Morgunblaðið - 03.10.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.10.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 33 Meira um Suður-Afríku eftirHildi Þórðardóttur Föstudaginn 31. ágúst skrifaði Einar Þ. Guðjohnsen grein í Morg- unblaðið um Súður-Afríku þar sem hann segir að vandamálið sé ein- ungis barátta svartra gegn svört- um og hvernig eyða megi þeim átökum. Ég vil hér leiðrétta nokk- ur atriði til að lesendur fái rétta mynd af vandamálinu. Einar segir að þeir íbúar sem fyrir voru í landinu við landnám Hollendinga og Breta, hefðu verið hottintottar, fiökkufólk sem hörf- uðu undan og búskmenn, sem hurfu og kom aþlrei til kasta þeirra. Reyndin er sú að Khoi khoi-fólk- ið, sem Einar kallar hottintotta, því niðrandi nafni sem hvítum mönnum er gjarnt, hörfuðu ekki undan að ástæðulausu. Eftir að Hollendingar höfðu hlunnfarið þá í viðskiptum og svikið þá eins og þeir frekast gátu, hóf Khoi khoi- fólkið röð stríða gegn þeim. Yfir- burðir Hollendinga voru svo miklir að þeir hröktu þá innfæddu sífellt lengra inn í landið og hnepptu í þrældóm, brenndu eigur og rændu bústofni þeirra. San-þjóðin, sem Einar kallar búskmenn, hurfu ekki, enda er erfítt að hverfa bara si svona í þessum heimi, heldur var þeim útrýmt á svipaðan hátt og Khoi' khoi-fólkinu, með skipulagðri her- ferð gegn þeim. Xhosa- og Zulu- menn veittu einnig mótspyrnu og tókst þeim hvítu ekki að berja á þeim fyrr en Bretar komu og að- stoðuðu þá. Eftir Búastríðið sem lauk 1902, fengu Búar aftur hús sín og búpen- ing, en þeir Afríkumenn sem börð- ust við hlið Breta gegn Búum var skipað að skila aftur þeim naut- gripum sem þeir höfðu komist yfir i stríðinu og var ekki bættur sá búpeningur sem Bretar og Búar höfðu tekið af þeim. Þetta gerði það að verkum að þeir svörtu urðu ávallt fátækari en þeir hvítu ríkari. Samkvæmt stjórnarskránni er stjóminni skylt að skipta landinu á milli hvítra, svarta, litaðra og fólks af asískum uppruna. En ekk- ert segir til um hvernig eða hve jafnt skuli skipta. Því úthlutaði stjórnin bestu svæðunum til hvítra. Það voru landsvæði þar sem málm- ar, demantar og gull finnast í jörðu, en hinum voru úthlutuð landsvæði þar sem örugglega finnast engar auðlindir í jörðu og landið hijóstrugt og vonlaust til ræktunar. Þessi svokölluðu heimalönd eða bantustans blökkumanna eiga að vera griðasvæði frumbyggja en staðreyndin er sú að ekki er nokk- ur leið fyrir fjölskyldu að draga þar fram lífið. Því leita blökku- menn til „hvítu borganna" í leit að vinnu, í þeirri von að þeir geti sent peninga heim til eiginkvenna, og barna. Þar tekur ekki betra við því þeir eru meðhöndlaðir eins og útlagar sem er skylt að yfirgefa „hvítu göturnar" um leið og vinnu lýkur. Einnig er þeim skylt að bera vegabréf á sér, með upplýsingum m.a. um þjóðflokk, atvinnuleyfi, skattagreiðslur, fyrri störf og nú- verandi vinnustað með undirskrift átvinnurekanda, sem verður að endurnýja mánaðarlega. Séu þeir ekki með vegabréfið lenda þeir í fangelsi eða verða 'að borga háa sekt. Einar segir að Zulumenn hafi ekki viljað verða sjálfstætt ríki. Það gefur augaleið að þjóð, sem býr á svo óhijálegu landi, er ekki fær um að sjá sjálfri sér farborða. Stöðugt flytja hinir hvítu fleiri blökkumenn nauðuga út í þessi heimalönd, þannig að sífellt krepp- ir að. Til að lesendur fái einhveija hugmynd um fjölda og stærðar- hlutföil þá taka heimalöndin yfir 13% af allri Suður-Afríku en „hvítu svæðin" ná yfir hin 87%. Blökku- menn eru 