Morgunblaðið - 03.10.1990, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.10.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990 49 Húsdýrafangelsið Til Velvakanda. Undir sakleysislegu yfirbragði hins nýja dýrafangelsis Reykjavíkur- borgar í Laugardalnum ríkir hin miskunnarlitla niðurlægingarstefna hótelhaldaranna þar. Að ógleymdu því að saxið stóra bíður „vistmann- anna“ handan næsta horns við væg- ast sagt lítil brot þeirra ef brot skal kalla. Eða svo mátti a.m.k. lesa í grein í Tímanum þ. 15. ágúst sl. undir fyrirsögninni Skipt útaf í hálfleik. Þar var sagt frá vesalings ungu svín- unum í húsdýragarðinum í Laugard- alnum og örlögum þeirra þegar þeir stækkuðu ögn, eins og náttúrulög annars gera ráð fyrir almennt. Litlu sætu grísirnir voru sem sagt sendir beint í sláturhúsið einn daginn þar sem „þeir voru orðnir of stórir og fyrirferðamiklir" að sögn forstöð- umannsins fangelsisins. í þeirra stað voru svo fengnir aðrir „litlir sætir grísir“ fyrir krakkana .til að halda áfram að dást að og gefa þeim nöfn. En svo þegar litlu nýju svínaung- arnir hafa leyft sér þá ósvífni að stækka og vaxa eifthvað lítilræði í fangelsinu þá eru þeir auðvitað send- ir beina leið undir saxið líka. Á sama tíma og sífellt háværari gagnrýnisraddir erlendis eru gegn þessum dýrafangelsum þá reisir Reykjavíkurborg eitt slíkt nánast í miðjum bænum án þess að nokkur segi hér orð. Hvar er nú siðferðið gagnvart okkar minnstu bræðrúm? Það var von að maðurinn hér forðum yrði bæði undrandi og sár þegar sápuJóninn sagði með allnokkrum hneykslunarsvip við harin: „Á ég að gæta bróður míns?“ Ekki virðist því manninum hafa farið mikið fram þessar tuttugu ald- ir sem liðnar eru síðan, nema síður sé. Þegar litið er um öxl verður því tæpast annað séð en að þjáningin vaxi stöðugt í heiminum. Bæði hjá mönnum og dýrum. Sýnu verst þó hjá dýrunum. Málið aðeins við þetta er að öll þessi samfellda þjáningar- aukning í heimi hér virðist nánast öll sömul af mannavöldum. Enn eitt sandkomið bættist því í þennan samfellda táradal menningar okkar þegar þessi óþverrans Hús- dýragarður var opnaður í vor sl. Því að hvað sem mönnum finnst anna'rs gaman að sjá dýrin þarna þá skyldu þeir aldrei gleyma því að þetta er hvorki náttúrulegt umhverfí þeirra, né að minnsta von sé til að þeim líði vel þama þótt annað sé látið í veðri vaka. Og ekkert er þetta annað en fangelsi hvaða felunöfnum sem menn vilja annars viðhafa til að fegra ^mmHína Það er vel hægt að sjá og kynn- ast ögn langflestum þessum sem og öðrum dýrum í sínum náttúrulegu heimkynnum án þess að reka þessi gerviheimili þeirra í formi fangelsa/ Og þar er líká miklu skemmtilegra að sjá þau og heyra í þeim. En það er nú ekki uppi á teningnum á þess- um bænum. Ekki aldeilis. Því skora ég á fólk að hundsa þessar skipulögðu sýningarferðir í dýrafangelsið í Laugardalnum. Það eykur aðeins umsvif fangelsisins og flýtir beinlínis fyrir því að nýju grís- irnir verði sendir líka í sláturhúsið og í þeirra stað enn öðrum rænt frá Nýir grísir l 1 [ Húsdýragarðinn: 1 ■ Skipt útaf I í hálfleik 1 í dagkomanýirgrísiríHusdýra 1 ■ garðimiiUugaidal.alsimr.sa" 1 ■ ’ Guðjónsson, 1 1 Viinum grisunum, nema | | mömmu sinni til að vera til sýnis fyrir aðgangsgesti fangelsisins. Magnús H. Skarphéðinsson HEILRÆÐI VARUÐ Geymið lyf þar sem börn ná ekki til. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SfMI: 62 84 50 oo Macintosh fyrir byrjendur © Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. % Tölvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu . <#> Skrifstofutækni vandað nám sem kemur að góðum notum við inuleit. Við kennum einungis hagnýtar greinar. Besta verðið Bestu kjörin Mesta reynslan Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Veröld tryggir þérlægstu faigjöldin til stór- borga Evrópu Með einstökum samningum sínum tryggir Veröld þér hagstæðustu fargjöldin og úrval vandaðra hótela í stórþorgum Evrópu. Hvert sem leiðin liggur færðu ferðina hjá Veröld. LONDON Brottfarir í október meó fararstjóra kr. PARIS Victoria Hotel kr. 33.900 29.690 LUXEMBURG Hotel Italia kr. 29.690 * Brottfarir í október. Veró m.v. 2|a manna herbergi i 3 nætur. AUSTURSTRÆT117,101REYKIAVÍK. SÍMI: (91)622011 &622200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.