Morgunblaðið - 03.10.1990, Side 20

Morgunblaðið - 03.10.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 Af námserfíðleíkum bama Til varnar torlæsi eftirStefán Hreiðarsson Mikil umræða hefur orðið að undanfömu um lestrargetu bama af tilefni árs læsis. Hefur Morgun- blaðið m.a. birt fjölda greina varð- andi þetta efni. Vissulega ber að fagna þessari umfjöllun og þeirri hvatníngu, sem fylgir til foreldra og þjóðfélagsins um að sinna betur ýmsum þáttum í uppeldi og ræktun barna. Því miður er það hins vegar svo, að á þessum einhliða „áróðri“ getur verið ákveðin skuggahlið. Það virðist oft vera gengið út frá því að öll börn standi jöfnum fæti til náms og að erfiðleikar í skóla séu fyrst og fremst afleiðingar af ónógri örvun og umönnun barns. Rökrétt ályktun þessa gæti verið, að námserfiðleikar hjá bömum séu oftast tilkomnir vegna „van- rækslu“ foreldranna og þjóðfélags- ins eða ófullnægjandi kennsluað- ferða. Staðreyndin er sú, að mörg börn standa ekki jafnfætis flestum jafn- öldrum sínum hvað varðar getu til náms. Erlendar rannsóknir benda til þess að a.m.k. fimm börn af hveijum hundrað eigi við torlæsi og aðra námserfiðleika að stríða til lengri eða skemmri tíma, og nokkur hópur nær aldrei veralegri lestrargetu, þrátt fyrir fullnægj- andi aðstoð. Umfjöllun um ágæti góðrar lestrargetu má ekki hafa á sér yfirbragð minnkunar fyrir þessa einstaklinga. Það geta verið mismunandi ástæður fyrir því, að barn á erfitt með lestramám og liggur fyrir umtalsverð þekking á því sviði, bæði vestan hafs og austan. Al- menn námsgeta eða „greind" hefur sína dreifingu eins og aðrir eigin- leikar mannsins og nokkur hópur bama býr við skerta námsgetu vegna almennrar greindarskerð- ingar. Hér er ekki - eingöngu um að ræða þau börn sem teljast þroskaheft, heldur einnig þau, sem eru við neðri mörk eðlilegrar greindar. Annar og sennilega stærri hópur bama á í erfiðleikum í námi vegna þess að úrvinnsla heilans á sjónrænum eða heym- rænum þáttum er ekki eins og hjá flestum jafnöldram, þrátt fyrir eðlilega greind. Er þá talað um „sértæka námserfíðleika", angi af því, sem fyrram var nefnt les- blinda. Sum barnanna eiga við erf- iðleika að stríða vegna þess að athygli og einbeitingu er ábótavant og getur það leitt til náms- og hegðunarerfiðleika. í fæstum þess- ara tilvika er um að ræða afleiðing- ar af ónógri örvun, heldur með- fætt þroskamunstur og hefur orðið „misþroski" verið notað undanfarið til að lýsa þessu ástandi. Misþroski er baminu áskapaður á sama hátt og við búum við mismunandi hæð, háralit og fingralengd, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir hafa þannig til dæmis leitt í ljós mun meiri fylgni þessara vandamála hjá ein- eggja tvíburam en hjá tvíeggja tvíburam og oft má finna væg frá- vik við taugafræðilega skoðun þessara bama. Þegar rætt hefur verið um or- sakir námserfiðleika hjá börnum, hefur nokkuð borið á því að rætt sé um læknisfræðilegar skýringar og kennslufræðilegar sem tvo önd- verða póla. Að mínu mati byggist slík skipting á misskilningi á mis- „Námserfíðleikar barna með eðlilega greind eru til, voru til og verða til.