24 milljónir en hvítir menn 4,6 milljónir. Stefna stjórn- valda er að flytja sem flest blökku- fólk til heimalandanna og gera þau svo sjálfstæð og firra sig aliri ábyrgð örlögum þeirra. Ef þetta gengur eftir verður ekki einn ein- asti blökkumaður með ríkisborg- ararétt í Suður-Afríku og geta „Það sem mestu skiptir í málefnum Suður- Afríku er að menn séu ekki myrtir eða hneppt- ir í fangelsi fyrir að viðra skoðanir sínar og að það sé ekki skotið á börn í friðsamlegum mótmælum af því þau vilja ekki læra á tungu- máli kúgara þeirra.“ þeir hvítu þá óhræddir setið á öllum auðæfunum. Ríkisstjórn hvíta minnihlutans notar heimalandakerfið einnig til þess að ýta undir tungumála- og ættflokkamun, sem annars er hverfandi vegna þess að blökku- menn úr öllum ættflokkum vinna og búa saman í borgum Suður- Afríku. Þetta er ein ástæða átaka meðal blökkumanna innbyrðis en ekki „ólík lífsviðhorf og sundur- lyndi“ eins og Einar keipst að orði. Einar segir einnig: „Paásar okkar lýðræði t.d. hjá Zulu-mönnum?“ Þetta er hins vegar ekki málið. Það sem mestu skiptir í málefnum Suður-Afríku er að menn séu ekki myrtir eða hnepptir í fangelsi fyrir að viðra skoðanir sínar og að það sé ekki skotið á börn í friðsamleg- um mótmælum af því þau vilja ekki læra á tungumáli kúgara þeirra. Þetta er spurning um að fólk sé ekki bannfært fyrir að vílja koma á endurbótum og að fólk sé ekki réttdræpt vegna litarháttar. Þetta er spurning um almenn mannréttindi. Ég held nú að „okk- ar“ lýðræði sé mannúðlegra heldur en ógnarstjórnin og sá fasismi sem ríkir nú í Suður-Afríku. Sú frelsisskrá sem blökkumenn í Suður-Afríku beijast fyrir hljóðar ekki upp á stjómarbyltingu og að svartir taki vöidin. Hún íjallar um að allir skuli jafnir fyrir lögum, njóti jafnra mannréttinda, og hafi jafnan rétt til menntunar óháð lit- arhætti. Hún fjallar um að landinu skuli skipt jafnt milli þeirra sem ýrkja það og alþýðan eigi einnig . hlutdeild í auðlegð landsins. Þeim sem landið byggja skuli tryggja vinnu og húsnæði, öryggi og þæg- indi. Þetta hljómar ekki ósann- gjarnt í okkar augum eða hvað. Einar tálar einnig um í greininni að þegar viðskiptabanni við Suður-Afríku var komið á að íslensk ferðaskrifstofa hafi þurft að hætta við skipulagða ferð „illu heilli“. Svo segir hann i lok greinar- innar að við ættum ekki að skerða ferðafrelsi okkar. Ég vil hins vegar benda á að viðskiptabannið hefur á engan hátt skert ferðafrelsi okk- ar. OUum er fijálst að ferðast til Suður-Afríku svo framarlega sem þeir hafi ekki verið bannfærðir af ríkisstjórninni þar eða sendir í út- legð. Höfundur stundar n&m í mannfræði við Háskóla íslands. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINH FÉLAGSSTARF SAMBAND UNCRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Fundur um ástandið við Persaflóa Fimmtudaginn 3. október halda utanrikis- nefndir SUS og Heimdallar almennan fund um ástandið við Persaflóa. Andrés Magn- ússon blaðamaður á Morgunblaðinu grein- ir frá stöðu mála. Allir eru velkomnir á fund- inn sem hefst kl. 20.30 i Valhöll. Utanríkisnefnd SUS. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs á Suðurlandi Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi við næstu alþingiskosningar fari fram laugardaginn 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveð- ins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 4. Tillagan skal borin fram af 20 fiokks- mönnum búsettum á Suðurlandi. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum samkvæmt a-lið, eftir því sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs samkvæmt a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir i næstu alþingis- kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn skulu standa að hverju framboöi og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboð- um en 4. Framboöum, ásamt mynd af viðkomandi, skal skila til einhvers neðan- greindra yfirkjörstjórnarmanna eigi siðar en kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 11. október nk. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Fannar Jónasson, Hellu. Þorsteinn S. Ásmundsson, Selfossi. Helgi ívarsson, Hólum, Stokkseyrarhreppi. Ólafur Elísson, Vestmannaeyjum. Einar Kjartansson, Þórisholti, Mýrdal. Kjördæmisráð Austurlands Fundur verður haldinn á Hótel Borgarnesi 10. október kl. 20.00. Tekin verður ákvörðun um framboðsmál. Auglýst eftir f ramboðum til prófkjörs f Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar fári fram dagana 26. og 27. október nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveð- ins frests sem yfirkjörstjórn setur. -Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokks- mönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum samkvæmt a-lið, eftir þvi sem þurfa þykir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs samkvæmt a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingis- kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboð- um en 8. _ Framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 12.00 á há- degi mánudaginn 8. október nk. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. F ÉLAGSÚF I.O.O.F. 9 = 172103872 =9. III I.O.O.F. 7 = 172103872 = 9.1. □ Glitnir 599010037 Fjhst. Atkv. □ HELGAFELL 59901037 VI 2 SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Skúli Svavarsson. Allir velkomnir. Ðútivist GRÓFINNII • REYKJAVÍIC • SÍMIAÍMSVARI14601 Myndakvöld fimmtud. 4. okt. í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109, hefst kl. 20.30. Sýndar myndir úr Þórsmerkurgöngunni, grill- veislunni, göngu á Þríhyrning og öðrum ferðum sumarsins. Kaffi- hlaðborð í hléi innifalið i miða- verði. Tunglskinsganga föstud. 5. okt. kl. 20. Þingvellir á fullu tungli. Gengið niður Almannagjá að Vatnsviki. Fjörubál við vatnið. Um næstu helgi, Básar í haustskrúða ógleyman- leg upplifun. Gönguferðir við allra hæfi um Goðaland og Þórs- mörk. Landmannaafréttur: Dóma- dalsleið - Rauðfossafjöll. Gist i Laugum. Miðar og pantanir í helgarferðir á skrifstofu. Sjáumst! Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bilbliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlegavelkomnir. REGLA MUSTERISRIDDARA ARMHekla 3.10. 19.45 SÚR 20.00 HS 20.10 VS K MT A. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, Þor- valdur Halldórsson stjórnar. Prédikun og fyrirbænir., Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 3. okt. kl. 20 Búrfellsgjá, kvöldganga og blysför. Létt og skemmtileg ganga í tunglskininu. Tungl er í fyllingu á fimmtud. Búrfellsgjá er ein fallegasta hraunstöð Suð- vesturlands. Verð 500,- kr. frítt fyrir börn m. foreldrum sínum. Blys kr. 100,- Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Heiðmerkurdagur er á sunnu- daginn 7. okt. kl. 13. Verið vel- komin! Ferðafélag íslands. HkENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Ath. VR og BSRB styrkja félaga sína til náms á námsk. skólans. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.