Morgunblaðið - 19.10.1990, Qupperneq 18
18 ________________ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Valur Arnþórsson
bankastjóri — Minning
Fæddur 1. mars 1935
Dáinn 13. október 1990
Laugardagurinn 13. október var
fagur. Með lækkandi sól var roðinn
óvenjulega sterkur í vestri.
Ef til vill var það þess vegna sem
nafn Vals Arnþórssonar kom sterkt
í hugann, þegar ég heyrði í fréttum
að flugvél hefði brotlent í Skeija-
firðinum. Það var á slíkum dögum
sem Valur kaus gjarnan að bregða
sér í stutt æfingaflug og halda
þannig við ágætri flugkunnáttu
sinni.
Ég eyddi þó fljótlega þessari
hugsun. Valur var sérstaklega at-
hugull og varkár flugmaður. Auk
þess átti hann svo margt ógert í
þessu lífi. En fáeinum mínútum
síðar voru mér flutt þau illu tíðindi
að Valur Arnþórsson væri látinn.
Þennan fagra haustdag hafði
Valur unnið við að lagfæra hús sitt
í Mávanesi 17 fyrir veturinn. Að
góðu verki loknu ákvað hann að
skjótast út á flugvöll. Hann gerði
þó ekki ráð fyrir að fara í loftið að
þessu sinni. Þegar þangað kom stóð
flugvélin áfyllt, tilbúin til flugs og
honum til reiðu. Það var erfítt að
hafna svo góðu boði á svo fögrum
degi. Þremur mínútum eftir flugtak
var Valur Arnþórsson allur.
Er það kannski svo að „enginn
má sköpum renna“? Getur það ver-
ið að þessum ágæta manni hafi
verið ætlað eitthvert hlutverk, sem
við ekki þekkjum?
Val Arnþórssyni kynntist ég fyrst
fyrir tæpum þijátíu árum. Það var
í stjórn Félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík. Leiðir okkar
lágu síðan saman í stjórnmálum.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn, bæði á Ak-
ureyri og í miðstjórn og fram-
kvæmdastjórn.
Valur átti auðvelt með samstarf,
bæði við samheija og andstæðinga,
enda hygg ég að honum hafi allir
treyst. Hann var ætíð reiðubúinn,
þegar til hans var leitað, og sérstak-
lega ráðhollur. Vali Arnþórssyni
stóðu allar leiðir opnar í stjórnmál-
um, hefði hann kosið, og eflaust til
æðstu metorða.
Framsóknarmenn standa í mikilli
þakkarskuld við Val Arnþórsson.'
Valur kaus sér ævistarf í Sam-
vinnuhreyfingunni. Eftir nám starf-
aði hann í nokkur ár hjá Samvinnu-
tryggingum. Árið 1965 réðst Valur
til Kaupfélags Eyfirðinga. Jakob
Frímannsson var mannþekkjari og
hann vildi fá traustan eftirmann.
Valur Arnþórsson tók við starfi
kaupfélagsstjóra árið 1971, aðeins
36 ára að aldri, og stjórnaði þessu
mikla fyrirtæki með sérstökum
myndarbrag í 18 ár.
Slíkur maður hlaut að veljast til
margra trúnaðarstarfa hjá Sam-
vinnuhreyfingunni. Valur var m.a.
stjórnarformaður Sambands
íslenskra samvinnufélaga í mörg ár.
Valur Arnþórsson var samvinnu-
maður af hugsjón og að sumu leyti
brautryðjandi. Hann gerði sér einna
fyrstur grein fyrir því að Samvinnu-
hreyfingin varð að aðlagast breytt-
um tímum — tímum fjármagnsins.
Á fundum samvinnumanna gerði
Valur grein fyrir hugmyndum
sínum um breytt rekstrarform og
vann að og lagði fram slíkar tillög-
ur. En hann var á undan sinni
samtíð. Nú sjá menn nauðsyn breyt-
inga og vilja hrinda í framkvæmd
ýmsu af því, sem Valur lagði til.
Það er, því miður, helst til of seint.
Valur Arnþórsson afréð að færa
sig um set og tók við stöðu banka-
stjóra Landsbanka íslands í upp-
hafi árs 1989.
Valur flutti ómetanlega reynslu
sína úr viðskiptalífinu og stjórnun-
arhæfileika sína inn í þennan
stærsta banka landsins. Á skömm-
um tíma vann hann sér álit og
traust, jafnt innan bankans sem
utan.
