hins vegar 23. Hxe7! og hvort sem svartur þiggur hróks- fórnina eða leikur einhveiju öðru kemur 24. f6 og hvítur vinnur. Sigurvegarar á mótinu urðu danski alþjóðameistarinn Lars Bo Hansen og V-Þjóðveijinn Christ- ian Mann, sem hlutu báðir 7‘A v. af 11 mögulegum. Næstir komu Sovétmaðurinn Jevdokimov og dönsku alþjóðameistararnir Bjarke Kristensen og Klaus Berg með 6 'A v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.