“ munandi hlutverkum fagstétta. Hjá börnum með afgerandi náms- erfiðleika þarf að koma til fjölþætt mat, þar sem hver aðili leggur til sína sérþekkingu. Hér er ekki ein- ungis um að ræða lækna og kenn- ara, heldur er hlutur t.d. sálfræð- inga mikilvægur í skilgreiningu á því, sem liggur að baki vandamál- inu. Þá er oft leitað til talmeina- fræðinga og iðju- og sjúkraþjálfara um þætti í meðferð og greiningu vandamálsins. Það er oft hægt að læra af reynslu okkar og fyrri mistökum á skyldum sviðum. Það er öllum hollt, sem hugsa um þessi mál, að rifja upp sögu einhverfunnar, sem í byijun var talin stafa af persónu- leika foreldranna og röngum upp- eldisaðferðum. Nú er ljóst, að ein- hverfa er vegna meðfæddrar trafl- unar á starfsemi heilans. Það þarf vart að lýsa því, hvaða áhrif fyrri kenningar höfðu á foreldra, sem sátu undir þeim ásökunum að verða valdir að fötlun barns síns. Þessi reynsla ætti að verða okkur áminning um að draga ekki fljót- færnislegar ályktanir um orsakir námserfiðleika bama, bara vegna þess að við skiljum þá ekki til fulls. Eitt alvarlegt dæmi um svona misskilning er að finna í föstudags- blaði Morgunblaðsins, 14. sept., þar sem rætt er við Vilborgu Guðnadóttur, skólahjúkrunarfræð- ing Austurbæjarskóla, um náms- erfiðleika bama. Að hennar mati „á barn með eðlilega greind sem býr við öryggi og vellíðan ekki að eiga í vandræðum í skóla, hvorki hvað varðar námsfram- vindu né hegðun“. Þessi skoðun Vilborgar er ekki einasta röng, heldur líka hættuleg. Hún á við um ákveðinn hóp bama með erfið- leika í skóla, börn, sem búa við afleit félagsleg skilyrði. Sá hópur þarfnast víðtækrar aðstoðar og ber að fagna umræðu um uppeldisskil- yrði þeirra. Hins vegar eiga flest börn með námserfiðleika foreldra, sem era „venjulegt fólk“ sem á ekki skilið að liggja undir þeirri ásökun að böm þeirra séu „van- rækt af foreldrum sínum“, eins og Vilborg kemst að orði. Það verður að álíta að þessi skoðun Vilborgar sé byggð á reynslu hennar af af- MEÐAL ANNARRA ORÐA LANGTí BURTU eftir Njörð P. Njarðvík Það hefur talsvert verið skrifað um bókastefnuna í Gautaborg hér í blaðinu, og ég ætla mér ekki að auka þau skrif - beinlínis. Mér fannst þetta dálítið einkennileg samkoma, enda hef ég aldrei ver- ið á slíkri bókastefnu áður. Það var auðvitað mjög ánægjulegt hve mikill þáttur Islands var, og ég vona sannarlega að það verði til þess að auka áhuga Svía á íslensk- um bókmenntum. En það er í rauninni dálítið annað sem mig langar til að íhuga af þessu til- efni. Það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér á þessari bókastefnu, að þegar ég hef setið fyrir svörum erlends fjölmiðlafólks sem íslensk- ur rithöfundur, þá hafa nær und- antekningalaust verið lagðar fyrir mig tvær nokkurn veginn sam- hljóma spurningar. Su fyrri er: Hvernig er að vera svona langt í burtu? - og sú síðari: Hvemig er að skrifa fyrir svo fáa? Báðar þessar spur'ningar bera vott um fáfræði útlendinga og hversu er- fitt er fyrir þá að skilja forsendur og tilvist íslenskrar menningar. - frá hverju? Fyrri spumingunni svara ég ævinlega með gagnspurningu: Langt í burtu frá hveiju? Stokk- hólmi? London? New York? París? Hví skyldum við ekki vera langt í burtu frá þessum stöðum? Eða kannski langt í burtu frá öllu? Að báki slíkri spurningu virðist að einhverju leyti búa sú hugsun, að til sé einhver allsheijar miðdep- ill heimsins, en svo er auðvitað ekki. Sérhver manneskja horfir á heiminn frá sínum stað, og þar af leiðandi er sérhver manneskja í sínum eigin miðdepli heimsins. Mér er minnisstætt að ég var einu sinni staddur á veitingahúsi í Al- geirsborg og þar var gríðarstórt heimskort málað á vegg. Á því korti var Norður-Afríka feikna- stór, en svo smáminnkuðu löndin eftir því sem fjær dró. Það leyndi sér ekki hvar miðdepill heimsins var í huga þess er hafði dregið upp þetta kort. Robert Louis Ste- venson sagði einhvers staðar: „Það era ekki til nein framandi lönd, það er einungis ferðamaður- inn sem er framandi." Þetta er hveijum manni