Þótt kynni mín af Val Arnþórs-
syni hæfust fyrir alllöngu, fóru þau
vaxandi með árunum. Við áttum
marga fundi um málefni lands og
þjóðar. Síðast daginn fyrir slysið
þáði Valur kaffibolla á skrifstofu
minni. Hann var glaður og reifur
að vanda, glöggur á menn og mál-
efni. Við hétum því að njóta góðra
stunda saman við veiðar að sumri.
Þær eru margar minningarnar,
sem ég á frá árbakkanum með
Val. Minningar,_ sem munu iifa á
meðan ég lifi. Ég á erfitt með að
trúa því að tími þeirra sé liðinn. Á
sextugsafmæli mínu hét Valur mér
23 punda laxi úr Laxá. Hann er
ókominn, enda var það ekki tíma-
sett. Kannski fæ ég hann bráðum.
Árið 1955 gekk Valur að eiga
þá ágætu konu Sigríðu Ólafsdóttur.
Hjónaband þeirra var afar farsælt
og stóð Sigríður við hlið Vals í blíðu
og stríðu. Þau eiga fimm mannvæn-
leg börn. Valur og Sigríður urðu
næstu nágrannar okkar, þegar þau
fluttu að norðan. Á því glæsilega
heimili er nú skarð fyrir skildi.
Við hjónin vottum Sigríði, börn-
unum, tengdabörnum og barna-
börnum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Steingrímur Hermannsson
Við sviplegt fráfall Vals Arnþórs-
sonar, bankastjóra, hvarflar í hug
mér ljúf endurminning frá liðnu
sumri. Við hjónin erum stödd á efri
hæðinni á Hólum í Öxnadal, þar
sem Valur og Sigríður hafa af mik-
illi smekkvísi innréttað baðstofu í
gömlum stíl. Fyrir áeggjan okkar
sest húsbóndinn við orgelið og ljúf-
ir tónar líða um húsakynnin. Þessi
tæpa stund á Hólum, tekin að láni
úr annríki dagsins, reyndist verða
hinzta stund okkar með Vali Arn-
þórssyni.
Á leiðinni frá Akureyri hafði
Valur sagt mér margt um bændur
og búskap í Hörgárdal og Öxnadal.
Á þessum slóðum sem annars stað-
ar um landið á það við að „hver
einn bær á sína sögu“ og það leyndi
sér ekki að þá sögu þekkti Valur út
í hörgul. Samúð hans með fólkinu,
sem þarna býr, og áhugi hans fyrir
kjörum þess leyndi sér ekki. En við
ræddum líka um löngu liðna ná-
granna hans í Öxnadalnum; í þeirra
hópi voru skáldjöfrarnir Jónas
Hallgrímsson á Hrauni og séra Jón
Þorláksson á Bægisá.
Valur Arnþórsson fæddist á
Eskifirði 1. marz 1935. Foreldrar
hans voru Arnþór Jensen, fram-
kvæmdastjóri þar, og kona hans,
Guðný Pétursdóttir Jensen. Guðný
er látin fyrir nokkrum árum en
Arnþór lifir son sinn. Fyrir um það
bil tveimur áratugum höguðu atvik-
in því þannig til, að við Valur vorum
nokkra daga samtímis á Eskifirði.
Þá kynntist ég Arnþóri og Guðnýju,
sem sýndu mér mikla gestrisni og
vináttu. Það duldist mér ekki að
æskuheimili Vals var gróið menn-
ingarheimili.
Valur stundaði nám á Eiðum og
síðan í Samvinnuskólanum en það-
an brautskráðist hann vorið 1953.
Veturinn 1955 til 1956 stundaði
hann nám í London í trygginga-
og verzlunarfræðum. Um áratug
síðar stundaði hann og framhalds-
nám við skóla samvinnumanna í
Svíþjóð. Valur starfaði hjá Sam-
vinnutryggingum frá 1953 til 1965,
síðast sem deildarstjóri í áhættu-
deild. Er mér í minni frá þeim tíma,
að hæfni hans á sviði endurtrygg-
inga var við brugðið.
Árið 1965 verða þáttaskil í störf-
um Vals fyrir samvinnuhreyfing-
una. Það ár flyzt hann norður til
Akureyrar með Ijölskyldu sína og
gerist fulltrúi Jakobs Frímannsson-
ar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Eyfirðinga; hann var aðstoðarkaup-
félágsstjóri 1970 til 1971 og kaup-
félagsstjóri Kf. Eyfirðinga frá 1971
til janúarloka 1989. Ilinn 1. febrýar
1989 tók Valur við starfi banka-
stjóra við Landsbanka íslands.
