Morgunblaðið - 03.10.1990, Page 43

Morgunblaðið - 03.10.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 1990 43 Minning: Skúli Ólafsson Fæddur 16. febrúar 1911 ■ Dáinn 16. september 1990 Okkur langar í örfáum orðum að minnast hans afa sem nú er farinn frá okkur og kominn til eins af okk- ur, hans Þrastar sem við kvöddum öll í janúar sl. Afi fæddist á Tjörn á Vatnsnesi í Vestur-Húnvatnssýslu 16. febrúar 1911. Ömmu okkar Guðbjörgu Ólsen kynnist hann á Hvammstanga og bjuggu þau þar til ársins 1966. Með henni eignaðist hann sjö böm sem eru Jón Bergmann, Dóra, Sigríður Guðrún, Unnur, Lára, Elínborg og Daníel Hörður, einnig ólst upp hjá þeim Hildur Ósk Jóhannsdóttir. Árið 1966 fluttu afi og amma til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þeirra í Fannó, þær minningar gleymast aldrei. Afi var hæglátur maður og sagði fátt og krafðist ekki mikils fyrir sjálfan sig, undi sér mest við iestur góðra bóka. Við þökkum afa samfylgdina og biðjum Guð að blessa ykkur Þröst og gefa ömmu styrk og huggun. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.‘‘ , „ . , v 3 8 (V. Briem) Barnabörn Sigurður Bjama- son - Kveðjuorð Sigurður Bjarnason rafvirkja- meistari lést í Reykjavík 6. septem- ber sl., 93 ára að aldri. Hann fædd- ist að Búðum í Fáskrúðsfirði 22. ágúst 1897. Foreldrar hans voru Þórunn Eiríksdóttir útvegsbónda Þórðarsonar á Vattamesi, mikils at- hafnamanns sinnar tíðar, og Bjarna Sigurðssonar, hreppsstjóra á Eski- firði, en þar ólst Sigurður upp. Bjarni varð síðar skrifstofustjóri Varðar og Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hús Bjarna og afa stóðu sitt hvoru meg- in við Hlíðarendalækinn og því tölu- verð tengsl þar á milli, sérstaklega barna hans sem ég kynntist vel. Sig- urður ólst upp í byijun vélbátaaldar og fór snemma á sjóinn og var ekki gamall þegar hann varð skipstjóri og þótti með afbrigðum duglegur maður. Einhvem veginn fór það svo að fjölskyida Bjarna fluttist suður til Reykjavíkur, að undanteknum Eiríki, sem var lengi síðan á Eskifirði. Það var svo 1942 er ég flutti á Snæfells- nes að við Sigurður endurnýjuðum gömul kynni sem entust báðum vel. Sigurður kvæntist Ingibjörgu Guð- bjarnardóttur og var þeirra heimili á Lindargötu 29 og því stutt að fara þegar til Reykjavíkur var komið og ósjálfrátt urðu ferðir mínar þangað margar enda vinum að mæta. Sig- urður lærði rafmagnsfræði eftir að Kveðja: Pálína Bjömsdóttir Nú þegar ég er farin af landi brott, búin að kveðja alla mína vini, á ég enn eftir að kveðja eina góða konu. Mikið var hún mér alltaf góð. í raun voru samvistir okkar stuttar, alltof stuttar. Falleg minningin um hana mun fýlgja mér alla ævi mína. Við tengdumst slíkum böndum að erfitt var að slíta. Vegir okkar Pálu lágu saman er ég var aðeins fjögurra ára gömul. Þeir skildu íjórum árum síðar. Þetta er ekki langur tími en þeir atburðir sem við gengum í gegnum urðu til þess að tengja okkur sterkum tilfinn- ingaböndum. Alltaf var jafn mikið tilhlökkunar- efni að fara til Eyja og vera hjá Pálu og Inga. Tekið var á móti með opnum örmum og óendanleg hlýja streymdi frá þeim báðum. Hún vafði mig elsku sinni og kærleika. Hjá henni fann ég öryggi enda leið mér aldrei betur en þegar ég var úti í Eyjum. Pála lagði mikið upp úr matargerð og var snillingur á því sviði. Ég man enn hvað maturinn var góður hjá henni. Hún lagði oft á sig mikla vinnu í því sambandi og hafði gaman af. Hún saumaði mikið og ófá skiptin kom ég heim með fullar töskur af nýsaumuðum fötum og pijónaðar peysur, bæði á mig og móður mína. Pála mín hafði mikla þörf fyrir að hjálpa og gleðja annað fólk, þannig var hún stöðugt veitandi. Jafnvel þegar hún átti sjálf um sárt að binda reyndi hún að hugga og gleðja vini sína. Níu dögum fyrir andlát Pálu, í júnímánuði síðastliðnum, kom ég í heimsókn til hennar. Þá voru liðin fimm ár frá því að við sáumst síðast. Við ræddum um erfiða hluti sem við höfðum aldrei rætt áður. Ég er sann- færð um að Guð leiddi mig til henn- ar þennan dag. Hann gaf okkur þá stund sem ég hafði beðið eftir í 13 ár og ef til vill hún líka. Ekki hvarfl- aði að mér þegar ég kvaddi hana að þetta væri mín síðasta kveðja til hennar. Við höfðum meira að segja ráðgert að ég kæmi til þeirra síðar um sumarið og myndi dvelja