hollt að hafa í huga þegar hann leggur leið sína til annarra landa og mætir sið- venjum sem ef til vill koma honum annarlega fyrir sjónir. Þar með er spurningunni þó ekki fullsvarað. Fyrirspyijandur virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að Island er sjálf- stæð menningarleg heild með eig- in tungu. Sá sem skapar bók- menntaverk á þeirri tungu innan þeirrar menningarheildar, getur ekki verið „langt í burtu“. Hann er þvert á móti staddur í miðri ólgu sinnar menningarlegu fram- vindu. Ef íslenska dæi hins vegar út sem þjóðtunga og við tækjum upp annað tungumál í hennar stað, t.d. ensku, þá yrðum við þegar í stað „langt í burtu“ vegna fámennis. Þá yrðum við hluti af annarri og miklu stærri menning- arheild, einhvers staðar á útjaðri hennar, afskekkt útskagaþjóð, sem vitandi eða ósjálfrátt lyti annarri menningarlegri forystu en okkar eigin. Við hljótum a'ð ætlast til þess skilnings af okkur sjálfum sem öðrum, að sérhver menningareining sé jafngild og beri ekki að skoða út frá sjónar- miði mannfjölda. Forngrikkir í Aþenu voru varla fjölmennari en svona 100 þúsund, en áhrifa þeirra gætir enn í evrpóskri hugs- un og þótt víðar væri leitað. Og ég held að þjóðir heims væru þakklátar, ef enn væri ríki þar sem talað væri sama mál og er að fínna í ritum Sókratesar og Platóns, svo að dæmi séu nefnd. Og þá er komið að síðari spurn- ingunni: Hvernig er að skrifa fyr- ir svo fáa? Ekki veit ég hvort rithöfundar leiða svo mjög hugann að því hversu margir muni lesa verk þeirra, ég efast um það. Ég geri það að minnsta kosti ekki. Ég held að rithöfundur sem stundar skapandi ritstörf í alvöra (því þeir höfundar eru til sem skrifa beinlínis til að hagnast), skrifi af þörf og af því að hann álítur að hann hafi eitthvað að segja öðr- um, sem enginn annar geti gert á sama hátt. Með öðrum orðum að hann eigi sér sjálfstæða rödd. Hann skrifar það sem leitar á hann eins vel og hann getur, og þegar best tekst til, betur en hann getur, því að sönn listsköpun er fólgin í því að skara fram úr sjálf- um sér. Hins vegar er svarið við þess- ari spumingu í raun nátengd svar- inu við hinni fyrri. Hversu mikill hluti af menningarheild höfundar- ins les verk hans. Bók sem selst í 2.500 eintökum samsvarar 1% af þjóðinni, sem kaupir bókina: Lesendur era miklu fleiri. Ef við berum þetta saman við stórþjóðir, þá þarf á þriðju milljón eintaka í Bandaríkjunum til að ná sama hlutfalli. Ég hef bent sænskum blaðamönnum á að 1.000 eintaka sala á íslandi, samsvari 34.000 eintökum í Svíþjóð og það yrði kallað metsala. Meðalupplag sæn- skra skáldsagna er ekki nema um 2.000 eintök, en er á við 59 ein- tök á íslandi. Og ef bókáhugi hér á landi væri svo takmarkaður, þá er ég hræddur um að bókaútgáfa yrði ansi fljót að lognast út af. Við getum þess vegna haldið því fram, íslenskir rithöfundar, að við náum til stærri hluta af menningareiningu okkar en flestir aðrir starfsbræður okkar, og því ættum við að geta vel við unað að því leyti. Hins vegar er það rétt að íslenski bókamarkaðurinn er lítill, og því getur íslensk bók aldrei náð þeirri risasölu sem ein- stök bók nær hjá fjölmennari þjóðum. Svo getur íslenskur rithöfundur einnig eignast lesendur í öðrum löndum. Ef mér leyfist að taka dæmi af sjálfum mér, þá á ég fleiri lesendur erlendis en á Is- landi. Skáldsagan Dauðamenn var t.d. prentuð í 1.500 eintökum hér, en hefur verið prentuð í 42.000 eintökum í þýðingum og Niðjamálaráðuneytið var gefið út í 120.000 eintökum á rúss- nesku, svo að tvö dæmi séu nefnd. En það breytir því ekki að íslensk- ur rithöfundur skrifar auðvitað fyrst og fremst fyrir íslenska les- endur. Islenskar bókmenntir verða til í leit að sjálfsímynd sem við verðum að skapa sjálf, af því að við finnum hana ekki í ritum erlendra höfunda. Án íslenskra bókmennta er hætt við að tungan týndist og hin sjálfstæða menn- ingarheild okkar glataðist. En þá færu erlendir blaðamenn kannski að skilja okkur betur. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóln íslnnds. - fyrir hveija? mörkuðum hóp bama, en hún færi þá reynslu sína yfír á önnur börn með námserfiðleika. Reyndar má leiða talsverðum líkum að því, að mörg þessara „vanræktu“ barna eigi einnig við námserfiðleika að stríða vegna þroskamunsturs. Á sama hátt standast skoðanir hennar um sérkennslu ekki faglega gagnrýni. Fyrir þau böm, sem vegna þroskamunsturs síns nema ekki á hefðbundinn hátt, þarf að koma til öflugur námsstuðningur, sem byggir á mismunandi kennslu- aðferðum og skilningi á vandamáli barnsins. Það er rétt að sérkennsla er ekki eina svarið, því að þessir erfiðleikar bamsins geta vissulega valdið miklu tilfinningalegu álagi og álagi á fjölskyldur þeirra. Það þarf því einnig að styðja þessi böm félagslega og gera þeim kleift að nýta önnur tæki en lestur og skrift við nám sitt. Sú stefna, sem kemur fram í nýlegri grein sérkennslufull- trúa Reykjavíkurumdæmis um þessi mál, að koma á fót sérhæfð- um „lesveram“, er mikilvægur hluti af þessú. Námserfiðleikar bama mað eðli- lega greind era til, vora til og verða til. Handahófskenndar skýringar á eðli þeirra, sem ekki era byggðar á þekkingu og reynslu, eru þessum börnum og fjölskyldum þeirra ekki til framdráttar. Kennsluhættir og sérkennsla við hæfi og raunhæfar námskröfur, einnig á sviði lestrar, hjálpa þeim til að ná þeirri fótfestu í lífinu, sem við stefnum að fýrir börn okkar. Góð lestrargeta er mikilvæg, en hún er ekki forsenda lífshamingjunnar — nema við hög- um stefnu okkar þannig að fella áfellisdóma yfir börnum með námserfiðleika og fjölskyldum þeirra. Höfundur er forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þýska bóka- safnið opn- aðáný I SUMAR hefur þýska bókasafn- ið verið lokað í 4 mánuði vegna nauðsynlegrar endurskipulagn- ingar á bókakosti safnsins. Nýtt flokkunarkerfi var tekið í notk- un, þar sem stuðst var við flokk- unarkerfi Deweys, en það var þó í einstökum atriðum aðlagað þörfum minni bókasafna með sérsvið. Á þýska bókasafninu eru núna til útláns u.þ.b. 5.000 bækur, blöð og tímarit. Bækurnar era flestar á þýsku. Hér er um að ræða bæði fagurbókmenntir og bækur sem Ijalla um sögu og menningu Þýska- lands. Eitthvað er til af þýddum íslenskum bókmenntum, svo sem íslendingasögurnar og skáldverk eftir Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson o.fl. Auk þess er fyrir hendi um- fangsmikið safn bóka og gagna í sambandi við þýskukennslu og ver- ið er að byggja upp myndbanda- safn. Þess skal getið að bækur og annað efni er líka lánað út til fólks utan höfuðborgarsvæðisins. Bókasafnið sjálft er rekið á veg- um menningarstofpunar Sam- bandslýðveldisins Þýskalands, GOETHE-INSTITUT. Stór hluti af starfsemi bókasafnsins felst einnig í upplýsingaþjónustu t.d. í samband við nám í Þýskalandi og báðir starfsmenn safnsins dr. Coletta Burling og Lotte Gestsson sinna þessari þjónustu. Útlán á bókum verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14.00-18.00. Þann 3. október nk. verður safnið hinsvegar opið frá kl. 10.00-18.00. Allir era velkomnir að koma þá til að skoða safnið og kynna sér breyt- ingarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.