Valur Arnþórsson var ritari Sam-
bandsstjórnar frá 1975 til 1978 og
formaður stjórnarinnar frá 1978 og
til þess tíma er hann tók við starfi
sínu í Landsbankanum. Fjölmöt'g-
um trúnáðarstörfum öðrum gegndi
Valur, ekki aðeins á vettvangi sam-
vinnustarfsins, heldur einnig á sviði
þjóðmálanna. Formennsku gegndi
hann í Olíufélaginu hf., Samvinnu-
tryggingum og Andvöku, svo og í
stjórn Laxárvirkjunar. Hann var
forseti bæjarstjórnar Akureyrar
1974—1978 og um margra ára
skeið stjórnarmaður í Landsvirkjun.
Er þá aðeins fátt eitt upp talið.
Kaupfélag Eyfirðinga er ekki
aðeins í hópi aíira stærstu fyrir-
tækja landsins, heldur með svo
óvenju fjölþættan rekstur til lands
og sjávar að slíks munu fá dæmi.
Þessu stóra fyrirtæki stýrði Valur
Arnþórsson í tvo áratugi með þeim
hætti, að han ávann sér traust, virð-
ingu og þakklæti þeirra allra sem
þarna áttu mest undir að vel tækist
til og í leiðinni varð hann þjóðkunn-
ur maður.
Við Sambandsstjórnarmenn
minnumst atorku hans og mála-
fylgju við hin margvíslegustu störf
í þágu samvinnuhreyfingarinnar.
Skarpar gáfur og mikil og fjölþætt
reynsla brutu honum rökrétta leið
að kjarna hvers máls. Svo prýðilega
sem honum fórst úr hendi að stýra
störfum í Sambandsstjórn þá gat
engum dulizt, að hann var ekki
síður maður hinna stóru funda. Hjá
honum voru efnistök og meðferð
tungunnar með þeim hætti, að þeim
sem á hann hlýddu mun seint úr
minni líða. Sem ég festi þessar línur
á blaðið, þá vekjast upp fyrir mér
endurminningar frá aðalfundum
Sambandsins á Bifröst í tíð hans
sem stjórnarformanns. Skýrslur
hans til fundarins voru að sjálf-
sögðu svo vel unnar, að ekki varð
á betra kosið, en þó verða mér enn-
þá minnisstæðari lokaorð þau til
fundarmanna, er hann mælti jafnan
af munni fram.
Eftirlifandi kona Vals er Sigríður
Ólafsdóttir og varð þeim fimm
barna auðið. Mikill harmur er nú
kveðinn að frú Sigríði og fjölskyldu
hennar allri við svo svipleg um-
skipti. Nú voru þau aftur komin
heim í Garðabæinn, eftir langa og
farsæla dvöl norðan heiða, og vissu-
lega var það von þeirra og vina
þeirra allra, að þar maétti hús þeirra
standa um mörg ókomin ár.
Fyrstu tveir kaflarnir í lífsbók
Vals Arnþórssonar voru helgaðir
samvinnuhreyfingunni. Segja má,
að þriðji kaflinn hafi hafizt í Lands-
bankanum í ársbyijun 1989. Eng-
inn þarf að efa, að í fyllingu tímans
hefði hann skilizt við þann kafla
með þeirri farsæld og giftu, sem
einkenndi fyrri kaflana tvo. En nú
hafa forlögin brotið blað með þeim
hætti, að ekki gefst kostur á fram-
haldi.
Ég þakka Val Arnþórssyni allt
það sem hann var íslenzku sam-
vinnustarfi og kveð hann hinzta
sinni með þessum ljóðlínum ná-
granna hans í Öxnadalnum:
... svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
fijóvgar og blessun færir.
(J.H.)
Frú Sigríði, börnum hennar og
barnabörnum, aldurhnignum föður
Vals og öllum ættingjum öðrum
færum við Inga dýpstu samúðar-
kveðjur. Megi sá Drottinn, er gæðir
blómin lífi, styrkja þau öll á þessum
erfiðu tímamótum.