hjá henni og Inga, eins og forðum. Guð blessi Pálu og varðveiti að eilífu. Ég kveð hana með þessu er- indi Halldórs Laxness: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Sigurbjörg Ó. Áskelsdóttir, Noregi. hann kom til Reykjavíkur og kom sér upp góðri vinnustofu við tms sitt á þeirra tíma mælikvarða og hafði menn í námi og þjónustu. Hann var góður húsbóndi, ekki vissi ég annað. Sigurður var alla tíð sjálfstæðismaður, það var hann í raun og fórnaði flokknum miklu. Þá voru góðir forystumenn sem hann dáði og taldi engan vanda að vinna fyrir. Þá fengu menn ánægjuna fyrir snúð sinn sagði Sigurður oft við mig og gaman að lifa. Hann var einn þeirra sem stóð við það sem hann sagði og gætti þess að lofa ekki meiru en hægt var að standa við. Því urðu margir á vegi hans og leit- uðu hans. Ég geri ráð fyrir að öll hans vinna í rafmagninu hafi ekki verið innheimt með hörku, því hann vissi um örðugleika þeirra sem þá stóðú í byggingum og léði þeim eftir því sem efni stóðu til, en yfirleitt þurfti hann ekki að hafa mikið fyrir því að innheimta því flestir voru eins og hann að þeir vildu standa í skil- um. Hvort hann hafði nokkurnt- ímann lögfræðing eins og nú tíðkast, er mér ekki í minni. Það sem ekki næst inn með blíðu sagði hann, er mér ekki að skapi að fáist með illu. Já, hugsun hans Sigga er oft í huga mínum. Þannig kom hann mér fyrir sjónir bæði í orði og athöfnum. Ég vissi hann bestan þegar erfitt var um rafmagnsefni 1947 þegar ég stóð í byggingu og fleiri munu hafa sömu sögu að segja. Það var elskulegt að eiga Lindar- götuna í þjóðbraut þegar til Reykjavíkur kom. Bæði að fá sér hressingu og eins að ræða saman. Þá fóru oft mínúturnar í klukkutíma. En þetta áttu aðeins að vera þakkar- orð og kveðja þegar vinur minn sigl- ir nú á sæ eilífðar, ljóss og vors, sem við treystum báðir. Fylgja honum á þeirri leið mínar innilegustu kveðjur og þökk. Guð blessi góðan dreng og traustan. Árni Helgason Minninff: * Isak Randver Guðjónsson Fæddur 21. september 1933 Dáinn 21. september 1990 Eins og hafaldan fellur ein og ein upp við fjörunnar sand, eins er með jarðlífið, dauðans kvöld og lífsins morgun. Fyrstu kynni mín af Isak heitnum voru á Reykjalundi. Þar vorum við samtímis í mörg ár. Hann var einn af albestu vistmönnum þar, laus við alla stríðni og sýndarmennsku. Ég hafði meira álit á honum heldur en sumum af þeim persónum sem þar voru. Eftir að okkar leiðir skildu, hitti ég hann aftur á vistheimilinu í Víðinesi. Þar var hans framkoma eins og á Reykjalundi forðum daga og ég tel víst að allt vistfólk í Víði- nesi, 'sem kynntist honum, sé mér sammála. En lögmáli hins skamm- vinna jarðlífs verður ekki breytt og allir fara að lokum yfir móðuna miklu. Ég votta aðstandendum hans og kunningjum, mína samúð. Drengur góður hefur kvatt. Blessuð veri minn- ing hans. Þorgeir Kr. Magnússon + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓN KR. JÓNSSON, Tjarnargötu 9, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. október kl. 13.30. Magnea Dóra Magnúsdóttir, Ingunn G. Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Elín S. Jónsdóttir Tinna Guðjónsdóttir, Magnús Gylfi Hilmarsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu og móður, ODDNÝJAR LAXDAL, Eikarlundi 16. Pétur Ásgeirsson, Margrét Líney Laxdal, Jóhanna Helga Pétursdóttir. \ + Kæru vinir, fjær og nær. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS V. JAKOBSSONAR frá Patreksfirði, Jökulgrunni 1-B, Reykjavík. Þorbjörg Jónsdóttir, Jakob V. Kristjánsson, Guðrún Gestsdóttir, Lea Kristjánsdóttir, Jónatan Guðmundsson, börn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR KJARTANSSONAR, Blönduhlíð 10, Reykjavík, Sólveig Sigurðardóttir, Rúnar Ágústsson, Árný Þorsteinsdóttir, Erna Ágústsdóttir, Jörgen Már Berndsen, Hrafnkell Óskarsson, Bára Þórðardóttir, Pálína Ágústsdóttir, Guðmundur S. Garðarsson, Sigrún Ágústsdóttir, Sigurður Þórir, Ágúst Þór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag 3. október frá hádegi vegna jarðarfarar ÞORVARÐAR ÞORSTEINSSONAR frá Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal, Grettisgötu 57, Reykjavík. Lögmenn Ránargötu 13, Hilmar Ingimundarson hrl., Kristján Stefánson hdl. SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.