Sigurður Markússon
Á fegursta haustdegi ætlaði hinn
starfsglaði og fjölhæfi maður að
velta af sér reiðingnum um stund
og iðka eitt af mörgum áhugaefnum
sem fluglistin var honum. Hann
átti ekki afturkvæmt lifandi úr
þeirri för.
Það er erfitt að skilja og enn
erfiðara að sætta sig við, að Vals
Arnþórssonar skyldi bíða svo beizk-
legur aldurtili á bezta aldri, þótt
enginn megi að vísu sköpum renna.
Hann var allra manna lífvænleg-
astur, geislandi af starfsorku og
mesta hamhleypa til vinnu, sem sá
sem hér heldur á penna, hefir
nokkru sinni séð ganga að verki.
Um einstæðan dugnað hans geta
fjölmargir borið svo hér er ekki
oflofi hlaðið að ósynju.
Þegar Valur Arnþórsson hóf störf
bankastjóra í Landsbanka íslands
1. febrúar 1989 var hann löngu
landskunnur frammámaður í at-
vinnurekstri og félagsmálum. Ung-
ur að árum gekk hann til liðs við
samvinnuhreyfinguna og veitti for-
stöðu einu stærsta fyrirtæki lands-
ins, Kaupfélagi Eyfirðinga, um nær
tveggja áratuga skeið af orðlögðum
skörungsskap, jafnframt því sem
hann naut trúnaðar sem formaður
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga um árabil. Voru það ærin verk-
efni einum manni, en auk þess og
samtímis valdist hann til oddvita-
starfa í bæjarfélagi sínu, Akureyri,
og yrði of langt mál upp að telja
þau trúnaðarstörf, sem honum voru
á hendur falin og munu aðrir ná-
kunnugri gera þeim skil.
Þótt Valur væri margra manna
maki að starfsþreki og afköstum
var lífsfjörið svo einstakt, að hann
gat gefið sér tíma til að legja stund
á hin fjölþættustu viðfangsefni.
Flugið átti hug hans, siglingamaður
var hann og tók próf í þeim fræðum
og sigldi á skútum á Miðjarðarhafi,
slyngur laxveiðimaður, iðkaði vetr-
aríþróttir, tungumálamaður ágæt-
ur, víðlesinn og fróður. Hann var
einstakur lífsnautnamaður í þess
orðs fýllstu og beztu merkingu.
Klukkan fjögur síðdegis 12. októ-
ber átti ég erindi inn í fundaher-
bergi, þar sem Valur stýrði nefndar-
störfum um sameiningu Lands-
banka og Samvinnubanka. Þegar
ég gekk út, þusti hann á eftir mér
til þess að ræða verkefni mánudags-
ins og hversu mikilvægt væri að
við héldum vel á þeim spöðum.
Þetta voru síðustu samfundir okk-
ar, en þannig var Valur, vakinn og
sofinn yfir viðfangsefnunum, ólmur
af áhuga, og réð" sér vart fyrir
verksígirni. Mér varð á stundum í
alvöru um það hugsað hversu lengi
honum gæfist þrek og heilsa til svo
hömlulausrar hólmgöngu við líf og
starf.
Þrátt fyrir ótrúlega annasaman
starfsdag hefi ég fyrir satt að Val-
ur hafi verið mikill fjölskyldumað-
ur, enda fannst það oft á. Hennar
er missirinn mestur og sárastur.
Guð gefi að tíminn lækni sárin.
Minningin um góðan og göfugan
eiginmann og föður vermir og bæt-
ir.
Kynni okkar Vals urðu alltof
stutt, en ég er þakklátur fyrir þau.
Þau voru mér uppörvun og lærdóm-
ur. Hann var mikillar gerðar og
býður mér í grun að hann hefði
verið líklegur til að taka undir með
Agli:
„Skal ég þó glaður
með góðan vilja
og óhryggur
heljar bíða.“
Vals Arnþórssonar mun ég ávallt
minnast með djúpri virðingu og
þakklæti. Láti Guð honum nú raun
lofi betri.
Sverrir Hermannsson
Þegar við hjónin vorum á leið til
Reykjavíkur úr Landbrotinu, laug-
ardaginn 13. október og komum
niður í Svínahraunið, blasti við okk-
ur ógleymanleg sjón. Birtan á suð-
vesturhimninum var engu lík. í
fjarska var lárétt dökkt skýja-
þykkni, afmarkað með svo beinni
línu að neðan að það minnti á svert
beint pensilstrik á málverki. Fyrir
neðan skýjaþykknið og yfir borginni
varpaði eftirmiðdagssólin geislum
sínum á himininn með óvenjulegri
litadýrð. Ég var að því kominn að
stöðva bílinn, svo við gætum betur
notið þessa fagra útsýnis, en þá
hringdi bílasíminn. Dóttir okkar,
sem vissi að von var á okkur til
Reykjavíkur, vildi fá að vita hvenær
við værum væntanleg til borgarinn-
ar. Hún sagði okkur líka, að fyrir
stuttu hefði flugvél hrapað í sjóinn
í Sketjafjörðinn beint framan af
húsinu þeirra við Faxaskjól og að
einn maður, sem var í vélinni, mundi
hafa látist. Um leið og við komum
heim skömmu síðar, hringdi síminn.
Vinur okkar tilkynnti okkur, að
Valur Arnþórsson hefði farist í flug-
slysi á Skeijafirði. Allt í einu virtist
bregða birtu. Ósjálfrátt beindust
hugsanirnar fyrst að ástvinunum,
sem snögglega höfðu misst svo
mikið.
Valur Arnþórsson fæddist á
Eskifirði 1. mars 1935, sonur hjón-
anna Arnþórs Jensen kaupfélags-
stjóra og Guðnýar Pétursdóttur
Jensen. Föðurforeldrar Vals voru
Pétur Vilhelm Jensen kaupmaður
og útgerðarmaður og kona hans
Þórunn Markúsdóttir, Eskifirði.
Móðurforeldrar voru sr. Pétur Þor-
steinsson og Hlíf Bogadóttir Smith,
Eydölum í Breiðdal.
Valur ólst upp í foreldrahúsum á
Eskifirði. Að loknu barna- og ungl-
ingaskólanámi á Eskifirði stundaði
Valur nám í Eiðaskóla og tók þar
landspróf. Síðan lá leiðin í Sam-
vinnuskólann og þaðan í Samvinnu-
tryggingar árið 1953. Hann var
síðar við trygginga- og viðskipta-
nám í London og einnig við sænska
samvinnuskólann Vár Gárd.
í Samvinnutryggingum starfaði
hann fyrst við bruna- og bifreiða-
tryggingar 1953-56, síðan við end-
urtryggingar 1956-1958. Deildar-
stjóri Endurtryggingardeildar var
hann 1958-64 og deildarstjóri
áhættudeildar 1964-1965.
Um þetta leyti var Jakob
Frímannsson kaupfélagsstjóri KEA
farinn að hugsa um eftirmann sinn.
Jakob hafði um áratugaskeið setið
í stjórn Samvinnutrygginga og
kynnst þar starfsmönnum bæði
sjálfur og af orðspori. Það var svo
á árinu 1956, að Valur var ráðinn
til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga,
sem fulltrúi kaupfélagsstjóra. Fimm
árum síðar er hann ráðinn aðstoðar-
kaupfélagsstjóri og ári síðar, vorið
1971, er hann ráðinn kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Eyfirðinga, þá 36
ára að aldri.
cAuk þess að stjórna daglegum
rekstri Kaupfélags Eyfirðinga,
langstærsta kaupfélagi landsins,
hafði Valur með höndum margþætt
félagsmálastörf. Hann var í bæjar-
stjórn Akuréyrar frá 1970 og for-
seti bæjarstjórnar frá 1974-77. Var
formaður stjórnar Laxárvirkjunar
frá 1971 ogfulltrúi Laxárvirkjunar
í Landsvirkjun frá 1981. Sat í Orku-
ráði 1975-1979, og í Atvinnumála-
nefnd Norðurlands, sem starfaði á
vegum ríkisstjórnarinnar 1969-
1970.
Vorið 1975 var Valur kjörinn í
stjórn Sambands ísl. samvinnufé-
laga og varð strax ritari stjórnar-
innar. Árið 1978 var hann kjörinn
formaður stjórnar Sambandsins og
gegndi því starfi í tæp 11 ár eða
til þess er hanp gerðist bankastjóri
Landsbanka Islands, 1. febrúar
1989.
Auk ofangreindra starfa átti
Valur sæti í stjórn margra dótturfé-
laga KEA og Sambandsins, svo sem
Plasteinangrunar hf., Efnaverk-
smiðjunnar Sjafnar, Samvinnu-
trygginga, Olíufélagsins hf., Út-
gerðarfélags KEA hf. og Útgerðar-
félags Dalvíkur hf. Einnig var Val-